Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1988, Qupperneq 23

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1988, Qupperneq 23
Hópur ferðafólks að leggja upp í gönguferð frá Hvitárnesi norður að Hveravöllum með viðkomu í tveimur sæluhúsum á leiðinni. Jöklaferðir eru afar vinsælar hjá Ferðafélaginu og hér er hópur að ganga á Snæfellsjökul. í sumarferðalagið með F erðafélagi íslands Ferðafélag íslands hefur und- anfarin 60 ár boðið íslendingum upp á ferðir um ísland, um öræfi og byggð. Ferðafélagið er braut- ryðjandi í skipulagningu sumar- leyfísferða um óbyggðir landsins. Til að greiða fyrir óbyggðaferðum var strax á fyrsta starfsári félags- ins hafist handa um að byggja sæluhús í Hvítámesi við Hvítár- vatn á Kili. Þetta sæluhús er ólíkt öðrum sæluhúsum félagsins, byggt í rammíslenskum bursta- bæjarstíl, sem var svo horfíð frá seinna. Síðan hefur félagið og deildir þess byggt 27 sæluhús víðsvegar á háiendinu. Þótt sumir ferðamenn.kjósi að gista í tjaldi fínnst mörgum sæluhús FÍ ákjós- anlegir áningarstaðir. En hverskonar ferðir skipu- leggur Ferðafélagið núna og henta þær öllum, ungum sem öldnum? Því er til að svara að fjölbreytni ferða félagsins er mik- il enda skipulagðar jrfír 200 ferð- ir allt árið um kring vítt og breitt um landið. í janúar ár hvert kem- ur út ferðaáætlun með upplýsing- um um allar ferðir félagsins og einnig er hægt að leita til skrif- stofunnar sem er til húsa á Öldu- götu 3, Reykjavík. Það hefur alltaf fylgt ferðum Félagsins að þátttakendur em á öllum aldri og vandinn sá einn, að velja ferð sem hentar. Boðið er upp á ferðir fyrir brattgenga og einnig hina, sem ekki vilja þenja sig upp um fjöll og fím- indi. Það er mikill misskilningur að erfítt sé að ferðast á tveimur jafnfljótum, enginn þarf að þenja sig eða þreyta, einungis velja sinn gönguhraða og halda honum. Vin- sældir gönguferða vaxa og er eflaust hægt að fínna margar mismunandi skýringar á þeirri staðreynd. En eitt er ljóst að þeir sem á annað borð ánetjast göngu- ferðum úti í náttúmnni eignast tómstundagaman sem að margra dómi tekur flestu, ef ekki öllu fram, að öðm ólöstuðu. Því hefur verið haldið fram að manninum sé áskapað að umgangast landið og innst inni vilji allir hafa sam- band við náttúrana og sakni þess ef svo verður ekki. Sannleikurinn er sá að það er á allra færi sem sæmilega heilsu hafa, yngri sem eldri, fátækra sem ríkra, að ganga á vit náttúmnnar þar sem víðáttan blasir við og kyrrðin ríkir. Ferðafélagið hefur frá upphafi starfstímans lagt áherslu á að kynna ferðir og leiðir, til þess að vekja áhuga Islendinga á eigin landi, kostum þess og göllum, í blíðu og stríðu. Náin kynni við landið skilja eftir holl áhrif og minningar sem hægt er að kalla Ferðafélagið hefur byggt nokkrar göngubrýr á vinsælum gönguleiðum í óbyggðum. Þessi mynd er af brúnni yfir Krossá. svæðum sem ferðast er um. Skoð- unarferðir em famar út frá áning- arstöðum og gönguferðir eftir aðstæðum. I þannig ferðum er gjaman ferðast bæði í byggð og um óbyggðir í sömu ferð. Það er ánægjuleg staðreynd að sífellt íjölgar þeim íslendingum sem velja sér þann skemmtilega ferðamáta að leggja land undir fót, í orðsins fyllstu merkingu, með allan útbúnað sem með þarf í ferðina í bakpoka. í þess konar ferðum em gengnar hæfílega Störf sjálfboðaliða eru veigamikill þáttur í allri starfsemi Ferðafé- lagsins. Hér