Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1988, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1988, Page 11
Skímarlaug - framhlið á fontí í Útskálakirkju. hann miklu minna, hvemig allt þetta er í raun og vem,“ sagði Sigurður í eftirmæla- grein sinni um Guðjón. Þeir Sigurður skóla- meistari og Ríkarður voru vel kunnugir enda mótaði Ríkarður bijóstmynd hans síðar. Hvað sem þessum tilvitnuðu ummæl- um Sigurðar Guðmundssonar líður er ljóst að vinátta, trúnaður og gagnkvæmur skiln- ingur hefír ríkt milli Ríkarðs, Guðjóns og Ólafs Friðrikssonar á Hafnarárum þeirra. Ríkarður ritar um Ólaf fertugan og greinir frá því hve tíðrætt Guðjóni hafí orðið um Ólaf og gert sér miklar vonir um forystu- hæfileika hans og sigursæla baráttu. Kynnt- ist Ríkarður Ólafí fyrir tilstilli Guðjóns. í þessari grein Ríkarðs kemur fram að hann hneigist mjög til stefnu jafnaðarmanna, enda tók hann sæti á lista þeirra. í myndabók sem bókaútgáfan Norðri gaf út árið 1955 farast Jónasi Jónssyni þannig Lágmynd við Háskólann af dr. Charcot, frönskum vísindamanni, sem fórst með skipi sínu við Mýrar 1936. orð í eftirmála: „Mér eru enn í minni tveir dómar merkra manna, sem höfðu setið fyr- ir hjá Ríkarði Jónssyni. Annar þeirra var Guðmundur Bjömsson. Þegar Ríkarður hafði gert af honum rismynd þá, sem nú er í Alþingishúsinu, sagði landlæknir: „Þú hef- ir sýnt Mona Lísu bros mitt.“ Hinn verk- stæðisgesturinn var aldurhniginn gáfumað- ur, markaður rúnum harðrar lífsbaráttu. Þegar Ríkarður hafði fullgert bnóstmynd þessa manns, sagði öldungurinn: „Eg mundi aldrei hafa leyft þér að gera þessa mynd af mér, ef ég hefði vitað, að þú getur látið syndina endurspeglast í steini.““ Síðan eyk- ur Jónas við þessum orðum: „Þessi mynd- höggvari sýnir manninn eins og hann er, sálartjaldið og sjálfa sálina.“ Fróðlegt er að bera saman bijóstmyndir þær sem þeir Ríkarður og meistari hans, Einar Jónsson myndhöggvari, gerðu af höf- undi þessara ummæla, Jónasi frá Hriflu. Höggmynd Einars stendur við Amarhvol, en mynd Ríkarðs á Laugarvatni. Þar gefst tækifæri til samanburðar með tilvitnuð ummæli í huga. Um meistara sinn Einar Jónsson frá Galtafelli kvað Ríkarður: „verk þín eru gull og gijót en gimsteinn ertu sjálfur." Sumarið 1918 kom hingað til lands dönsk sendinefnd að semja við íslendinga um væntanleg sambandslög við Dani. F.H.J. Borgbjerg, kunnur danskur jaftiaðarmaður var einn nefndarmanna. Hann var á sinni tíð kvæntur Harriet Meyer konu af íslensk- um ættum, Staðarfellsætt. Ríkarður mótaði mynd af Borgbjerg meðan hann dvaldist hér á landi. Auk þess slóst hann í för með þeim Ólafí Friðrikssyni og konu hans Önnu er þau ferðuðust um nágrenni Reykjavíkur að sýna Borgbjerg ýmsa staði. Réðst hópur- inn til uppgöngu á Esju. Ríkarður var léttur í spori og vanur Qallgöngum úr heimahög- um. Borgbjerg sagði vinum sínum frá því að Ríkarður hafí rétt sér hjálparhönd er hann hafði lent í ógöngum á leiðinni á Esju- tind. Sagði hann svo frá að svo traust hefðu tök Ríkarðs verið, að sig sárverkjaði enn eftir handtak hans er hann sagði frá förinni alllöngu síðar. Borgbjerg var þungavigtar- maður. Þeir Borgbjerg