Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1987, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1987, Blaðsíða 15
Systkinin Hans og Sophie Scholl dreifðu flugritum til námsmanna í Suður Þýzkal- andi & árunum 1942-43, þar sem hvatt var til andspyrnu gegn stjórn nasista. Dreifibréfin voru rakin til þeirra og þau guldu fyrir með lífi sínu. Eftir örstutt sýndar réttarhöld, voru þau líflátin með fallexi. sorgmætt, og ég eygi varla vorskýin á himn- inum, og tijágreinamar sem sjáanlega hreyfast til í vindinum undir morgunsólinni. Ó, hvað ég hlakka nú mikið til vorsins. i þessu verki eftir Schubert finn ég loftið og anganina, skynja gleði fuglanna og allra lífvera. Þegar píanóið endurtekið aðalstefið — þá er það eins og kalt og tært, perlu- tært vatn, — í, það getur hrifið mig með sér.“ Daginn eftir að þetta bréf var skrifað vom Hans og Sophie Scholl handtekin. Haldin vom yfir þeim sýndarréttarhöld, sem stóðu í einn dag. Dómari í máli þeirra var Roland Freisler, forseti Þjóðardómstólsins í Berlín, og gerði hann sér sérstaka ferð til Miinchen til að stjóma réttarhöldunum. Freisler, sem hafði viðumefnið „blóðdómar- inn“ var alræmdur fyrir hrottalega fram- komu við sakbominga, og reyndi ávallt að niðurlægja þá sem mest frammi fyrir áheyr- endum, sem einatt var boðið í réttarsal af nasistum. Hann dæmdi einnig í máli tilræð- ismanna Hitlers í júli 1944 og er til kvikmynd af þeim réttarhöldum. Skömmu áður en hún var dæmd til dauða, að morgni 22. febrúar 1943, sagði Sophie Scholl frammi fyrir Þjóðardómstólnum: „Það sem við sögðum og skrifuðum hugsa nú svo margir, þeir þora aðeins ekki að hafa orð á því.“ Frásögn Inge Aicher-Scholl af hinstu stundum systkina hennar er sígild, og oft er til hennar vitnað. Fátítt er að lesa jafn nálæga frásögn af hinstu stundum dauða- fanga. Hún er vitnisburður um þá hroðalegu andlegu pyntingu, sem hinn dauðadæmdi og aðstandendur hans verða að þola. Ef til vill á bókin einnig af þeirri ástæðu erindi nú, þegar það virðist sumstaðar í vestrænum heimi, vera talið bjargráð að taka upp dauð- arefsingu á ný. „Veruleikinn, Sérstaklega í Stríði, ErAldrei Einfaldur „Eftir dauða systkina minna voru foreldr- ar mínir, Elísabet systir mín og ég hneppt i fangelsi í Ulm. í þessu fangelsi voru eigin- lega fremur raunverulegir glæpamenn, en pólitískir fangar. En orðið ,glæpur“ verður að setja innan gæsalappa. I næsta klefa við föður minn var ungur Pólveiji. Hann var aðeins sautján ára gamall, en hafði verið fluttur í nauðungarvinnu. Hann hafði verið aðframkominn af hungri og hnuplað sér matvælum úr verslun. Fyrir það var hann dæmdur til dauða. Hann var í rauninni enn- þá bam, og foreldrar hans vissu ekkert, höfðu ekki minnsta hugboð um hvernig komið var fyrir honum. Ég minnist þess hvemig faðir minn reyndi að hugga hann. Síðan kom presturinn og veitti honum hinsta sakramenti. Svo fluttu þeir hann burt og hengdu hann. En ég á einnig minningar úr þessu fang- elsi, sem sýna það að stundum voru hlutimir ekki svo einfaldir. Einn fangavörðurinn var okkur til dæmis afar vinsamlegur. Hann sagði að alltaf þegar hann væri á vakt mætti smygla til okkar matvælum og bók- um. Og það var gert. Ég man líka einu sinni eftir því að einn Gestapomaðurinn brotnaði niður eins og bam fyrir framan okkur fangana. „Hvenær kemst yfirmaður minn að því sem ég er að gera?