Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1988, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1988, Blaðsíða 12
 Ijósm. Lesbók / Árni Sæberg. Svava Aradóttír og Svala Lárusdóttir í Listasalnum Nýhöfn í Hafnarstræti. Hér er fyrsta sýningin komin upp: Myndir eftir Ragnheiði Jónsdóttur Ream. Reynslan hefur konum kennt fyrstu var þar fiskhús, þá verslanir, veitingastaðir og aftur verslanir, en núna er þar, — listasalur. Og einhvern veginn er eins og þar hafí aldrei átt að vera neitt annað en listasalur, — í þessu húsi, á þessum stað. Að utan svo lítið, að innan sem Rætt við SVOVU ÁRADÓTTUR og SVÖLU LÁRU SDÓTTUR, sem opna í dag nýjan sýningarsal myndlistar undir heitinu NÝHÖFN- LISTASALUR - með sýningu á myndum eftir Ragnheiði Ream höll. Bjart og vítt til veggja, og marmara- gólfíð undirstrikar fínleika salarins. í dag opna þær Svala Lárusdóttir og Svava Aradóttir nýjan listasal í Hafnar- stræti 18 sem ber nafnið Nýhöfn, listasal- ur. Nafnið minnir í fyrstu á útlönd, en er þó samt svo rammíslenskt og kröftugt þeg- ar betur er að gáð. En það fylgir líka kraft- ur konunum tveim sem listasalinn opna. Þær sýna mér nýja salinn og hlýja og látleysi einkenna framkomu þeirra, en kraft- inum og áhuganum geta þær ekki leynt þótt þær vildu. Og hann smitar. Þessi nýi sýningarsalur i hjarta borgar- innar er stór, 150 fermetrar, bjartur og fallegur. Kemur raunar nokkuð á óvart því annað skynjar augað þegar utanhúss er staðið. f tilefni af opnun salarins verður sýning á verkum Ragnheiðar Jónsdóttur Ream. í framtíðinni er gert ráð fyrir að hafa einkasýningar á vetuma en samsýning- ar á sumrin. Lástaverkasala verður jafnhliða sýningum allt árið. „Við verðum með verk listamanna I sölu héma í litla salnum innan af þeim stóra. Hér getur fólk skoðað í ró og næði, valið sér myndir í einkasaftiið sitt eða fundið gjöf fyrir vin. Við erum reiðubúnar til að ráð- leggja fólki um val og kaup á listaverkum," segir Svala. Og Svava bætir því við, og legg- ur áherslu á orð sín, að þær hafi einnig fullan hug á að fá verk gömlu meistaranna í sölu. — Nýhöfn? Hvemig varð nafnið til? „Það var Þórhallur Vilmundarson sem aðstoðaði okkur við nafngiftina. Upp úr aldamótum var verslun hér í Hafnarstræti 18 sem nefnd var Nýhöfn, vafalaust eftir sögufrægu hverfí í Kaupmannahöfn, en bærinn var hálfdanskur á þeim tíma og höfnin sjálf skammt undan. í bók Páls Líndals um Reykjavík er meðal annars sagt frá þessari verslun. Hér var Jón Helgason biskup búðarsveinn, og einnig er sagt frá ágætis auglýsingu sem birtist í dagbiaði árið 1913 og er svohljóðandi: Reynslan hefur konum kennt: kaffíð, ódýrt, malað, brennt, best í jólabollann er bara ef Nýhöfh selur þér. “ Svava og Svala draga fram fleiri skemmtilegar auglýsingar sem varðveist hafa frá þessari ágætis verslun og virðist sem mikil umsvif loði við nafnið, og ætti það ekki að vera verra fyrir núverandi eig- endur Nýhafnar. Því má skjóta hér inn til gamans að hverf- ið Nýhöfn í Kaupmannahöfn sem lengi hafði á sér vafasamt orð, er nú orðið afskaplega fínt og dýrt hverfí með veitingahúsum og litlum listasölum í hliðargötum. En hveijar eru þessar konur sem hik- laust ráðast f að opna sýningarsal og Iista- verkasölu, og hvaða ástæður liggja þar að