Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1987, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1987, Page 12
Greenwich í Connecticut á hann 45 her- bergja sumarbústað á 4 ha landspildu. Þá á hann einnig eina Boeing 727-þotu, Darth Vader-þyrluna og stendur nú í samningaum- leitunum við vopnasalann víðfræga, Saudi- Arabann Adnan Khashoggi, um kaup á lystisnekkju þess síðamefnda, en hún er einna líkust stóru farþegaskipi. Um þennan samningsaðila sinn segir Donald Trump: „Það eru nú ekki margir, sem halda uppi lífsstíl á við Khashoggi, en ég kemst nú samt anzi nálægt því.“ SÍFELLT Á UPPLEIÐ Enginn, jafnvel ekki þeir sem hafa megn- asta ímugust á Donald Trump, getur borið á móti því, að hann sé gæddur sérstakri snilligáfu á sviði kaupsýslu og viðskipta. Hann er fæddur 1946, í Queens, einni af útborgum New York, og er næstyngstur fimm systkina, sem eru hvert öðru kappsam- ara og metnaðargjamara að eðlisfari og uppeldi. Faðir hans, Fred Tmmp, fékkst við fasteignasölu og húsbyggingar í Brooklyn, Queens og New York með ágætum ár- angri, á meðan móðirin, Mary, sá um heimilið og uppeldi bamanna. Strax á ungl- ingsárunum var Donald farinn að vinna við fyrirtæki foður síns, þegar tími vannst til, og hélt sig mikið á vinnustöðunum, þar sem faðir hans var að láta reisa stórhýsi í Brook- lyn og Queens. Að loknu námi í rekstrar- hagfræði við Pennsylvaníu-háskóla árið 1968, tók Donald að vinna fullt starf í fyrir- tæki föður síns. 28 ára að aldri hóf hann sjálfstæðan atvinnurekstur og fluttist þá yfir á Manhattan. Þegar Fred Trump tók að gerast aldurhniginn, lét hann Donald taka við rekstri fjölskyldufyrirtækisins, og syninum var mjög áfram um að standa föð- ur sínum ekki að baki við reksturinn. Það kom líka fljótt í ljós, að Donald Trump var manna slyngastur í viðskiptum, harður í hom að taka og þrautseigari en flestir aðr- ir við að fá það fram, sem hann ætlaði sér. Hann virðist gæddur þeim hæfíleikum að komast eins og af eðlisávísun ódýrt yfir mjög arðbærar fasteignir. Hann lagði hom- steininn að risafyrirtæki sínu í New York árið 1975, þegar hann tók að sér að rífa hrörlegan hótelhjall rétt við Grand Central Terminal og byggja þar upp stórhýsi fyrir eigin reikning. Enginn annar byggingarað- ili í New York sá sér hagnað í að yfirtaka þetta verk, og heimsborgin New York var þá nánast á hausnum fjárhagslega. Borgar- stjórinn veitti Donald Tmmp 120 milljón dollara skattaívilnun og honum tókst að auki að kría út 70 milljón dollara lán hjá einkaaðilum. Hann reisti svo á þessum stað hið mjög svo arðbæra Grand Hyatt Hotel og græddi á tá og fíngri. Hjólin vom tekin að snúast fyrir alvöru hjá Tmmp: Hann keypti lóðir og hrörleg hús fyrir lítið verð og hefur stöðugt verið að reisa háhýsi í þeirra stað á undanfömum ámm. Og ekki bregst honum bogalistin við að koma þessum stórhýsum sínum í gott verð á sölumarkaðin- um, því að eftirspumin fer sívaxandi og verðið með. LÖGLEGT En Siðlaust Það er alkunnugt að dýrt er að vera fá- tækur og að mikill auður skapar eiganda sínum skilyrði til að grípa gæsina þegar hún gefst og komast yfir eignir með góðum kjör- um og stundum á tombóluprís. Leikurinn verður mjög ójafn þegar milljárðamæringur eins og Donalds Tmmp sækist eftir húsum eða lóðum og hinum megin við borðið em menn, sem mega sín lítils. Svo lítið dæmi sé nefnt um aðferð sem Tmmp og hans líkar beita og er lögleg en siðlaus, er aðferð