Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1988, Side 7
og Ingibjörg sem allir karlmenn elska.
Konungsglíman var frumsýnd í
Reykjavík á jólum 1917 og fékk heldur
dræmar undirtektir og var aðsókn lítil. í
Danmörku var verkið ekki sett upp fyrr en
haustið 1920 (eftir að Vér morðingjar
hafði verið sýnt þar við gríðarlega hrifn-
ingu) og varð sýningin síst til að auka hróð-
ur Kambans. Ollu viðtökumar í Danmörku
Kamban miklum vonbrigðum. Hann samdi
það sem fyrr segir árið 1913, og lá það því
óhreyft í heil sjö ár. Ollu þessar viðtökur
danskra leikhúsmanna því m.a. að Kamban
yfirgaf Danmörku haustið 1915, fullur heift-
ar, og sigldi vestur til Ameríku þar sem
hann hugðist nema ný lönd og verða bæði
ríkur og frægur.
Víkur nú sögunni að Ameríku og Marm-
ara.
Marmari var óæskilegt verk
í Þýskalandi Hitlers
Guðmundur Kamban dvaldist aðeins tvö ár
í Ameríku og varð förin því styttri en ætlað
hafði verið. Lengst af þessum tíma bjó hann
í New York, auralaus og svangur. Kamban
öðlaðist ekki þá frægð í Bandaríkjunum sem
hann hafði vænst, hann mætti þar litlum
skilningi og illa gekk honum að fá verk sín
gefin út á ensku. En ferðin var þó ekki
unnin fyrir gýg, því eins og Helga Kress
bendir á í áðumefndri ritgerð um Kamban,
þá er það í Bandaríkjunum sem hann kemst
til fulls þroska sem rithöfundur.
Á þessum árum var margt á döfinni í
bókmenntalífinu þar vestra. Rómantíkin var
á undanhaidi og raunsæishöfundar eins og
Theodore Dreiser, Upton Sinclair, John dos
Passos og Sinclair Lewis ollu þar miklum
usla og deilum með skoðunum sínum og
ádeilum á þjóðfélagið. Þeir beisluðu list sína
í þágu lítilmagnans — í þágu hugsjónar —
og þeir réðust vægðarlaust á allt misrétti
og hræsni í bandarísku þjóðlífi. Hafði þessi
vakning mikil áhrif á Kamban og olli miklu
um þær gagngeru breytingar sem nú verða
á verkum hans.
Andstaða VIÐ Refsingar
Pjögur næstu verk Kambans sem eitthvað
kveður að gerast í New York. Allt eru þetta
raunsæ verk með áberandi þjóðfélagsádeilu.
Þetta eru leikritin Marmari, Vér morðingj-
ar og Stjörnur Öræfanna, og skáldsagan
Ragnar Finnsson. í sömu ætt sveija sig
einnig nokkrar smásögur. í flestum þessara
verka hvílir höfuðþungi ádeilunnar á refsi-
löggjöfmni. Það er greinileg skoðun Kam-
bans að refsingar beri að afnema, þar eð
þær séu í fyrsta lagi fullkomlega ómannúð-
legar og í öðru lagi séu áhrif þeirra nær
undantekningarlaust þveröfug við það sem
^mmmi^mmmmtmsmmammmmmmmmmm
til var ætlast. Þetta er í sjálfu sér ekki frum-
ieg kenning — þ.e.a.s. ekki heimasmíðuð
speki Kambans. Þessi mál voru í brenni-
depli á árum Kambans í Ameríku og ollu
þar miklum deilum. Helsti kenningasmiður-
inn var Thomas nokkur Mott Osborne, og
samdi hann á þessum árum (1914 og 1916)
tvær bækur um refs'ilöggjöfina. Er kjami
kenningar hans sá að fangelsisrefsingar
hafi hvorki holl né bætandi áhrif á afbrota-
menn, heldur bijóti þá niður og geri úr
þeim verri menn. Sjálfur hafði Mott Osbome
verið fangelsisstjóri í tvö ár og komið þar
á ýmsum breytingum. Honum var vikið úr
starfi og olli sú ákvörðun miklum og harðvít-
ugum blaðadeilum um öll Bandaríkin.
