Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1988, Qupperneq 8
Mynd úr Morgunblaðinu frá útför Guðmundar Kamban vorið 1945. Vinir og
skólabræður skáldsins bera kistuna úr kirkju.
Ibsens. Líkingin er ekki aðeins fólgin í
nöfnunum, léttúðin erþeim líka sameigin-
leg. í Normu Ibsens er hún þó hreinni
og saklausari og lætur sér nægja ást
hjónabandsins. Léttúð Normu á rót sína
í ástartilfinningu, sem nær út fyrir vé-
bönd hjónabandsins og losar um kenndir
hennar gagnvart manninum, sem hún
raunverulega elskar, enda þótt hún elski
einnig annan mann. Af strindbergskum
toga er einnig lýsingin á samheldni
kvennanna.
Vér morðingjar var frumsýnt í Dagmar-
leikhúsinu í Höfn 2. mars 1920. Verkinu
var afburðavel tekið, Kamban hafði unnið
stórsigur og rataði verkið víða. Leikritið
aflaði Kamban bæði fjár og frama og í
hönd fóru bestu ár ævi hans. Skömmu síðar
samdi hann svo gamanleikinn Arabísku
tjöldin og var hann sýndur í Kaupmanna-
höfn haustið 1921. Sýningunni og leikritinu
var illa tekið og olli því m.a. að Kamban
snéri sér að skáldsagnagerð. Leikfélag
Reykjavíkur sýndi Oss morðingja haustið
1920 — við heldur litla hrifningu — og hef-
ur það síðan verið sýnt fjórum sinnum á
íslandi, síðast vorið 1968. Var þeirri sýn-
ingu tekið með mikilli hrifningu.
Fyrsta skáldsaga Guðmundar Kambans
er Ragnar Finnsson (1922). Þessi skáld-
saga er liður í þjóðfélagsádeilum hans og
er þ_ar rakinn þróunarferill óhamingjumanns
frá íslandi. Liggur leið hans beint til glötun-
ar eftir að hann kynnist miskunnarleysi
bandarísks þjóðfélags.
Hér verður hvorki greint nánar frá þeirri
merku skáldsögu né öðrum verkum Kam-
bans sem yngri eru en Vér morðingjar.
Af þeim er Skálholt (1930—35) vitaskuld
lang þekktast, og er það víst ekki ofmælt
að þessi saga og leikrit Kambans um Ragn-
heiði Brynjólfsdóttur, ástir hennar og örlög,
sé eitt ástsælasta skáldverk íslensku þjóðar-
innar frá upphafi vega.
Hér verður ekki heldur rakinn æviferill
Kambans frá árunum 1922 og fram að
síðari heimsstyijöldinni. En við skulum nú
í lokin rifja aðeins upp aðdragandann að
morði Kambans og njóta við það leiðsagnar
Kristjáns Albertssonar, sem ritað hefur um
þau mál einkar fallega grein (sjá t.d. bók
Kristjáns í gróandanum 1955). Kristján
Albertsson þekkti Guðmund Kamban vel og
hefur aldrei verið dregið í efa að frásögn
hans sé í öllum meginatriðum sannleikanum
samkvæm.
Nasistum Leist Illa á Boð-
SKAPINN í MARMARA
Árið 1934 fór Guðmundur Kamban frá
Danmörku og hét því að koma þangað aldr-
ei aftur. Hann hafði þá getið sér þar mikill-
ar frægðar sem eitt helsta leikskáld þjóðar-
innar og eftirsóttur leikhúsmaður. Fjár-
hagslega hafði hann átt misjafna daga í
Danmörku, stundum hafði hann gnægð fjár
og lifði höfðinglega, en á öðrum tímum var
þröngt í búi. Skálholt hafði nýlega verið
sýnt í Konunglega leikhúsinu í Kaupmanna-
höfn, en hlotið heldur slæma dóma og geng-
ið illa. Kamban ásakaði m.a. danska rit-
dómara og leikdómendur um að vera sér
óvinveitta og spilla fyrir vinsældum verka
sinna. Hann var mjög beiskur í garð þjóðar-
innar.
