Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1988, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1988, Blaðsíða 7
CON IVNCT I O SIVE Cottui. Blossaperlur BaUys. splundraðist milli 6. og 10. aldar og varð upp úr því að hvítum dverg, nú ósýnilegum með berum augum. (Síríus B.) Ýlfur hunds- ins er þá táknmál sprengingarinnar, sem gat verið sýnileg sem rauðleit blossaþoka í nokkrar vikur eða mánuði. Það hefði þá orðið seint á árinu 618. Ferð Óðins á fund völunnar bendir til fyrirfram vitneskju þessa atburðar. Dymar eru dyr Valhallar, stjömu- merkið Naðurvaldi. Leiði völunnar er þá á sama stað þar sem Eskúlapíus, yfírlæknir fomaldar, var að vekja upp dauða, í blóra við Seif, sem þótti hann ganga of langt í lækningum sínum, refsaði honum fyrir og gerði hann að stjömumerkinu Naðurvalda, sem er tákn læknastéttar. Allir hlutir í heiminum, kvikir og dauðir, gráta Baldur. Nautsgeirinn var táradalur himins. Þar grétu mikinn mjög Hyödumar, regstimið og Pleiödumar, sjöstimið, ofan í himinfljótið Eridanus. Þetta var regngeiri himins, veitti vorregn sáningarinnar. Einnig rignir Perseíðum þar yfír, miklum stjömuhrapsskúr. Gýgurinn Hyrrokkin kom ríðandi úlfí með höggorm að taumum: Það merkir að tungl- ið hafði risið um Höggorminn, Úlfínn og Vatnanöðruna Hydm, áleiðis til sólmyrkv- ans. Þór sparkar dvergnum Lit í eldinn: Litur merkti oft rauður til foma og Mars er rauða reikistjaman. Hringbraut hennar er ósam- miðja við jarðbraut og getur plánetan því virst lítil þegar hún er lengst frá jörðu. Þór (Júpíter) beitir ris-valdi sínu. Hermóður hinn hvati Óðinsson var sendur til Heljar að heimta Baldur. Merkúr hét Hermes hjá Grikkjum, og er langhvatastur allra reikistjama: Hann er einnig næstur sólu og sest því fyrst. Honum er valið nafn og gefin stjama Óðins í þetta stutta hlut- verk. Sleipnir táknar hraða Merkúrs, 88 daga umferð. Hann skutlast 8 sinnum fram og til baka milli reikistjarna og sólar. Her- móður (Merkúr) fer til Heljar, á Náströndu, sem er rétt austan við Kentárinn, sem einn- ig táknar Sleipni. Þór stóð að og vígði málið með Mjöllni: Júpíter reis skær í andstöðu í Sporðdreka- geira, og hafði þvf fullt vald yfir öllu sem var að setjast í vestrinu. Mjölnir kann að tákna risbirtu Júpiters í andstöðu, sem er valdstaðan. Nanna sprakk af harmi og var borin á skipsbálið: Það á við það að Venus var svo nálæg sólu að hún fölnaði í eldtungum sólar- kórónunnar og settist með sólmyrkvanum. Goðunum féllust orðtök og hendur: bjarmi blossanna og sólkórónunnar slær fölva á reikistjömumar, sem vitkast svo eða birtast á milli eldglæringanna. Þá er komið að mistilteininum og hinu leyndardómsfulla hlutverki hans. Mistiltein- inn tel ég vera á himni hom og höfuð Nauts- merkis. Homin virðast hanga á oddunum af Vetrarbrautinni, eins og mistilteinn af hýsli sínum. Mörg trúarbrögð höfðu helgi á mistilteininum, og var hann talinn tákna sál og fíjómátt trésins og sköp þess. Auk þess merkir orðið einnig sverð á íslensku, sem eykur enn á leyndardóminn. Hom og höfuð Nautsmerkis hafa á sér breiðsverðslag. Kemur það einnig vel heim við það helgi- drápshlutverk, sem mistilteininum er valið í launsögninni. Sólarkóróna. <Ð lort4 bor<í) rtiqn n/un b fu ffe nr^itne/ COirffu fd}pn/ p^rcf/rní) grtralng ö!s icb b'yn- O Sol/ tn> bifl x?bcr öllf liccbt 511 crfcnrierf/ Öobeborfyiubpdpmcinabbtr ^frtitrrt. Sól og tungl í samstöðu. Rosarium philosophorum. 