Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1987, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1987, Blaðsíða 9
JAGUAR XJ12 SOVEREIGN er í þriðja sæti með 6 stig. Á myadinni er hann kominn með kantaðar framlugtir, sem mörgum þykir til lýta, en Sovereign fæst þó áfram með þeim kringlóttu og eru þau stig, sem Jaguar fær hér miðuð við þá útfærslu. Að öðru leyti hefur þessi gerð verið framleidd óbreytt síðan 1967. Jaguarinn er sígild viðmiðun, orðinn einskonar klassík og jafn fallegur nú og fyrir 20 árum. BMW 730-750. er í öðru sæti með samtals 9 stig. Nýja sjöan hefur vakið mikla athygli og þykirjafnvel ný viðmiðun i lúxusfíokki. Frábær hönnun að innan sem utan einkennir hann. Þótthann sé nokkuð stór, 4,91m á lengd, leynirhann stœrðinni, því hlutföllin í honum eru svo góð. kominn tími á sjöuna og sá nýi hefur tekizt frábærlega. Línur hafa fengið aukna mýkt og þokka, en BMW-karaktemum haldið til fulls. í sumar kom svo 12 strokka útgáfan, auðkennd með 750 og vegna þess að hann er ögn lengri, er hann ennþá glæsilegri. ; Það verður að segja Þjóðveijum til hróss, að þeir halda í ákveðinn svip, sem er þeirra eigin og einnig reynir hver framleiðandi þar að halda andlitinu. Þannig verður Benz allt- af Benz, þótt breytingar eigi sér stað og það sannast á Benz 300 CE, sem kom á markað á þessu ári. Þessi gerð vakti t.d. feykilega athygli á bílasýningunni í Frank- furt og hann varð stigahæstur hjá þeim átta, sem Lesbókin spurði um bezta útlitið í tilefni þessarar umfjöllunar. Af niðurstöð- unum virðist einnig mega ráða, að_ þýzki skólinn í bflhönnun höfði verulega til íslend- inga. Með smávegis endurbótum á 230-300 línunni, svo sem auknu kílformi, hefur Mercedes-Benz tekizt að hanna framúrskar- andi bíl, sem verkar mjög traustvekjandi, en það er merkilegt að í bflaiðnaðinum hafa Benz og BMW aldrei verið stældir alvar- lega; ekki einu sinni í Japan. Þjóðveijar framleiða raunar fleiri mjög vel teiknaða fólksbfla, Opel Omega til dæmis, og Scorpio frá Ford. Ný gerð af Evrópubfl, sem fetar hinn gullna meðalveg millistærðarinnar, er sam- vinnuverkefnið Saab 9000 - Fiat Croma - Lancia Thema- Alfa 164. Þetta eru bflar í svipuðum verðflokki og BMW 520 og Volvo 740, en allir með ffamdrifi og gefa kost á afimiklum vélum. Að flestu leyti eru þessir bflar mjög nútímaleg lausn á vel búnum bfl. Alfa 164 kom á markað fyrst á þessu ári í glæsilegum búningi frá Pininfarina. Mjög nærri þessum bflum í útliti og einnig prýði- lega teiknaður er Renault 25, flaggskipið á þeim bæ. Volvo 740-760 er að ýmsu leyti góður frá hönnunarsjónarmiði; traustvekj- andi, rúmgóður með vel formuðum sætum. Línumar eru í heild nokkuð hvassar og kannski vantar aðeins herzlumun til þess að gera hann virkilega fallegan. Það hefur verið reynt með ögn mýkri framenda á 760-gerðinni, en skrefið er of smátt til að skipta sköpum. Það verður þó að segja Volvo til hróss, að hann heldur alltaf sínum svipeinkennum. HlNIR ANDLITSLAUSU Það leiðinlegasta við þróun blflsins uppá síðkastið, er að séreinkennin hverfa og fleiri og fleiri tegundir verða svo líkar, að þær þekkjast ekki í sundur; það er engu líkara en allt sé staðlað. í þessu efni eru Japanir verstir. Þegar litið er á straum japanskra bfla í umferðinni kemur berlega í ljós, hvað þeir era hver öðram líkir. Evrópubflamir halda nokkuð fast í sérstakt svipmót; þó er ekki mikið eftir af því í milligerðunum hjá Peugeot,309 og 305 t.d., og ekki heldur í Fiat Duna, Ford Orion, Opel Corsa, Re- nault 9 og 11, Vauxhall Nova og Volks- wagen Polo. Austantjaldsframleiðslan er svo aftarlega