Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1987, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1987, Síða 8
T eiknað í votan sandinn kki er vitað hvað varð til þess að vekja áhuga Kristínar á myndum og myndlist. í útvarpserindi frá sjötta áratugnum, sem prentað er hér í bók- arlok, segir hún: „Ég minnist þess, er ég var barn, að mér barst í hendur bók með litmynd- um frá Danmörku. Var hún mér sá dýrgripur, er varla mátti snerta nema BÓKARKAFLI EFTIR AÐALSTEIN INGÓLFSSON Um þessar mundir kemurúthjá bókaforlaginu Þjóðsögu listaverkabók um Kristínu Jónsdóttur listmálara. Mjög hefur verið vandað til útgáfunnar og voru af þessu tilefni teknar litmyndir af öllum veigamestu verkum Kristínar. Texti bókarinnar er eftir Aðalstein Ingólfsson listfræðing og hefur hann valið til birtingar kafla, þar sem segir frá tildrögum þess, að Kristín fór að fá áhuga á myndlist, ung stúlka norður í Eyjafirði, og svo því, hvemig hún fór að því að Qármagna fímm ára námsdvöl við Akademíuna í Kaupmannahöfn. á sunnudögum, eins og myndabiblía hins franska Dorés. Ef til vill voru þessar dönsku myndir bara túristaauglýsingar þeirra tíma, því þar var tínt til allt það sem mest gekk í augu þar í landi. Stórfenglegar hallir, tumflúruð slot og lítillega tilklipptur trjá- gróður... Já, þegar slíkt og annað álíka listrænt og gljámyndir á umbúðapappír bár- ust að ströndum þessa lands, sem var þá — eins og segir í kvæði þjóðskáldsins Matthías- ar — „fyrir Iöngu lítils virt, langt frá öðrum þjóðum", þá varð það þó eftilvill nóg til að vekja löngun til starfs á þessu sviði og glæða lítinn neista af sköpunarþrá ...“ Um skyndilega hugljómun var þó ekki að ræða hjá Kristínu. Enda gerast slík und- ur og stórmerki ekki nema í goðsögnum um listamenn. Hugtakið „myndlist" hefur Kristín tæplega þekkt á unglingsárum sínum, fremur en flestir aðrir Islendingar fyrir aldamót. í hugum þeirra jafngilti orðið „list“ orðsins list. „Ég þekkti enga málara. Það vom skáld- in sem opnuðu mér nýja hugarheima, Jónas Hallgrímsson, Einar Benediktsson," segir Kristín í áðumefndu Lesbókarviðtali. Trúlega hefur hneigð hennar til teikning- ar þróast upp úr annarri umsýsiusemi hennar í Amamesi, þar sem engum féll verk úr hendi. Ekki heldur þegar vinnudegi lauk. „Ég minnist (þess) þegar fjármaðurinn kom inn frá gegningum á kvöldin, setti hann lítið púlt á hné sér og skrifaði kvæði viðstöðulaust langt fram á nótt,“ segir Kristín í sama útvarpserindi og vitnað er í hér í upphafí. Allt um það virðast fyrstu tilraunir Kristínar til sköpunar tengjast íjörunni í Amamesi. Brimið bar ýmislegt að landi sem olli henni heilabrotum, kuðunga, hörpu- diska, ígulker og meyjardoppur. Brátt bætti Kristín eigin verkum í þetta safn; ýsubeins- fuglum, sprettfiskum og fleiru í þá veru. En það var fleira sem gerðist í fjömnni. „Það fyrsta sem ég minnist að hafa teikn- að var í þessari fjöm — ég var með brimsorfínn rekabút í hendi og teiknaði í votan sandinn láðs og lagardýr og söng hástöfum „Háum helst und öldum/hafs á botni köldum/vil ég lúin leggja bein“. Ég var 9 ára og var bæði sjóveik og sjóhrædd!" Sennilega hefur það verið í framhaldi af þessu og öðmm viðlíka ævintýmm að Kristín fékk sína fyrstu teiknikompu, sem enn er í fómm ættingja hennar. í henni em var- fæmislegar blýantsteikningar, fylltar með vatnslitum, mestmegnis vangamyndir af uppábúnu fólki. Þetta em að sönnu yndisleg- ar myndir úr daglega lífínu, en veita engin sérstök fyrirheit um listrænan frama þeirrar smámeyjar sem blýantinum stjómar. Þó er fróðlegt að fylgjast með glímu hennar við fjarvídd og þrívídd hlutanna, sem augsýni- lega kemur til fyrir eðlilega eftirtekt hennar sjálfrar, ekki tilsögn. Þessar teikningar em að öllum líkindum gérðar fyrir aldamótin 1900, áður en Kristín varð 12 ára gömul. Þá hefur fjölskyldan í Amamesi verið farin að leggja drög að menntun hennar. í ljósi þess sem síðar gerðist er eðlilegast að álykta að eldri systkini Kristínar, þau Margrét, Anton og Ami, hafí haft meira til þeirra mála að leggja heldur en foreldrar þeirra, sem þá vom um og yfir fímmtugt. Þar sem Kristín hafði þá sýnt af sér góð- ar námsgáfur og heimilið þurfti ekki á vinnuafli hennar að halda hefur það orðið ofan á að leyfa henni að ganga menntaveg- inn. Eins og áður er getið fluttu þau hjón til Maður og kona, 1950-52. Við Laufáaveg, 1938-39. Draumsóleyjar, um 1930. Hjalteyrar með yngstu bömum sínum, Kristínu og Jónínu, árið 1902, og ári seinna hóf Kristín nám í Kvennaskóla Eyfírðinga á Akureyri. Kvennaskólinn, sem fluttur hafði verið frá Laugalandi árið 1896, var þá ein merk- asta skólastoftiun Norðurlands. Þaðan útskrifuðust margar konur, sem síðar settu mark sitt á íslenskt þjóðlíf, t.a.m. Bríet Bjamhéðinsdóttir og Guðrún Bjömsdóttir frá Veðramóti. Námið í Kvennaskólanum miðaðist vissu- lega við hefðbundið hlutverk kvenna, þar var kenndur saumaskapur og önnur hagnýt fræði fyrir verðandi húsmæður, samanber það sem Hulda Á. Stefánsdóttir segir í end- urminningum sínum: „Á þessum árum áttu ungar stúlkur á íslandi ekki margra kosta völ. Fram að þessu hafði aðailega verið um tvennt að velja: að ráða sig í vist eða gift- ast manni, sem gat séð fyrir heimili. Örfáar stúlkur höfðu tekið stúdentspróf og síðan embættispróf," (Æska, bls. 219). En eftir því sem sr. Benjamin Kristjánsson segir í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.