Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1988, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1988, Blaðsíða 9
Weanerström — eins og þruma úr heiðskíru lofti, þegar þessi ktmni sómamaður af gagnmerkum ættum reyndist stór- qjósnari. Teikning: Steingrímur Eyfjörð. hafí viljað gera athugasemdir við það hvem- ig hemaðarleyndardóma Svlþjóðar væri gætt, þegar það kom í ljós við athugun, að þegar árið 1943 gat sænska leyniþjónustan ráðið leyniletur það, sem Þjóðverjar notuðu til sambands við njósnara sína og komst þá að því, að nafn þessa háttsetta herra var þar nefnt sem höfundar upplýsinga. Þetta gerðist með öðrum orðum 20 ámm áður en hann var tekinn höndum. Eftir það voru hleruð á símtöl Wennerströms um tíma, en ekkert heyrðist í þeim, sem nánar gæti sannað sekt hans. En á þessu tímabili not- aði flugherinn hann sem leiðsögumann og túlk, þegar verið var að sýna rússneskum liðsforingjum hemaðarmannvirki. Njósnaferil sinn hóf Wennerström árið 1948. Hann varð þá var við, að Ivan Petrovich Rybanchenko ofursti og flug- hemaðarfulltrúi Sovétríkjanna í Stokkhólmi hafði sérstakan áhuga á nýjum sænskum flugvelli. Wennerström gerði sér lítið fyrir og ávarpaði Rússann þessum orðum: „Ef þessi flugvöllur er svo mikilvægur, skal ég segja yður það sem ég veit um hann gegn greiðslu 5000 sænskra króna". Rybanc- henko var sýnilega brugðið og kvaðst mundu athuga málið nánar. Nokkrum vikum síðar, þegar þeir hittust í sendiráðsboði, hvíslaði hann að Wennerström: „Tilboðinu er tekið." Og næst þegar þeir hittust í veislu ók Rúss- inn Wennerström heim. Að skilnaði skiptust þeir á peningum og korti, sem sýndi legu flugvallarins. Aðspurður um ástæðumar fyrir þessu furðúlega tilboði sagðist Wennerström hafa gert það til þess að komast inn í njósna- kerfl Sovétríkjanna sem gagnnjósnari fyrjr Bandaríkin. En rökstuðningur hans fyrir þessari staðhæfíngu var svc bamalegur og ótrúlegur, að enginn tók mark á því. VONBRIGÐI Það var talið líklegra, að Wennerström hefði blátt áfram fallið fyrir þeirri freist- ingu, að afla sér þessarar fjárupphæðar með lítilli fyrirhöfn, því jafnan síðan lagði hann áherslu á þá greiðslu, sem hann gæti vænst fyrir njósnir sínar. Þó er talið líklegt, að hér kunni annað atvik einnig að hafa haft sín áhrif. Árið 1948 komst Wenn- erström að því að gengið var framhjá honum til hækkunar í tign Wing Commanders; olli þetta honum sárum vonbrigðum, því hann var maður metnaðargjam. Kann einhvers konar hefndarhvöt því að hafa átt sinn þátt í sölu hans á sænskum hemaðarleyndarmál- um. En hver sem ástæðan hefur verið er svo mikið víst, að uppfrá þessu heldur hann áfram sambandi sínu við leyniþjónustu Sov- étríkjanna. Og skömmu síðar, þann 27. jan- úar 1949, er hann svo aftur sendur til Moskvu til fyrri starfa og dvelur þar í þijú ár. Rannsóknarmenn Wennerström-málsins telja að Rússar hafí sýnt frábæra þekkingu og leikni í meðferðinni á honum og allri afstöðu til hans. Þannig notfærðu þeir sér biturleik hans vegna svikinna framavona í starfí, færðu sér í nyt metnað hans og hé- gómaskap, og blésu ævinlega upp sjálfsálit hans. Þannig leið ekki á löngu þangað til hann var orðinn eins konar „yfimjósnari" — og fékk yflrráð yflr eins miklu fé og hann vildi. Þá var honum veitt hershöfðingjatign — general-majór, sem hann gat ekki látið sig dreyma um að hljóta nokkru sinni í föð- urlandi sínu Svíþjóð'og hlaut hann hið virðu- lega njósnaranafn Orninn. Síðustu mánuðina, sem Wennerström dvaldi í Moskvu, fékk hann tilkynningu um það, að næsta starf hans yrði í Wasington þar sem hann ætti að aðstoða sem fulltrúi við útvegun hemaðartækja til sænska flug- hersins. Léttist heldur en ekki brúnin á rúss- neskum yflrvöldum við þessa frétt, og vom honum þegar falin ákveðin njósnastörf í Bandaríkjunum. Wennerström kom til Bandaríkjanna þann 8. apríl 1952. í ágúst sama ár heimsótti hann majór-general Vikt- or Kuvinov, sovéskan hernaðarfulltrúa og sagði við hann einkunnarorðin: „Nikolai Vasieyevich biður að heilsa," og um leið rétti hann Wennerström miða, þar sem hon- um var sagt hvar þeir ættu að hittast næst. Slík mót fóru oftast fram eins og þeir hittust af tilviljun á einhveijum garði borg- arinnar eða á strætum úti. Létu þá báðir í ljós undrun sína yflr því að hittast og tókust í hendur. En í handtakinu færðist örsmá mikrofílma af þeim skjölum sem Wenn- erström hafði ljósmyndað úr hendi hans yflr í hönd rússneska kunningjans. Þá var rússn- eska sendiráðið einnig notað óspart í stór- veislum til þessara viðskipta. Aðferðin var einföld. Wennerström skildi fílmur eftir í yflrfrakkanum sínum í fatageymslunni og síðan gat Kuvinov tæmt hann, þegar honum