Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1987, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1987, Blaðsíða 15
Fyrsta ljóðabók sem kom út á íslensku og inni- hélt eingöngu prósaljóð var „Fluguru Jóns Thoroddsens, 1922, bókin kom út í fyrra í annarri útgáfu og var þá fáum kunn. Prósa- ljóð, þessi vandmeðfama gerð skáldskapar — minnir stundum á austurlensk vísdóms- kvæði, en er jafnan skipað í línur eins og saga væri — hefur fram á síðustu ár verið heldur lítið iðkuð af íslenskum höfundum, hinir fyrstu, Jóhann Sigurjónsson og Jakop Jóh. Smári, ortu þau Ijóð sín litlu fyrr en Jón Thoroddsen, fáeinar perlur sem skína jafn bjart í dag sem þær gerðu er þær fyrst kom fyrir manna sjónir. Það mun hafa verið rússneski höfundur- inn Ivan Turgenev (1818— ’83) sem fyrstur náði til íslendinga með þessari gerð Ijóða, síðasta bók þessa nýrómantíska skálds, Sen- ilia, inniheldur eingöngu prósaljóð; hún náði með undarlegum hætti til a.m.k. þriggja íslendinga fyrir aldamótin 1900 svo að þeir tóku að þýða upp úr henni, fyrir sjálfa sig einkum, enda töfrar þessarar bókar af mjög persónulegum toga. Senilia er lítið safn prósaljóða, en heilmikið lífsuppgjör manns sem kominn var á efri ár og hafði hugsað mikið og vítt um ævina. Auk þess má kalla bókina stefnurit rómantískra stjómleysingja sem svo mjög settu svip sinn á menningar- lífið í Evrópu á síðari hluta 19. aldar, þótt hún hafi áreiðanlega aldrei verið notuð sem slík, til þess kom hún of seint, nema ef vera kynni af einhvetjum Dönum, því að meðal þeirrar þjóðar urðu áhrif Turgenevs mikil og langvinn. Og e.t.v. hafa fleiri tslendingar en hér verða nefndir og áttu I vök að veijast í því hugmyndaróti sem orðið var í hérlendum menningamálum undirlok aldarinnar „fund- ið þjáningu sína“ við kynni af bókinni Seniliu; alltént er víst að höfundur þeirrar bókar kenndi íslenskum menntamönnum fleira á þessu skeiði en að prósaljóð eru gott meðal við sálarkreppu. Gísli Guðmundsson frá Bollastöðum þýddi mörgljóðanna ISeniIiu á árunum 1882—’83 — þá nýútkominni — aðeins ein þessara þýðinga hefur birst á prenti en munu koma allar út á bók í haust. Steingrímur Thor- steinsson þýddi fjögur Ijóð úr Seniliu 1884 og birti þau öll í Eimreiðinni nokkrum árum síðar, en þýðingarnar hafa ekki komið á bók. Brynjólfur Kúld, bekkjarbróðir Gísla úr Lærða skólanum, þýddi þtjú Ijóð úr bók- inni 1897. Báðir, hann og Gísli, höfðu verið nemendur Steingríms í skóla þótt ekki væri á þeim árum sem þeir fengust við þýðingar sínar. Allir þrír virðast hafa notað Ijóðin að nokkru leyti til sjálfsuppgjörs, yngrí menn- irnir undir það síðasta á ævi sinni, en þeir urðu báðir skammlífir og áttu við lánleysi að stríða um þær mundir sem þeir fengust við þessar þýðingar. Þær þýðingar Brynjólfs á þremur prósa- Ijóðum Turgenevs, sem hér birtast, hafa ekki komið fyrir almenningssjónir fyrr og eru ekki rétt feðraðar á skrám þar sem þessara ritsmíða er getið á annað borð; Samantekt og formáli eftir Þorstein Antonsson nokkur nýlunda er væntanlega að þeim. Brynjólfur var dóttursonur Sveinbjarnar Egilssonar, faðirinn séra Eiríkur Kúld, prestur í Stykkishólmi. Brynjólfur var hag- mæltur rétt eins og hann átti kyn til en gat sér lítið orð fyrir kveðskapinn og fátt eitt er til af þeim kvæðum á prenti; hið besta eru smellin tækifæriskvæði sem skilja lítið eftir. Hann tók til við laganám eftir stúd- entspróf en lauk því ekki. Þýddi leikrit fyrir Leikfélag Reykjavíkur. Hann dó 1901, 37 ára gamall. Ljóðagerð af því tagi, sem hérfylgir, virð- ist gædd meiri einlægni en flest annað skáldskaparsnið og virðist að sama skapi hæfa vel til leitar mahns að sjálfum sér. Þýðandanum er svo lýst: „Yfírhöfuð hafði Brynjúlfur nokkuð heitar og ákafar tilfínn- ingar og lét þær helst um af ráða við sig, “ ritaði Gísli Guðmundsson um þennan bekkj- arbróður sinn í Lærða skólanum. Og enn fremur: „Að skaplyndi var Brynjúlfur venju- lega kátur og fjörugur, en stundum var hann þunglyndur og leiður á lífínu og fannst