Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1988, Page 19
LESBOK
MJigj [rj g u n'Íb][l][aJ[ðí S: [jj [nj LSj
11.JÚNÍ 1988
FERÐ4BIáÐ
LESBÓKAR
Einkunnarorð dagsins eru: Ferðist um fsland
Þarna bíða þeir í röðum.
Hvers vegna rútudagur?
ODDNÝ
BJÖRGVINSDÓTTIR
skrifar um ferðamál
Rútudagurinn er í dag! Til
liátíðabrigða blasir táknmynd
Rútudagsins „RÚTAN“ við öll-
um vegfarendum — uppi á
þaki Umferðamiðstöðvar. Inn-
an dyra í Umferðarmiðstöð
keppast 25 aðilar — er standa
að ferðalögum innanlands —
við að kynna þjónustu sína, frá
kl. 10.00 til kl. 18.00. Boðið
er upp á margskonar skemmt-
an á Rútudegi: Skoðunarferð-
ir með leiðsögn; — dýrasýn-
ingu og barnaskemmtun; —
lúðrasveit leikur; — getraunir
með tilheyrandi ferðavinning-
um; — bráðfjöruga rútubíla-
söngva með þátttöku gesta; —
jafnvel fornbílasýningu! Eng-
inn, sem lætur sig skipta
ferðalög um landið okkar, má
láta sig vanta á Rútudaginn.
Einkunnarorð á hátíðisdegi
rútanna eru — FERÐUMST
UM ÍSLAND.
íslenska rútan 54 sinnum
umhverfis j örðina
Uppi á annarri hæð Umferðar-
miðstöðvar situr framkvæmda-
stjóri BSÍ í 12 ár, Gunnar Sveins-
son, og vakir yfir þéttriðnu rútu-
neti íslensku sérleyfisbílanna,
sem er ekki lítið verk — til dæm-
is eru yfir 18.500 brottfarir, í
júní, júlí, ágúst — rúturnar aka
um 2.200.000 km eða 1.300 sinn-
um umhverfis ísland og 54 sinn-
um umhverfis jörðina! Sérleyfis-
leiðir eru um 6.540 km og tengja
saman 70 bæi og þorp — eða
stóran hluta af þéttbýliskjörnum
Islands.
En hvers vegna Rútudagur,
Gunnar?
Til að vekja athygli á fyrirbær-
inu „rúta“, sem er orðin svo sam-
gróin umhverfinu, að þú veitir
henni ekki athygli fyrr en hún
verður sein og lætur bíða eftir
sér; — vekja athygli á þeirri þjón-
ustu, sem sérleyfisbílar veita og
ómissandi þætti þeirra í sam-
gönguneti Islands; — vekja at-
hygli á samvinnu og samteng-
ingu alira aðila er selja ferðaþjón-
ustu innanlands, samtengdu
hlutverki og ómissandi þætti
hvers og eins.
Rútan á tímamótum
Hver er staða rútunnar
sumarið 1988?
Rútan stendur á ákveðnum
tímamótum. Síðastliðin 2-3 ár
hefur orðið um 10% árleg fækkun
farþega með áætlunarbílum.
Margir áhrifavaldar koma hér
til: 1) Gífurlegur innflutningur
einkabíla — fleiri en þjóðin hefur
efni á, sem er önnur saga — 2)
bætt vegakerfi, þannig að menn
komast víðar á einkabílum —
kemur að sjálfsögðu rútunum
líka til góða — 3) mild veðrátta,
sem auðveldar akstur einkabíla
— ísing á Keflavíkurvegi og snjó-