eru nokkrir sjálfboðaliðar að merkja gönguleið að skála FÍ í Þverbrekknamúla. fram aftur og aftur. Skipulagðar ferðir Ferðafélags- ins skiptast í dagsferðir, helgar- ferðir og sumarleyfisferðir. a) Allan ársins hring em dagsferðir á sunnudögum og öðram frídög- um og þá hér í nágrenni Reykjavíkur. Reynt er að haga þeim ferðum þannig að akstur sé í lágmarki en sem lengstur tími til göngu. í sunnudagsgöngunum getur fólk kannað getu sína og hvort því yfírleitt líkar að leggja á sig göngur í misjöfnu veðri úti í náttúranni. b) Helgarferðir era aðallega famar á vorin, sumrin og á haustin. í helgarferðum Ferðafélagsins er oftast gist í sæluhúsum félagsins í óbyggðum s.s. Þórsmörk, Landmannalaug- um eða Hveravöllum, en til þess- ara staða em ferðir um hveija helgi eftir að flallvegir opnast. Einnig hefur færst í vöxt að fólk dvelji milli ferða í þessum sælu- húsum og þá einkum þar sem húsverðir starfa. Það er óneitan- lega þægilegt og áhyggjuiaust að taka sér ferð á hendur um helgi með Ferðafélagi íslands og dvelja inni í óbyggðum frá föstudegi til sunnudags, njóta kyrrðar frá erli hversdagsins og rölta um með fararstjóra eða sjálfum sér. Betri hvfld fyrir sál og lflcama er varla að fá frá dagsins önn. c) Sumar- leyfísferðimar em fjölbreyttar. Hægt er að velja á milli þægi- legra ferða með rútu eða göngu- ferða með allan útbúnað á bak- inu, enda markmiðið að hafa ferð- ir við allra hæfí. Þegar bíll fylgir ferðahópnum er gist í sæluhúsum FÍ eða svefnpokaplássum á þeim langar dagleiðir milli áningar- staða. Ferðafélagið hefur tvímælalaust stuðlað að þessari þróun með því að reisa svokölluð „gönguhús" á leiðinni milli Land- mannalauga og Þórsmerkur, enda er sú gönguleið sú vinsælasta hjá félaginu og þegar fullbókað í sjö ferðir á komandi sumri. Þetta em ýmist fímm eða sex daga göngu- ferðir og flestum fært að taka þátt, burtséð frá aldri, ef heilsan er í lagi. A Kjalarsvæðinu er núna komin aðstaða til þess að ganga á nokkmm dögum milli sæluhúsa. Farþegar í ferðum Ferðafélags- ins verða að vera sjálfum sér nóg- ir með allan útbúnað. Áríðandi er að velja fatnað í ferð með fyrir- hyggju, en í norðlægu landi eins og Islandi er nauðsynlegt að vera viðbúinn regni, snjó, vindi og kulda sumar sem vetur. Þetta fínnst einhveijum ef til vill frá- hrindandi fullyrðing, því að oftast hugsar fólk til ferðalaga í sól- skini, en einn hiyssingslegur dag- ur í ferð þarf ekki að vera til ama, ef fólk klæðir sig eftir að- stæðum. Sannleikurinn er sá að útivera nýtur enginn í íslensku loftslagi nema búa sig undir það versta. Réttur útbúnaður er undir- staða þess að njóta ferðar. Illa búinn ferðamaður er vansæll og ekki fær urh að taka aðstasðum með breytilegu veðri. Þetta á við hvort sem lagt er upp í langa eða stutta ferð því að alltaf ber að hafa í huga réttan klæðnað. Að lokum minnum við á að Ferðafélag íslands efnir til ferða allan ársins hring og að sjálfsögðu verður að laga lengd þeirra og fyrirkomulag að sérhverri árstíð. Veður hamlar sjaldan för, enda er ekki einmitt þessi síbreytilega veðrátta okkar lands viðfangsefni sem gerir útivem og ferðalög svo heillandi? Þórunn Þórðardóttir er hótel fyrir þig Velkominá lSILhótel ÖÍ3K HÓPFERÐABÍLAR - ALLAR STÆRÐIR Ot o SIMAR / 82625 v 685055 r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11.JÚNÍ1988 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.