Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1988, Síða 21
mánaðartíma. Skoðunarferðir
frá hveijum áfangastað með
staðarfróðum mönnum gefa
glögga mynd af byggðakjömum
og nágrenni. Jafnvel má hugsa
sér að ferðalangar taki með sér
eða leigi hjól á hveijum stað,
þannig að ekki sé lagt í meiri
kostnað við samgöngur.
Eins dags flugferðir með
staðarleiðsögn
Einnig er boðið upp á eins
dags ferðir frá Reykjavík til ísa-
fjarðar, Egilsstaða, Vestmanna-
eyja og Akureyrar — flogið frá
Reykjavík að morgni og komið
aftur að kvöldi. Sérstakar skoð-
unarferðir _eru í tengslum við
ferðimar. Á Akureyri er boðið
Að fljúga
hrínginn með
Flugleiðum
Fáir íslendingar — erlendir
ferðamenn eru betur meðvit-
aðir — gera sér grein fyrir
ferðamöguleikum Flugleiða
innanlands, enda eru farnar
130 áætlunarferðir vikulega
frá Reykjavík til tíu áfanga-
staða. Flestir íslenskir ferða-
menn nýta einkabílinn til
ferðalaga — til dæmis til að
aka hringinn með innskotum
í sumarleyfinu. Vissuiega gef-
ur einkabíllinn marga val-
kosti, en oft er verið að eltast
við sólina, sem er annaðhvort
á undan eða eftir á veginum!
Ferðin er því stundum farin í
töluverðri streitu — keppst við
að ná áfangastöðum — lítið
stoppað á milli og ferðalangar
koma þreyttir heim. Gaman
er að velta hér upp tiltölulega
nýjum ferðavalkostum, sem
Flugleiðir bjóða upp á, til
dæmis að kaupa hringmiða til
fjögurra helstu landshorna-
bæjanna — Akureyrar — ísa-
fjarðar — Egilsstaða og Hafn-
ar.
Hringflug innan mánaðar
Hægt er að byija á hringnum
hvar sem er og fljúga í hvaða
átt sem er — byija í Reykjavík
eða hinum stöðunum og taka
hringinn eftir vild. Hringmiðinn
gildir í einn mánuð, þannig að
hægt er velja staðina eftir því
hvar sólin skín eða dvelja mis-
jafnlega lengi á stöðunum innan
upp á fjóra valkosti — ferð til
Grímseyjar — til Hríseyjar — að
Mývatni og út á Ólafsijarðarm-
úla. Á Isafirði er leiðsögn um
bæinn, síðan farið um Hnífsdal
— Bolungarvík — Seljalandsdal
og Súðavík. Á Egilsstöðum er
skógræktarstöðin á Hallorms-
stað heimsótt, ekið meðfram
fossaföllum Lagarfljóts og Seyð-
isfjarðarbær skoðaður. I Vest-
mannaeyjum er ekið um Heima-
ey og síðan farið í bátsferð um
Smáeyja-klasann.
Flug — rúta
Eins og kemur fram á grein-
inni„Hvers vegna Rútudagur",
þá er samtenging ferðaþjónustu-
aðila alltaf að gefa betri og fjöl-
breyttari ferðamöguleika. Rútu-
ferðir og áætlanir minni flugfé-
laga tengjast oft skemmtilega
við áætlun Flugleiða. Með því
að undirbúa vel hveija ferð í
samvinnu við þjónustuskrifstofur
Flugleiða og ferðaskrifstofur
getur komið út hið skemmtileg-
asta ferðalag á stuttum tíma.
Ferðatíminn er vissulega dýr-
mætur innanlands á okkar
stutta, bjarta sumri. Gaman
væri að heyra frá ykkur hvemig
þið tengið saman flug, rútu, hjól
og einkabíl eða um sumarfríið —
skrifíð endilega í póstkassa
Ferðablaðsins. Góða ferð!
„Hringflugs-mánaðarmiðinn"
kostar 10.500 krónur.
Wsm:''
-.-Æst
I' '
j
I.. ■ ..’ ■ ... ." ■ -
I:' .... A^jUÍjS
C ... llívV'
Húð sem hefur verið hlíft við sólböðum — á móti húð sem hefur
skemmst af miklum sólböðum.
Eru sólböð hættuleg?
íslenskir ferðamenn sækjast
mikið eftir sólböðum í sumar-
leyfum. En við ættum að fara
varlega. Samkvæmt nýjustu
rannsóknum á ósónlagi jarðar
er fólk eindregið varað við of
miklum sólböðum. Yfir Suður-
pólnum hefur myndast gat á
ósónlaginu sem stækkar ár frá
ári og getur haft mjög alvar-
legar afleiðingar fyrir lífríki
jarðar. Fyrir utan gatið hefur
ósónlagið rýrnað um 6% árlega
frá 1969-86. Rýrnunin er mest
á norðlægum breiddargráðum
yfir vetrartímann, allt upp í
9% á mánuði.
Ósónlagið hlífir okkur við út-
fjólubláum geislum sólar. Við
rýmun ósónlagsins verður lífríki
jarðar fyrir sterkri geislun, er
veikir eðlilega mótstöðu gegn
sjúkdómum, eykur líkur á húð-
krabbameini og augnsjúkdómum.
Útfjólubláir geislar skaða jurta-
gróður og draga úr vexti. Sjávar-
þörungar — undirstaða lífríkis
sjávar — bíða einnig tjón. Yfir
100.000 manns deyja ár hvert
úr húðkrabbameini og rýrnunin
getur haft í för með sér 4% aukn-
ingu á húðkrabbameini, sem þýð-
ir að um næstu aldamót getur
orðið hættulegt að vera mikið úti
í sól — sérstaklega fyrir hvítan
hörundslit.
Ósónlaginu má jafna við „sólgleraugu“ jarðar.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. JÚNÍ 1988 21