“ spurði hann. Hann var þá farinn að aðstoða okkur við að smygla matvælum inn í fangelsið. Hlutir eins og þessi mega ekki gleymast. Veruleikinn, sérstaklega í stríði, er aldrei einfaldur. Það varð mér ^jálfri mikil hjálp eftir stríðið að skrifa bókina mína. Hún veitti stuðning og von. Ég fann það líka hversu mikil hjálp hún var mörgu ungu fólki, sem ólst upp í rústum heimsstyijaldarinnar, í auðninni, þögninni. Úr sögu andspymu- hreyfingarinnar hlaut það kraft til að hefja nýtt líf. Og enn er það unga fólkið sem kaupir bókina mína. (Hvíta rósin selst enn í tæplega tuttugu þúsundum eintaka á ári í Vestur-Þýskalandi). Oft kemur líka ungt fólk til mín eða skrifar mér, og ég finn að það hlýtur stuðning af bókinni. Þetta er yfírleitt fólk um tvítugt, og það langar til að tala um systkini mín, um frelsi og frið.“ íslenska er tíunda tungumálið sem Hvíta rósin er þýdd á. Auk þess að geyma sögu Hans og Sophie Scholl, geymir bókin dreifi- bréfin sex sem þau og vinir þeirra skrifuðu og dreifðu. „Ég vona núna að bókin komi sem fyrst út á spænsku, einkum vegna fólks- ins í Rómönsku Ameríku. Ég vona að þvf berist þessi bók; ég held hún gæti orðið því hvatning og stuðningur,“ sagði Inge Aic- her-Scholl að lokum. Eitt af flugritum Hvítu rósarinnar alus puplica suprema lex. Allar gerðir hins fullkomna ríkis em útópíur, hillingar einar. Ríki er ekki hægt að reisa eingöngu á fræðilegan hátt, heldur verður það að vaxa og þroskast eins og einstakar manneskjur. Því má ekki gleyma, að þegar í upphafí geymdi sérhvert samfélag fyrirmynd ríkis- ins. Fjölskyldan er jafngömul mannkyninu, og úr þessari frumeiningu samfélagsins reistu viti bomir menn ríki. Grunnur þess er réttlætið, og velfaman allra þegna æðsta boðorðið. Ríkið á að samræmast skipan Guðs, og civitas dei, hið æðsta allra útópía, skal vera sú fyrirmynd sem það nálgast að lokum. Ekki er það ætlun okkar að dæma hér hin ýmsu stjómkerfi, lýðræðið, þing- bundna keisarastjóm, konungdæmi o.s.frv. Aðeins skal lögð skýr áhersla á eitt: hver maður á kröfu til nýtilegs og réttláts ríkis- valds, sem tryggir jafht réttindi einstakl- ingsins og heill þjóðarinnar. Því samkvæmt skipan Guðs á maðurinn fijáls og óháður, að efna eðlislæg markmið sín innan þjóð- félagsins, leita þar jarðneskrar hamingju með eigin atorku. Núverandi „ríki“ okkar er hins vegar ein- veldi hins illa. „Þetta höfum við lengi vitað, og það er engin nauðsyn á því að nú okkur þessu um nasir einu sinni enn,“ heyri ég þig segja. En, spyr ég þig, ef þið vitið allt um þetta, hví gerið þið ekkert, hví látið þið yfír ykkur ganga, að smám saman ræni þessir of- beldismenn mannréttindum ykkar, svo að dag einn verði þýska ríkið lítið annað, já ekkert annað, en vélknúin maskína, sem glæpamenn og drykkjurútar stýra? Má sín andi ykkar nú þegar svo lítils gagnvart of- beldi og kúgun, að þið gleymið því, að það er ekki aðeins réttur ykkar, heldur siðferði- leg skylda að bægja frá þessu kerfi? Ef menn hafa ekki lengur orku