baki? „Áhugi, brennandi áhugi," svara þær þegar spurt er um ástæður. „Við Svala unnum saman í tvö ár í Gallerí Borg, en áður var ég í Listmunahúsinu hjá Knúti Bruun," segir Svava. „En það var missir að þeim sal því þar voru góðar sýningar og auk þess er nauðsynlegt að hafa sem mesta fjölbreytni í þessum efnum. Við Svala þekkjum því þennan heim og okkur hafði íengi langað til að reka sýningarsal þótt sú hugmynd hafí lengst af verið á draumstigi. En þegar þetta húsnæði barst upp í hendur okkar þá vissum við að nú var að hrökkva eða stökkva." „Já, okkúr hafði lengi langað þetta,“ ítrekar Svala, „og við erum orðnar svo háð- ar þessum heimi, að við getum vart án hans verið. Ef vel gengur þá verðum við hér um ókomin ár, vonandi, ef ekki, þá verður þetta bara reynsla." — Er nokkur bissness í þessu? spyr ég vantrúuð, og þær skella upp úr í fyrstu en svara svo í ftillri einlægni: „Við vonumst allavega til að lenda ekki í mjög mikilli skuldasúpu." Heimur listarinnar, — þær segjast vera orðnar háðar honum og maður hefur óljósa hugmynd um hvað þær eiga við. Fegurð, þroski, háleit hugsun, eitthvað sem hafið er yfir lágkúruna. Það er heldur ekki komið að tómum kofunum hjá þeim þegar rætt er um myndlistina. Báðar hafa þær lesið listasögu við Háskólann, en kannski er það reynsla þeirra og áhugi sem gerir það að verkum að tíminn líður aðeins of hratt í návist þeirra. „Það er ákaflega gaman að kynnast skap- andi fólki," segja þær þegar við ræðtlm um dagleg störf þeirra. „Einnig er það spenn- andi að fá að fylgjast með ungum listamönn- um, sem og hinum eldri, því þeir miðla einn- ig svo mikiu, svo mikilli lífsreynslu." — Voruð þið kannski alltaf að mála og teikna í æsku? Svava hristir brosandi höfuðið: „Ekki ég, bara alltaf haft þennan ódrepandi áhuga. En Svala teiknar." „Ég veit nú ekki hvort ég á að ræða það nokkuð," segir Svala. „Ég er að læra teikn- ingu í Myndlistarskóla Reykjavíkur og í vetur hef ég verið myndmenntakennari Kennaraháskólans, en aðallega er ég nú að þessu til að skilja betur listamennina." í borginni eru nú þegar margir sýningar- salir og Svava hefur orð á því að mikil vakn- ing sé almennt meðal fólks á myndlist. Svala tekur undir þau orð og segir að opnun Lista- safns íslands á Fríkirkjuvegi sé líka mikil örvun, bæði fyrir listamenn og almenning. „Við vonum líka að Nýhöfn verði menning- arauki og skapi meira líf í miðborginni,“ segir hún. „Fólk getur nú gengið um bæinn á sunnudögum, skoðað listaverkin í sýning- areölum borgarinnr og notið þeirra, já, og jafnvel gefíð öndunum i leiðinni," bætir hún við kímin. „Já, aukið andann og gefíð öndunum," segir Svava háalvarleg. Ekki þarf að efa að menn fari í slíkan spássitúr á sunnudögum, því listáhugi með- al þjóðarinnar er hreint ótrúlegur og varla til sá maður sem ekki hefur frummynd á vegg sínum. En eru íslendingar heilir í list- elskun sinni? Kaupa þeir listaverkið vegna þess sjálfs eða vegna þess að litirnir í þvf passa vð litinn á sófanum? Geta kannski ákveðnir listamenn eða ákveðin myndlist verið í tfsku? „Það er nú hætta á því," segir Svala, „og það eru margir sem kaupa sér myndir í stíl við sófann, satt er það, og enn aðrir sem kaupa eftir ákveðna listamenn því granninn 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.