Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1988, Blaðsíða 8
Óöruggt andartak. Málverk eftir Jóhönnu Kristínu Yngvadóttur frá 1987,190x190sm.
Baðið, olíumynd eftir Grétar Reynisson, 1988, 221x249 sm.
íslenzk sýning
á Sophieholm
essa dagana og fram til 5. október stendur
yfir í Kaupmannahöfn samsýning 10 ungra,
íslenzkra myndlistarmanna, sem Lyngby
Kunstforening stendur að og heitir sýningar-
staðurinn Sopieholm, Nybrovej 401, og er vel
þekktur. Danskur listamaður, Henrik Vagn
Jensen, kom hingað til að velja þátttakend-
ur og stóð Sveinn Bjömsson, listmálari að
valinu með honum. Jafnframt sýnir Sveinn
ný verk sín í öðrum sýningarsal Lyngby
Kunstforening í Hovedgaden 26 í Lyngby.
Lyngby Kunstforening heldur haustsýning-
ar og er þessi sú 28. í röðinni. Á september-
sýningum fyrri ára hefur jafnan verið lögð
áherzla á að kynna unga myndlistarmenn
og forráðamenn listafélagsins vissu, að það
er líf og ijör í myndlist á íslandi. En fyrst
og fremst má þakka Sveini Bjömssyni og
samböndum hans í Kaupmannahöfn, að
þetta boð varð að veruleika.
Þeir sem Henrik Vagn Jensen og Sveinn
völdu, eru eftirtaldir: Myndhöggvaramir
Helgi Gíslason og Páll Guðmundsson, og
málaramir Jón Axel Bjömsson, Helgi Þorg-
ils Friðjónsson, Georg Guðni Hauksson,
Magnús Kjartansson, Tolli (Þorlákur Krist-
insson), Jóhanna Kristín Yngvadóttir og
Grétar Reynisson. Tíunda er Hulda Hákon-
ardóttir, sem sýnir lágmyndir.
í sýningarskrá era myndir af öllum þátttak-
endunum og á forsíðunni er Sveinn Bjöms-
son við einhverskonar myndsköpun í snjó í
Krýsuvík. Fremst í skránni er ljóð eftir Ein-
ar Má Guðmundsson: „Ungi maðurinn á
torginu", þýtt á dönsku, en formála ritar
Guðbergur Bergsson rithöfundur. Fyrstur
er Sveinn Bjömsson kynntur með myndum
og nokkram orðum eftir Braga Ásgeirsson,
en Halldór Bjöm Runólfsson, Aðalsteinn
Ingólfsson og Henrik Vagn Jensen skrifa
stuttar greinar um aðra þátttakendur.
í formálanum segir Guðbergur, að mynd-
listin sé ekki síður fyrir nefíð en augun, þó
fólk hafí almennt ekki gert sér þetta ljóst.
Menn vissu þetta betur áður fyrr, því þá
vora sýningar opnaðar með „femiseringu";
málarinn fór þá lokaumferð yfír myndimar
og þennan dýrlega ilm af femisolíu lagði
fyrir vit sýningargesta og magnaði upp
stemmninguna.
Þessi siður hefur lagst af; málarar femis-
era myndir ekki lengur og lyktin er ekki
sú sama og áður. Sumir mála með akryllit-
um, sem era alveg lyktarlausir og það er
rétt hjá fagurkeranum Guðbergi, að upplif-
unum varð magnaðri, þegar þefskynið fékk
að vera með í veizlunni.
Sýningamar á Sophieholm og Hovedgade
26 munu standa fram til 5. október og er
íslendingum á ferðinni í Kaupmannahöfn
hér með bent á að líta inn.
Gísli Sigurðsson.
Portret eftir Pál Guðmundsson í Húsafelli.
Helgi Þorgils Friðjónsson ásamt einu verka sinna.
M
Lyngby Kunstforening
hefur boðið 10 ungum
myndlistarmönnum að
sýna á Sophieholm og
Sveinn Björnsson sýnir
um leið á öðrum stað,
einnig á vegum
Listafélagsins í Lyngby.
Sveinn Björnsson og málverk hans, Flótti, 1984-88, 200x300 sm.
8