Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1987, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1987, Blaðsíða 12
virkni, tölvuvæðingar og vísindalegra framfara. Ég ætla mér ekki að hvetja ykk- ur til að veita viðnám eða falla með sæmd í baráttunni við það sem er óhjákvæmilegt. En ég vil eindregið hvetja ykkur til að gefa gaum að og spoma við aflfiðingunum, hinu mikla böli samtímans, sem er lífsleiði og stafar af þeirri tilhneigingu að gera mann- eskjur að vélmennum og vélmenni að manneskjum. Fyrir §ölda fólks er vinnan að verða eða er þegar orðin ómenguð leið- indi. Til að vinna störf okkar þurfum við hvorki hugprýði né kunnáttu, hvorki per- sónuleika né þrek. Okkur er einungis ætlað að virka einsog vél þartil önnur vél tekur við af okkur. Gegn þessu ferli getum við ekki risið. En samt er eitt sem við getum gert. Við getum lögleitt bann við því að .nokkur einstaklingur vinm sjálfvirk störf lengur en þrjá daga í viku. í tvo daga verð- ur hann að gera eitthvað annað, eitthvað sem er öðruvísi, eitthvað sem útheimtir þekkingu og kunnáttu. Einungis með því móti getur hinn vinnandi maður varðveitt Í'afnvægi sitt, einstaklingseðli og geðheilsu. heimi samtímans eru tvö meginöfl að verki: einstaklingshyggjan sem er (meira eða minna) studd af Bandaríkjunum og sam- eignarstefnan sem er (meira eða minna) studd af Sovétríkjunum. Austrið og vestrið hafa ævinlega átt í baráttu, að minnsta- kosti sfðan setið var um Trójuborg. í gegnum aldimar hefur ýmsum veitt betur í þeirri viðuréign. Persar réðust á grísku borgríkin en voru hraktir til baka. Alexand- er hélt í austurveg og komst með herafla sinn alla leið til Indlands. Rómverjar héldu áfram stöðugum þrýstingi í austurátt. Þeg- ar honum slotaði komu múhameðstrúar- menn til sögunnar og hófu gagnsókn, lögðu nálega undir sig Evrópu. Allar miðaldir var austrið öflugra. Kringum árið 1500 urðu straumhvörf á ný, en vestrænum þrýstingi á Asíu linnti um síðustu aldamót. Nú er hafínn þrýstingur úr austri og honum verð- ur haldið áfram. Á yfírstandandi hrömunarskeiði hefur vestræn siðmenning magnað með sér tvo alvarfega og kannski endanlega banvæna annmarka. Annar þeirra er í því fólginn, að samfara örum framförum í vísindum og tækni hefur átt sér stað stöðnun í stjóm- málum og menningu. Séu vélar okkar stórfenglegar, þá em stofnanir okkar von- lausar. Þaraðauki hefur þróaðasti tækjabún- aður og nýjustu uppgötvanir tækninnar mnnið úr höndum þeirra sem teljast betur siðmenntaðir til þeirra sem em það síður. Það er einungis tímaspursmál hvenær lgamavopn lenda í höndunum á trúarof- stækismönnum. Þvílíkt ástand er ekki traustvekjandi. Biýnasta þörf okkar er að beita vísindalegum aðferðum á stjómmálin. Það hefur aldrei verið gert og hættan verð- ur sífellt geigvænlegri. Til að ná umtalsverð- um árangri í málefnum mannkynsins er fyrsta og erfíðasta skrefíð að losna við alla vitleysuna sem við trúum á eða í öllu falli segjum hvert öðm. Frelsi, jafnrétti, bræðra- lag, það er alltsaman þvættingur. Vilji fólksins — það er goðsögn. Það sem haft er eftir Móse, Konfúsíusi, Múhameð, Karli Marx, Lenín? Það skiptir ekki máli. Við skulum byija á óskrifuðu blaði og spyija fyrstu spumingarinnar, sem er þessi: Hvað er það nákvæmlega sem við emm að leitast við að gera? Þar á að byija. Við eigum að beina vitsmunum okkar að ótvíræðum stað- reyndum, staðreyndum sem hafa verið leiddar í ljós með rannsóknum og endurtekn- um tilraunum. Við eigum að taka eitt skref í senn. Við eigum að hætta að hrópa vígorð og byija að hugsa. Við eigum að beita vísindalegum aðferðum til að lifa lífínu. Fyrstu mistök okkar em í því fólgin að það höfum við aldrei gert. Seinni annmarkinn á rætur sínar í eðli sjálfvirkninnar. Einsog kunnugt er þjáumst við af víðtækri, vaxandi