hans til að sölsa undir sig lóð fyrir lítið. Lóðin er á bakvið Tmmp Plaza, gistihús Leitin að fegurðinni Nafnið hljómar kunnuglega í eyrum allra þeirra sem komnir eru til vits og ára: Haukur Claus- en og Örn tvíburabróðir hans raunar einnig - voru á tímabili íslenzk ofurstirni í íþróttum. Það var meðan gengi frjálsra íþrótta var sem mest á ámnum eftir stríðið; þá flykktust áhorfendur á Melavöllinn og ekki vom það sízt spretthlaupin sem þóttu spennandi. í þá daga þurfti góðan spretthlaupara til að sigra Hauk Clausen og kannski var hátind- urinn á ferli hans Norðurlandametið í 200 metra hlaupi á 21,3 sek. Samt var Haukur ekki tiltakanlega hlaupalegur; að minnsta kosti ekki grannur, en sterkur vel og snögg- ur. Þegar Haukur hélt til framhaldsnáms í tannlækningum til Minneapolis í Banda- ríkjunum 23 ára gamall, lét hann keppnis- ferli sínum lokið, þótt nokkur beztu árin ættu að vera framundan. Og hann hefur ekki verið orðaður við íþróttir síðan. Hann hefur verið mikils metinn og geysilega eft- irsóttur tannlæknir, en hitt vissu færri þar til fyrir 6 ámm, þegar hann hélt sýningu á Kjarvalsstöðum, að hann hafði alla tíð notað dijúgan hluta tómstunda sinna til þess að mála myndir. Haukur er fagurkeri og mynd- list frá hans sjónarmiði er leit að fegurð. Eitthvað gekk það ekki þrautalaust að fá inni á Kjarvalsstöðum 1981 og þegar við tókum tal saman í vinnustofu Hauks í Arn- amesinu, bar þetta stríð á góma og Haukur sagði: „Ég er ekki ánægður með þessa svoköll- uðu listfræðinga, sem vilja hafa einkarétt á að ákveða, hvað sé Iist. í því sambandi vil ég taka undir með Sverri heitnum Haralds- syni, sem var mikill vinur minn og sagði að þetta væri bara orðaleppur; engir list- fræðingar væm til, bara sagnfræðingar í listasögu." Dálítið spjall við HAUK CLAUSEN í tilefni sýningar hans á Kjarvalsstöðum, sem hefst ídag og spilavíti í Atlantic City, sem á góðum degi nær að gefa af sér rúmlega 2 milljón- ir dollara (80 milljónir íslenskra króna) í vasa eigandans. Þar sem verzlunin hans Steins stendur núna, ætlar Donald Tmmp sér að byggja risastóran vegg, en niður vegginn á svo að renna álitlegur foss — áætlað er að þessi baksviðsskreyting muni kosta um 4 milljónir dollara, eða sem svar- ar til 160 milljónum íslenskra króna. Ef honum tekst að kaupa upp eignir Steins þama og léti svo rífa verzlunarhúsið, þá myndi væntanlegur baklóðarfoss líta miklu betur út. Steins-fjölskyldan hefur verið með atvinnurekstur í Atlantic City í meira en 90 ár; Harry Stein og sonur hans, Bill, sitja inni á gluggalausri skrifstofu spilavítisins ásamt Donald Tmmp. Það em engir lög- fræðingar, bankamenn eða aðstoðarmenn af öðm tagi viðstaddir fund þeirra. „Ég hef nú raunvemlega enga þörf fyrir lóðina ykkar," segir Tmmp rólega og kurt- eislega, „og eins og þið vitið er lóðaverð núna ekkert nálægt því eins hátt og það var fyrir nokkmm ámm. Og ég læt hvort eð er reisa þennan vegg. Þegar við höfum fullákveðið að reisa vegginn og hefjumst handa, þá hef ég ekki nokkum minnsta áhuga lengur á verzlunarhúsinu ykkar. Þið skulið því nefna einhveija tölu. Allt og sumt, sem ég vil fá að vita er hvort okkur semur.““ Þeir Steinsfeðgar taka að ókyrrast: „Við höfðum hugsað okkur um 200 dollara fyrir ferfetið.