Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1988, Blaðsíða 20
ísland -
Biblíulandslag í ísrael.
Ef þú, lesandi
góður, værir
búsettur í
Svíþjóð og
virtir fyrir
þér ferð-
aúrvalið með
sænsku
ferðaskrifstofunni „Fritidsr-
esor“, hvert myndir þú helst
kjósa að fara? Margt er haft
til hliðsjónar þegar ferðaland
er valið og gaman að íhuga
eftir hverju verið er að sækj-
ast þegar annað land er heim-
sótt? Er verið að leita að
menningu eða sögulegum
menjum — fallegu landslagi —
mildri veðráttu eða aðstöðu til
tómstundaiðkana? Siðan koma
spurningar eins og — hvernig
er heilbrigðiseftirlit í landinu
— er óhætt að kaupa fæði á
almennum veitingastöðum?
En það eru þættir sem ferða-
skrifstofur sjá yfirleitt um
fyrir farþega sína. Síðast en
ekki síst — hvað kostar að
fara til fyrirheitna landsins
og eyða sumarfríinu þar?
Þemaferðir
Sænska ferðaskrifstofan „Fri-
tidsresor" er nýlega búin að gefa
út kynningarrit fyrir vor, sumar
og haust 1988. Bæklingurinn ber
nafnið „Temaresor" eða ferðir
famar í sérstökum tilgangi. í
formála segir: „Við horfum
samtímis á ferðamanninn og
umheiminn; reynum að vera með
menningarferðir til annarra
landa, ferðir sem byggja brýr á
milli þjóða.“ Stór orð þegar horft
er á ásókn í sól og baðstrendur,
enda segir sænska ferðaskrif-
stofan að hún láti öðrum eftir
að koma með sólarlandatilboð.
ísland er einn valkostur fyrir
Svíana og gaman væri að fá les-
endur með sér til að íhuga hvað
landið okkar hefur mikið að-
dráttarafl í samanburði við önnur
lönd — séð frá sænskri grund.
Kynning á Íslenskri
Hótelmenn-ngu
„Fritidsresor" kynna íslenska
hótelmenningu á eftirfarandi
hátt: — íslensk landsbyggðahótel
eru fá og oftast mjög fábrotin,
svipuð og á Grænlandi. Við kom-
um til með að gista í skólahótel-
um, fábrotnum farfuglaheimilum
og nokkrar nætur í hópgistingu
í skólastofum. Nauðsynlegt er
að taka með sér svefnpoka, en
líka er hægt að fá hann leigðan.
í öllum ferðum, sem hér á eftir
eru teknar til verðsamanburðar,
er boðið upp á gistingu í tveggja
manna herbergi með sérsnyrt-
ingu og sturtu. Öll verð miðast
við.fullt fæði og að allt sé innifa-
lið. Lítillega getur skeikað í verð-
útreikningi á milli gjaldmiðla og
beðið er velvirðingar á því
1) Atta daga menningarferð
til Rússlands kr. 28-29.000.
Skoðunarferðir til Leningrad,
höfuðborgar Péturs mikla og
gömlu Rússakeisaranna, með
stórkostlegum sögulegum menj-
um frá 1700 og 1800 — til
Moskva býr yfir stórkostlegri
byggingarlist.
Ólympía í vorskrúða.
Moskvu, hinnar voldugu höfuð-
borgar Sovétríkjanna með Kreml
og Rauða torgið.
2) Átta daga Kýpurferð kost-
ar liðlega 31.000 krónur. Kýpur
er kynnt með orðunum — hvaða
I
S
r
HÓPFERÐABÍLAR
- ALLAR
STÆRÐIR
SÍMAR
82625
685055
Vs
£9
Hin frábæru
amerísku
Æ
skíði aftur
á íslandi.
Fullt hús af skíðavörum
Smábarnapakki: 6.770,-
Barnapakki:......7.990,-
Fullorðinspakki:.... 12.880,-
Göngupakki:......5.870,-
Alpina skíðaskór
m/hælstillingu
kr. 4.380,-
TOKUM NOTAÐ UPPINYTT.
SKÍÐALEIGA - SKÍÐAVIÐGERÐIR.
Sportleigan,
WVl
v/Umferðarmiðstöðina,
sími 13072.
ALLTFYRIf ÚTIVERUNÁ f 1
5PO OTL F)
EIÐISTORGI
BÍLALEIGA RVS
CAR RENTAL SERVICE
VBA 1 E AFGREIÐSLA (SERV.) 08.00 -17.00 EFTIRÞAÐ: SlMSVARI HEIMASfMI: 45888 FARSlMI: 985-25788