Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1988, Side 12
Hestamean mœttír: Nú skyldi haldið & bratta
Þór Magnússon og lið hans. Talið frá vinstri: Sveinn, Hólmfríður, Jóhannes, Oddur, María, Margrét, Ragna, Þóra, Anna,
Vilborg, Þór og Ölafur.
Grafiðí
Hraunþúfukkuistiir
Það var áhugasamt
embættismannalið sem
hélt með þjóðminjaverði
norður í Skagafjörð í
ágúst síðastliðnum og
tilgangur fararinnar var
að gægjast undir
yfirborðið á rústum
Hraunþúfuklausturs.
íðast liðið vor buðu hjónin, Þór Magnússon, þjóð-
minjavörður, og María Heiðdal, hjúkrunarfor-
stjóri, nokkrum vinum og kunningjum til kvöld-
verðar. Að baki lágu bollaleggingar um að fara
að Hraunþúfuklaustri í Vesturdal Skagafjarðar
Eftir HRAFN PÁLSSON
og grafa þar í fomt bæjarstæði undir verk-
stjóm húsbóndans. Leist gestum nokkuð vel
á þessa hugmynd, en miklar vangaveltur
urðu um tilhögun ferðarinnar og hvemig
koma mætti viðleguútbúnaði og vistum á
staðinn, sem er í afskekktum, þröngum dal
meira en 400 metrum yfir sjávarmáli.
Ákveðið var, að ferðin yrði farin föstudag-
inn 25. ágúst og stæði fram á þriðjudaginn
næsta á eftir. Þegar nær dró brottfarardegi
kallaði þjóðminjavörður á þetta nýja lið sitt
til að ræða betur tilhögun ferðarinnar. Hafði
hann þá fengið vilyrði Landhelgisgæslunnar
fyrir því, að þyrluflugmenn hennar myndu
koma vistum og búnaði á áfangastaðinn á
leið sinni til skyldustarfa úti fyrir Norður-
landi.
Ekki reyndist mögulegt að fá farangrin-
um flogið frá Reykjavík, enda um hálft tonn
að ræða, svo ákveðið var, að við myndum
sjálf koma honum í eigin bifreiðum að Gil-
haga í Skagafírði, sem var næsta bækistöð
leiðangursins við Hraunþúfuklaustur. Þyrlu-
flugmenn myndu síðan selflytja böggla okk-
ar síðustu kílómetrana yfir vegleysur og
aðrar torfærur, svo fremi að veður og að-
stæður hjá Landhelgisgæslunni leyfðu.
Það var engu líkara, en hópurinn væri á
forum á saltfísksveiðar við Grænland, þegar
hann hittist við Akraborgina í Reykjavíkur-
höfn, svo miklar voru vistir og fatnaður,
annar útbúnaður og amboð af ýmsum stærð-
um. Það sem benti á landveg voru auðvitað
fimm bifreiðar okkar og lítið sigg í lófum.
Rétt er að geta þess, að við höfðum náð
okkur í Henson-búninga til þess að sjást
vel úr lofti og ekki síður til að efla einingu
liðsins, en eftir þessum búningum áttum við
eftir að hljóta nafn.
Það var glæsilegur hópur, sem sté á skips-
fjöl þennan morgun, enda vatt sér að okkur
stráídingur og spurði, hvaða íþróttalið væri
þama á ferðinni. Ekki fékk hann greið svör
en rétt er að segja nú frá því, hvaða fólk
skipaðist í þennan ágæta hóp. Fyrirliðinn
var að sjálfsögðu Þór Magnússon, en næst-
ar voru kona hans María Heiðdal og Mar-
grét G. Ingólfsdóttir að metorðum vegna
yfirumsjónar með fæðu allri, síðan kom
Sveinn Einarsson, sem hafði áður komist í
fomleifar, kona hans Þóra Kristjánsdóttir,
Hússtæðið tekur á sig mynd.