Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1988, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1988, Side 11
Penna teikning, 28x23 am, 1945. Vatnalitir, 30x42 am, 1965. formheimur slíkra málverka er allur annar en natúralistískrar myndar. Þar er hraði t.d. túlkaður með því að sýna hest á hlaupum, bárur sem brotna við strönd o.s.frv. — I nonfígúratívu málverki felst hreyfingin í hiut- föllum þess, í hrynjandi myndarinnar. Þar er ekki skírskotað til hreyfinga sem við þekkj- um úr hinni ytri veröld. Það byggist á rýtma sem býr í manneskjunni sjálfri. Málarinn snýr sér beint til áhorfandans og tjáir form- kennd sína milliliðalaust. í ailflestum tilfellum er það aðeins natúralistískt uppeldi hins síðamefnda sem kemur í veg fyrir að hann og listamaðurinn mætist." Kalla má að ákveðnu skeiði á listferli Þorvalds ljúki með sýningu sem hann held- ur í Listamannaskálanum í september 1959. Mestallan þann áratug höfðu myndir hans einkennzt af mikilli kyrrð og festu. Samleik- ur formanna í fletinum byggðist ekki á neinni rás hreyfmgar, heldur á samstöðu og andstöðu stöðugra forma, líkt og þegar sjálfstæðum ljóðmyndum er teflt saman í kvæði eða iokuðum stefjum í tónlist. Því er yfir myndum þessum alvara og reisn fremur en ljúfur þokki. Stundum eru þau jafnvel all þurr og köld. Matthías Johannessen skrifaði af al- kunnri leikni sinni dáiitla frásögn af þessari sýningu Þorvalds og lýsir listamanninum einkar vel: „Það er nýjung í mínu lífi að selja svo margar myndir á sýningu, bætti Þorvaldur við og brosti. Hann hlær aldrei, en bros hans er á við hlátur margra ann- arra. Hann brosir nefnileg með augunum." Og höfundinum vill nú til óvænts happs, þar sem hann situr með Þorvaldi í hriplekum Listamannaskálanum, að verða vitni að því að sjálfur persónugervingur ungmennafé- lagsrómantfkurinnar hreinlega frelsast fyrir augum hans yfír í „afstræntið" og tekur næstum því að tala tungum: „í þessu kom Guðbrandur Magnússon inn úr dyrunum, gekk inn salinn og heilsaði okkur með djúpri lotningu. Svo kreppti hann hnefana, leit í kring um sig, dansaði brot úr gömlum valsi og sagði upp í opið geðið á mér, eins og ég væri tré en ekki af holdi og blóði: — Þetta er opinberun, sagði hann. Ég þekki það. Ég er músíkalskari gegnum augað en eyrað. Svo sneri hann sér í einn hring og sagði að hann gæti trútt um talað, því hann hefði strax séð hvað í Kjarval bjó, bætti síðan við: — Nú verða margir hneykslaðir á manni, alveg undir drep, eins og á kerling- unum, þegar þær voru að frelsast í gamla daga. Én það gerir ekkert, það gerir ekk- ert, hér er margt á seyði og þú skalt vera óhræddur um að nota stór orð, Matthías minn. Ég skrifa grein í Tímann á morgun um Þorvald og þar verða stór orð, þið meg- ið hafa ykkur alla við á Mogganum!" Og Matthías bætir við, — ekki að orsakalausu — að „stór orð í því blaði um þessar mynd- ir, það er eitthvað nýtt". En frelsunin rann ekki af Guðbrandi á heimleið, og andans eldfjör hans entist vel betur en í Tímagrein hans næsta dag. Hún hefst með orðum hins uppljómaða: „Enginn veit sína ævina fyrr en öll er!