til að krefjast réttar síns, þá verðskulda þeir að fara hall- oka. Við myndum verðskulda það að vera þyrlað til, líkt og rykkomi í vindi, ef við risum ekki upp nú á elleftu stundu, og teld- um loks í okkur þann kjark sem okkur hefur skort. Leynið ekki ragmennsku ykkar undir skikkju sýndarhygginda. Þvl hvem dag sem þið hikið, sem þið hreyfið ekki andspymu gegn þessum afkvæmum vítis, þrútnar sök ykkar. Margir, ef til vill flestir lesendur þessara dreifíbréfa, vita ekki hvemig þeir eiga að haga andspymu. Þeir sjá enga möguleika til slíks. Við viljum reyna að sýna þeim, að allir geta lagt eitthvað af mörkum til að fella þetta kerfi. Ekki verður mögulegt méð sjálfstæðri og biturri baráttu einsemdar- manna að leggja grunn að falli þessarar stjómar. Það verður aðeins mögulegt með samvinnu margra öflugra manna, manna sem eru sammála um það hvemig þeir geti efnt markmið sín. Við eigum ekki um marg- ar leiðir að velja, aðeins ein stendur okkur til boða — þögul andspyma. Eðli og tilgangur þögullar andspymu er sá, að stuðla að falli nasismans. I þeirri baráttu má ekki láta hræða sig frá neinni leið, neinni athöfn, sama í hveiju hún felst. Ráðast verður gegn nasismanum, hvað sem það er mögulegt. Vinda verður bráðan bug að því að eyða þessum óskapnaði í mynd ríkisvalds — sigur nasismans í þessu stríði hefði ólýsanlegar afleiðingar. Hemaðarsigur á bolsévisma má ekki vera megintakmark neins Þjóðvetja, heldur ósigur nasistanna. Hann verður að setja ofar öðru. Hina miklu nauðsyn þessarar síðustu kröfu munum við sanna ykkur í næstu dreifibréfum okkar. Og nú verður sérhver stefnufastur and- stæðingur nasimans að spyija sjálfan sig, hvemig hann geti á ötulastan hátt barist gegn hinu §andsamlega ríki, veitt því sem þyngt högg. Svarið er: Með hinni þöglu andspymu — tvímælalaust. Augljóst er, að við getum ekki veitt öllum leiðbeiningar um framgöngu sína. Við get- um aðeins veitt það almenná heilræði, að hver og einn finni sér eigin leið til að heyja andspymu sína. Eyða verður öllum verksmiðjum sem hafa hemaðarþýðingu. AUar samkomur, útifundi og hátiðahöld, sem efnt er til af Nasista- flokknum verður að leysa upp. Stöðva verður gang stríðsvélarinnar (maskínu sem aðeins knýr áfram styijöldina; styijöld sem einung- is er háð til bjargar Nasistaflokknum og einveldi hans). Eyða verður allri vísindalegri og andlegri starfsemi sem þjónar þeim tilgangi einum, að styijöldinni verði framhaldið — starfsemi i háskólum, tilraunastofum, vfsindastofnun- um. Eyða verður öllum listsýningum og sam- komum, sem fegrað geta ímynd Nasista- flokksins í augum þjóðarinnar. Eyða verður öllum þeim greinum mynd- < listar sem tengjast á nokkum hátt nasisma og þjóna honum. Éyða verður öllum ritum, öllum blöðum, sem þjóna stjóminni; beijast fýrir hugmynd- um hennar, breiða út hina brúnu lygi. Leggið ekki fram eyri til samskota á götum úti, einnig þeirra sem rekin em undir því yfirvarpi að ágóðanum sé varið til góð- verka. Það er aðeins blekking. í raunveru- leikanum verður ágóðinn hvorki Rauða krossinum né þjáparvana fólki að liði. Ríkis- stjómin þarfnast ekki þessara peninga, hún stendur ekki fyrir þessum samskotum sakir fjárþarfar — prentvélamar vinna sleitu- laust, og framleiða býsn af peningaseðlum. Þjóðinni skal haldið í stöðugri spennu, aldr- ei slakað á tjóðurbandinu! Leggið ekkert fram til söfnunar á málmi og vefnaðarvöm, eða öðmm hlutum. Leitið kunningja einnig úr lágstéttum þjóðfélagsins. Sannfærið þá um tilgangsleysi strfðsins, sýnið þeim fram á að engin von sé um sigur, skýrið fyrir þeim hvemig nasisminn svívirðir siðferðileg og kristileg verðmæti og hneppir þjóðina t andlegan og efnahagslegan þrældóm. Hvetjið til þögullar andspymu! Aristóteles, Um stjómmálin ... „að auki (um eðli harðstjómar) er reynt að sjá til þess að engu sé leynt sem einhver þegn segir eða gerir, heldur er hann alstaðar fangaður með pjósnum ... að auki er mönn- um att saman, hatur tendrað milli vina, fjandskapur alþýðu manna gagnvart ríkum og tignum espaður, og þeim att saman inn- byrðis. Ennfremur er það boðorð harðstjóm- arinnar að gera þegnana fátæka. Ástæðan er tvíþætt: annars vegar að halda uppi öflug- um lifverði; hins vegar að halda þegnunum svo þjökuðum af daglegri baráttu fyrir við- urværi sínu, áð þeir hafi hvorki tíma né tök á því að bera fram nokkur mótmæli... Að auki er það aðferð harðstjómarinnar að leggja á háia skatta, líkt og í Sýrakúsu, en þar urðu þegnamir þeirrar ánægju að- njótandi á dögum Diónýisuar, að f& að gjalda allar eignlr sínar í skatta á fímm áram. Þar að auki er það stöðug árátta harð- stjóra að hrinda af stað styijöldum." Vinsamlegast Qölritið og dreifið áfram! Höfundurinn er við nám í Freiburg i Þýskalandi. ÁSLAUG S. JENSDÓTTIR Bóndinn Þenkjandi þungum skrefum hann þrammar um bæjarstétt ei bugast hann við þá byrði sem bótalaust honum er rétt. Endalaust áróður dynur við opnar og lokaðar dyr um auðnuleysi allra hans verka sem áttu þó virðingu fyrr. Nú brosa fáir til bóndans og blessa hans gróðurstörf á grasi og grænum ekrum gerist ei lengur þörf. Þó lifír hann fyrir landið hans lífsstarf og elja var að gæða ógrónar lendur þar gæfuna upp hann skar. Hann minnist með heitum huga hjarðar sem nú er á braut er veitti honum yndi og auðlegð sem öðrum féll líka í skaut. En saga aldanna sýnir að sigra hin góðu verk og bóndinn sér enn til sólar því sönn er hans trú og sterk. Höfundurinn er húsmóöir ó Núpi í Dýra- firði. BJÖRN STEFÁN GUÐMUNDSSON: Garðurinn Vorbjört er nóttin og viðáttan glitrar. Eg hugsa til þín og hjarta mitt titrar. Ég sé að þú sefur. Vináttu okkar gat veröldin breytt Þú þóttist gefa en gafzt ekki neitt. Ég sé að þú sefur. Þögnin er líf mitt til þin ég horfí. En garðurinn stendur úr gijóti og torfí. Ég sé að þú sefíir Höfundurinn er frá Reynikeldu 6 Skarðsströnd og er kennari við Laugaskóla I Dölum. KARLÍNA HÓLM VETRAR- STEMMNING Snjómuggan fellur grá á giuggann. Um leið og guli strætisvagninn stansar gegnt biðskýlinu fíjúga dúfumar upp upp ein af annarri þétt ýskur vængjaðra vona rýfur þögnina og deyr við hvítt húshomið fölvi dagsins býr í fíðruðu blaki þýðra vængja fellur þétt hundslappadrífan í faðmi augnabliksins. Höfundurinn er hjúkrunarfræðingur i Reykjavik. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. NÓVEMBER 1987 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.