Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1988, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1988, Page 7
Hans frá íslandi í helli sínum og heldur ófrínilegur. Teikn- ing frá 1825 eftir George Cruickshank, sem var þekktasti bókateiknari Breta á fyrriparti síðustu aldar og teiknaði m.a. frægar myndir í sögu Dickens. Hér er Hans með sverð og öxi, allur rifinn og tættur, í teikn- ingu eftir Martinet, franskan listamann. Að verki loknu leit hann um stund á blóð- uga kúpuna, og tautaði einkennileg orð; því næst rétti hann Spjagudriusi hana til að hreinsa og búa um hana, og sagði um leið hvæsandi: „Og ég, þegar ég dey, mun aldrei eign- ast þá huggun að hugsa mér, erfingja sálar Ingólfs, sem drekka mun sævarvatn og mannsblóð úr kúpu minni." Og hann bætti við eftir dapurlega þögn: „Stormur fylgir stormi, skriða fylgir skriðu, en ég mun einn eftir verða af minni ætt. Hvers vegna var Gilli ekki mannhatari eins og ég? Hvaða djöfull snerist gegn Ing- ólfs-djöfli, svo að hann stakk sér niður í þessar bölvuðu námur til að leita að hand- fylli af gulli." Spjagudrius, sem nú kom aftur með kúpu Gilla, greip fram í fyrir honum: „Yðar Ágæti hefur rétt fyrir sér. Jafnvel gullið getur verið af dýru verði keypt. Svo mælir Snorri Sturluson." „Þú minnir mig,“ sagði litli maðurinn, „á erindi sem ég á við þig; hér er jám- taska, sem ég fann á foringjanum þama, svo þú sérð að ekki lentu allar eigur hans hjá þér; hún er svo vandlega læst að hún hlýtur að hafa gull að geyma, — hið eina dýrmæta í augum manna. Þú lætur Staða- rekkjuna í Þokutrésþorpi fá hana til að borga fyrir son hennar." Hann dró lítið jám- box undan hreindýrakápu sinni. Spjagudrius tók við því, og hneigði sig. „Hlýddu mér nákvæmlega," sagði litli maðurinn og horfði hvasst á hann. „Mundu, að ekkert getur hindrað tvo djöfla í að hitt- ast; ég held að þú sért meiri hugleysingi en nirfíll, og þú átt mér að svara fyrir þetta box.“ „Ó, Herra, með sálu minni!" „Alls ekki, með kjöti og beinum." I þessum svifum buldi mikið högg á úti- dyrum Spladgests. Litla manninum brá við. Spjagudrius tók andköf og byrgði ljósið með hendinni. Þessi Evrópuklæddi herramaður á hnjánum má líklega biðja fyrir sér, þegar Hans kemur með öx- ina á lofti- og hauskúpu festa við beltið. Teikning eftir Cruickshank. Hans verst ofurefli - berst einn við átta eins og EgiII Skallagrímsson. Teikning eftir Cruickshank. Ein af teikningum Cruickshanks sýnir Hans koma inn á einhverskonar sjúkrahús og lýsingin á hon- um eins og maðurinn með lampann sér hann er svo: Samanrekinn, klæddur í skinn og víða á þeim blóðblettir, hár og skegg rauðleitt og nyög þykkt eftir því sem séð varð undir skinnhúfunni, gran- stæðið ákaflega vítt, varirnarþykkar, opinmynntur, stórtenntur og tennurnar gisnar, arnarnef og aug- un eins og í tígrisdýri. Og um leið sparkaði hann í kaldar leifar Gyðu Stersen. Spjagudrius hristi höfuðið. „Jæja! Ég sver við exi Ingólfs ættföður míns, að drepa alla sem klæddir eru þessum búningi!" og hann benti á foringjabúning- inn. „Sá mun hefndina hljóta, sem klæddur er þessum fötum. Ég skal brenna allan skóg- inn til að drepa eiturplöntumar í honum. Þetta sór ég daginn sem Gilli dó, og ég hefi þegar útvegað honum samfylgd sem mun gleðja lík hans. Ó, Gilli minn! Þama liggur þú lífvana og afllaus — þú sem varst syndari en selur, hraðari en hjörtur; þú sem glímdir