Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1988, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1988, Blaðsíða 2
E R L E N D A R B Æ K U R Guðbrandur Siglaugsson Yukio Mishima: The Temple of th Golden Pavilion Þýðandi Ivan Morrís. Penguin Books. Árið 1950 brann Gullna hofíð í Japan til kaldra kola. Það var ungur og reikandi Zen-nemandi sem bar eid í þessa perlu Japans. Málið vakti mikla athygli austur þar og Mishima skrifaði þessa skáldsögu þegar hann var rúmlega tvítugur. Hún vakti og' verðskuldaða athygli. Mishima er trúlega frægasti rithöfundur Japana enda þótt hann hafí rist sig á kvið og sé ekki lengur á meðal vor. Þessi saga hefst á tilvísun til Gullna hofsins. Faðirinn, sem er látinn, neftidi þetta mannvirki oft við son sinn sem síðar fetaði í fótspor föðurins og gerðist Zen- nemandi. Sonurinn verður vitni að því að stúlka sem hann hefur af heilum hug ósk- að dauða er skotin af verðandi bamsföður sínum og ályktar Zen-nemandinn að hann ráði fleiru en sýnist. Þetta leiðir svo til þess að hann leggur eld í hofíð og í örviln- un hyggur hann á að stytta sér aldur. Mishima var snjall höfundur og er þessi bók hans þéttofín vangaveltum um Búdd- isma, sálarflækjur oggrimmd tilverannar. Marcus Cunliffe: The Literature of the United States Fjórða útgáfa. Penguin Books. Bandansk bókmenntasaga er ekki löng. Til vora þeir menn á þessari öld og hinni næstu á undan sem viðurkenndu ekki að til væri nokkuð sem héti sérbandarískt í þeirri grein, allar bókmenntir sem skrifað- ar væru á ensku væra hluti af enskum bókmenntum. Þetta viðhorf er úrelt og dettur engum heilvita manni í hug að full- yrða slíkt. Það er meira en málið sem gildir þegar um bókmenntir er rætt. Þetta rit, sem kalla má ágrip af bók- menntasögu Bandaríkjanna, kom fyrst út 1954. Síðan þá hefur það margoft verið endurprentað og að þessu sinni kemur það út í fjórðu endurgerð. Ritið er yfírgrips- mikið og vel unnið í alla staði. Höfundurinn, Marcus Cunliffe, er sprenglærður bókmenntafræðingur og hefur hann skrifað margar bækur um bandarísk málefni. að hún ætlar sér þá dul að svara spuming- um um hinstu rök tilverannar í eitt skipti fyrir öll. I reynd verður þó allt annað upp á teningnum, því að í reynd dæmir heim- spekin sig þannig einfaldlega úr leik. Hún einangrar sig í fílabeinstumi veraleikafírrtr- ar hugsunar og neitar að fást við vandamál líðandi stundar. Heimspekin lætur sig t.d. litlu varða um reynsluheim minn; það sem ég hef til málanna að leggja almennt. Rök hennar era þess vegna alls ekki af almenn- um toga spunnin: Hún þekkir ekki reynslu- heim hins einstaka — vanvirðir einstakling- inn — og hreiðrar um sig í afkimum kaldra kenningasmíða hinnar „hreinu“ hugsunar, sem í rejmd era ekkert annað en tómir loft- kastalar. Síðan hefst hinn leiki — í þessu tilviki sá sem ekki hefur lagt stund á heímspeki, þ.e.a.s. hin for-heimspekilega vitund — handa um að kenna heimspekinni í hveiju hinn raunveralegi sannleikur og hin raun- sönnu hinstu rök tilverunnar felast. Hin for-heimspekilega vitund bendir þannig heimspekinni á að sannleikurinn — allur sannleikurinn — sé tiltölulega flókið mál sem ekki sé unnt að læsa í viðjar kaldra kenni- setninga, og raunar illmögulegt að koma orðum að. Þótt allt séu þetta gáfulegar og Heimspekilegar bollaleggingar Yfirleitt er það svo að við treystum betur hinum faglærða til þess að leysa úr þeim. vandamálum sem varða fag hans held- ur en hinum ófaglærða. Þannig trúum við því öll að bakarinn baki betra brauð heldur en sá sem engin skil kann á þeirri list, og við trú- um því að sá sem lokið hefur bílprófí stýri betur bíl en hinn próflausi, o.s.frv. Þetta er raunar almenn regla sem gildir á öllum sviðum — með einni undantekningu þó. Þegar kemur að því að leysa úr þeim vanda- málum sem varða stöðu mannsins í heimin- um, sem og hinstu rök tilverannar, þ.e.a.s. þegar kemur að því að leysa úr vandamálum af heimspekilegum toga, þá vill svo við bregða að leikmaðurinn treysti ekki lengur Hinn sérstaki sannleikur snertir aðeins svið sérfræðingsins. Hinn almenni sannleikur hins vegar snertir sérhvert og eitt okkar — annars væri ekki um að ræða sannleik sem væri raunverulega af almennum toga spunninn. Eftir ÞÓR RÖGNVALDS- SON hinum lærða. Þvert á móti þykist leikmaður- inn nú allt vita best sjálfur, vísar ábending- um hins lærða á bug, og ásakar hann jafn- vel um menntahroka. Þessi viðbrögð era því undarlegri ef haft er í huga að heimspek- in er síður en svo eitthvert léttmeti. Heim- spekin er þvert á móti einhver margslungn- asta og tyrfnasta fræðigrein sem hægt er að ímynda sér. Þetta helgast sennilega fyrst og fremst af því að sjálft markmið hennar — þ.e. að skýra og skilgreina inntak sann- leikans — er