og sífellt dýpri til- fínningu lífsleiða. Þegar fólki leiðist að vinna leitar það á vit fíknilyfja. Þau fíkni- og deyfílyf sem öllum em tilkvæm em til að mynda hávaði, hraði, tóbak, áfengi og kynlíf sem gengur útí vitfirringu. Önnur og nýrri fíknilyf era öll skaðsöm og sum þeirra banvæn. Viðbrögð okkar við þessari ógnun hafa verið þau að snúast gegn sjúkdómsein- kennunum en ekki sjálfum sjúkdóminum. Við lögleiðum bönn við ræktun, innflutn- ingi, sölu og neyslu fíknilyfja. Lífsleiðinn er óvinurinn sem við eigum að snúast gegn, og ég hef þegar bent á leiðina: að stytta vinnustundir við sjálfvirk störf, að fjölga vinnustundum sem veita einhveija umbun og fullnægju, vekja áhuga. Þetta þyrfti ekki endilega að uppræta lífsleiðann. En það _ætti að geta orðið fyrsta spor í rétta átt. Árangurinn yrði sá, að hveijum einstakl- ingi yrðu tryggð að minnstakosti tvö aðgreind ævistörf þarsem athafnir hans yrðu í slíku jafnvægi, að hann hefði jafnan nóg fyrir sig að leggja, væri fullur áhuga og varðveitti geðheilsu sína. Listamaður fylgist ekki með klukkunni. Dagurinn endist ekki til alls sem hann langar til að gera. Að lokum hlýt ég að vara alla viðstadda við að setja traust sitt á tölvuna. Hættan sem því er samfara að treysta þvílíkri vél lýsti sér einkar eftirminnilega í nýlegu at- viki í Bandaríkjunum. Flóknustu og dýmstu tölvu heims var nýlega komið fyrir í höfuð- stöðvum hermálaráðuneytisins, Pentagon. Til hvers? Til að leysa vandamál herstjómar- listarinnar. Þau ku koma upp í Pentagon. Það var samt ákveðið að reyna tölvuna fyrst við lausn á ímynduðu vandamáli, sem sner- ist um fullkomlega óraunvemlega innrás ónafngreinds erlends stórveldis í Banda- ríkin, um Alaska. Tölvan var mötuð með allrahanda upplýsingum, og síðan lagði yfír- hershöfðinginn fyrir hana hina örlagaríku spumingu: „Á ég að sækja fram eða hörfa?“ Eftir stutta umhugsun svaraði tölvan: „Já.“ Gagnvart þessu tvíræða svari stóð yfírhers- höfðinginn ráðþrota og spurði aðstoðarmann sinn: „Hvað gemm við nú?“ Ráð hans var: „Umorðaðu spuminguna." Umorðuð hljóð- aði spumingin svo: „Já — hvað?“ Og vélin svaraði umsvifalaust: „Já, herra." Konan mín hefur varað mig við að halda of iangar ræður, svo ég ætla að ljúka máli mínu með sögu sem sannar að gagnorðar ræður em bestar. Sendiherra nokkur sem starfaði í Briissel fékk þau boð að hann ætti að halda ræðu á Rotary-fundi. Hann sendi því eftir einum undirmanna sinna og sagði: „Semdu fyrir mig ræðu.“ „Já, herra minn,“ svaraði ungi maðurinn. „Hve lengi hefurðu hugsað þér að tala?“ „Eina klukku- stund," svaraði sendiherrann og sneri sér að brýnni viðfangsefnum. Að morgni hins umrædda dags fékk sendiherrann ræðuna í hendur, snyrtilega vélritaða og saman- brotna. Hann stakk ræðunni í vasann og hélt á Rotary-fundinn þarsem hann talaði í heila tvo tíma, þannig að bæði hann sjálf- ur og tilheyrendur hans vom örmagna í ræðulok. Sendiherrann sneri aftur til skrif- stofu sinnar fúll í skapi, lét sækja sökudólg- inn og sagði í meira lagi byrstur: „Hversvegna í ósköpunum léstu mig hafa tveggja tíma ræðu? Ég var búinn að segja þér skýrt og skorinort að hún ætti að vera klukkutímalöng." „Herra sendiherra," sagði ungi aðstoðar- maðurinn náfölur _og skjálfandi. „Þetta er klukkutímaræða! Ég afhenti þér tvö eintök af henni!" Sigurður A. Magnússon sneri. 1) (orðaleikur Parkinsons; Isle of Man eða eyjan Mön). 