Á þessum tíma vaknar líka hjá Kamban
mikið dálæti á írska skáldinu Oscari Wilde,
og á sú hrifning vísast einnig rætur að rekja
til áhuga hans á refsimálum (Wilde sat um
tíma í fangelsi og ritaði um þá vist). Áhrif
frá dálæti Kambans á Wilde koma greini-
lega fram í Marmara, ekki síður en áhrifin
frá umræðunni um refsimálin. Höfuðper-
sóna Marmara, Robert Belford, hefur t.d.
þegið margt frá þessu sérstæða írska skáldi
og lífslistamanni. í Marmara má einnig sjá
áhrif frá sjálfsævisögum Donalds Lawries,
My life in Prison og My life out of Pris-
on, þar sem hann lýsir fangelsisvist sinni
og baráttu til að koma sér að nýju fyrir í
samfélaginu eftir afplánun sektar sinnar.
En eitt meginefnið í Marmara er einmitt
umræða um það hvemig þjóðfélagið bregst
við þeim mönnum sem bijóta lög þess.
Efni Marmara er á þá leið að hugsjóna-
maðurinn Robert Belford, dómari og glæpa-
maður í New York, segir stöðu sinni lausri
til þess að geta óbundinn helgað sig barátt-
unni fyrir þjóðfélagslegum umbótum og
breyttri refsilöggjöf. Hann hefur samið bók
um glæpamenn og þjóðfélagið og þar ræðst
hann harkalega á gildandi refsilöggjöf og
boðar óhikað þá kenningu að refsingar og
fangelsi geri ekki annað en spilla afbrota-
mönnum og ryðja braut þeirra til nýrri og
stærri glæpa. Hann hefur í hyggju að fletta
ofan af opinberri líknarstarfsemi og þeim
fláráðu mönnum sem í nafni mannúðar
hagnast á henni. í þeim hópi eru margir
máttarstólpar þjóðfélagsins og sumir þeirra
óþægilega skyldir honum. Þessir menn kom-
ast að því hvað Robert hefur í hyggju og
ákveða að koma honum á kné.
Ahrifamikið Og Persónu-
legtListaverk
Rétt er að spilla ekki fyrir væntanlegum
leikhúsgestum Þjóðleikhússins með því að
rekja efnið frekar, en þar rekur hver óvænti
stórviðburðurinn annan og lýkur verkinu
með eftirmála er gerist 50 árum eftir eigin-
Nú er Marmari sýndur öðru sinni á
Islandi, en veturinn 1950-51 var Marm-
ari sýndur hjá Leikfélagi Reykjavíkur
og eru myndirnar frá þeirri uppfærslu.
Brynjólfur Jóhannesson var í hlutverki
dómarans, en Þorsteinn Ö. Stephensen
í hlutverki Roberts Belfords, sakadóm-
ara og glæpafræðings. Kamban tali
refsingu samsvara glæp. Um það fjallar
leikritið.
leg lok leiksins. I eftirmálanum, sem er
fullur af beisku háði, kemur fram mikil
svartsýni hjá Kamban um að mannkynið
muni nokkru sinni geta móttekið mannúð-
legar kenningar þeirra Belfords um meðferð
refsifanga.