“ „þegar ab- strakt-málverkin komu manni fyrst fyrir sjónir, varð andlit manns allt að einni spum, líkt og hjá litlum dreng, sem í fyrsta sinn sá innmat úr kind og spurði: Hvað er nú þetta! Á að éta þetta? — Það verður spenn- andi!“ En sjónin þarf sinn tíma. Líka þarf hún að aðiagast kringumstæðum. Og nú er svo komið, að maður er farinn að sjá sam- spil í þessum samstillingum lita og lögunar, og eru slík málverk nú tekin að orka á mann, máttug og heillandi. — Og aldrei hefur maður á abstrakt sýningu fundið þetta betur en á núverandi sýningu Þorvalds Skúlasonar, að hér er ekki lengur um við- leitni, leit að túlkunaraðferð að ræða, held- ur er það orðið staðreynd, að form það fyr- ir fegurðartjáningu [svo], sem nú blasir við á veggjum Listamannaskálans, er þess megnugt að snerta strengi í bijóstum manna og valda hrifningu, — og þráin eftir því, að geta átt kost á að hafa einnig þessa nýsköpun hið næsta sér, er tekið að verða manni að þörf — jafnvel að ástríðuf1 (Let- urbr. hér.) Á Alþjóðlegum Vettvangi Árið 1949 var að tilhlutan bandaríska list- fræðingsins dr. Alfred Frankfurters og hins nafntogaða Wildenstein Gallerys í New York stofnað til alþjóðlegs vals listamanna sem þóttu standa í fremstu röð, hver á sínu sviði. Stofnun þessi nefnist The Intemational Hall- mark Art Award. Eftir val dómnefndar og kaup listaverkanna eru þau send á miklar farsýningar um nær fjörutíu leiðandi Iista- söfn Bandaríkjanna, þar sem aðsóknin hefur numið hálfri annarri milljón manna. Árið 1960 var efnt til fimmta alþjóðlega valsins — Fifth Intemational Hallmark Art Award —, og var dómnefndin skipuð fjórtán safn- mönnum og listfræðingum frá tíu löndum, þeirra á meðal svo frægra sem James Swee- ney frá Bandaríkjunum, Amold Rudlinger frá Sviss, Donald Buchanan frá Kanada og Jul- ius Strazynski frá Póllandi. Er skemmst frá því að segja, að einn þeirra sem valdir vom var Þorvaldur Skúlason, en aðrir úr fremstu röð listamanna austan hafs og vestan. Það verk Þorvalds sem kejrpt var til Hallmark- sýninganna heitir Komposition, málaði 1958, og er eitt af afdráttarlausustu strangflatar- verkum hans frá þvf skeiði. Gmnnur þess er dimmblár, en rofinn af gulum og gagn- verkandi þríhymingsgeislum sem valda sterkri þenslu, innri átökum, en þó í skeflum skipulegrar heildar. Var Þorvaldur aðeins annar tveggja sem valdir vom, er unnu í slíkum hreingeómetrískum stíl, og sýnir það með öðm hversu framarlega hann þótti standa á þvi sviði meðal málara sextán landa. Um slík verk segir dr. Alfred Frankfurter í formála að bók sem gefin var út um vaiið og sýningamar, og hefur eftir vini Picassos, Leo Stein: „Ef þú segist skilja gömlu meistar- ana, en skiljir hinsvegar ekki nútímalistina, — ja, þá skilur þú gömlu meistarana ekki heldur!" Og það er sannmæli að því leyti, að gmndvallar myndhugsun, spenna rúms, lita, flata og byggingar, er enn ein og söm. Slíkur þrándur sem smæð og einangmn landsins hefur verið íslenzkum listamönnum — og jafnvel hinum beztu — tii alþjóðlegrar viðurkenningar, mætti í fljótu bragði undrast þessa fundvísi dómnefndarinnar. En ástæðan er sú, að hann var einmitt staddur á alþjóðleg- um vettvangi. Árið 1958 efndi hið virta sýn- ingarhús, Galerie Greuze í París, til sýningar á norrænni samtimalist, og það var þar sem dómnefndinni varð staldrað