“ „Fyrir þremur ámm hefði ég borgað ykk- ur svo mikið." „Það á eftir að kosta okkur 1,5 milljónir dollara að flytja." „En þið eigið eftir að spara ykkur ofijár í sköttum. Verðið, sem þið setjið upp, er langtum hærra en það sem ég hef borgað öðmm. Hinn kosturinn, sem ég á völ, er að girða ykkur alveg af og útiloka fyrir fullt og allt. Ef ég kaupi ekki eignina af ykkur, þá held ég að hún eigi ekki eftir að vera ykkur neins virði lengur. Fyrir ykkur er því annað hvort að hrökkva eða stökkva." Tmmp segir þeim Steinsfeðgum að hafa samband við skrifstofu sína í New York eftir viku. Hann kveður þá með handa- bandi. Þegar þeir em famir, segir hann: „Þið skuluð sjá til, að þeir eiga eftir að átta sig og semja. Það gera þeir alltaf.“ VÍGAHNÖTTUR Á VIÐSKIPTAHIMNI Risastór svört þyrla með rauðri áletmn, „Tmmp“, flögrar yfír suðurodda Manhatt- an-eyju; þessi herþyrla er smíðuð af Frökkum og getur komizt 240 km á klukku- stund. Tmmp keypti hana fyrir tvær milljón- ir dollara (80 milljónir íslenskra króna), sem má kallast gjafverð. Donald Tmmp er sífellt á ferð og flugi milli þeirra staða, þar sem hann stendur í einhveijum framkvæmdum. í fylgd með honum em nokkrir nánustu samstarfsmenn hans. Enda þótt að það sé eitt meginatriðið í umsvifum Donalds Tmmps á viðskiptasviðinu að gæta þess vandlega að hafa góð tengsl við borgarráðs- menn og borgaryfirvöld yfirleitt á hveijum stað og egna ekki áhrifamikla stjórnmála- menn gegn sér, hafa þó um skeið verið miklar ýfingar með honum og hinum einkar lasburða borgarstjóra New York-borgar, Koch, og það er greinilegt að einnig í því deilumáli muni Donald Tmmp fara með sig- ur af hólmi: „Ég hef engan áhuga á friði og ró. Ég hef áhuga á samkeppni." Einn af samstarfsmönnum hans hefur þetta um deilu Tmmps og borgarstjórans að segja: „Það verður að leiða þessa deilu til lykta. New York þárfnast atorku og framsýni Donalds Tmmps ...“ SAMANTEKT: HALLDÓR VlLHJÁLMSSON Haukur Clausen - Þeysi stundun eld- snemma að morgni austur í Landsveit til þess að ná / morgvnbirtuna - „Listfræðingar já. Hversvegna viltu byija á því að tala um listfræðinga. Það er nú alltaf verið að skamma þá núna. “ „Ég minntist á þá vegna þess að þeir reyndu að bregða fyrir mig fæti og að koma í veg fyrir að ég gæti sýnt á Kjarvalsstöðum í nóvember 1981 og aftur núna. Ég nefni engin nöfn. En það komu góðir menn mér til hjálpar, bæði þá og nú, og svo fór að lokum, að ég fékk inni og gat haldið mína sýningu. Ég vil ekkert vera að skjóta list- fræðinga í kaf, en mér sýnist af því sem ég les og sé, að það sem fer inná stað eins og Kjarvalsstaði eigi helzt að vera annað- hvort abstrakt, eða þá undir merki nýlistar." „Ertu á móti nýlist?" „Ekki út af fyrir sig. En mér finnst að of léleg tækni og hreint og beint kunnáttu- leysi einkenni of stóran hluta þess, sem sýnt er undir merki nýlista. Mér finnst of mikill fúskarabragur á því. Það að geta hengt nýlistarmerkimiða á framleiðsluna, virðist vera næg afsökun fyrir lélegum og ólistrænum vinnubrögðum. Svo er reynt að bæta þetta upp með risastærðum; verkin eru höfð svo stór að þau komast ekki inn í venjuleg hús. En það bjargar engu; þrátt fyrir stærðimar er alltof oft verið að vaða reyk. Útkoman er of nærri núllinu." „Hvemig skilgreinir þú listræn gildi í myndlist?“ „Ég set list í samband við fegurð. Og ég mála landslag vegna þess að þar finnst mér ég ná í mesta fegurð. Hvergi gæti ég búið annarsstaðar en hér á íslandi. Ég hef verið mikið í Sviss og það er vissulega fagurt land. Samt stenzt það engan samjöfnuð við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.