allt ama að. Brynjólfur hafði góðar gáfur, en hann var húðarletingi við skólanám, stóð sig því oftast hálfílla, þó vonum betur, og var einatt neðarlega. Hann las mjög utan hjá, mest af skáldskap og kunni mikið, bæði eftir íslensk og dönsk skáld. Hann var einnig laglega skáldmæltur og líklegur til mikils íþvíefni, þó að hann vantaði nokkuð vandvirkni. í riti var hann lipur og fyndinn en miður tókst honum hið alvarlega nema í kveðskap. “ Þ.A. Ivan Turgenev Kerlingin Mig dreymdi, að ég væri einn á gangi á stórri heiði... og allt í einu heyrði ég fóta- tak fyrir aftan mig. Það var einhver að læðast á eftir mér. Ég leit við — og þá sá ég gamla, skorpna kerlingu í gráum tötrum. Aðeins andlitið gægðist út um tötrana, gulleitt, hrukkótt, tannlaust, hvassnefjað andlit. Ég gekk til hennar... hún stóð kyrr. „Hvað heitirðu? Hvað viltu? Nú, þú vilt að ég gefi þér eitthvað." Kerlingin svaraði engu orði. Ég laut að henni, og ég sá, að augun í henni voru þakin hálfgagnsæjum, hvítleitum himnum, eins og eru í augum sumra fugla og hlífa þeim við ofbirtu... en í kerlingunni voru himnumar óhreyfanlegar og huldu auga- steinana; af því skildi ég, að hún mundi vera blind. „Viltu nokkra aura?“ spurði ég aftur. Hvers vegna eltir þú mig?“ Hún þagði eins og steinn. En það var rétt eins og hún yrði enn skorpnari og fyrir- ferðarminni. Ég sneri frá henni og hélt áfram. En svo heyri ég aftur þetta létta, hæga læðings fótatak fyrir aftan mig. „Skal þessi kerling enn þá vera á hælun- um á mér?“ hugsaði ég. „Hvers vegna skal hún vera að elta mig?“ En svo flaug mér aftur í hug, að hún væri blind og hefði líklega villst og mundi ganga á hljóðið af fótataki mínu, til þess að komast einhvers staðar að byggðu bóli. En svo fór ég að verða svo undarlega órólegur. Mér fannst, að í raun og veru væri það ekki svo, að kerlingin elti mig, heldur að hún stýrði mér, ræki mig áfram, ýmist til hægri handar eða vinstri, og að é'g hlýddi henni ósjálfrátt. Ég hélt samt áfram. En þá sé ég allt í einu eitthvað svart fram undan mér... og það breikkar... og verð- ur eins og svört hola í jörðina... það er gröf! og allt í einu flýgur mér í hug: „Þang- að er hún að reka þig — að gröfinni." Brynjólfur Kúld. og ég sný snögglega við. Þá stendur kerl- ingin beint fyrir framan mig — og nú hefur hún sjónina. Hún starir á mig stórum, illileg- um augum ... sannarlegum ránfuglsaug- um... Ég grúfí mig að andliti hennar og stari í augun í henni... Og nú verður aftur fyrir mér þessi hvítleita óhreyfanlega himna, sama blinda og slokknaða augnaráðið og áður... Þá hugsaði ég: „Nú, þessi kerling... það er örlagadísin mín — örlagadísin, sem eng- inn lifandi maður getur forðast..... Hvað, ekki forðast? Bull og vitleysa!... Ég skal þó reyna ... Og ég sný við og tek nýja stefnu. Ég geng hratt... En þá heyri ég aftur hægt og létt fótatak á eftir mér... rétt fyrir aftan mig... Og fyrir framan mig gín aftur þessi svarta hola... Aftur breyti ég stefnunni... Og aftur heyri ég sama læðings fótatakið á eftir mér — fyrir framan mig er sama ógurlega, svarta gímaldið ... Það er gagnslaust, að ég hleyp í ýmsar áttir eins og héri, sem hundar elta... allt- af, alltaf það sama, sama. Þá segi ég með sjálfum mér. „Bíddu, kerla. Nú skal ég gera þér grikk — nú verð ég alveg kyrr og fer ekkert.“ Og ég fleygi mér til jarðar. Kerlingin er alltaf á eftir mér, rétt á hæiunum á mér; nú heyri ég ekki til henn- ar, en ég finn að hún er á hælum mér... Og allt í einu sé ég, að svarta gímaldið fyrir framan mig er farið að hreyfast, það læðist, það fíkar sig áfram og nálgast mig. — Kemur nær og nær ... Guð hjálpi mér... Ég sný við og litast um. Kerlingin starir stöðugt á mig og tann- laus munnurinn á henni afmyndast af hæðnisbrosi: „Þú sleppur ekki.