Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1988, Síða 3
M Œ
T.PgPáHf
HSlllSIHHllHLliaiaillIllll!
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.:
Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías
Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð-
arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjómarfulltr.:
Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns-
son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100.
Forsíðan
er að þessu sinni tengd Ferðablaði Lesbókar og bend-
ir á, að það er ekki síður skemmtilegt að ferðast um
landið okkar en til útlanda. Á myndinni er sæluhús
Ferðafélags íslands við Einifell, þar sem Farið fellur
úr Hagavatni við Langjökul. Þangað er skammt að
fara t.d. frá Gullfossi og þar er mikil og mögnuð öræf-
afegurð. Tungnamenn kalla húsið Brekknakofann og
kenna við Buðlungabrekkur, sem þar eru handan við
Farið. Þeir segja líka, að í kofanum sé ósköp mein-
laus og næstum viðkunanlegur reimleiki, sem birtist
stundum í því, að smásteinum er fleygt uppá þakið
að næturlagi.
lOO ár
voru liðin frá fæðingu Guðmundar
Kambans skálds fyrir þremur dög-
um. Guðmundur var stórhuga rit-
höfundur og hugsaði sér snemma
að starfa erlendis og hafa allan
heiminn undir ef svo mætti segja.
Ferdablaðid
fjallar í þetta sinn um rútudaginn, sem er í dag, 11. júní
og haldinn í Umferðarmiðstöðinni. Sérleyfishafar og 25
ferðaaðilar, sem veita þjónustu innanlands, kynna þar
ferðamöguleika á íslandi. Rútubílaútgerðin á í samkeppni
við einkabíla og flug og svarið er betri þjónusta, fullkomn-
ari farkostir og aukin samvinna við aðra í ferðaþjón-
ustunni.
Hraunþúfu-
klaustur
er í Vesturdal í Skagafirði og þangað er enginn bílfær
vegur. Hópur áhugamanna um fomminjar með Þór Magn-
ússon þjóðminjavörð í broddi fylkingar, lét það ekki aftra
sér, en hélt norður þangað í fyirasumar og var grafið í
rústir klaustursins. Frá því segir Hrafti Pálsson í máli
og myndum.
Upphafsstafur úr íslenzku handriti.
JÓNAS HALLGRÍMSSON
Ásta
Ástkæra, ylhýra málið,
og allri rödd fegra,
blíð sem að bami kvað móðir
á brjósti svanhvítu,
móðurmálið mitt góða,
hið mjúka og ríka,
orð átt þú enn eins og forðum
mér yndið að veita.
Veiztu það, Ásta, að ástar
þig elur nú sólin?
Veiztu, að heimsaugað hreina
og helgasta stjaman
skín þér í andlit og innar
albjört í hjarta,
vekur þér orð, sem þér verða
vel kunn á munni?
Veiztu, að lífið mitt, ljúfa,
þér liggur á vömm?
Fastbundin em þar ástar
orðin blessuðu.
Losa þú, smámey, úr lási
lítinn bandingja.
Sannlega sá leysir hina
og sælu mér færir.
Jónas Hallgrimsson, 1807—1845, þarf ekki að kynna. Oft er vitn-
að til þessa Ijóðs enda hefur vart verið fram sett fegurri ástarjátn-
ing til móöurmálsins en í fyrsta erindinu.
Að bjarga eldinum
Listahátíðin í Reykjavík
sætir ætíð talsverðum
tíðindum. Þá fær bærinn
dálítið alþjóðlegt yfirbragð
um skamma stund. Nöfnin
á heimsfrægu fólki á
mörgum sviðum em á
hvers manns vömm. Pend-
ercki og Leonard Cohen, Grappelli og Ashk-
enazy flytja eigin verk og annarra, og í list-
sýningarsölum em myndir eftir Chagall og
aðra ágæta listamenn. Tónlist, myndlist,
leiklist og danslist alls staðar þar sem pláss
er fyrir það.
Það er þó langt frá því, að íslendingar
séu illa settir hvað varðar möguleika til að
njóta hinna fögm lista. Hér er framboð af
slíku meira en nokkur einn maður geti fylgst
með því öllu, eins og Jón Þórarinsson gat
um í ræðu sinni við opnun hátíðarinnar. Á
tveimur áratugum hefir ísland, og þá fyrst
og fremst höfuðborgin, orðið lifandi lista-
staður, þar sem er að finna ótrúlega fjöl-
breytni í flestum greinum lista.
Það er af hinu góða að hér skuli Jjöldi
fólks laðast að list og listsköpun. Slíkt ber
vitni gróandi þjóðlífi. í síbylju útvarpsrása
og glansrita er þó mest um vert, að listin
sé ekki ein aðferðin við að drepa tímann,
heldur liður í að gefa lífi hvers og eins auk-
ið gildi, hvetja hann til að horfast í augu
við vemleikann, knýja hann til skilnings á
stöðu sinni í samfélaginu og á lífi og við-
brögðum annars fólks. Að njóta listar, að
lifa í andrúmslofti listsköpunar, er að leit-
ast við að öðlast sjálfsþekkingu. Það er leið
þagnarinnar, íhugunarinnar, sem Kolbeinn
Bjamason ræddi svo eftirminnilega um í
blaðaviðtali áður en hann flutti nokkur
meiriháttar tónverk, skrifuð fyrir flautu.
Frá háreystinni, átökum tilfinninga, ástar
og haturs, löngunar og leiða, er hollt að
fara þann veg er sérhver gengur einn, veg-
inn til sjálfsþekkingar og skilnings á þeim
verðmætum einum, sem mölur og ryð fá
ei grandað. Sköpun gerist í eldi og umbrot-
um, og til að skynja list verður að eiga
þann innri eld, sem fær umskapað reynsl-
una, skerpt skilningarvitin og gert listaverk-
ið að parti af manni sjálfum.
