Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1988, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1988, Blaðsíða 17
Steinn í glöðum hópi á ferðakaupstefnunni í London í desember síðastliðnum. Talið frá vinstri: Jóhann D. Jónasson, Óiafur Egilsson sendiherra íslands í Bretlandi, Anna Margrét Jónsdóttir ungfrú ísland, Birgir Þorgilsson frá Ferðamálaráði ís!ands,Tómas Karlsson utanríkisþjónustu og fyrir miðju er Steinn Lárusson. Handbók finnska Ferðamála- ráðsins nátta út á veiðar í gegnum ís, í febrúar-mars. í Noregi og Svíþjóð er mest aukning í helgarferðum. Fólk sem fer í helgarferð eyðir margfalt meira á dag en fólk sem ætlar sér lengri tíma. Eins til tveggja daga farþegar borga sig best — kaupa ailt á einni nóttu. Við erum líka farin að fá gesti á litlar ráð- stefnur í miðri viku sem er mjög góð þróun. En það þarf að byggja upp helgar- og ráðstefnuhópferðir frá Bretlandi líka. Við eigum að byrja á að ná helgarferðum og fá fólk í framhaldi af þeim tii að ferðast í miðri viku. Gistingin í Reykjavík yrði nýtt mest til að byija með, en umferðin gæti færst smám saman út á landsbyggðina, austur fyrir fjall, upp í Borgames og áfram. — Ertu ekki hræddur við síðustu verðhækkanir? — Tuttugu prósent verðhækk-. un og þar yfír er skelfileg fyrir markaðinn og setur beyg í alla sem eru að vinna að íslenskum ferðamálum. Svona verðhækkanir bitna oft á samgönguaðilanum sem liggur fyrstur við höggi er- lendis. Hann er píndur meira, bæði til að koma inn í auglýs- ingaáróður og til að halda niðri verði. En hækkanimar eru mestar innanlands, bæði á fæði og gist- ingu, rútum og bflaleigum. Það er aðeins gert ráð fyrir um 5-6% hækkun á flugfargjöldum. — Vantar Island ekki sterka ímynd — sterkt auglýsingaslag- orð sambærilegt við finnska slagorðið - efst á hnettinum? — Útflutningsráð var að veita verðlaun fyrir orðtakið - íslenskt veit á gott - sem er óþýðanlegt yfir á alþjóðlegt mál. Vissulega vantar okkur sterkt auglýsinga- slagorð sem nær yfir allt íslenskt og alla markaðssetningu okkar — landbúnaðarafurðir — landslag — veðurfar — viðmót fólksins — fisk- inn — þjónustu. ímyndin þarf að höfða til ferskleika, tærleika og mengunarleysis. Mér dettur í hug enska orðið „crystalclear". Hvað viltu segja um væntan- legt flug SAS til Islands? — SAS-menn telja sig ekki nógu stóra til að standast sam- keppni í framtíðinni og em að leita að samstarfi við flugfélög út um allan heim. Þetta hlýtur að vekja okkur Flugleiðamenn til umhugsunar um hvaða möguleika við höfum, ef flugfélag sem er tuttugu sinnum stærra, telur sig of lítið. Nú er ljóst að SAS mun hefja flug til íslands í vor. Sagt hefur verið í grini, þar sem SAS innrit- ar alla okkar farþega, að þeir fylgist nákvæmlega með samsetn- ingu á farþegum í hverri vél. Þeir vita hvað margir farþegar fara frá Bergen, frá Osló og hafa fylgst með síbatnandi sætanýtingu. Önnur flugfélög á Norðurlöndum em líka á höttunum eftir svona flugleiðum sem SAS nýtir sér ekki. Þegar þetta tvennt er skoðað í samhengi er ekki skrítið þó að þeir hafi ákveðið að hefja íslands- flug aftur. Stærsta vandamál Flugleiða em seinkanir á Atlantshafsflug- inu. Áætlun vélanna er svo þétt að ekkert má út af bera. En við emm að bæta við flugvélakostinn og reynum alltaf að bæta okkar þjónustu. Ferðafjöldinn miili Evr- ópu og íslands er samt okkar sterkasta vopn. Það hefur sýnt sig í flugsamkeppni nútímans að fjöldi ferða hefur gífurlega mikið að segja. Tíðni í ferðum er það sem gildir. Aukíð ferðafrelsi milli Ung- verjalands og Austurríkis — stuðlar