Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1988, Blaðsíða 15
Guðrúa Krístánsdóttir í vinnustofu sinni. Til
vinsti og að neðan eru tvær mynda hennar
sem verða á sýningunni.
Ég hugsa um náttúnma
í landinu og manneskjunni
Rætt við GUÐRUNU
KRISTJÁNSDÓTTUR
sem sýnir olíumálverk í
listasalnum Nýhöfn í
Hafnarstræti.
Listamenn geta þess stund-
um er þeir lýsa sköpunar-
ferli verka sinna að svo
virðist sem sjálft listaverk-
ið taki af þeim völdin ein-
hversstaðar á leiðinni og
þeir verði þjónar þess.
Guðrún Kristjánsdóttir myndlistarkona hef-
ur oftsinnis orðið fyrir þessu að eigin sögn,
en það má einnig segja að myndlistin hafi
tekið af henni völdin í víðtækri merkingu.
Guðrún lærði hjúkrun og starfaði sem
hjúkrunarkona um nokkurra ára skeið.
„Þrátt fyrir að mér líkaði starf mitt mjög
vel vissi ég að það ætti ekki fyrir mér að
liggja að starfa við hjúkrun allt mitt líf,“
segir hún og bætir við að hún sé alin upp
við myndlist og áhuginn fyrir henni hafi
alltaf verið fyrir hendi. Árið 1972 hefur hún
nám við Myndlistaskólann í Reykjavík í
frístundum sínu. Fimm árum síðar fer hún
ásamt eiginmanni og tveimur bömum til
borgarinnar Aix í Frakklandi til frekara
náms í myndlist. „Ég var nokkurskonar
gestanemi og það var enginn sem yrti á
mig eða sinnti á nokkum hátt, að einum
kennara undanskildum sem reyndist mér
ákaflega vel.“ Seinni veturinn var Guðrún
tekin í hópinn og lauk öðm árinu með besta
vitnisburði.
Þegar heim var komið tóku við kennslu-
störf í eitt ár og síðan hjúkmnin aftur og
myndlistin í öllum frítímum. En það var
ekki fyrr en árið 1984 að Guðrún helgar
myndlistinni alla krafta sína: „Og þá fann
ég að ég var komin á þá braut sem ég
hafði alla tíð hugsað mér.“
PAPPÍROGOLÍA
Guðrún hélt sýningu á Kjarvalsstöðum í
október árið 1986 og sýndi þar einkum
klippimyndir úr pappír. Pappírinn hafði hún
gert sjálf: „Ég byrjaði að búa til pappír
árið 1978 og þá vegna þess að mig vantaði
pappír til að þrykkja á grafíkmyndir. Smám
saman þróuðust aðferðimar sem ég notaði
og ég fór að lita massann sem pappírinn
er gerður úr. Að því kom svo að mér fannst
hann of fallegur til að mála eða teikna á
hann og þá fór ég að klippa úr honum
ýmis form og raða saman." Það má auðveld-
lega rekja áhrif frá klippimyndunum í olíu-
málverkunum. Fyrstu olíuverkin bára þess
rækilega vitni og enn er Guðrún að glíma
við heila fleti: „Ég fínn mig mjög vel í þess-
um heilu formum, þau virðast henta mér
mjög vel.“
Sumir myndlistarmenn eyða stærstum
hluta vinnu s'nnar í það að gera skyssur,
eða gera frammyndir úr marglitum pappír
sem þeir raða saman. Guðrán velur í raun-
inni erfíðustu leiðina. Hún byijar oftast á
því að skyssa með svartkrít á strigann og
ræðst síðan á hann með málningunni. Þrátt
fyrir að verk hennar beri einhvem keim
„konkret“-mynda, þá era þau frábragðin
þeim að því lejrti að mjmdir hennar byggj-
ast á einhverri tilfinningu eða hugsun sem
hún vill koma á strigann. Hún hugsar mynd-
imar ekki í upphafi sem hreinan leik að
formum og litum: „Hvatinn er alltaf einhver
tilfinning, sem býr innra með mér þó svo
að það gerist kannski síðar á ferlinum að
myndin sjálf taki yfir.“
Maður Og NÁTTÚRA
En hver er þessi tilfinning sem Guðrún
vill koma til skila? Það liggur einfaldast við
að líta fyrst á heiti myndanna og síðan á
náttúrana fyrir utan gluggann. En þar með
er ekki sagt að myndir Guðránar séu lands-
lags- eða náttúramyndir. Miklu fremur er
hægt að líta á þær sem tjáningu fyrir hina
eilífu baráttu þeirra andstæðu afla sem
gefa lífinu næringu og gildi. Og þá gildir
einu hvort um er að ræða manneskjur eða
náttúra: „Ég hugsa um náttúrana í landinu
og manneskjunni. Það er samsvöran þar á
milli. í rauninni algjör samsvöran. Ef við
hugsum um græna fláka sem beijast fyrir
lífi sínu á svörtum sandinum, þá er ekki
erfitt að sjá samsvöran í því og lífi fólks.
En ég leita samt_ ekki að algjörri kyrrð í
mjmdum mínum. Ég vil hafa sveiflu, spennu
í þeim eins og í lífinu sjálfu. Að lýsa þessum
hugsunum í orðum er ákaflega erfitt og það
er svo hætt við að það verði innantómt og
lágkúralegt."
Guðrán er ótrálega Iq'arkmikil myndlist-
arkona. Hún skirrist ekki við að mála jrfír
mjmdir sínar og það hvarflar ekki að henni
að taka Ijósmjmdir af þeim áður en hún
málar yfir, f því augnamiði að gejrnia hug-
mjmdina. Þetta þýðir aðeins það eitt að hún
efast aldrei um að hún hafi nægilegt hug-
mjmdaflug til að ráðast í nýja mjmd. Rejmd-
ar getur hún þess að hún hafí aldrei skilið
að hlutir eins og málverk væra svona óend-
anlega merkilegir.
Eftir ÞORGEIR ÓLAFSSON
SkilaboðEða
Sjálfstjáning?
Þeir heimspekingar sem einkum leggja
sig eftir að greina samtímann telja sig hafa
merkt hjá listamönnum okkar tíma tilhneig-
ingu til sjálfstjáningar á kostnað boðskipta.
Þessi hneigð er rakin til brostinnar framtíð-
artráar nútímafólks, sem kýs þá frekar að
loka sig inni í sjálfu sér. En hvaða augum
lítur Guðrán Kristjánsdóttir mjmdir sínar:
„Ef ég finn að fólk langar að eignast mjmd
eftir mig, þá gleður það mig innilega. Ég
verð þakklát inni í mér. Ég get ekki sagt
eins og sumir málarar að þegar mjmd er
búin þá sé hún ekki lengur til fyrir mér. Á
þennan hátt era myndir mínar líklegast
skilaboð."
Höfundur er listfræðingur og dagskrárgeröar-
maður hjá Ríkisútvarpinu.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. JÚNÍ 1988 15