Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1988, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1988, Blaðsíða 13
Landslsigsmynd eftir Ragnheiði Jóns dóttur Ream. Ein af myndunum á sýningunni. gerir það. En ég held að þetta breytist þeg- ar salimir verða fleiri í borginni og fólk getur skoðað meira, þá fer það að kaupa mjmdir af öryggi. Það er í rauninni mjög spennandi fyrir ungt fólk að kaupa myndir eftir samtímamenn því það veit aldrei hveij- ir verða ofaná." — Áttu við að meðal okkar séu ungir myndlistarmenn sem eigi eftir að gera garð- inn frægan? „A hveijum tíma eru uppi menn sem eiga eftir að skara framúr, það er bara að koma auga á þá. Til að ná langt í list sinni þurfa menn að vera svo heilir. Hver sýning er í raun og vem afhjúpun fyrir listamanninn, honum getur jafnvel verið hafnað en verður samt að halda ótrauður áfram.“ Svava tekur undir þessi orð, öll list krefst ögunar, ekki nóg að hafa neistann heldur þárf líka að vinna og aftur vinna. „Margur heldur að listamenn séu dálítið einangraðir frá amstri daglegs lífs, en svo er ekki, þeir sjá þjóðfélagið utan frá og einmitt þess vegna skynja þeir samtímann betur.“ En hún segist oft hafa upplifað það í vinnu sinni hvemig fólk kaupi myndir. „Fyrst kemur það óömggt og langar þara að kaupa einhverja fallega mynd, svona nokkurs kon- ar híbýlaprýði. En síðan fer þessu fólki að þykja vænt um myndimar sínar og fer að verða háð þessum heimi sem ég minntist á við þig áðan.“ „Lífið er tómt basl og streð, en þessi heimur er hafinn yfir hversdagsleikann," bætir Svala við. — Konur streyma nú fram í sviðsljósið hver á fætur annarri, sj&lfsöruggar og kraft- miklar og að því er virðist fullmótaðar í sínu fagi, rétta fram verk sín og vinna og hvetja um leið aðrar konur til dáða. Getið þið útskýrt þennan mikla framgang kvenna? „Já, auðvitað," segja þær eins og ekkert sé sjálfsagðara, „við höfiim allar beðið svo lengi og langað svo mikið." Svala segir íslendinga nú svo kjarkmikla að eðlisfari, að þeir geri hlutina oft meira af kappi en forsjá. „En ég vona þó að það eigi ekki við okkur núna.“ „Ef við geram þetta ekki núna, þá geram við það aldrei," segir Svava og slær létt í borðið. Pyrsta sýningin í Nýhöfn verður á vegum Ragnheiðar Jónsdóttur Ream, sem fæddist árið 1917 en lést 1977. Ragnheiður var orðin fulltíða kona þegar hún hóf nám við American University í Washington 1954. Eiginlega hafði hún nú aðra listgrein í huga þegar hún fór utan. Hún hafði lokið námi í píanóleik og hugði á framhaldsnám í þeirri grein. En nágranni hennar í fjölbýlishúsinu þar sem hún bjó ásamt Donald manni sínum harðneitaði að hlusta á píanóæfingar. Tók hún þá til bragðs að stunda aðra listgrein sem iðka mátti í Tltj f)öfn boðo.r nýtt og farsælt tímabil í sögu Reykjavikur VcrzL 71ýf)öfn Hafnarstræti 18, Talsími 237, verður opnuð á morgun fimtndag 6, marz. Markmið Nýhafuar er að hafa góðar, fjölbreyttar og vandaðar vörur með sanngjörnu verði. Öll matvara og nýlenduvara, sem heimili yðar þarfnast, fæst í Nýhöfn. Bíðið því með innkaup yðar til morguns, að Nýhöfn verður opnuð. Auglýsing úr ísafold frá árinu 1913. Þá var verzlunin Nýhöfn til húsa í Hafnar- stræti 18 - og nú hefur nafnið verið endurvakið. einrúmi án þess að gefa frá sér nokkurt hljóð, myndlistina. Með sína sérstöku lífsreynslu var hún fljótari en margur annar að finna sinn af- markaða heim. Bandaríkjadvölin mótaði Ragnheiði sem listamann og þar hélt hún fjölda sýninga. í Washington rak hún gall- erí í nokkur ár ásamt félögum sínum. Hún flutti til íslands ásamt manni sínum árið 1969 og tók þá að sýna myndir sínar í Reykjavík. Hún tók mikinn þátt í félags- störfum myndlistarmanna og sat um tíma í listráði Kjarvalsstaða. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur segir svo á einum stað um listakonuna, að hún hafi komið eins og ferskur andblær inn í íslenska myndlist, með ný viðhorf, nýja myndsýn, og að litir hennr glói af sól og sumri. Þegar Svala og Svava em spurðar að því hvers vegna þær völdu verk Ragnheiðar á fyrstu sýninguna í Nýhöfn, þá svara þær því til að þær hafi alltaf verið hrifnar af Ragnheiði sem listamanni. Þess má geta að nú er 1 smíðum bók um Ragnheiði. Sýningin á verkum Ragnheiðar stendur til 16. mars, en þá tekur við sýning Sigrún- ar Harðardóttur, sem nú er búsett í Amst- erdam, á olíumyndum og ef til vill vídeóverk- um. Nýhöfn verður opin alla virka daga frá klukkan 10 til 18 og um helgar frá 14 til 18. KRISTÍN MARJA ARI GI'SLI Draumaborg? Einsogflón á vegum ásta Iéku þau sér á tindum tilfinninga draumaborgir, ástsýki Þau hlógu að mannfólkinu sem háði sitt daglega strit í felubúningum hversdagsleikans Það gafst ekki tími ég vildi ég hefði sagt þér ég elska þig Raunveruleikinn háði styijöld og sigraði. Fallegt lag 6 fallegt lag Við gengum friðsæld tfmans, tómarúm kærleikans(ásta) Undirmeðvitundin leitaði og fann. Hljóðlega sagði hún: Skapaðu Hann svaraði: Lifum, kondu Fljótt sagði hann hann flýgur tíminn. Svipbrigði birtu, vinds, regns, alls skrif, barátta, söngur, fals elskum, nemum, syngjum, svíkjum já þetta voru tímar gamli minn. Saklaust bros, minning Ég bíð eftir þér kemurðu kannski þegar tíminn flýgur og við getum grátið saman grátið og grátið. Hugleiðing um kunningja Ég er fómarlamb stemninganna geng einn. Ég reyni alltaf að byija upp á nýtt Snertu mig meðan augnablikið lifir því núna hef ég allt, nálægur, fylgist með í fjarska, langar en sný mér undan. Höfunduri’nn er nemi í Reykjavík. Ljóð eftir hann hafa áður birzt í Lesbók. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. FEBRÚAR 1988 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.