2) (orðaleikur Parkinsons, Isle of Wight eða Wighteyja). Að hlusta með auganu Leiðrétting í grein minni um Bo Carpelan, Að hlusta með auganu, Lesbók 3. okt., hafa fallið niður lokalínur ljóðs, svo að athugasemd mín um það verður óskiljanleg. Sá kafli sem hér um ræðir er á þessa leið: „Sú bók sem skar úr um stöðu Carpelans sem ljóðskálds í fremstu röð var Den svala dagen (1960). Þar er dul vemleikans orðin viðfangsefnið, undrið í hinu nánasta um- hverfi — og áminningin að leita ekki langt yfír skammt. Dæmi um þetta er ljóðið Þög- ult gras. Það er á þessa leið í þýðingu Njarðar: Hjartað samsvarar ekki takmörkunum sínum ljóðið ekki veruleikanum, veruleikinn ekki draumi Guðs. Hvers konar samtal er það sem breytir þér án þess að þú breytist sjálfur? Leitaðu ekki í þöglu grasinu, leitaðu að þöglu grasinu." GUNNAR STEFÁNSSON L I F R I K I Ð ERGRÆÐGI MANNSINS AÐÚIRÝMA FRMJM? Ihugum flestra er Afríka samfelldur frumskógur, þar sem dýrahjarðir reika um í óspilltri náttúrunni og slöngur og ljón ógna hverjum þeim sem vogar sér inn í myrkviðið. Því miður er sú rómantíska Afríka sem við sjáum í hetjukvikmyndum og lesum I nokkrum Afríkulöndum hefur fílastofninn minnkað frá 60— 100% því fílabein er enn eftirsótt víða um heim. Hér segir einkum frá fílnum í Kenya, viðurstyggilegum aðferðum veiðiþjófa og merkilegu atferli fílanna sjálfra, til dæmis þegar dýr úr hjörðinni deyr EFTIR ELLU B. BJARNARSON um í bókum ekki lengur til. „Menningin" hélt innreið sína í Mið- og Suður-Afríku á sl. öld og ógnar nú ekki einungis hinum villtu dýmm, heldur einnig gróðri og því miður einnig hinum innfæddu íbúom, en það er önnur saga. Þótt fjölmargir þjóðgarðar veiti hinum ört fækkandi dýram griðland dugir það ekki til, því veiðiþjófar em slyng- ir að forðast þjóðgarðsverðina. Veiðiþjófam- ir em oft fleiri og betur vopnum búnir auk þess sem stundum hefur heyrst að ríkis- stjómir í sumum landanna standi á bak við veiðiþjófnaðinn. Ástæður fyrir veiðiþjófnuð- um em hins vegar hamslaus græðgi íbúa í Evrópu, Asíu og Bandaríkjanna í ýmsar afurðir dýranna, t.d. fánýtt glingur úr tönn- um fíla og nashyminga. Afríski fíllinn er stærsta landspendýrið á jörðinni. Hann átti uppmnalega heimkynni sín um gjörvalla Afríku, en nú á tímum lif- ir hann á mjög takmörkuðum svæðum og aðeins í fáeinum löndum. Á undanfömum öldum hefur fílum fækkað jafnt og þétt, þótt ýmislegt hafí orðið þeim til bjargar, eins og t.d. þéttir fmmskógar og svefnsýki af völdum tse-tse-flugunnar. Þegar árið 1894 vom yfirvöld í Austur- Afríku farin að gera sér grein fyrir gífurlegri fækkun villtra dýra og þá sérstaklega fíla. Helsta ástæðan var raunar hinar látlausu veiðar svonefndra sportveiðimanna, en þjóð- höfðingjar og annað fyrirfólk lagði oft leið sína til Austur-Afríku á villidýraveiðar. Vom iðulega hundmð ef ekki þúsundir dýra lögð að velli í slíkum skemmtiferðum. Ekki virðast slíkar ferðir vera alveg úr sögunni, því í ársbyijun 1987 sögðu dagblöðin í Kenya frá því að nokkrir arabahöfðingjar hefðu skotið yfir 200 villt dýr í hinum þekkta Maasai Mara-þjóðgarði. Rétt fyrir síðastliðin aldamót vom sett lög um fflaveiðar í Kenya. Seld vom veiði- leyfí og sérstakur skattur lagður á sölu fílabeins undir 15 kg af þyngd, auk þess sem útflutningur var bannaður á tönnum undir 10 kg að þyngd. Áttu lög þessi að hvetja menn til að skjóta gamla fíla með stórar skögultennur, en þyrma þeim ungu. Það er mjög óvíst hvort lög þessi hafí yfir- leitt haft nokkra þýðingu, vegna þess að engir gættu þess að þeim væri framfylgt. Á þessum tímum virðist auk þess hafa ver- ið lítill vilji eða áhugi á að fylgja eftir lögum um takmörkun veiða, því þær vom og em vinsælt sport. Eftir aldamótin urðu þó ýmsar aðstæður fflum að liði og má þar nefna nautgripapest (rinderpest) sem geisaði á stómm svæðum í Austur-Afríku og heijaði á nautgripi, buff- alóa, antilópur og mörg önnur spendýr. Innfæddir m.a. af Maasai-kynstofni, hrökt- ust af sýktu svæðunum, því líf þeirra byggist nær eingöngu á nautgriparækt. Einnig varð faraldur tse-tse-flugunnar, sem ber svefn- sýki, til þess að hrekja menn burt af stómm

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.