Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1987, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1987, Page 9
HvOd, um 1950. Almannagjá, um 1936. bók sinni um Kvennaskólann, gaf hann stúlkum einnig kost á talsvert ítarlegu bók- ámi, t.d. í sögu, landafræði og stærðfræði. Þaðan útskrifaðist Kristín árið 1906 með 83V3 stig og ágætan vitnisburð fyrir landa- fræði, sögu, söngfræði, línsaum, klæða- saum, heilsufræði og nóta bene, teikningu. Teikninguna kenndi þá Stefán Bjömsson, sem hafði orð á sér fyrir að geta laðað fram það besta sem í hveijum nemanda bjó. Hugmyndir um myndlistamám virðast þá ekki vera famar að sækja á Kristínu, a.m.k. ekki af alvöru, því að lokinni dvölinni í Kvennaskólanum afréð hún, eða féllst á, að halda áfram hefðbundnu „kvennanámi" við húsmæðraskólann Hússtjóm í Reylqavík, sem rekinn var af Hólmfríði Gísladóttur í húsi Búnaðarfélagsins. Hólmfríður skipulagði tvö námskeið fyrir ungar stúlkur á hveijum vetri, en þar var lögð megináhersla á matargerð. Stúlkumar æfðu sig svo í þeirri eðlu kúnst með því að elda ofan í kostgangara. Foreldrar hennar virðast hafa verið full- komlega sáttir við þá ákvörðun, enda áttu þeir vini og vandamenn í Reykjavík. Allt bendir til þess að þetta eina ár, 1907—1908, sem Kristín dvaldi í Reykjavík, hafi skipt sköpum fyrir hana, kveikt með henni löngun í skipulegt listnám. Hvað var það í Reykjavík sem vakið gat slíka löngun á því herrans ári 1907—1908? Næsta lítið, a.m.k. á okkar tíma mæli- kvarða. En í Reykjavík mátti þó rekast á myndir, fleiri myndir er ung stúlka úr Eyja- fírði hafði nokkum tímann séð, ekki síst olíumálverk. Hjá því fólki sem Kristín umgekkst í Reylq'avík, að minnsta kosti því fólki sem átti sæmilega yfir höfuðið, voru eflaust uppihangandi myndir, málverk eða eftir- prentanir, en auk þess var málverkasafn það, sem Bjöm Bjömsson gaf þjóðinni, til sýnis á efri hæð Alþingishússins. Það safn hafði einmitt upptendrað Einar Jónsson árið 1889, er hann var aðeins 15 ára gamall. „Þyrst augu mín sulgu hina marglitu fegurð þess í djúpum og svalandi teygum," sagði Einar um fyrstu kynni sín af safninu (Minningar). BIÐLAÐ TlL LlSTGYÐJUNNAR íslendingar vom einnig í þann mund að eignast eigin myndlist. Ásgrímur Jónsson hélt umtalaða sýningu í Gúttó í ágúst 1907, en hana hefur Kristín hugsanlega getað séð, ef hún hefur verið komin nógu snemma til Reykjavíkur. Ás- grímur sýndi þá meðal annars hið mikla Þingvallamálverk sitt frá 1905. Á sýning- unni seldust mörg málverk og í framhaldi af henni veitti hið háa Alþingi listamannin- um 3000 króna styrk til utanfarar, sem sýndi í verki hug íslendinga til hinnar nýju kynslóðar listamanna. Þórarinn B. Þorláksson hélt að vísu ekki sýningu meðan Kristín var í Reykjavík, en af honum fór talsvert orð, sem hlýtur að hafa komið við hrifnæma unga stúlku. Málverk hans var og að finna á ýmsum stöðum í bænum. Annað listamannsefni, Jóhannes Sveins- son, vakti einnig á sér athygli í Reykjavík þennan vetur, en þó mest fyrir einrænings- lega framkomu. Það var ekki fyrr en í ágúst 1908, er hann tók á leigu efri hæðina í Gúttó og efndi þar til sýningar, að mönnum varð ljóst hvað í honum bjó. Að sögn blaðs- ins Lögréttu (19. ágúst) fór „lærdómsleysi“ þessa unga listamanns ekki milli mála, en „eðlisgáfumar" blöstu líka við öllum sem vildu sjá. Ekki er brennt fyrir að Kristín hafi séð þessa sýningu, þótt hvergi geti hún um hana. Freistandi er að ætla, að hinn óstýri- láti „skipamálari" að austan hafí snert streng í bijósti stúlku, sem í æsku fylgdist grannt með skipunum sem sigldu inn Eyja- fjörðinn og dró upp myndir af þeim í teiknikompu sína. Kristín hlýtur að hafa gert upp hug sinn gagnvart myndlistinni eigi síðar en um sumarið 1908, þegar náminu í Hússtjóm lauk. Aftur er freistandi að geta í eyðumar. Mín ágiskun er sú að Kristín hafí tekið þá örlagaríku ákvörðun að helga sig myndlist eftir að hafa sótt námskeið í teikningu hjá völundinum Stefáni Eiríkssyni myndskera (1862-1924). Árið 1917 segir hún í viðtali við danskt blað: „Min förste undervisning fik jeg hjemme paa Island hos en Billedskærer" (Nationaltidende, nov.). Stefán Eiríksson kenndi bæði tréskurð og teikningu í Reykjavík í meir en áratug, og meðal þeirra sem stigu fyrstu spor sín á listabrautinni í kjallaranum hjá honum voru Ríkharður Jónsson, Gunnlaugur Blöndal, Guðmundur Einarsson frá Miðdal, Eyjólfur J. Eyfells, Eggert Guðmundsson og Marteinn Guðmundsson. Ég held að Kristín hljóti að hafa notið einhverrar handleiðslu í teikningu eða vatns- litun, áður en hún gerðist svo djörf að sækja um vist við „Tegne og Kunstindustriskolen for Kvinder“ snemma á árinu 1909, og þá er eðlilegast að ætla að hún hafi fengið þá handleiðslu, og þá um leið uppörvun, hjá Stefáni. Ekki má heldur horfa framhjá því, að meðan Kristín dvaldi í Reykjavík, var hún heimagangur, hugsanlega fastagestur hjá skyldfólki sínu, Kristínu Norðmann og dætr- um hennar, sem bjuggu við Kirlq'ustræti, steinsnar frá vinnustofu Stefáns mynd- skera, en þær voru allar með afbrigðum músíkalskar og stunduðu tónlistamám. Hið menningarlega andrúmsloft, sem ríkti á því b LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. NÓVEMBER 1987 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.