Það em ekki alltaf hinar hávæm athafn-
ir manna, sem mest áhrif hafa. Við opnun
Listahátíðar flutti Haraldur Kröyer, sendi-
herra íslendinga í Frakklandi, kveðju frá
Idu Chagall dóttur Marc Chagall. í fáum,
einfóldum orðum dró sendiherrann upp
mynd af þessari öldnu konu, sem af örlæti
hjarta síns sendir okkur hingað á hjara ver-
aldar ómetanleg verk foður síns, verk sem
hún tekur niður af veggjunum heima hjá
sér. Þessi frásögn tengdi okkur gömlu kon-
unni, við skynjuðum eitthvað stórt, eitthvað
utan hins venjulega. Ida Chagall var allt í
einu komin til Islands, og snart okkur. Slíkur
er máttur orðanna, slíkur er máttur góðvilj-
ans, og slíkur er máttur einfaldrar, einlægr-
ar. frásagnar.
Orðin em máttug, ekki er þörf að tíunda
það. Ekkert er heldur svo nátengt menningu
viðkomandi einstaklings sem móðurmál
hans, sú tunga er hann hefir alist upp við,
og sú tunga, sem hann getur til nokkurrar
hlítar tjáð með hugsun sína og tilfinningar.
íslendingum er sem öðmm smáþjóðum
nauðsynlegt að læra að einhveiju leyti tungu
stærri þjóða. Enskan er nú að verða það
mál, sem margir íslendingar kunna eitt-
hvert hrafl í. í sjálfu sér er það ekkert keppi-
kefli að kunna mörg tungumál. Ýmsir hafa
áhuga á tungumálum og eiga auðvelt með
að læra þau, og þeim er skemmtun að fást
við tungumálanám. En mestu skiptir þó, að
kunna sitt eigið móðurmál og geta tjáð
hugsanir sínar nokkum veginn skýrt og
greinilega á því. Englendingar em þekktir
fyrir að leggja lítið upp úr að læra tungur
annarra þjóða. Somerset Maugham, rithöf-
undurinn frægi, hitti eitthvert sinn mennta-
mann frá meginlandi Evrópu, sem spurði
Maugham hve mörg mál hann talaði. Maug-
ham svaraði, að hann kynni svolítið í frönsku
auk móðurmálsins. Meginlandsmaðurinn
sagði, að það væri klént, sjálfur talaði hann
átta tungumál. „En merkilegt," sagði Maug-
ham, „en hvað hafið þér að segja á öllum
þessum tungumálum?"
Skáld á Islandi yrkja fyrir eitthvert fá-
mennasta málsamfélag í heimi. Einungis
nokkuð á þriðja hundrað þúsund manns í
veröldinni skilja íslensku. Samt yrkja menn
á Islandi og skrifa, vegna þess að skáldskap-
urinn er lifandi afl í sérhveiju tungumáli og
í lífi sérhverrar þjóðar, fjölmennrar eða fá-
mennrar. Stephan G. orti í Alberta á tungu,
sem töluð var af fámennum hópi innflytj-
enda og fáeinum tugþúsundum manna á
eylandi í órafjarlægð. Ljóð hans eru þó enn
þann dag í dag partur af því, sem við köll-
um íslenska menningu, pártur af tilveru-
rétti okkar. Án ljóðs, án listar, án þessa
tungumáls, sem við tölum, værum við ekki
þjóð. Fjölbreytni menningar er aðalsmerki
tegundarinnar homo sapiens. Þegar maður-
inn skynjaði að orð höfðu mátt, að tónar
veittu honum nýja sýn, og litir og línur
fylltu hann nýrri tilfinningu fyrir umhverf-
inu og lffinu, þá varð hann í raun og sann-
leika mennskur.
Það skiptir ekki máli hve mörg eða fá
tungumál við tölum, heldur hitt, að við not-
um þá tungu, sem okkur er töm, til að ijá
hugsun okkar, og til að skilja það, sem
aðrir eru að segja.
Eg er ekki að segja neinn nýjan sann-
leika, það var heldur ekki ætlunin. Hitt er
vert að hafa í huga, að hver og einn verður
að feta þann stfg, er liggur til sjálfsþekking-
ar og skilnings á umhverfi sínu og sam-
félagi. Þess vegna er ég ekkert smeykur
við að endurtaka það, sem ég eða aðrir
hafa áður sagt. Listahátíðin varð mér um-
hugsunarefni, og vakti spumingar um af
hveiju listsköpun og þörfín fyrir að kynnast
list er svo rík í eðli flestra manna. Svör
hefi ég auðvitað ekki á reiðum höndum en
grunar, að listin, sem öðru fremur sameinar
leik og alvöru, hið raunverulega og hið
óraunvemlega, sé snar þáttur í þeirri við-
leitni mannsins að leita skilnings á sjálfum
sér og öðmm mönnum.
Og þakkarvert er, að í flestum okkar er
neisti sem listin getur glætt, neisti sem
getur orðið okkur ljós og varmi í hretviðmm
hversdagsleikans.
Jean Cocteau, franski listamaðurinn, var
eitthvert sinn spurður; „Ef eldur yrði laus
í húsi yðar, hveiju munduð þér þá fyrst
reyna að bjarga?" Cocteau svaraði að bragði:
„Le feu, eldinum.“
haraldur ólafsson
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11.JÚNÍ1988 3