þóknaðist. Wennerström fékk $5000 til að byija með (tæplega ísl. kr. 200.000). Eftir það fékk hann að jafnaði $750 á mánuði frá vinnu- veitendum sínum þau 5 ár, sem hann dvaldi í Washington. í þessum stutta þætti eru engin tök á því að rekja njósnir þessa manns í einstökum atriðum, enda er þar oft um að ræða tækni- leg mál, sem við íslendingar kunnum lítil skil á. En árin 1957—63 var hann einna afkastamestur, því þá var honum heima í Stokkhólmi falin forstaða þeirrar deildar í landvamaráðuneytinu sem fjallar um flug- mál. Fór þá um hendur hans sægur leyni- legri skjala, sem voru ómetanleg fyrir hús- bændur hans. Má segja, að hann hafí með njósnum sínum þessi ár lagt vamarkerfl ijóðar sinnar uppí hendur Sovétmanna. Grunsemdir Vakna Síðari hluta ársins 1959 fór sænsku lejmi- jjónustunni þó að berast upplýsingar, sem vöktu grun hennar. Sumum starfsbræðmm Wennerströms þótti hann gransamlega for- vitinn um innihald ýmissa leyniskjala, sem ekki snertu hans deild. Otto Danielsson, jrfírmaður lejmilögreglunnar, fékk dómsúr- skurð til þess að hlera símtöl Wennerströms og vora hafðar á honum stöðugar gætur. En Wennerström var alltof varkár til þess að treysta símanum og virtist jafnvel flnna á sér hvenær lögreglan var á hælum hans. Þótt þannig væri ekki hægt að sanna neitt á Wennerström, þá rejmdi lögreglan að hindra að hann fengi önnur störf, þar sem hann gæti komið njósnum við, þegar hann komst á eftirlaun árið 1961. En þá sótti hann um starf hjá flughemum, sem ráðherra lét neita honum um, en í þess stað var hann ráðinn hjá uanríkisráðunejitinu til þess að aðstoða við undirbúning afvopnunar- ráðstefnunnar í Genf. Þetta rejmdist vera stórhættuleg skyssa. Nú sneri Wennerström sér nefnilega iðulega til fyrri starfsbræðra og heimtaði hemaðarapplýsingar, sem hann þóttist verða að fá vegna starfa sinna í þágu afvopnunarráðstefnunnar. Og fékk þær iðulega. En hvað um það, enn skorti sannanir. Lögreglan hafði eitt sinn hlerað í símann, að dóttir hans sagði vinkonu sinni frá því, að faðir hennar ætti einkennileg- asta viðtæki í heimi og það væri einungis hægt að ná Rússlandi á það. En ekki nægði þetta til þess að sanna að Wennerström sendi nokkur skeyti. Vitanlega hefði verið hægt að fá húsleit- arúrskurð, en lögreglan óttaðist að árang- urslaus leit mjmdi eyðileggja málið. Að lok- um greip Danielsson lögregluforingi til þess ráðs í maí 1963, að ráða frú Carin Rosen, sem var vinnukona hjá Wennerström, sem njósnara, og hefði sennilega verið hægt að hremma skálkinn miklu fyrr, ef til þess ráðs hefði verið gripið áður. Frú Rosen var hlédræg kona á miðjum sextugsaldri og hafði hún lengi haft Wenn- erström granaðan vegna ýmiss konar ljósa- útbúnaðar og undarlegra ljósmjmdavéla, sem hann átti. Granaði hana að tæki þessi væra til þess að taka mjmdir af skjölum og rejmdist hún hafa hárrétt fyrir sér. Þá vissi hún um vandlega falinn peningaskáp á ólíklegum stað í gejmislukompu og við- tæki, sem ekki líktist neinu, sem hún hafði augum litið af þvi tagi. Undarlegir Pakkar Og einn morguninn, um það bil hálfum mánuði eftir að hún hafði verið ráðin til njósnarans, hringdi hún til lögreglunnar og kvaðst hafa fundið tvo undarlega pakka á háalofti. í pökkunum fundust fílmuvafning- ar. Loks hafði lögreglan sönnunargögn í höndunum. Wennerström var tekinn hönd- um daginn eftir. Og það var ekki seinna vænna, J)ví hann var einmitt að ráðgera landflótta. I boði hjá breska sendiherranum hafði jrflrmaður sænsku landvamanna, Thorstein Rapp hers- höfðingi, sýnir honum svo megnan kulda, að Wennerström óttaðist að hershöfðinginn hefði hann granaðan; og þar skjátlaðist honum ekki. Wennerström bar sig vel og virðulega í fjögurra mánaða yfírheyrslum, en í október brotnaði skelin og hann gerði tilraun til að fremja sjálfsmorð með svefnljrfjum. En það mistókst. Það er hætt við að slíkur landráðamaður hefði fengið þjmgri dóm einhers staðar ann- ars staðar, en í hinni mannúðlegu Svíþjóð fékk hann ævilangt fangelsi. Það þýðir í rauninni það, að hann getur vænst þess að sleppa með 10—12 ár, ef hegðun hans er ekki ábótavant að neinu. Svo sennilega er hann sloppinn útúr fangelsinu, þegar þetta er skrifað. Vart mun vera hægt að meta til fjár þann skaða, seem þessi virðulegi yflrstéttar- maður hefur valdið þjóð sinni. En Rapp hershöfðingi, yfírmaður landvama Svíþjóð- ar, þegar þetta gerðist taldi að það myndi kosta nálægt 57 milljónum dollara, að end- urbæta landvamimar af þessum ástæðum, eða um 2450 milljónir íslenskra króna. Höfundurinn er leikari og rithöfundur í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. FEBRUAR 1988 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.