Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1987, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1987, Blaðsíða 3
N I-EgPtW SHöHlSHSfillllLlHllsniHMll] Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavfk. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías , Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: AÖalstræti 6. Sími 691100. Bílar eru í vaxandi mæli að verða allir eins, eða svo finnst mörgum. Vissulega eru þó enn til sérstæðir og frábærlega vel teiknaðir bflar. Um bflahönnunn og einstaka vel teiknaða bfla skrifar Gísli Sigurðson, en þar að auki tilnefna sjö áhugamenn þijá bezt teiknuðu bflana og þeim eru gefín stig. Parkinson þeklq'a allir vegna hins fræga lögmáls, sem við hann er kennt. Hann var hér á ferð eins og menn muna og hélt þá ræðu í hádegisverðarboði hjá Almenna Bókafélaginu og Verzlunarráði íslands. Ræða Parkinsons birtist hér. Forsídan er af málverki eftir Kjartan Guðjónsson listmálara, konumynd, sem verður á sýningu hans í Galleríi Borg. Kjartan var í hópi modemistanna, sem veittu abstrakt- list brautargengi á sjötta áratugnum og síðar, en Kjartan hefur horfið til fígúratífrar myndgerðar á síðari árum, en heldur samt vel sínum séreinkennum, svo sem sjá má á forsíðunni. Keflavík var með þó nokkrum gullgrafarabrag á sjötta áratugnum og þessi bær hefur tekið miklum stakkaskiptum síðan. Ólafur Ormsson rithöfundur ólst þar upp og skrifar um bæinn sinn og þá sem settu svip á hann á sjötta áratugnum. HERMANN PÁLSSON: Vísur pflagríms Útlægur gestur gengur grjótstig um fjallaskarð, ókunnar, einmana slóðir utan við fjörbaugsgarð. Ævi manns er útlegð á annarlegri jörð. Feigðin honum fylgir, forlög þung og hörð. Fæddir og alnir í ánauð vér eigum hér skamma dvöl, þrælar fastir á fótum með fárra kosta völ. Forlög manna fara sem fyrir ætlað var. Enginn flýr sín örlög, þau eru hér sem þar. Ævi manns er útför að endanlegri gröf óralangar leiðir um lönd og sollin höf. Höfundurinn er prófessor við Edinborgarháskóla. B B Eg skrapp út í banka að greiða hitaveitureikning sem legið hafði hjá mér í nokkra daga. Þegar ég kom heim var þar kominn annar reikningur og nú fyrir raforkuna. — Hér eru undarlegir hlutir að gerast. — Þar til fyrir skömmu fylgdust þessir reikningar alltaf að, til verulegra þæginda fyrir gjaldendur. Þetta virtist líka sjálfsagt þar sem sú þjónusta sem verið er að borga fyrir er veitt af éinum og sama aðila, borgarsjóði, og notendur bæði hita og rafmagns allir þeir sömu, eða nánar til- tekið hvert einasta heimili og vinnustaður í Reykjavík. Hvað er hér að gerast, að reikningamir skuli nú vera sendir aðskildir? í blaðaskrifum segir að þetta sé gert vegna hagræðingar. Hagræðingar fyrir hvem? Vissulega ekki fyrir okkur sem stöndum undir þessum veit- um, því ég sé ekki betur, miðað við mína reynslu, en að þetta geti kostað gjaldendur í Reykjavík svo sem eins og tvöhundmð- þúsund aukaferðir í banka árlega, jafnframt auknum póstkostnaði um nokkrar milljónir, sem gjaldendur að sjálfsögðu greiða endan- lega. Hefði ekki sú tillitssemi verið skemmtileg að þeir sem stjóma þessari þjónustu, hefðu gert neytendum skiljanlega nauðsyn jafn óvenjulegrar hagræðingar, áður en til henn- ar kom? í merkri bók segir eitthvað á þá leið, að eina réttlæting lífsins sé þjónusta við aðra. Hvorki meira né minna. Þama er nú heldur betur saumað að okkur íslendingum sem Meira glaðlyndi - meiri kurteisi emm allra manna harðastir í deilum, bæði við samborgara og aðra og virðumst eiga alveg sérstaklega auðvelt með að gera eigin hagsmunamál vafningalaust að réttlætis- málum og hugsjón, þar sem enginn vafi kemst að um réttmæti málstaðar. Nægir hér að benda á rekstur