Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1988, Síða 14
Hestamenn fá sér hressingu áður en haldið var til baka.
Óðar dalsins eyðir friði,
allt fær nýjan brag,
þegar heilu Henson-liði
hér var sleppt í dag.
Eftir hádegi var tekið til við gröftinn og
vorum við ellefu talsins við þann starfa, en
matseljur höfðu ærinn starfa í tjaldbúðun-
um. Ef tekið er tillit til þess, að þarna var
að störfum embættismannalið af skrifstof-
um í Reykjavík, þá verður ekki annað sagt
en að það hafí staðið sig vel. Harðsperrur,
bakverkir og annað smáræði hefti ekki
framgang verksins og sagði Þór, liðsfor-
ingi, yfir glæðunum um kvöldið, að senni-
lega væri leitin að öðru eins grafarliði í ís-
landssögunni. Þessi ummæli hafa líkt og
búningurinn þjappað okkur saman til enn
meiri afreka en búast hefði mátt við. Kvöld-
vakan var skemmtileg og fóru þeir Þór og
Sveinn á kostum, en Jóhannes kom öllum
til að hlæja. Annars virtust allir þama
fræðaþuiir og grúskarar í einhveijum mæli
og sumir af Guðs náð.
Næstu tveir dagar voru erfíðir og nokkuð
kalt í veðri, þó ekki rigndi á okkur. Það var
eins og maður fyndi nálægðina frá jöklinum
í suðri og nætur svo kaldar, að liðsmenn
urðu að klæðast öllu sem til var til að halda
á sér hita.
Eftir mat og kvöldvöku annað kvöldið
okkar fórum við í gönguferð inn að Hoio-
fenrishöfða og náðum rétt tjöldum aftur
áður en hnausþykk næturþokan lagðist yfír
dalverpið.
Mikið var gert í því að fleygja á milli
gamanyrðum meðan á uppgreftrinum stóð
eins og til að hjálpa fólki frá því að hugsa
um auma skrokka sína og breytta vinnuað-
stöðu. Allt gekk vel og virtist þjóðminjavörð-
ur nokkuð ánægður, þó á honum mætti
heyra, að á staðinn yrði flokkurinn að koma
aftur og bæta um betur. Þetta minnti helst
á þá, sem eignast eitt hús og vilja svo fleiri,
en allt er fyrirgefanlegt í nafni vísindanna.
Skömmu eftir að vaka okkar var hafin
að loknum málsverði síðasta kvöldið kom
Kristján bóndi utan úr þokunni með svefn-
poka sinn á bakinu. Hafði hann ekið á göml-
um jeppa eftir dalbarminum handann árinn-
ar og vaðið svo yfír tii okkar eftir að hafa
lagt brekkuna að baki þrátt fyrir þoku og
kulda. Mikill fengur var í komu hans, því i
pokaskjatta sínum var hann með hugljúfa
ferðalýsingu af eigin ferð í óbyggðimar um
hávetur, svo allir vosbúðarþankar malar-
bama hurfu inn í þessa stemmingu, sem
blandaðist feginleik og söknuði yfír því að
leiðangri lyki næsta dag. Það var þreytt lið
en ánægt, sem lagðist til svefns þetta kvöid.
Eftir árbít tókum við niður tjöld á þriðju-
dagsmorgni og brátt sást til manna með
hesta á leið til okkar. Þá kvað Kristján:
Þögul grætur loftsins lind
laugar morgunfriðinn.
Deplar auga dagsins mynd
draumblíð nótt er liðin.
Við Jóhannes fengum þann starfa að
grafa síðustu holuna og brenna þar ruslinu,
svo ekkert yrði þama eftir okkur til vansa.
Auðvitað gat Kristján bóndi ekki látið þetta
fram hjá sér fara án þess að henda fram
vísu, sem er svona:
Aftur merki fjallafriðsins
finna má ef að er gáð.
Hinstu menjar Henson liðsins
héma verða eldi að bráð.
Öllu gamni fylgir nokkur alvara og senni-
lega hefur Kristján ekki séð hinstu menjar
liðsins enn, því við höfum hug á að ljúka
verkinu, svo fara megi á fleiri staði í fram-
tíðinni. Langeldurinn, biýnið, málmhnapp-
urinn, beinin, og öskulögin lofa góðu sér í
lagi, þegar komið er niður á gólfíð, sem
sýnilega hefur tekið við Hekluöskunni frá
árinu 1104. Við verðum að fletta upp jörð-
inni þama, svo Þór geti haldið áfram að
iesa í söguna.