við bjöminn á Kili og felldir hann. Þama liggur þú hreyfingarlaus — þú sem hljópst yfir allan Þrándheim frá Orkel til Mjösen-vatns á einum degi; þú sem gekkst á tinda Dofra-fjalla eins og íkominn hoppar upp eikina. Þama liggur þú daufur og dumb- ur, Gilli minn — þú sem söngst hærra á tindum Kóngsbergs en þmmugnýr. Ó, Gilli minn! Það var þá til einskis, að ég fyllti upp í Fáröe-námumar, til einskis að brenna dómkirkjuna í Þrándheimi. Öll fyrirhöfn mín til einskis, og ég mun aldrei aftur sjá böm hinnar íslensku ættar, afkomendur Ingólfs Manndrápara öðlast heiðursorð af þér; þú munt aldrei fá steinexi mína í arf; en þú eftirlætur mér höfuðskel þína, sem ég niun framvegis drekka af sævar-vatn og manna- blóð.“ Með þvílíkum orðum tók hann í höfuð líksins, og hrópaði: „Hjálpa mér Spjagudr- ius!“ Og er hann tók af sér vettlingana, sáust breiðir hrammar hans, með löngum hörðum og kræklóttum nöglum villidýrsins. Spjagudrius sem sá að hann ætlaði að höggva höfuðið af líkinu með sverði sínu, hrópaði í ódulinni skelfingu: „Guð hjálpi þér, húsbóndi! Maðurinn er dauður!" „Ha,“ svaraði litli maðurinn rólega. „Viltu heldur að ég brýni busann á einhveijum lif- andi.“ „Ó, má ég ekki grátbiðja Yðar Náð — Hvemig getur Yðar Ágæti framið slíka óhæfu? Yðar Tign — Herra, Yðar Hátign mundi ekki...“ „Hefurðu lokið þér af: Þarf ég að hafa allt þetta titlatog, þín horrengla, til að trúa á djúpa virðingu þína fyrir sverði mínu." „Heilagur Valdemar hjálpi mér! Heilagur Usuf hjálpi mér! í nafni heilags Hospitiusar hlífðu nánurn." „Hjálpaðu mér, og tala þú ekki við djöful- inn um helga mehn.“ „Herra minn," hélt Spjagudry biðjandi áfram. „í nafni þíns ágæta forföður, Heil- ags Ingólfs." „Ingólfur Manndrápari var útlagi eins og ég.“ „I Himinsins nafni," sagði öldungurinn og féll á kné. „Ég vil hlífa þér við reiði hans.“ Sá litli gerðist óþolinmóður. Myrk grá augu hans skutu gneistum eins og brenn- andi kolamolar. „Hjálpaðu mér,“ endurtók hann og sveifl- aði sverði sfhu. Þessi orð voru sögð með þeim raddstyrk sem sæmdi ljóni, ef það gæti talað. Ráðs- maðurinn titrandi og hálfdauður af skelf- ingu, settist á svartan steininn og greip um kalt og þvalt höfuð Gilla, meðan litli maður- inn sneið af höfuðkúpuna með snilldarbragði sverðs og hnífs. „Hver er þetta,“ öskraði litli maðurinn. „Og þú, gamli þorpari, hvemig ætlar þú að skjálfa við síðasta lúðurhljóminn, ef þú nötr- ar svona núna!“ Enn var barið og harðar. „Nú er einhver dauður að hraða sér hing- að,“ sagði sá litli. „Nei, húsbóndi," tautaði Spjagudrius, „ekkert lík er borið hingað eftir miðnætti!" „Lífs eða liðinn og ég fer burt. Vertu Spjagudrius trúr og þögull. Ég sver í nafni anda Ingólfs og hauskúpu Gilla, að þú skalt fá að sjá alla herdeildina á Munkhólma koma dauða til þín í röð og biðja um gistingu. Og litli maðurinn batt kúpu Gilla við belti sér og fór í vettlingana, og stökk eins og geit upp á axlir Spjagudriusar og upp í gegnum þaklúguna, og hvarf út í buskann. Við þriðja höggið hrökk Spjagudrius í kút, og rödd utan dyra bauð honum að opna í nafni kóngs og varakóngs. Þá mjakaði ráðsmaðurinn sér af stað, skelfingu lostinn af tvennu — hryllingi endurminninganna og hryllingi eftirvæntingarinnar — og hann flýtti sér til dyra og opnaði þær. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. FEBRÚAR 1988 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.