Vagn Berge, sem fyrr er nefndur, hefur
skrifað ítarlega grein um Marmara í mik-
illi ritgerð um leikrit Kambans, sem birtist
í tímaritinu Andvara árin 1963 og 1964 í
þýðingu Þorvarðar Helgasonar. í þeirri grein
segir m.a.:
Leita má lengi í leikbókmenntum heims-
ins til að fmna svo áhrifamikið og per-
sónulegt listaverk sem marmara, en til
þessa dags hefur það ekki verið sett á
svið nema í Mainz og Reykjavík. Hvers
vegna? Vegna þess að leikritið hlýtur að
vekja stórkostlegt hneyksli. Það er log-
andi árás á réttarfar, lög og dómarana,
sem dæma menn til fangelsisvistar og f
rafmagnsstól. Oft er erfitt að fylgja höf-
undi, en vilji menn kallast hugsandi, er
ekki hægt að láta þennan boðskap um
að vanheiðra refsinguna eins og vind um
eyru þjóta. Siðfræðilega séð er fólgið
ákveðið réttmæti í hinni djörfu hugmynd:
hvert sinn, sem dómari dæmir, fremur
hann glæp um leið og hann steypir
annarri manneskju í ófyrirsjáanlega
ógæfu. Samkvæmt hugmyndum Kamb-
ans höfum við ekki leyfi til að refsa
mönnum. Það hjálpar ekki, það gerir
aðeins illt verra. Vissulega er umræðu-
vert, hvort ekki mætti beita mannlegri
aðferðum gagnvart þeim einstaklingum,
er gerzt hafa brotlegir við lögin, en að
loka þá inni og láta þá kveljast af sektar-
tilfinningu og þjást á annan hátt — eða
dæma þá til dauða. Hér skapar skáldið
fjölþætt hugmyndaleikrit — hrífandi list-
rænt. Þar er djarfhuga mannvinur, sem
af heilagri vandlætingu og sefjandi
mælsku varpar frá sviðinu yfir áhorfend-
ur þverstæðum, þrungnum djúpum harmi
yfir hinu grimma þjóðfélagi, sem býr
þegnum sínum þjáningar og kvöl. Hann
skírskotar til hins jákvæða í manninum,
til hæfileikanna, vinnugleðinnar, fyrir-
gefningarinnar og náungakærleikans.
Vegur hans liggur líka út á þunnan ís,
sem þörf er að vara við: Hann ráðlegg-
ur, við vissar aðstæður, sjálfsmorð. Á
meðan við mennimir vitum ekki, hvað
er eða er ekki handan grafar, ber okkur
að fara varlega í að ráðleggja eða hjálpa
öðrum til að stytta sér aldur. /-/ Hver
og einn hlýtur að spyija: Hvemig yrði
það þjóðfélag, þar sem öll refsing væri
niður lögð? Dýrlegt segir Kamban, en við
leyfum okkur að efast um það.
Óþarft er að bæta miklu við þessi um-
mæli Borges. En Marmari er mikið og
snjallt ádeiluverk og spannar vítt svið. Þar
eru fjölmargar viðteknar hugmyndir um
þjóðfélag og siðfræði gagnrýndar á óvæginn
hátt.
Á það hefur einnig verið bent að Kamban
— eða öllu heldur Robert Belford — heldur
að hætti Oscars Wilde fram sterkri einstakl-
ingshyggju og er andvígur ótakmörkuðu
lýðræði — sem hann segir vera harðstjóm
margra yfír einum. Belfort telur líka sið-
ferði heimsins hættulegra siðspillingu hans,
)ví það hvíli á þeim rangindum að eiginleiki
mannsins verði greindur frá persónuleika
hans. Svo heldur Belford því blákalt fram
að aðeins sé til einn glæpur og nafn hans
sé refsing. Ástæðan sé sú að þjóðfélagið
geti ekki haft rétt til að refsa fyrir glæp,
>ví það eigi sjálft stærstan hlut í því að
glæpurinn sé framinn — og reki menn
beinlínis til þess að fremja glæpi. Þetta
minnir óneitanlega á Alþýðubók Laxness
(skrifuð í Bandaríkjunum 1927—29).
f Marmara fer einnig fram mjög merk
umræða um lög og lögbrot — svo fátt eitt
sé nefnt, og þar eru menn rækilega minntir
á þá staðreynd að réttlætiskennd og sið-
ferðisvitund eigi að ákvarða lögin en ekki
öfugt, og því sé með öllu réttlætanlegt að
hafa lög að engu og bijóta þau, ef þau em
komin í andstöðu við siðferðisvitundina.
Hér verður að láta staðar numið um þetta
margbrotna og dásamlega þversagnafulla
verk, þar sem ægir saman endalausum bylt-
ingarkenndum hugmyndum sem væntan-
lega munu hrista hressilega upp í vanadofn-
um hausum íslenskra leikhúsgesta.