á merinni, að varla er hægt að taka hana með í reikninginn; sá nýi Lada BMW 635 hlaut 2 stig. Þetta er sportútfærsla, sem komin er nokkuð til ára sinna, en teikningin hefurstaðizt vel tímans tönn. CADILLAC ALLANTE Hlaut 2 stig. Þessi viðhafnarbíll frá General Motors er að margra dómi bezt teiknaður allra amerískra bíla núna ogfegursti Cadillacfrá upphafí, enda er höfundurinn Pininfarina, sem þykireinn snjallasti bílateiknari samtímans. LANCIA Y10 fékk tvö stig. Þessi ítalski smábíll hefur alveg eigið svipmót og er ótrúlega rúmgóður að innan miðað við smæð hans að utan. Samara er þó það langbezta, sem sést hefur úr þeirri áttinni. Samt verður að segja það austantjaldsbílum til hróss, að þeir hafa ekki týnt séreinkennum sínum og eru að því leyti hátíð hjá mörgum þeim japönsku, sem keppast um meðalmennskuna og hafa alveg týnt andlitinu, ef þeir hafa þá ein- hvemtíma haft það. Verst er ástandið hjá Nissan með næstum óþekkjanlega bfla eins og Sunny, Bluebird, Stanza, Maxima og Skyline. Litlu betri er Toyota, sem teflir fram Tercel, Carina, Camry og Cressida. Aðeins innvígðir geta þekkt þá og greint frá Nissan-framleiðslunni. Sama má segja um Isusu Aska, Mazda 323 og Suzuki Swift. Samt era þetta ágætir og vandaðir bflar fyrir sitt verð og með þessu er alls ekki verið að gefa þeim þá einkunn, að þeir séu illa teiknaðir eða ljótir. Þvert á móti era þeir allir snotrir, sumir sætir, jafn- vel dísætir. En umfram allt: AUir eins. Amerískir bflar halda oftast sinum sérein- kennum, en eru sjaldnast jafn vel teiknaðir og beztu Evrópubflamir. Framfarimar þar eru samt ótvíræðar og lítið um karakter- lausa bfla; Oldsmobile Firenza, Pontiac 1000, Plymouth Gran Fury og Chevrolet Spectrum hafa þó af litlu að státa. Bflateiknarar í Detroit, sem nú þykir nauðsynlegt að séu af ítölsku bergi botnir, geta þó unað glaðir við bfla eins og Chrysl- er LeBaron Coupé, Buick Electra Park Avenue, Buick Skylark og Oldsmobile Tor- onado, sem er virkilega vel teiknaður bfll. Ford hefur stigið risaskref áfram hvað hönn- 1 un áhrærir og nægir að nefna Thunderbird, sem er uppá sitt bezta núna; einnig Ford Taurax LX, sem heitir Scorpio í Evrópu og er glæsilega teiknaður en ekki að sama skapi frumlegur, því formúlan er frá Audi 100. Það er dálítið fyndið, en um leið dæmi- gert, að nú er Audi með 12 strokka glæsi- vagn á leiðinni; bfl sem á að keppa við nýju 12 strokka sjöuna frá BMW - en virðast eftir teikningum að dæma vera stæling á Ford Scorpio. Fleiri allvel teiknaða ameríska bfla mætti nefna, en ver gengur með þær gerðir sem minni eru og ódýrari. Með því bezta sem áunnizt hefur í bandarískum bflaiðnaði era framfarir í jeppunum. Bæði Bronco frá Ford og Cherokee og Wagoneer frá AMC hafa tekið mið af þeim japönsku; era nú minni og miklu fágaðri en áður, en halda samt sínum karakter. JAPAN: HONDA í SÉRFLOKKI Um meiripart japanskra bfla má með góðri samvisku segja, að þeir era afskaplega óaðfinnanlegir. En Japönum er margt betur gefíð en framleg hugsun og það er afar sjaldgæft að ný hönnun eigi upptök sín austur þar. Nokkra japanska bfla má þó nefna, sem geta talizt virkilega vel teiknaðir. Af einstökum framleiðendum í Japan er Honda í sérflokki hvað útlit snertir. Flestar gerðir af Honda hafa haft sérs- takt og auðþekkjanlegt útlit og sama má segja um Subaru. Framanaf hafði hann mjög sérstæðan karaktér, en jafnframt því sem hann hefur stækkað og fullkomnast, hefur útlitið færst nær meginstraumnum LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. OKTOBER 1987 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.