að ódýrari tannviðgerðum og fótboltaleikjum Ungverjar tikynntu í ársbyijun að mörgum höftum og bönnum yrði aflétt af landa- mærum til Austurríkis, til að auðvelda ferðamannastraum. Um 2,5 milgónir Austurríkis- manna heimsækja Ungveija- land árlega og um 400.000 Ungveijar fara yfir landamær- in, en hvorugt landið hefur krafist vegabréfs yfir landa- mærin. Ungveijar hafa aðeins verið heftir vegna skorts á gjaldmiðli. En Ungveijaland eins og önnur Austur-Evrópulönd er ekki með skiptanlega mynt. Austurrískir bankar hafa samt skipt ungversk- um forínum, þó það sé ólöglegt. Upp á síðkastið hefur bilið breikk- að mikið á milli opinbers gengis í Ungverjalandi og gengis í aust- urrískum bönkum. Ungveijar eiga því auðveldara með að skipta í Austurríki og Austurríkismenn kaupa forínur heima áður en þeir fara yfír landamærín. Miðað við þann mikla fjölda sem fer yfír landamærin er afar ólíklegt að ferðamaður sé gripinn þar með fulla vasa af ólöglegum gjaldmiðli. Þjónusta við ferðamenn er mjög ódýr í Ungvetjalandi. Hægt er að fá tveggja manna herbergi fyrir um 300 krónur. Staðgóð þriggja rétta máltíð með fljótandi víni kostar um 180 krónur. Tann- viðgerðir sem myndu kosta rúmar 2.000 krónur í Vín kosta helmingi minna í Búdapest og borgum við landamærin, sérstaklega ef greitt er fyrir þær með austurrískri eða bandarískri mynt. Ungveijar og Austurríkismenn byggja á sameiginlegum siðvenj- um og hefðum í gegnum Habs- borgara. Landamæraþorpin beggja vegna landamæranna halda hátíðir saman. En félags- andinn kemur kannski einna best fram í fótboltanum. Löndin skipt- ast á að senda lið yfir landamærin. Stjómandi fótboltaliðs í litlu, aust- urrísku þorpi við landamærin sagðist borga ungverska knatt- spymusambandinu í kringum 180.000 krónur til að hafa rétt til að velja góða keppnismenn. Austurríska liðið fær þannig alltaf fyrsta flokks knattspymumenn frá Ungveijalandi til að spreyta sig á. Aðspurður, hvort það væri ekki nokkuð dýrt fyrir lítið félag, sagði stjómandinn: „Þeir skora flest sigurmörkin svo það er ekki nema eðlilegt að við borgum þeim fyrir það.“ :i 1 Pakk I iii Blizzardskíði Blizzardskíði 70-90 cm .kr. 2.580,- i30-150cm ...kr. 3.760,- Geze Look skíðabindingar... .kr. 1.580,- skíðabindingar.. ...kr. 1.820,- Blizzard Blizzard skíðastafir • kr. 420,- skíðastafir ...kr. 420,- Nordica Nordica skíðaskór ..kr. 2.270,- skíðaskór ...kr. 2.580,- kr. 6.850,- |{r. 8.630,- Pakki II Pakki IV Blizzardskíði Blizzardskíði 100-120 ..kr. 2.930,- 160-175 ...kr. 4.270,- Geze Look skíðabindingar... ..kr. 1.580,- skíðabindingar. ...kr. 1.820,- Blizzard Blizzard skíðastafir ..kr. 420,- skíðastafir ....kr. 470,- Nordica Nordica skíðaskór ..kr. 2.270,- skíðaskór ....kr. 3.600,- kr. 7.200,- kr. 10.160,- :ULLORÐINSSKÍÐAPAKKAR Pakkl I Pakki II f ■ byrjendur f. dömur Blizzard skíði Blizzard Vice 160-185 cm ...kr. 4.550,- 160-185 cm ...kr. 6.100,- Look Look skíðabindingar. ...kr. 1.950,- skíðabindingar.. ...kr. 1.950,- Blizzard Blizzard skíðastafir ...kr. 890,- skíðastafir ...kr. 890,- Nordica Nordica skíðaskór ...kr. 3.810,- skíðaskór ...kr. 3.810,- kr. 10.900,- kr. 12.450,- akki III f. herra Blizzard Aluflex 170-195.... kr. 6.100,- Look skíðabindingar.........................kr. 1.950,- Blizzard skíðastafir..................... kr. 890,- Nordica skíðaskór...........................kr. 3.810,- kr. 12.450,- Póstsendum um allt land. ÚTILÍF Glæsibæ, sími 82922. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. FEBRÚAR 1988 21

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.