við verk Þor- valds. Það hefur oft komið fyrir á ferii Þorvalds Skúlasonar, að rétt sem fólk er að átta sig á ríkjandi stílbrigði hans og sækjast eftir verkum af þeim toga, sveigi hann af leið. Það var ekki lítið ramakvein sem sumir aðdá- endur hans ráku upp þegar hann hvarf frá húsa- og hafnarmyndum sínum inn í heim abstraktmálverksins á septembersýningarár- unum. „Ekkert skil ég í honum", sögðu menn; „loks þegar þessi verk hans eru orðin svo vinsæl, þá hleypur hann burtu, inn í það sem enginn skilur og hann aldrei getur selt!“ Og enn, þegar expressionisku abstraktmálverkin náðu loks hylli og eftirsókn, hvað gerði hann þá nema fara út í „sinn þurra hreinflatastíl sem aldrei nokkur maður mun vilja!“ Og nú, enn og aftur, þegar alþjóðleg dómneftid hef- ur sæmt hann þeirri viðurkenningu, að hann standi hvað fremstur í heiminum á sviði hreinfiatastílsins, þá lætur hann sér ekki meira um finnast en svo, að á þvi sama ári 1959-’60, hverfur hann frá honum og inn á alnýja braut! Hér var með öðrum orðum ekki verið að beita á krók vinsældanna, heidur réðu þar allt önnur og dýpri lögmál: klár og einlæg þörf listamannsins til endumýjaðrar sjálfstjáningar. Hringleikir Og Svífandi Form Meginbreytingin sem nú verður á myndsmíð Þorvalds er sú, að formin losna úr hinu fasta lóðrétta-vogrétta kerfi sínu og hringskipun tekur við. í stað tignarlegs strangieikans kemur nú svigmeiri leikur, þar sem hringstreymi er ráðandi, og oft með smáu og eggjandi áreiti til þess að skapa hraða í gangvirki flatarins. Fyrst í stað er þetta þó mjög hamið, svo sem í verkum frá árslokum 1959. Þó er þar um miklar form- breytingu að ræða; fletimir eru smærri, sum- ir yijaðir, en þó einkum hitt, að þeir spenn- ast ekki lengur út í endimörk flatarins, held- ur mynda þar innra og hreyfimikið kerfi. Þegar frá iíður losnar enn meira um; lit- formin verða ekki eins mörkuð, né hringskip- unin eins lokuð. Einkum gerist þetta á mjög afkastamiklum tíma er hann dvelst í París veturinn 1961-’62 — og sem fyrr á Mont- pamasse —, en frá þvi skeiði er álitlegur fjöldi mynda með hreinni hringskipun. Aug- ljóst var að strangflatarstíllinn var hér allur, enda heimurinn ekki samur og fyrr, með geimflaugum sínum og óðfluga víddum í stað- inn fyrir jarðbundna kyrrð. Svo sem önnur umhvörf í verki Þorvalds, höfðu þessi_ einnig gert boð á undan sér. I Listasafni íslands er til verk frá árunum 1957-’58 þar sem fletinum er skipt í fjögur meginform, tvö rauð og tvö gul, á bláum og hvítum grunni, og er gerð þeirra nánast trapizulaga og þannig fyrir komið, að þau era orðin dýnamisk, hreyfikennd, í andsælis rás. Breytingin sem næst gerðist lá þó ekki aðeins í því, að sveigð hreyfiform tækju við af hinum statisku, heldur varð sjálft mynd- eðlið annað. Sé litið á hringskipun í málverk- um fyrri alda, hvort heldur er í Tyrkneska baði Ingres, Sirkusi Seurats — eða lengra aftur í grískum kermálverkum —, kemur femskonar eðli slíkrar myndgerðar víðast fram. í fyrsta lagi er það fylgni formanna; þau draga hvert annað með sér, grípa í það næsta, og þannig koll af kolli í samfelldri keðju. í öðra lagi skapar slíkt ekki full- nægju, nema beitt sé rýtmiskri endurtekn- ingu í smærri aukastefjum