Marmari var aldrei settur upp í Dan-
mörku og olli það Kamban mjög sámm
vonbrigðum því ömggar heimildir em fyrir
því að Marmara hafi hann metið mest allra
leikrita sinna. Leikurinn var fmmsýndur í
Mainz í Þýskalandi árið 1933, 15 ámm eft-
ir að verkið var skrifað, og var þar geysivel
tekið. Leikfélag Reykjavíkur sýndi Marm-
ara veturinn 1950—51 undir leikstjóm
Gunnars Hansen og lék Þorsteinn Ö. Steph-
ensen hlutverk Belfords við mikinn orðstír.
í leikdómi Ásgeirs Hjartarsonar í Þjóðvilj-
anum (5. jan. 1951) segir m.a.: „Viðtökun-
um ætla ég ekki að lýsa, en svo ákafur og
innilegur var fögnuður áhorfenda að allt
ætlaði um koll að keyra.“
„LYGAHARMLEIKUR“
Þau verk Kambans sem skyldust em
Marmara að efni, em leikritið Vér morð-
ingjar og skáldsagan Ragnar Finnsson.
Vér morðingjar (1920) er sennilega
frægasta leikrit Kambans, enda heilsteypt-
asta verk hans og hið dramatískasta. Efni
leikritsins (í samantekt Helgu Kress) er
eftirfarandi: Leikritið gerist í New York og
fjallar um hörmulega sambúð hjóna,
árekstra þeirra og afstöðu hvors til annars.
Emest Mclntyre og Norma kona hans em
algerar andstæður. Hann er fátækur og
nægjusamur uppfinningamaður, en hún er
spillt, munúðarsjúk og hégómagjöm og þar
að auki óhreinskilin úr hófi. En þótt þau
eigi illa saman, elska þau hvort annað. Em-
est fær gmn um, að Norma sé honum ótrú,
og gmnur hans styrkist við lygi hennar og
undanbrögð. Hann selur uppfinningu fyrir
háa fjámpphæð, gefur Normu peningana,
yfirgefur hana og krefst skilnaðar. Hún leit-
ar hann uppi og beitir öllum brögðum til
að fá hann til að koma til sín aftur. Honum
tekst að fá hana til að játa ótryggð sína.
Skömmu síðar tekur hún þó játninguna aft-
ur, segist aðeins hafa verið að reyna ást
hans. Við þetta verður Emest viti sínu ijær,
þrífur bréfapressu af skrifborði sínu og slær
Normu slíkt högg í höfuðið, að hún bíður
samstundis bana.
Vér morðingjar hefur verið skilgreint
sem sálfræðilegt nútímaleikrit og við lestur
verksins finnur hver lesandi strax hversu
Kamban hefur nú fengið mikið vald á „svið-
rænni rittækni". Það er fyrst og fremst á
sviðinu sem Vér morðingjar nýtur sín og
sem leikhúsverk er það mjög vel samið. Það
em ekki vandamálin sem em aðalatriðið,
heldur andrúmsloftið og atburðimir. í verk-
inu kynnumst við hjónabandi sem er orðið
að kvöl sem magnar fram mikinn „lyga-
harmleik" — svo notuð séu orð Vagns
Borge. I dagstofu Mclntyre-hjónanna
gneistar allt af lífi og spennu og dramatík-
in er yfirþyrmandi. Gefiim Barge enn á ný
orðið:
Vér morðingjar er sálfræðilegt nútíma-
leikrit. Þar lifir hin heita kvöl ástarinnar,
en framar öllu snýst það um kvennalyg-
ina. Að sönnu er þar líka lýst manni, sem
skelfír, kvelur og pínir óhamingjusama
konu sína eins og Strindberg forðum. Vér
morðingjar tekst þannig einnig að vera
leikrit um baráttuna milli hjarta konunn-
ar og vitsmuna mannsins. í Emest eins
og Kamban sjálfum má finna margt, sem
minnir á Strindberg — leynilögreglu-
manninn, sem njósnar um konuna, og
sýna Faðirinn og Dauðadansinn það bezt.
Annars á Norma einnig skylt við Normu
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. JÚNÍ 1988 7