“ Kristur Mig dreymdi, að ég væri unglingur og væri staddur í lítilli kirkju í einhverju þorpi. í kirkjunni voru gamlar dýrðlingamyndir og fyrir framan þær loguðu mjó vaxkerti eins og iitlir, rauðir neistar. Utan um hvern af þessum litlu logum var ljósbaugur með regnbogalitum. — f kirkj- unni var skuggalegt og dapurt — en þar var íjjöldi fólks, allt bjarthært bændafólk. Höfuðin á því rugguðust af og til fram og aftur, beygðust níður og hófust upp aftur — lfkt og þroskuð komöx, sem bylgjast hægt í sumarblænum. Þá kom inn maður og nam staðar rétt þjá mér. Ég leit ekki á hann — en ég fann undir eins með sjálfum mér að þessi maður... var Kristur. Ég varð bæði hræddur og forvitinn. Ég tók í mig kjark — og leit á þennan, sem hjá mér stóð. f andliti var hann eins og fólk er flest — andlitið líktist öllum mannlegum andlitum. Augun horfðu lítið eitt upp á við, augnaráð- ið var blíðlegt og eftirtektarsamt. Munnur- inn var aftur, en varimar þrýstust þó ekki fast saman; það var eins og efri vörin hvfldi á neðri vörinni. Skeggið klofíð og ekki mik- ið. Hendumar fómaðar saman og bærðust ekki. Búningurinn alveg blátt áfram. „Getur það verið, að þetta sé Kristur?" hugsaði ég. „Þessi maður, sem er alveg eins og fólk er flest? ... Það er óhugsandi." Ég leit undan. En óðara en ég leit af honum, þessum manni, fannst mér aftur að það væri Kristur, sem stóð hjá mér. Aftur tók ég í mig kjark og leit á hann — og aftur sá ég þetta andlit, sem líktist öllum mannlegum andlitum, þessa hvers- dagslegu og þó óþekktu andlitsdrætti. Og ég varð allt í einu alveg utan við mig — og svo áttaði ég mig. Og þá skildi ég það að einmitt þannig — lflct öllum mannleg- um andlitum — einmitt þannig var Krists andlit. DÚFURNAR Ég stóð uppi á hæð, sem var ekki mjög brött. Skammt frá mér breiddist rúgur, sem var rétt að þroskast — eins og haf, glitað gull- og silfurlitum geislum. En það gekk ekki f bylgjum, þetta haf, ekkert bærðist f molluhitanum... Það var að draga upp sterkasta þrumuveður. Sólin skein enn rétt í kringum mig með heitum, daufum Ijóma. En hinum megin við rúgakurinn, ekki mjög langt burtu, grúfðíst blásvart ský yfír hálfan sjóndeildarhringinn. Og allt var þögult... allt engdist saman í angist fyrir óheillabjarmanum af síðustu sólargeislunum. Hvergi sást né heyrðist fugl, — jafnvel grátittlingamir hafa falið sig. Aðeins bak við eitt stórt burknablað rétt hjá mér heyrðist eitthvert þrusk. Og það er svo mikill ilmur af malurtinni úti við skógröndina ... Ég stóð og horfði á stóra, svarta ský- ið... Og það kom yfír mig hræðsla og óþolinmæði. „Fljótt, fljótt," hugsaði ég. „Ljómaðu, gullni geisli! Dryndu, beljandi þruma! Rofnaðu, óheilla ský! Aðeins að þessi kveljandi æsing fái enda!“ . En skýið bærðist ekki. AUtaf hvflir það jafn þjakandi yfír þögulli jörðinni... Það þrútnar og þyngist... Allt f einu stfgur upp úr þessum tilbreyt- ingarlausa blá-sorta hvítur smáblettur — eins og hvít pjatla eða stór snjóflyksa — og svífur hægt áfram. Það var hvft dúfa, sem kom fljúgadi frá þorpinu. Hún flaug og flaug... alltaf beint áfram ... og hvarf bak við skóginn. Aftur lfður lftil stund — alltaf sama ógur- lega þögnin ... Og svo ... koma allt í einu tvær hvftar smápjötlur, tvær snjóflyksur svffandi þaðan að handan... tvær hvftar dúfur, sem flúga hægt heim á leið. Og svo skellur stormurinn loks á — og allt kemst í algleyming. Ég kemst heim með naumindum. Vindur- inn vælir og hvln eins og vitlaus skepna; skýin sópast með jörðinni, rauðleit, lág; eins og tötrar; allt þyrlast um, lemst hingað og þangað. Það streymir niður hellidemba eins og í þráðbeinum súlum og skellur og smell- ur. Það er villujjós af eldingunum; þrumum- ar belja og braka með hríðum eins og skot úr mörgum fallbyssum ... Og það er brenni- steinslykt... En uppi undir þakskeggi, sem stútir fram yfír skúrinn, á listanum rétt undir gluggan- um, sitja tvær hvítar dúfur, — sú, sem flaug á stað og sótti makann sinn, og hin, sem hún bjargaði heim ... Þama kúra þær grafkyrrar — fast hvor upp að annarri. Én hvað þær e'ru ánægðar! Og mér fínnst ég vera svo ánægður, meðan ég horfí á þær. Og þó er ég svo einmana — alltaf aleinn. LÉSBÓK M0RQUNBLAÐ8INS 10. OKTÓBER 1987 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.