Vonandi sjá stjómvöld og almenningur
sóma sinn í að styrkja rannsóknir af þessum
toga enn betur en áður, þó skynsamur þjóð-
minjavörður hafí safíiað sjálfboðaliði í
nokkra daga í þetta sinn. Það ætti að hvetja
ráðamenn til að gera betur en fyrr. Einnig
verður að búa betur að þjóðminjum í safn-
húsinu í Reykjavík og endurbyggja þann
hjall, sem það hús er orðið. Það er til lítils
að grafa upp, ef engin geymsla er til og
það sem fyrir er liggur undir skemmdum
vegna skjólleysis.
Annars fer best á að Ijúka svona pistli í
þökk. Fyrst er að þakka þeim, sem gerðu
förina mögulega, þ.e. einstökum valmennum
hjá Landhelgisgæslunni. Megi starf þeirra
vaxa og dafna við bættan starfsgrundvöll
í framtíðinni. Hjónin í Gilhaga, sem búa í
nýju húsi og hugsa sér að hjálpa fólki inn
í óbyggðir í framtíðinni, sendir hópurinn
góðar kveðjur með þakklæti fyrir viður-
gjöminginn. Einnig sendast sömu óskir
bræðrunum Hlyni Unnsteini á Giljum og
Gísla í Bjamastaðahlíð, sem önnuðust hest-
ana ásamt Jóni Hjálmarssyni. Loks eru
hljómlistarfólkinu færðar þakkir, sem lék
sér að því að koma foggum okkar áleiðis á
augnabliki, sem skipti sköpum um framhald
ferðarinnar.
Höfundur er deildarstjóri í heilbrigðisráöuneyt-
inu.
KRISTJÁN HREINSSON
Við sjónvarpið
Hann vinur minn er jafnan góður gestur,
hann grætur fyrir heiminn eins og títið blóm
Hann vinur minn er bæði peð og prestur,
við Péturstorgið hlaut hann lífsins eina dóm.
— Við imbann sitja heijur tvær sem ekki glata ærunni
þó atombomba stingist niðrí torgið.
Af hræðslu skelfur presturinn og gargar undan gærunni.
— Hann Guð veit það að hér er okkur borgið.
Hann gefur mér einn litinn fyrir fréttir
já fróðleiksmolar prestsins rúila vítt og breitt
— Og valdhafamir illa saman settir
fá sólina og tungiið fyrir ekki neitt
Á meðan allir púkamir fá skemmtiferð í skugganum
og skrattinn þeytir bombum yfír torgið
þá slökkvum við á imbanum svo glætan fer af glugganum,-
— Hann Guð veit það að hér er okkur borgið.
Höfundur var áður Hreinsmögur og er rithöfundur I Reykjavík.
BIRGITTE JÓNSDÓTTIR
Sögumaður
Andlithans
varveðurbarið
ogaugun djúp.
Hann brosti skakkt
en einlægast af öllum
sem ég hafði séð.
Fingurinir krepptir
en íþeim falin fom lipurð.
ímorgunsárið
kinkum viðkolli
tilhvors annars
og hann sagði mér
sögurmeð andiitinu.
Þó vissi égaldrei
hvaðhannhét.
Höfundur er ung Reykjavíkurstúlka.
SPIVACK
- farfugl með óreglulegan komutíma
#«U.
'■Wsk:
iS>áU>L
Sjálfsmynd frá 1986.
mi
4
W'
X'JjájW
YMlí'fmMm';' "V
\ • T; .
Maður er nefndur Morris
Spivack og er nokkuð við
aldur. Hann hefur lengst
af verið myndlistarmaður,
einkum teiknari og lifír
flökkulífí. Margsinnis hef-
ur hann komið til íslands
og þá ferðast hann jafnan
um landið og skapar sér
tekjur af því að teikna fólk.
Af einhveijum ástæðum
hefur honum orðið betur
ágengt hér en víða annars-
staðar og hann á orðið tals-
vert safn af íslenzkum and-
litum. Spivack hefur þá
sérvizku, að hann heilsar
engum með handabandi;
telur það ekki til hollustu.
Hann minnir einna helzt á
fugl, sem flögrar um og
útlitið bendir ekki til þess
að hann þurfí mikið til við-
urværis, en ferðalög milli
heimshluta kosta þó sitt og
síðast liðinn vetur þegar
Spivack var hér á ferðinni,
kvaðst hann á leiðinni til
Ástralíu. Hann telur þó
heimili sitt vera í East
Hamton í New York. Eftir
því sem hann segir sjálfur,
hefur hann teiknað ekki
færri en 6.500 íslendinga.
Ljósritaða sýnisbók hafði
hann með sér og gat þar
að líta allskonar fólk, allt
frá Leonardo da Vinci til
Þorgeirs Þorgeirssonar og
ókunnra peysufatakvenna.
GS.
Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur, 1986.
14