vafalítið, og raunar „per defin- ition" þyngsta viðfangsefni sem manns- andinn hefur nokkum tíma fengist við. Auðvitað getur menn svo endalaust greint á um hvort heimspekinni hafí tekist ætlunar- verk sitt eður ei. Hinu verður þó varla með nokkurri sanngimi mótmælt, að það kostar óvenjulegt átak að öðlast þótt ekki væri nema óljósa innsýn inn í kenningaheim hennar, jafnvel meira heldur en að nema til fullnustu flestar aðrar greinar mannlegr- ar þekkingar. Hverju sætir þetta? Hvemig stendur á því að hinn leiki fírrtist svo mjög við lærdómi heimspekingsins? í sem stystu máli held ég að vandamálið sé eftirfarandi: Sérhver þekking á einhveiju sérstöku sviði er ætíð handan þekkingar- sviðs hins ófaglærða. Sá sem ekki hefur lært að baka brauð veit að sannleikurinn um það hvemig sú athöfn fer fram er hand- an þekkingarsviðs hans; eins er um þann sem ekki kann að keyra bíl, o.s.frv. Hinn ófaglærði viðurkennir því kinnroðalaust vanþekkingu sína á sviði hins faglærða. Þetta á þó að sjálfsögðu eingöngu við hvað varðar sérfræðilega þekkingu fagmannsins. Hinn ófaglærði ályktar t.d. sem svo: Ég viðurkenni að ég veit ekki um sannleik þessa sérstaka máls, en það táknar ekki að ég viti ekki um sannleik einhverra annarra mála; að ég hafí ekki þekkingu á einhveiju öðru sérsviði; hvað þá heldur að ég kunni ekki almennt skil á réttu og röngu; þ.e. að ég viti ekki almennt talað hvert eðli sann- leikans er. Það er með öðram orðum vegna sérstæðis hinnar faglegu menntunar — vegna þeirrar staðreyndar að hún hefur ekki almennt gildi — að hinn ófaglærði við- urkennir gildi hennar. Hinn sérstaki sann- leikur snertir aðeins svið sérfræðingsins. Hinn almenni sannleikur, hins vegar, snert- ir sérhvert og eitt okkar — annars væri ekki um að ræða sannleik sem væri raun- verulega af almennum toga spunninn. Þetta er ástæðan fyrir því að leikmaður- inn vantreystir dómum heimspekinnar. Nán- ar tiltekið vantreystir hann þeim „vísindum" sem aðeins gefa sig að hinum almenna sann- leik, og sem þannig hefur ekkert sérstakt gildi. Hugleiðingar leikmannsins í þessu sambandi mætti ef til vill orða á eftirfar- andi hátt: Hroki heimsþekinnar felst í því vinsamlegar ábendingar, þá er ekki laust við að það sé ákveðinn broddur í þessari uppfræðslu hinnar for-heimspekilegu vit- undar; broddur sem eðlilega beinist að rök- um heimspekinnar. Heimspekin — segir hún — gerir sér alls ekki grein fyrir nokkram meginrökum eða grandvallarstaðreyndum tilverannar, svö sem t.d. að: 1) það eru ávallt tvær hliðar á hveiju máli; 2) það eitt er víst að ekkert er víst; 3) ógerlegt er að hugsa sér algildan sannleik sem hafínn er yfír allan vafa; því er það að 4) sannleikur- inn er vegurinn; vegurinn að takmarkinu — ekki leiðarendinn sjálfur; og að endingu að '5) hjartað á sér rök sem skynsemin fær ei skilið. Þegar hin for-heimspekilega vitund á þennan hátt gagnrýnir heimspekina og rök hennar, þá felst auðvitað í þeirri gagnrýni ákveðin sannfæring um það hvert hið raun- sanna eðli sannleikans sé; sannfæring sem — að hennar mati — ógemingur er að bera brigður á. Heimspekin, segir hún, veit ekki það sem ég veit, nefnilega að það eru ávallt tvær hliðar á hveiju máli, o.s.frv. Sannfær- ing mín um eðli hins sanna er því í raun- inni ekki nein sannfæring í venjulegum skilningi þess orðs, heldur sannleikurinn sjálfur einn og óskiptur. Það er því ekkert annað en fáránlegur hroki, þegar heimspek- in þykist þess umkomin að kenna mér eitt eða neitt um eðli hins sanna. Mótsögnin sem í þessari afstöðu felst er eftirfarandi: Hin for-heimspekilega vitund er sér ekki vitandi vits um þá staðreynd að í rauninni bregður hún sjálf fyrir sig heim- spekilegum rökum, þegar hún á þennan hátt gagnrýnir rök heimspekinnar. Til dæm- is gerir heimspekin sér mæta vel grein fyr- ir því að ekki er allt sem sýnist, og að í rauninni hljóta ávallt að vera tvær hliðar á hveiju máli,’o.s.frv. Heimspekin ekki aðeins þekkir röksemdir af þessu tagi; þetta era einfaldlega heimspekileg rök „par excell- ence“. Hin for-heimspekilega vitund fellur því í rauninni á sjálfs sín bragði þegar hún á þennan hátt reynir að koma lagi á heim- spekina. Það sem hér um ræðir er því — þegar öllu er á botninn hvolft — dálítið skemmti- leg þversögn sem Fom-Grikkir höfðu þegar uppgötvað. Þeir bentu þannig á að í raun- inni hljóti sérhver maður að vera heimspek- ingur til þess. að sanna hið gagnstæða — þ.e. til þess að sanna að þú sért ekki heim- spekingur — verðurðu að beita heimspeki- legum rökum. Meira um þessa „skemmtílegu þversögn" og ýmislegt annað í næsta pistli. Höfundurinn hefur lokiö meistaragráöu í heim- speki í Frakklandi og licentiat-gráðu fyrir dönsku Listaakademiuna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.