og félagar hans Ríkarður, Ólafur og Anna rituðu nöfn sín á blað og skildu eftir í vörðu á fjallinu. Löngu síðar voru þar Norðlendingar á ferð og fundu kveðju þeirra félaga í vörðunni. Alllöngu eftir íslandsdvöl Borgbjergs teiknaði Ríkarður mynd hans. Er myndanna getið í æviágripi Borgbjergs í dönskum heimildarritum og Ríkarður nefndur. Borgbjerg varð menntamálaráðherra í stjóm Staunings. Forsætisráðherra Dana Thorvald Staun- ing lét þess eitt sinn getið að mynd sú er Ríkarður Jónsson mótaði að beiðni Alþýðu- flokksins er hann var hér á ferð í embættis- erindum hafí verið sér til svo mikillar gleði, að hún hafí sætt hann við marga skopmynd er birtust alltaf öðru hveiju í dönskum blöð- um. Fannst honum svo mjög til um mynd þá er Ríkarður gerði að hún bætti honum angur er hann hafði áður haft af kerskni danskra skopmyndateiknara. Þá má geta þess að Verkakvennafélagið Framsókn fékk Ríkarð til þess að smíða skartgripaskrín úr góðviði og skreyta það fagurlega. Var það fært Olgu Stauning, eiginkonu Thorvalds Staunings. Verkakonur töldu sig eiga hauk í homi þar sem Ríkarð- ur var. Hann hafði tekið svari þeirra er þær áttu í harðvítugri kjaradeilu við vinnuveit- endur 1926 er Ríkaiður taldi sýna óbilgimi og skort á mannúð í skiptum sínum við félag þeirra. Var grein Ríkarðs hin skömleg- asta, eins og jafnan er hann tók svari þeirra er hann taldi standa höllum fæti. Sagði Ríkarður í grein er hann ritaði að verkakon- ur hafi slakað til og slegið af kröfum sínum og beri nú atvmnurekendum að ganga til móts við þær og semja. Eigi sé sæmandi að halla rétti þeirra. Fyrir afskipti sín hlaut Ríkarður háðsyrði málgagns atvinnurek- enda, en þakkir verkakvenna. Vert er að minnast þess að Ríkarður lá ekki á liði sínu ef hann taldi sig geta miðl- að þekkingu í listgrein sinni og orðið til þess að vekja áhuga á endurreisn skurðlist- ar. Kristleifur Þorsteinsson á Stóra-Kroppi í Borgarfírði, góðkunnur fræðimaður, ritaði um Ríkarð í fréttabréfum sínum úr Borgar- fírði árið 1928: „Það er eins og hér hafí risið ný alda með komu Ríkarðs að Hvítár- bakka, sem vekur menn til þess að iðka skurðlist sem heimilisiðnað. Á ýmsum bæj- um hafa verið smíðaðir munir með marg- breyttum útskurði og með áletrun. Úr hag- leiksmanna höndum eru slíkir hlutir heimil- ispiýði. Auk þess glæðir allt slíkt smekkvísi manna og hugkvæmni." Ljóst er af frásögn Kristleifs í sama bréfí að hann telur heimilisiðnaði hafa hrakað mjög í héraði á tímabili, og ýmsar þjóðlegar listir verið í þann veginn að glatast, svo sem útskurður í tré og margskonar vefnaður. En svo bætir hann við: „Nú er þetta aftur að vakna til nýs lífs.“ Þau orð ritar hann eftir dvöl Ríkarðs á Hvítárbakka og kennslu hans í skólanum þar. í bréfi sem Kristleifur ritar árið 1942, 14 árum síðar, tilgreinir hann skáld og lista- menn, er hann skipar í ffemstu röð. Þar sitja meðal öndvegismanna, að hans dómi, auk nafnkunnra skálda og tónlistarmanna, „bræðumir Ríkarður hinn oddhagi og Finn- ur listmálari". Teikniskóla rak Ríkarður á tímabili í Reykjavík og námskeið í tréskurði. í hópi nemenda hans voru ýmsir, er síðar gátu sér frægðarorð sem