Leiðin lá nú til London þar sem hann
hugðist festa rætur og skrifa á ensku. Fjárs-
kortur olli því að dvölin í London varð mjög
skammvinn, og þaðan hélt hann til Þýska-
lands í von um að hafa þar næði, og efni á
að sinna ritstörfum. Skáldsagan Skálholt
var komin út í Þýskalandi og hafði selst
þar vel. Hann fluttist því til Berlínar og bjó
þar næstu árin. Meining hans var að koma
leikritum sínum á svið í Þýskalandi, en þar
hafði Marmari, eftirlætisleikrit hans, verið
sýnt (í Mainz) 1933. Strax og Hitler komst
til valda var leikritið tekið af dagskrá, boð-
skapur þess samrýmdist ekki hugmynda-
fræði brúnstakka. Kamban var nú ekki leng-
ur vært í Þýskalandi og neyddist hann þá
til að flytja á ný til Danmerkur, og þótti
honum það að vonum slæmt. Hann hafði
vingast við þýsku þjóðina og unni henni
mjög, hann kunni líka alltaf vel við sig í
stórborgum. En um Hitler og kumpána
hans var honum lítt gefið. Eru margar heim-
ildir fyrir því að hann hafi látið þung orð
falla um nasismann strax í upphafi, löngu
áður en voðaverkin komust í hámæii.
Kamban hafði alla tíð megnasta viðbjóð
á hermennskudýrkun Hitlers, og í Þýska-
landi nasismans átti hann engu sérstöku
atlæti að fagna, þótt vissulega færi hann
spart með að opinbera viðbjóð sinn á yfir-
völdunum. Engu að síður var strax farið
að pískra um það í Danmörku, þegar hann
kom þangað aftur, að hann væri orðinn
nasisti. Réð þar mestu að hann hafði látið
í ljós í blaðaviðtali að sér hafí fallið vel að
búa í Þýskalandi og jafnframt lauk hann
lofsyrði á ráðstafanir Göbbels til þess að
vemda rithöfunda fyrir svæsnum blaðadóm-
um um verk þeirra. Einnig flutti Kamban
fyrirlestur í danska útvarpið um þegn-
skylduvinnuna þýsku og lýsti sig fylgjandi
henni.
Nú tóku við erfiðir tímar hjá Kamban,
einkum var fíárhagsstaðan slæm enda olli
stríðið því að hann fékk engar tekjur greidd-
ar af þýddum verkum sínum. Hann reyndi
að fá vinnu hjá dönskum kvikmyndafélögum
og Konunglega leikhúsinu í Kaupmanna-
höfn, en hvorugt gekk. Hefur því sennilega
valdið að hann hafi verið rægður fýrir nas-
isma. Kamban skrifaði nú íslensku stjóm-
inni bréf — vorið 1943 — og sóttist eftir
vinnu í sendiráðinu í Svíþjóð eða Dan-
mörku. Hann var dreginn á svari í heila sjö
mánuði, og fékk þá neitun.
Nú var ekki í önnur hús að venda en til
Þjóðverja og snéri hann sér til vina sinna í
Berlín, og fyrir þeirra milligöngu var honum
boðið að leikstýra verki Bjömsons Landa-
fræði og ást í borgarleikhúsinu í Könings-
berg. Kamban bjó samt áfram í Danmörku
og fékk skáldalaun á fíárlögum Dana, og á
stríðsámnum voru þijú leikrita hans sýnd
í Kaupmannahöfn. Hann stytti sér líka
stundir við að þýða á dönsku íslensk úrvals-
'Ijóð, sem út komu 1944 — Hvide Falke.
Ekkert af Hafnarblöðunum minntist á bók-
ina, allir þóttust nú vita að hann væri nas-
isti. Eftir ferðir hans til Þýskalands á
stríðsárunum vom honum öll sund lokuð í
Danmörku.
Hann Hlakkaði Til Að
Fara Heim Til Íslands
Kamban gerði sér ljóst að honum var
hætta búin í Danmörku og hann nefndi það
eitt sinn við Kristján Albertsson að sér
kæmi ekki á óvart þótt til stæði að yfír-
heyra sig að stríðinu loknu: „ .. .verður
ekki hálfger eða alger óöld fyrsta kastið,
menn myrtir, sem taldir em hafa verið vin-
veittir Þjóðveijum? Hver á að halda uppi
Iögum og rétti gagnvart æsingamönnum
úr hópi skrílsins?" — spurði hann Kristján
einhveiju sinni þegar nær dró stríðslokum.