landhelgismálsins á sínum tíma og hvalamálið sem nú er á ferð- inni, varðandi samskiptin út á við. En um það sem inn á við snýr er nærtækast að benda á alla kjarasamninga undanfama áratugi, þar sem hópar fólks í sterkri að- stöðu hafa látlaust notað þessar kringum- stæður til að þröngva upp á þjóðina samningum sem hafa gert okkur að við- undri f efnahagsmálum meðal vestrænna þjóna, með 600—4000 sinnum meiri verð- bólgu heldur en þar gerist. Eins og gefur að skilja er lítil von til að fólk sern stendur jafn fast á meintun eigin rétti og íslendingar yfírleitt gera, geti verið sérlega alúðlegt og nærfærið í almennri umgengni. Sannleikurinn er líka sá að ís- lendingar eru þegar á heildina er litið ákaflega tillitslausir og ókurteisir. Tökum ofurlítið dæmi sem flestir hafa reynslu fyr- ir: Þú heldur opinni hurð fyrir óviðkomandi fólk sem er rétt á eftir þér við dyr verslun- ar. Ef í hópnum er enginn yfir miðjum aldri, anar allur hópurinn framhjá þér eins og nautpeningur, þegjandi og svipbrigða- laus. Miðaldra fólk og eldra er sumt nærgætnara, auðvitað sérstaklega konur, og gaman er að sjá vingjamlegt bros þá sjaldan það kemur fyrir. Ef þú ert hins vegar á eftir hópnum geturðu verið viss um að hurðin skelli á nefíð á þér. Þetta voru nú smámunir sem við upplifum daglega. En stærri dæmi blasa líka hvar- vetna við, en þó líklega hvergi jafnáberandi og í umferðarómenningunni. Hvers vegna er „umferðarmenning" okk- ar sannkölluð ómenning? Hvers vegna verða hér fleiri slys í umferðinni en annars staðar gerist? Ég held að það stafí ekki af vankunn- áttu og klaufaskap. Ég held að það stafi af sömu orsök og að búðarhurðin var látin skella á nefið á þér. Ég held að það stafi af skorti á tillitssemi, að aðalorsökin sé að of stór hópur okkar fólks sé illa siðaður. Ég held að það sé rétt sem spakur maður hafði á orði, að „menn aki eins og þeir lifi“. Hvemig ætti líka annað að vera? Er það ekki dálítið fjarstæðukennd krafa að ætlast til að sá sem aldrei hefur tamið sér tillits- semi og kurteisi í daglegri umgengni við fólk, hann fari allt í einu að sýna þessa eðliskosti bara af því að hann er settur upp í bfl? Hér duga engar refsingar, hér verða skólamir að koma til, hvað sem þeir rauðu segja. Ekki aðeins vegna umferðarmálanna, heldur til þess að íslendingar verði jafnan gjaldgengir meðal siðaðs fólks. Hér hefur dálítið verið fjallað um kurteisi og nærgætni og andstæðu þessara dyggða. í lokin langar mig að segja svolitla sögu frá honum Guðjóni í „Glæsibæ" þegar hann reyndi að hafa áhrif á stemmninguna í búð- inni hjá sér með því að innleiða nefndar dyggðir: Guðjón fór í kynnisferð til Bandarílqanna þegar hann var verslunarstjóri í „Glæsibæ". Þegar heim kom átti hann ftind með „kassa- stúlkunum" sínum og sagði þeim að vestra væri það siður, að stúlkumar við kassana í stórmörkuðunum temdu sér glaðværð og segðu gjaman fáein vingjamleg orð við þann sem þær væru að afgreiða. Þetta skap- aði þægilegt andrúmsloft. Hann mæltist til þess við sínar stúlkur að þær temdu sér þetta sama. Stúlkumar tóku þessu að sjálf- sögðu vel. — En daginn eftir kom ein stúlknanna til verslunarstjórans og sagði: „Heyrðu Guðjón," sagði hún, „þetta gengur ekki á íslandi." „Hvað gengur ekki á ís- landi?" spurði Guðjón. Stúlkan: „Þetta að vera svolítið manneskjulegur og skiptast á fáeinum orðum við viðskiptavinina. Áðan gerði ég þetta, eins og ég hef raunar gert síðan þú orðaðir það. En þá gall við frá einum í biðröðinni: „Hættu þessu helvítis kjaftæði og hugsaðu um það sem þú ert að gera.““ Björn Stepfensen LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. OKTÓBER 1987 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.