Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1987, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1987, Qupperneq 11
Trump-turninn, einn af stæratu skýjakljúf- um New Yorkborgar, verðgildi um 2,8 millj- arðar kr,- stendur við 5 tröð á Manhattan. Þar eru bæði dýrar sérverzlanir og efnað- ir leigjendur á borð við Johnny Carson, sjón- varpsmanninn fræga. Grand Hyatt hótel- ið íNew York er metiðá um 1,2 miHjarða kr. Þessi bygginglagði grundvöllinn að auði Trumps meira en nokkuð annað. Allt Donald Trump - eftir fyrstu 126 milfjarðana verður að gulli hiá Trump onald John Trump — athafnamaður á sviði fasteignaviðskipta, annast fjármögnun og byggingu stórhýsa, rekur spilavíti, sýslar við hagkvæm kaup og sölu meirihluta hlutabréfa í stórfyrirtækjum víðs vegar um Bandaríkin, og svo kann jafnvel að fara, að hann eigi eftir að verða áhrifamaður í stjómmálum, er fram líða stundir. Fjörutíu og eins árs að aldri er hann orð- inn eitt helzta tákn yfirstandandi uppgangs- tima í bandarísku viðskiptalífi. Líkt og hjá Mfdasi Frýgíukonungi, verður allt að gulli sem Trump snertir á. Hvað sem hver segir, þá þykir það vera í stakasta lagi núna á 9. áratugnum að vera framúrskarandi metn- aðargjam, ofboðslega auðugur og gjörsam- lega ófeiminn við að auglýsa ríkidæmi sitt. Tmmp er nýjasta stjaman í hópi nýrrar tegundar auðjöfra á þessum áratug; en hann hefur öðlast öll sín gífurlegu auðævi á ótrú- lega skömmum tíma og flaggar þeim líka ótæpilega og nýtur þess mikla frægðarljóma er um hann leikur fremur flestum öðmm bandarískum auðjöfmm: „Það er enginn á mínum aldri, sem hefur afrekað meira en ég,“ gortar hann óhikað. Nýtur Mikils álits í VIÐSKIPTAHEIMINUM Donald Tmmp hefur skapað sér eitt arð- bærasta stórfyrirtæki í einkaeign í Banda- ríkjunum og byggt það upp á almennasta viðskiptasviðinu — kaupsýslu með fasteign- ir. Hið mikla álit, sem hann nýtur í viðskipta- heiminum, hefur reyndar orðið einn snarasti þátturinn í velgengni hans. Sá ljómi, sem stafar af nafni hans, er mikill kostur. í eymm hinna nýríku er Tmmp samheiti á virðingarsessi, að sögn fasteignasala eins í New York. Tmmp kann líká að færa sér þetta trausta álit í nyt: Hann lætur letra nafn sitt stómm stöfum á svotil öll stórhýsi, sem hann reisir og á spilahallimar, sem hann rekur í mörg- um borgum. Sjálfur hefur hann aðalstjóm- setur sitt á skrifstofunni í stórhýsinu miðsvæðis á Manhattan, er ber nafn hans: „íburðarmesta stórhýsi í heimi," segir hann um þessa húseign sína. Hið risavaxna og margþætta fyrirtæki hans er álitið vera um þriggja milljarða dollara virði (120 miiljarða íslenskra króna), og viðskipti hans og bygg- ingarstarfsemi teygja sig orðið víða um jarðir vestanhafs — vegur hans og auður fer enn ört vaxandi, því hann skortir sízt af öllu metnað og framtak á viðskiptasvið- inu. Lýsingar á lífsstíl auðjöfursins Tmmps gætu sem bezt átt heima í „Þúsund og einni nótt": Heimili hans em þijú, og orðalag eins og íburðarmikið er heldur látlaust, þeg; ar það er noað um einkahúsnæði hans. Á Palm Beach í Flórida á hann 110 herbergja hús, í skýjakljúfinum sínum, Tmmp Tower, við Fimmtu Tröð í New York, er hann með risastóra íbúð til einkaafnota, og við bæinn Trump-kastalinn, stórhýsi, sem Trump keypti 1985 af Hilton samsteypunni. Þama rekur Trump risastóra spila- sali og hótel með 624 herbergjum. Eignin er metin á um 8 milljarða ísl. króna. Lúxus og lystisemdir: Donald Trump í sumarbústað sínum við Greenwich í Connecticut-fylki. Aðeins liðlega fertugur er hann orðinn milljarðamæringur — eignir hans eru að verðmæti um 120 milljarða ísl. króna — og allt hófst það með fasteignabraski. Hann þykir nú einskonar tákn fyrir undanfarandi uppgangstíma í bandarísku viðskiptalífi og fer ekki dult með lifnaðarhætti sína og er sífellt á ferð og flugi í Trump-þotunni, Trump-þyrlunni og T rump-ly stisnekkj unni. Paradísareyja - ein af Bahama-eyjun- um. Þar stendur stórt hótel og spilahöll í eigu Trumps - verðgildi um 20 millj- arðarkróna. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. NÓVEMBER 1987

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.