Og eitt sinn er hann kom heim til sín hafði
skrifborð hans verið brotið upp og leitað í
skjölum hans: „Það hefur orðið magur ár-
angur af þeirri för,“ sagði Kamban.
Gefum nú Kristjáni Albertssyni orðið:
Svo rann hinn 5. maí upp, fyrsti dagurinn
sem Danmörk var aftur fijáls, fallegur
vordagur. Um morguninn komu danskir
frelsisliðar í Hotel-Pension Bartoli, Upp-
salagötu 20, þar sem Kamban bjó, og
sóttu þijá menn, sem sakaðir voru um
landráð. Þeir spurðu ekki eftir Kamban,
enda hefur síðar komið fram, að hann
var ekki á neinni skrá yfir þá menn, sem
til stóð að handtaka eða yfírheyra. Kam-
ban gekk svo út með konu sinnni til þess
að sjá Kaupmannahöfn fagna frelsinu.
Múgurinn gekk um götumar í hátíðar-
skapi, ungir og gamlir með fána í hend-
inni eða í hnappagati. Fyrir nokkrum
dögum höfðu menn verið milli vonar og
ótta um, hvort barizt yrði um Danmörku,
bæir lagðir í rústir, hálft landið gert að
flagi. Nú hafði allt farið betur en á horfð-
ist.
Kamban var í glöðu skapi þennan
morgun, allt virtist fara skipulega fram,
undir stjóm frelsisliðanna. Hann talaði
um, hve hann hlakkaði til að koma heim
til íslands í sumar. Undir hádegi gengu
þau hjónin heim, hlustuðu á ræðu kon-
ungs og forsætisráðherra í útvarpinu, en
síðan gekk Kamban með dóttur sinni nið-
ur í borðsalinn til dögurðar, frúin varð
eftir uppi á herbergi sínu Inokkrar mínút-
ur.
Hann var nýsetztur að borðinu, þegar
inn koma þrír ungir menn, mað armbindi
frelsishreyfingarinnar, og skipa honum
að koma með sér. Hann stendur upp og
spyr hver hafi gefið skipun um að hand-
taka sig. Þeir svara: „Það skiptir engu —
det er lige meget". Við þetta svar rennur
Kamban í skap, og hann stendur nú
frammi fyrir þeim, ögrandi á svip, og
neitar að fara með þeim. Það er sagt að
frelsisliðamir hafí í byijun komið kurteis-
lega og rólega fram, en nú rennur þeim
líka í skap.
„Þetta er alvara, “ segir einn þeirra,
„ef þér ekki hlýðið, þá skjótum við. “
Kamban krossleggur armana á bijóstið
og segir: „Sá skyd!" Síbil dóttir hans
gekk þá framan að tveim þeirra til þess
að aftra þeim frá að skjóta. En á meðan
lyfti hinn þriðji byssunni og skaut föður
hennar. Skotið hæfði í höfuðið, rétt við
vinstra augað, og hann féll örendur á
gólfið. Frelsisliðarnir skunduðu út og
höfðu sig á brott.
Daginn eftir birti dagblaðið Berlingske
Tidende frásögn um drápið og er þar réttu
máli mjög hallað — er greinin augljóslega
skrifuð til að réttlæta morðið og afsaka.
Frelsisliðamir þrír vom síðan yfírheyrðir og
kváðust þeir þá hafa hitt undirforingja úr
frelsisliðinu og hafí hann skipað þeim að
handtaka landráðamann í Uppsalagötu 20.
Hafí þeim þar verið bent á Kamban.
Banamaður Kambans á að hafa sagt að
hann harmaði að svo slysalega hafí til tek-
ist og hafí það ekki verið ætlun sín að drepa
hann, morðið hafí verið óviljaverk.
Danska stjómin lét síðan gera rannsókn
á öllum málsatvikum og tilkynnti íslensku
stjóminni í kjölfar þess að hún harmaði
aðförina að Guðmundi Kamban — hann
hafí verið veginn saklaus — og sé hún reiðu-
búin að semja um skaðabætur til aðstand-
enda hans.
