Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1988, Page 13
Þegar vegi þrýtur, hefur þarfasti þjónninn löngum komið sér vel. Myndin er tekin á leið inn í Vesturdal.
nn.
en síðar óbreyttir liðsmenn eins og Ragna
Ragnars og Ólafur Egilsson, Hólmfríður
R. Amadóttir og Oddur Benediktsson, Anna
F. Björgvinsdóttir og Jóhannes L.L. Helga-
son, Vilborg G. Kristjánsdóttir og Hrafn
Pálsson.
Eftir að lagst var að bryggju á Akranesi
var ekið beint til Borgamess, þar sem stans-
að var stundarkom til að ákveða hvar skyldi
snæða nestisbita um hádegið. Varð Norður-
árdalur fyrir valinu og fór þjóðminjavörður
fyrstur, en stuttu fyrir ofan Hvamm lenti
bíll hans í óhappi og var úr leik. Settist
fólk þá á rökstóla í Hreðavatnsskála eftir
að öllum föggum hafði verið safnað þar
saman. Rýma varð til fyrir farþega og reyna
að koma flutningi á einhveija á leið norður.
í þann mund renndu bjargvættir í hlaðið.
Þama var á ferð hljómsveitin Geimsteinn
úr Keflavík með Rúnar Júlíusson og Maríu
Baldursdóttur í fararbroddi og tóku þau 15
pinkla og eins og til þess að gera veg sígildr-
ar tónlistar einhvem tók Katrín Ámadóttir,
fiðluleikari, og ferðafélagi hennar fáeina
pinkla í sinn bíl. Þannig komst farangurinn
í Varmahlíð í Skagafirði.
Áð var í hrauninu við Bifröst en síðan
ekið á bflunum fjómm norður þangað sem
föggur okkar biðu á bensínstöðinni í
Varmahlíð. Á leiðinni var stoppað á Blöndu-
ósi þaðan sem Þór hringdi í Kristján bónda
Stefánsson í Gilhaga. Samdist þeim svo, að
hinn síðamefndi kæmi með hrossaflutninga-
kerru og hirti upp föggur okkar og kæmi
þeim heim til sín, en á hans bæ gisti liðið
um um nóttina. Þannig náðum við í Gilhaga
með allt okkar hafurtask á einum degi eins
og ráðgert hafði verið. Húsmóðirin Rósa
Helgadóttir tók höfðinglega á móti okkur
og húsbóndinn, Kristján Jóhannsson, sem
annars lætur lítið yfír sér, dró upp harmon-
ikkuna sína og lék nokkur lög og viðstadd-
ir tóku lagið. Það var þreyttur flokkur, sem
tók á sig náðir þetta kvöld.
Laugardagsmorguninn rann upp og sól
Þór Magnússon úrskýrir stein, sem búið er að finna.
bliki var sem sumir óttuðust örlög sín, þó
fólk bæri sig vel. Fyrst var yfir brekkur og
vatnsfall að fara en síðan tók við þröngt
gil með einstigi, sem gekk á sumum stöðum
þverhnípt niður að ánni, enda er Vesturdal-
ur þröngur og brattur yfírferðar allar götur
að eyrunum við Hraunþúfuklaustur. Þangað
komumst við um hádegisbil, sem rákum
lestina, og var þá tekið til við að tjalda, en
samkomu- og eldunartjaldið hafði þá þegar
verið reist af þeim sem flugu inn eftir með
þyrlunni.
Þennan morgun kom í ljós, að Krístjáni
bónda í Gilhaga, sem var leiðsögumaður
okkar síðasta spölinn, var tamt að yrkja og
gerði það óspart. Hann nefndi gestahópinn
eftir einkennisbúningnum frá Henson. Þá
urðu þessar stökur til:
Hópur grafara horfir með þakklæti á eftir þeim Landhelgis-
gæzlumönnum.
Fomar götur gengið, riðið,
geyst er stefnt í hlað.
Þannig heijar Henson-liðið
helgan klausturstað.
Liðsmenn Landhelgisgæzlunnar með farkost sinn á túninu í Gilhaga.
skein í heiði. Varla hafði fólk þvegið stírum-
ar úr augunum, þegar notalegur vélardynur
barst í gegnum loftið til okkar. Við þutum
út á túnið á bak við háreist bæjarhúsið á.
því augnabliki sem þyrla Landhelgisgæsl-
unnar kom yfír næsta ás. Páll flugstjóri og
áhöfn var ekki lengi að vippa helmingnum
af hlutum okkar um borð og bjóða hús-
freyju sæti, en hún var með í fyrri ferðinni
inn að Hraunþúfuklaustri. í hinni síðari fékk
Margrét að vera með. Þeir piltar í gæslunni
voru snöggir að sélflytja vistir og viðleguút-
búnað þessa 20 kflómetra (miðað við beina
loftlínu) og vinkuðu okkur á leið í sitt hef-
bundna ísflug norður fyrir land með því að
fljúga yfír bflalest okkar, sem þá var á
síversnandi vegi inn að eyðibýlinu Þormóðs-
stöðum, þar sem Jón Hjálmarsson beið með
hesta fyrir flesta. Var húsfreyjunni, sem
hafði flogið á undan okkur, ætlað að koma
með hestana, er fyrstir kæmu á áfanga-
stað, til baka og sækja liðsmenn hestlausa.
Upphófust nú miklar bollaleggingar, því
sumir höfðu ekki komið á hestbak í þrjá til
fjóra áratugi og aðrir aldrei. Á þessu augna-
Grafari og greinarhöfundur lítur upp
frá verki sinu við Hraunþúfuklaustur.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11.JÚNÍ1988 13