16. öld. 11]!')>< '3im|K«nbu./iuotqi(T«VtUUfti m l ÍI,lcipKabt)uhaíápfm»m /)ília |íavfn.t)Cp)i}iau.luUu (uoi lum’öni'ib.iní !)norls-JjecmS!',ev lra-b« l'.tn ./foln btmtita (iffnan SJ?we». ] Ja'im.íEirtni.Wfg. hiéasstí— Hermóður á Náströndu. 43. dæmisaga Eddu. Alger sólmyrkvi á vesturströnd Noregs 19. marz, 619 e.Kr. Baldur er drepinn með mistilteini: Edda segir að Baldur sé svo bjartur að það lýsi af honum. Það gefur, ásamt öðru, í skyn að Baldur sé sólin sjálf, sem túlkunin einn- ig krefst. Hún fer í gegnum hom Nautsins þegar hún sest. Það er að segja að homin — mistilteinssverðið — reka hana í gegn. Þetta minnir á fomkonunga sem féllu fram á sverð sín, að lokinni stjómartíð. Edda kallar mistilteininn vönd. Vendir em eins og V eða Y í laginu, álíka og hom og höfuð Nautsins. Stjömumerkið Óríon táknar Höð, og er utarlega í mannhringnum eins og Edda kveður á um Höð: þ.e. Óríon er utan við dýrahringinn, en hendur hans teygja sig upp í Nautshomið. Báðir eru þessir kumpánar blindir, því höfuðstjömur Óríons eru fáar og daufar. Staðgenglar þessa merkis eru alltaf eitthvað bilaðir í höfðinu, t.d. rotaðir eins og Hymir. Reikistjömumar fara með aðalhlutverk þessa sorgarleiks. Stjömumerki festingar- innar em baktjöld sviðsins: Óríon er Höður, Nautshomin em mistilteinninn, Perseus er Baldur. Loki er Satúm. Hann situr á sól- baugnum milli homanna og er því til taks að ljá Heði hendi með skini sínu. Nautsmerk- ið var tákn lífs og gróanda þegar vorsólin reis í því. Tákn lífsins fól hér í sér bana sinn. Leiknum lýkur, leikaramir hverfa af sviðinu, en tjaldið fellur ekki. Sviðið stendur opið. Það kemur nokkuð spanskt fyrir sjónir að mitt í hólinu um Baldur er sagt að eng- ir dómar fái haldist. Á launmáli stjamvís- innar er það hinsvegar viðurkenning á þeirri staðreynd að vorpunkturinn hafði færist úr Hrútsmerki í Fiska, og með honum haust- jafndægrið úr Vogskálum í Meyna. En Vog- skálar em bústaður Baldurs á himni, sam- kvæmt túlkun Einars Pálssonar á Grímnis- málum. Dómstóllinn hafði verið færður um set. Öll þau atriði sem nefnd hafa verið em sjáanleg með beram augum. Á vordegi, 21. mars 619, varð alger myrkvi á sólu við sólar- lag, af vesturströnd Noregs í Nautsgeira. Allar reikistjömumar vom nálægt í sam- stöðu, nema Júpiter sem var andstæður í Sporðdrekageira. Hringmyrkvi varð á sömu slóðum 31 ári síðar með svipaðri stöðu plán- eta. Alls 7 myrkvar urðu á öldinni séðir frá Noregi, 3 við sólarlag og einn blandaður hring- og almyrkvi, 704; alls 8 sólmyrkvar á 94 ámm, nær helmingi fleiri en eðlilegt er af sama sjónarhóli. Þetta svæði var heim- kynni margra landnámsmanna íslands. Þessi fyrirbæri vom vábeiður. Sólin hnígur til sjávar í svörtu sólarlagi, með eldtungum útfrá sér eins og bálfararskip norræns höfð- ingja. Ragnarök munu í nánd. En Edda lof- ar okkur endurkomu Baldurs og að jörðin rísi græn og fjögur úr sæ að nýju. Höfundurinn er læknir i Swan River í Kanada. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. FEBRÚAR 1988 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.