Lík Guðmundar Kamban var síðan flutt
til íslands. Útför hans var gerð af ríkis-
stjóminni og var hann jarðsettur í grafreitn-
um í Fossvogi 16. júlí 1945.
Aðrar heimildir segja að Guðmundur
Kamban hafí auk þessa verið einn þriggja
íslenskra rithöfunda sem danska rithöfunda-
sambandið setti á svartan lista. Sá listi
geymdi nöfn þeirra rithöfunda í ríki Dana
sem álitið var að hefðu átt óæskileg tengsl
við Þýskaland nasismans. Kamban var
myrtur áður en til þess kæmi að kannað
yrði hvort ákæra á hendur honum væri rétt-
lætanleg, hvort ástæða væri að draga hann
fyrir dóm. Hvorugur hinna var heldur
ákærður. Allt bendir til að grunur um glæp
þeirra, hvers um sig, hafí verið á fráleitum
rökum reistur.
Með Guðmundi Kamban féll í valinn mik-
ill og metnaðarfullur rithöfundur, leikskáld
alvörunnar. Hann hafði ásett sér að verða
mesta leikskáld Norðurlanda um sína daga.
Því marki náði hann tæpast, en ef að lfkum
lætur mun tíminn — konungur ritdómaranna
— leiða í ljós að verk hans verða lesin um
langan aldur og leikrit hans eiga erindi á
fjalir íslenskra leikhúsa um ókomin ár.
Höfundur er bókmenntafræöingur.
TRYGGVI V. LÍNDAL:
Úr leiðsögubók
Pausaníasar
Af mannætufuglum
Varst Stymfalíu-fuglana í Arkadíu
sem þér varist hlébarða og léón:
Einir fugla éta þeir menn
og forðar því ei járn né brons.
Ef þú þó umvefst þykkum berki
goggur þeirra mun festast í.
Þá munt þú þá af þér kvista.
Kappinn Herakles kvað hafa
fælt þá burt með skelliskeljum.
Undur við
Artemisarhof
Vaðfuglsfættar fórnarmeyjar
slepptu úr helgisiðum.
Stíflaðist þá árgjótan
af rekaviðarspreki
svo dalur varð að stöðuvatni.
Engin varð þar rénun fyrr
en veiðimaður öslaði útí
hlaupandi á eftir hind.
Straumurinn tók bæði með sér.
Hindin var Artemis.
Maíhelgi
Mjólk og hunang
þrýstast inn í svefnherbergi mitt
og inn í vitund mína
og ég veit að síðdegisblundur
/ daunillu rökkrinu
verður sæt uppskeruhátíð Maíu;
ég hendi mér bara útaf
með fiðrildaháfinn tilbúinn.
Hví er svefninn nú svo fijósamur
sem vinnan á að vera?
Loan er ennþá hnípin
en hlýja er í rigningunni
°g gleði í næsta svefnherbergi.
1. sumardagur kom inn um gluggann
með þúsund skátum og einni trumbu.
Dulhelgi
náttúrunnar
Týndur innan borgarmarka
vafraði hann um í draumi
lék á strengina í iljunum
hnaut um mosa, lagðist flatur,
skoðaði frosthellur mávavatnsins,
skynjaði náttúruliti Matthíasar.
Bílamir í fjarska einsog vofur.
Þögn, nema vindurinn
og slitrur úr smáfuglatísti,
samleik eða einleik.
Flöktandi drunur leirdúfuskyttanna
berast handan hæðanna.
Vökvar mosann, fær sér nesti.
Setur saman haglabyssuna,
hugar að löglegum illfyglum,
ieikur við mörk hins löglega,
rándýrið bælda í manninum.
Hættir loks við að fremja glæp,
skýtur á nokkra plastdunka
til samstöðu með skotfélögum,
skynjar hlýja byssuna, reykjarilminn.
Labbar loks með styrk í fótum
undir þungum bakpoka
til ástsællar, höfugrar borgar
einsog útlendingur á ferð.
Höfundur er þjóöfélagsfræöingur.