Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1987, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1987, Blaðsíða 4
Veruleg þjóðlífsbreyting varð í bænum á sjötta áratugnum með tilkomu hersins og talsverður gullgrafarabragur greip um sig, enda hægt að hafa ævintýralegar tekjur á vellinum. Unglingarnir lifðu sig inní hugmyndaheim bíómyndanna, en hápunktur í tilverunni voru j ólatrésskemmtanir í Ungó á milli jóla og nýárs. Fyrri hluti EFTIR ÓLAF ORMSSON Um miðja tuttugustu öldina var Keflavík einn helsti útgerðar- og fiskvinnslubær landsins. Þaðan reru tugir báta á línu og netaveiðar og þangað streymdi aðkomufólk á vetrarver- tíðir. Þessi tiltölulega friðsæli reitur, þar sem allt snerist í kringum útgerð og fiskvinnslu var skyndilega kominn inn í hringiðu heims- stjómmálanna, þegar íslendingar gengu til samstarfs við vestrænar lýðræðisþjóðir í utanríkis- og vamarmálum og í heiðinni fyrir ofan þorpið reis bandarísk herstöð uppúr síðari heimsstyijöld. Bændur í Höfn- unum og nærliggjandi byggðum þar sem búskapur var stundaður gátu ekki lengur rekið fé sitt á beit í heiðina fyrir ofan Keflavík. Það vom lagðar flugbrautir þar sem áður var beitiland og síðan hemaðar- mannvirki og um loftin blá flugu herþotur með áður óþekktum hraða og skyndilega vom miklir peningar í umferð og mikil at- vinna á vegum hersins og umskiptin slík að þeirra gætir fram á okkar daga. í Keflavík bjó ég á ámnum 1948—62. Nokkrir leikfélagar, níu til tíu ára, em að veiða kola og marhnút við Keflavíkur- höfn árið 1953 þegar omstuþota hefur sig á loft frá Keflavíkurflugvelli, flýgur yfir þorpið með ógnarhraða og hávaðinn sker í eyru. Drengimir leggja frá sér færin og horfa til lofts, þotan stefnir út að Garð- skaga og hrapar þar í sjóinn. Eg man að við leikfélagamir vomm skelfingu lostnir þegar fiskibátur kom með lík flugmannanna að bryggjunni þar sem við höfum verið að veiða. Ég í amerískum leðurklossum, gjöf frá íslenskri konu og eiginmanni, bandarískum hermanni, og sparkaði af mér klossunum Iangt út fyrir hafnarmjmnið, þegar líkin vom borin í land. Tilveran hafði í einni svip- an breyst vemlega. La'fið var ekki bara að veiða kola eða marhnút. Það var engu líkara að heimurinn væri að fara í stríð. ^ Stefán Valgeirsson í Leigubílabransanum Bandariskir hermenn birtust á götum Keflavíkur. Reglulegar áætlunarferðir með fólksflutningabifreiðum hófust upp á Keflavíkurflugvöll og vömflutningaskip fóm að venja komur sínar til Keflavíkur með vaming til herliðsins. Leigubflaakstur og margs konar þjónustustarfsemi við herliðið blómstraði. Aðalstöðin var ekki lengur ein um bissnessinn í leigubifreiðaakstrinum. Fólksbílastöðin tók til starfa í kjallarahús- næði á Hafnargötu 56, undir leiðsögn Stefáns Valgeirssonar, síðar alþingismanns, og krækti í töluvert af seðlum ekki síður en leigubflstjóramir á Aðalstöðinni. Sjoppur opnuðu við helstu umferðargötur í Keflavík. Þórður Einarsson byijaði á fyrstu hæð í steinhúsi á Hafnargötu 58. Hann gekk við staf og var kominn nokkuð til ára sinna, eitthvað um sextugt en eins og Danival Danivalsson, kaupmaður á Hafnargötu 52, þá varði hann Framsóknarflokkinn og stefnu hans af mikilli hörku og báðir vom þeir ákaflega sannfærandi enda heilagan mál- stað að veija. A ámnum upp úr 1950 var Framsóknarflokkurinn ekki sérlega sterkur í Keflavík. Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn höfðu öflugt fylgi. Meðal æskuminninga er kosningabaráttan fyrir alþingiskosningamar 1953. Ég átti heima í steinhúsr á Hafnargötu 54 við hliðina á heimili og verslun Danivals Danivalssonar. Danival var einn helsti kosningasmali Fram- sóknarflokksins. Hann var fremur lágvax- inn, með kollvik og töluverða ístra. Við voram fjórir í jeppa í eigu Gísla Sighvatsson- ar sem bjó í Garði og var framarleg aí röðum Framsóknarmanna þar um slóðir. Gísli, Danival og svo við drengimir, ég og Gísli Sighvatsson, sonarsonur Gísla Sighvatsson- ar, æskufélagi og núverandi _ skólastjóri Bamaskólans á Neskaupstað. Ég man að Danival hélt því fram að við drengimir væmm einlægir framsóknarmenn, eins og góðum drengjum sæmdi, gott ef ekki í flokknum. Við vomm þá tæplega tíu ára og skynjuðum það eitt í pólitíkinni að komm- únisminn væri sjálf pestin. Þama í jeppanum var okkur ljóst að Danival kunni betur skil á því sem var að gerast í stjómmálum en aðrir Keflvíkingar. Gullgfrafara- HUGSUNARHÁTTUR í þá daga var Keflavík fámennt sam- félag, íbúar eitthvað innan við þijú þúsund og Danival þekkti pólitískar skoðanir flestra. Ég held að hann hafí talið flest betra en íhaldið. Þama í jeppanum urðum við vitni að því að bfll ók fram hjá með áróðursborða frá Sjálfstæðisflokknum þar sem minnt var á þær hörmungar sem því fylgdu að efla Framsóknarflokkinn til ábyrgðar og þá man ég að Danival átti fullt í fangi með að stilla sig, hann kreppti hnefann og engu munaði að hann færi út úr bflnum og rifi niður áróðursborðann. Oft þmmaði Danival yfír búðarborðið í verslun sinni þegar honum var mikið niðri fyrir og var þá svo sannfær- andi að helstu leiðtogar Framsóknarfloksins hefðu ekki gert betur. Danival var vinsæll og virtur samborgari. Fjörkippur var í rekstri eina kvikmyndahússins, Nýja Bíós, sem þau ráku Elísabet Ásberg og maður hennar, Bjöm Snæbjömsson, af miklum myndarskap. Æska Keflavíkur flölmennti í þijú-bíó þegar Roy og Trigger fóm á kostum og að lokinni bíósýningu skiptu leikfélagam- ir liði og fóm í bófahasar. Sigurður Baldurs- son, „Diddi bfladella", bjó hjá ömmu sinni Séra Bjöm Jónsson í predikunarstóli Keflavikurkirkju. Helgi S. í skáta- búningi. Missti aldrei trúna & mál- staðinn.QL Danival Danivals- son. Talsmaður Framsóknar og harður mála- fylgjumaður. og afa við Vatnsnesveg og fyrir utan hús þeirra var stór blettur þar sem Diddi sat uppá tunnu með hnakk og beisli, í kúrekaföt- um, með kúrekahatt og hrópaði hvatningar- orð þegar kúrekar hans vom að beijast við óvinaliðið sem vom indjánar með örvar og spjót og stríðsmálningu í andliti. Bófahasar- inn stóð oft langt fram á kvöld og ekki litið í bók, einungis hasarblöð, innlend og er- lend, sem gengu kaupum og sölum og skipt var á fyrir bíósýningar eða í hléi. Það var einhver órói í æskufólki í Keflavík á ámnum upp úr 1950. Kannski að hann hafi stafað af nábýlinu við herinn. Það varð mikil þjóðlífsbylting með komu hersins og hópur Suðumesjamanna hvarf til vinnu á Keflavík- urflugvelli. Einstaka fjölskyldur flosnuðu upp og ekki laust við að eins konar gullgraf- arahugsunarháttur gripi um sig enda tekjur af vinnu á flugvellinum ævintýralegar og ekki í neinu samræmi við það sem þekktist á vinnumarkaði á íslandi. Haugamir þar sem herliðið fleygði ýmiss konar vamingi heilluðu marga og víst er að þangað sóttu sumir „gull og græna skóga". Það var ekki óalgengt að finna á haugunum heilu hús- gögnin og aðra verðmæta hluti. Með hersetunni kom ýmislegt siðleysi. Stúlkur á unglingsaldri og eldri, allt fram á miðjan aldur, sóttu mjög í skemmtanalífíð á Keflavíkurflugvelli. Þær héldu meðal annars til í Herðubreið og Skjaldbreið, blokkum við Njarðvíkurveg þar sem húsnæði var leigt Hótel de Gink. Ekki hefur inngangurinn ver- ið mjög glæsilegur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.