verksins, sem augað greinir að vísu, en veit þó fremur af en sér sem hluta heildar. í þriðja lagi virðist hringskipun því aðeins eggjandi og áhrifarík, að hún búi yfir vissri hættu sprengingar, sem getur bæði verið litræns eðlis eða falizt í því að ákveðið form — eins og hvíti leifturborð- inn í Sirkusi Seurats — kljúfi sig út úr og hóti að fara sína eigin leið. Og loks getur hringskipun myndað mjög mismunandi hrað- kennd („cyclical tempo"), þ.e. að formendur- tekningin getur verið hæg eða snögg eftir lengd þeirra, bili, andstæðum lita eða fylgni þeirra. Kerfi þetta þekkja raunar allir íslend- ingar — og sennilega þjóða bezt — að hring- hendum háttum kveðskapar. Þar gilda um flest hin sömu lögmál: rýtminn er í kveðand- inni, lokun formsins í ríminu, liturinn í hljómblæ orðanna. Það var jafnan háttur Þorvalds að halda ekki sýningar á verkum sínum fyrr en ákveð- ið breytingarskeið væri um garð gengið. „Hver sýning mín er nokkurskonar uppgjör,“ segir hann við blaðamann á opnunardegi næstu stórsýningar sinnar í Listamannaská- lanum, þann 22. september 1962. Þar hafði hann 59 verk og flest frá umliðnum þremur árum, þótt sum væra sótt lengra aftur. Kom þar fram sú feiknarlega breyting sem gerzt hafði síðan um haustið 1959, er hin föstu, statisku form vora leyst úr læðingi og hið dýnamiska hreyfiafl lagði undir sig mynd- flötinn. „Verk Þorvalds Skúlasonar hafa nú öðlazt þann mikilfengleik, sem aðeins er að finna í sígildum listaverkum. Þau eru áhrifa- mikil, þrangin spennu, og andstæðum teflt saman á miskunnarlausan hátt. Krafturinn ljómar frá þessari sýningu," skrifar Valtýr Pétursson í Morgunblaðinu. Af umsögnum annarra blaða er ekki annað að sjá en mönn- um sé orðið það ljóst, að Þorvaldur Skúlason , fari fremstur og mestur í samtíðarlist okkar og sigli háan byr á alþjóðlegan mælikvarða. Jafnvel lesendadálkarnir hafa orðið hljótt um „alheimssamsæri" og spillingu æskunnar af hans völdum. Og nú bregður einnig svo við, að myndir hans seljast: Þorvaldur segir við blaðamann að sér sé orðið um og ó hvað hann sé orðinn vinsæll, og f orðunum felst keimur af gráu skopi Steins þegar hann orti um Þau bláköldu sannindi, að allt, sem innt er af hendi, í öfugu hlutfalli borgast við gildi þess! Á þessu skeiði tók Þorvaldur þátt í mörg- um sýningum sem kynntu hin nýju verk hans, í Lousiana-safninu á Sjálandi 1962, í Colby Collage Art Museum í Bandaríkjunum 1965, í SVEA-galleriet í Stokkhólmi á sama ári, og hér heima heiðraðu menntaskólanem- endur í MR þennan frumkvöðul íslenzkrar samtíðarlistar með því að efna til veglegrar yfirlitssýningar á verkum hans í Casa Nova haustið 1967. Ótaiin er þá þátttaka hans hér heima f haustsýningum FÍM og sjálfstæð sýning í Bogasal Þjóðminjasafnsins í marz 1967, þar sem hann sýndi 21 nýja mynd og flestar allstórar. Þar kom í fyrsta sinn fram, að hann var að leggja hringskipunar- og svifformið fyrir róða og taka upp enn nýjan hátt, storm- eða þytmyndirnar, sem ég kalla svo, og sem helga næsta og síðasta skeiðið á þessari mögnuðu umbreytingaröld í ævi hans. Höfundur er listfræöingur LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. JÚNl 1988 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.