myndlistarmenn, málarar og myndskerar. Má þar nefna Ásmund Sveinsson, Höskuld Bjömsson, Martein Guð- mundsson, Karl Guðmundsson, Guðmund Kristjánsson og Hjört Bjömsson frá Skála- brekku. Til Færeyja fór Ríkarður að fínna frænd- ur og vini árið 1934. Þá eftidi hann þar til tréskurðamámskeiðs, Á fjórða tug Færey- inga sótti námske|hð og var gerður góður rómur að heimsókn Ríkarðá og eflingu list- greinarinnar. Námskeið Ríkarðs var talið sögulegt. Það var hið fyrsta í sinni grein. Auk þess var það talið til tíðinda að meðal nemenda vora tvö þjóðskáld Færeyinga, Simon af Skarði og Mikkjal á Ryggi. Auk ánægjulegra kynna er Ríkarður stofhaði til á námskeiðinu, kynntist hann Djuurhus- bræðram, skáldum Færeyinga og William Heinesen, er síðar hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir sögu sína „Vonin blíð“. En frændur Ríkarðs íjölmennir, af ætt Rikards Longs verslunarstjóra á Eski- fírði, vöktu yfír hveiju fótmáli hans með gestrisni og glöðum hug. Og auðvitað var gamansemin í daglegu föraneyti. í flokki menningarfrömuða þeirra Færeyinga var nefndarmaður einn er hafði ekki orð á sér fyrir gáfur. Sat hann fyrir hjá Ríkarði er hann mótaði mynd. „Fyrst gerði ég auðvitað leirmynd og steypti svo utan um hana form, sem að sjálfsögðu var holt innan. Þá kom einn menntamaður eyjanna til mín, og þeg- ar ég tók formið utan af leirmyndinni skömmu síðar, sagði hann: „Þessi mynd er líkari honum en leirmynd- in.“ „Af hveiju segirðu það?“ spurði Ríkarður. „Hausinn er jú tómur," svaraði hann. Sönghneigð Ríkarðs var rómuð, radd- styrkur hans mikill, röddin djúp og blæfög- ur. Hann var sísyngjandi, hvort sem var við útskurð sinn og iðju marga, á samkomum félaga eða í samkvæmum og heimahúsum. Haraldur Hamar, sonur Steingríms skálds Thorsteinssonar ritaði um Ríkarð í tímarit Þorsteins Gíslasonar, Óðin. Þar segir: „Hann er raddmaður góður og prýðisvel hagmælt- ur. Syngur hann mikið yfír vinnu, og er gaman að taka eftir því, hvemig hann teyg- ir tóninn, léttir og herðir á honum eftir vinnutökunum." Svo virðist sem flestir fé- lagar Ríkarðs og samstarfsmenn hafí verið einkar sönghneigðir og hljómlist og söngur þvf orðið ríkur þáttur, einnig í starfí og tómstundum virkra daga. Stefán meistari hans Eiríksson, hinn oddhagi, var góður söngmaður, söng mikið á vinnustofunni, hafði háan tenór, en Ríkarður barýtón og féll vel að syngja saman. Kona Stefáns, Sigrún Gestsdóttir kom stundum á vinnu- stofuna og bað Ríkarð að syngja fyrir sig. Stefán fékk hann til þess að syngja með sér á samkomum, m.a. hjá Davíð Östlund trú- boða, tengdaföður Maríu Markan. Ríkarður kynnist Agústi Guðmundssyni síðar bónda á Halakoti á Vatnsleysuströnd. Þeir halda konserta flest kvöld á Bergstaðastræti. Síðar hjólar Ríkarður suður á Vatnsleysu- strönd til þess að geta sungið með félaga sínum, svo að kvöldkonsertar þeirra falli ekki með öllu niður. Þegar Sveinbjöm Sveinbjömsson tón- skáld kom hingað til lands sumarið 1919 voru haldnir hér tvennir tónleikar og flutt Sjá nœstu slðu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. SEPTEMBER 1988 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.