Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1988, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1988, Síða 14
Afskipti íslendinga og Norðmanna af trúmálum í Rússlandi egar Rússar minntust þess nú dögunum að þúsund ár hafa runnið sinn veg og ótal snjóar fallið síðan Valdimar leiðtogi þeirra gekk und- ir heilaga skírn, þá spurðu ófróðir og nám- fúsir menn: „Hvað hafa íslendingar og frænd- Þótt Oddur Snorrason eigni Ólafi Tryggvasyni kristnitöku Rússa, þá er frásögnin af skírn Valdimars býsna merkileg. Hinn lærði munkur hefur vafalaust haft ritaða heimild um skírn Valdimars og trúarhvörf Rússa. eftir HERMANN PÁLSSON ur þeirra austan hafs gert í því skyni að styrkja kristni í Garðaríki og öðrum héruð- um á þeim slóðum?" Slíkar spumingar vaka jafnt fyrir almúganum og lærðum sagnfræð- ingum þessa heims, sem einatt eru að svip- ast um eftir nýjum verkefnum og fróðleik svo að þeir hafí jafnan eitthvað fyrir stafni. Hér verður ýmislegt tínt til, en áður en vik- ið er að þætti Húnvetninga í kristnisögu Rússa, er rétt að rippa upp nokkrar glefsur um Valdimar sjálfan. Oddur Snorrason hinn fróði á Þingeyrum segir að Valdimar ætti spákonu að móður og væri kvæntur viturri konu sem hét Allog- ia. Þessi kona telur bónda sinn á að taka norskan svein í fóstur, níu vetra gamlan, Ólaf Tryggvason að nafni. Að tali fomra spekinga gerðist þetta árið 977, og þar dvelst Ólafur síðan þangað til 986. Valdi- mar konungur er ennþá hundheiðinn, þegar Ólafur hverfur vestur á bóginn að leita ör- laga sinna. Oddur getur þess ekki hvar Valdimar hafði aðsetur sitt, en Snorri Sturluson segir bemm orðum að konungur hafi setið í Hólmgarði (sem Danir kalla Novgorod), en þetta er rangt; Valdimar sat í Kænugarði (Kíev). Þetta er ein af þeim villum Heimskringlu, sem Snorri hefur ekki þegið norðan úr Húnavatnsþingi. Áður en Ólafur Tryggvason slæðist austur í Garð- aríki er Sigurður móðurbróðir hans kominn þangað og „hafði svo mikinn metnað af konungi að hann eignaðist af honum miklar eignir og mikil lén“. Sjaldan munu Norð- menn hafa notið öllu meiri sóma í Rúss- landi en á ámm þeirra Sigurðar og Ólafs, enda vom menn þá heiðnir að sið og þekktu lítt til kristni. Ólafur Tryggvason er talinn fyrstur Noregskonunga sem talaði rússn- eska tungu rétt eins og innfæddur, en eftir að hann er farinn úr landi og Valdimar kominn í kristinna manna tölu slettist upp á vinskapinn með Rússum og Norðmönnum. Snorri getur þess, að Eiríkur Hákonarson jarl fór í Austurveg á efsta áratugi tíundu aldar. „En þá er hann kom í ríki Valdimars konungs tók hann að heija og drepa mann- fólkið og brenna allt þar sem hann fór og eyddi landið. Hann kom til Aldeigjuborgar [hún var skammt fyrir sunnan Ladoga-vatn] og settist þar um þar til er hann vann stað- inn, drap þar margt fólk en braut og brenndi borgina alla, og sfðan fór hann víða her- skildi um Garðaríki." Heimild Snorra var ekki af lakara taginu: Bandadrápa Eyjólfs dáðaskálds. Oddur Snorrason þakkar Ólafí Tryggva- syni trúarskipti Valdimars konungs, og eiga Rússar þó örðugt með að leggja trúnað á slíkt. Samkvæmt sögu Odds fer Ólafur til Grikklands, kynnist þar ágætum biskupi, nær prímsigningu, tekur biskup síðan með sér í Rússíam og boðar fóstra sínum kristna trú. Um þann atburð sem Rússar minntust svo fagurlega um daginn farast Oddi orð á þessa lund; „En þó að konungur stæði lengi við og mælti í móti að láta sið sinn og átrún- að guðanna, þá fékk hann þó skilið með guðs miskunn að mikið skildi siðinn þann er hann hafði eða hinn er Ólafur boðaði. Var hann og oft fagurlega áminntur að það var blótvilla og hindurvitni er þeir höfðu áður með farið, en kristnir menn trúðu bet- ur og fagurlegar. Og með heilsamlegum ráðum drottningar er hún gaf til þessa hlut- ar að fulltingjandi guðs miskunn, þá játti konungur og allir me'nn hans að taka heil- aga skím og rétta trú, og varð þar fólk allt kristið." Snorri getur skímar Valdimars konungs að engu. Þótt Oddur Snorrason eigni Ólafi Tryggvasyni kristnitöku Rússa, þá er frá- sögnin af skím Valdimars býsna merkileg. Hinn lærði munkur hefur vafalaust haft rit- aða heimild um skím Valdimars og trúar- hvörf Rússa, enda kemur slík hugmynd heim við aðra vitneskju í ritum Þingeyra- munka, eins og bent verður á síðar. Ein- stætt er að Oddur hefur gert sér ljóst að kristni sú sem Valdimar kynntist árið 988 (eða þar um bil) var komin sunnan frá Mikla- garði sjálfum. En ekkert bendir til þess að Oddur hafí vitað hvenær Valdimar konung- ur snerist til kristinnar trúar. Rússar ættu nú að minnast Odds fyrir ýmsar sakir; kristniþáttur hans um Valdimar og þegna hans myndi þá vafalaust vera tekinn af meiri alvöru, ef Ólafur Tryggvason hefði þar ekki komið við sögu. Oddur Snorrason var mikill áhugamaður um kristni og Austurveg og kemur hvoru- tveggja fram ekki einungis í Ólafs sögu sem mun hafa verið frumsamin á latínu um 1190, heldur einnig $ Yngvars sögu víðförla, sem hann orti einnig á lærðra manna tungu og enn er varðveitt í íslenskri þýðingu. Yngvars saga hefur verið kölluð fyrsta gerska ævintýrið, og segir þar af sænskum höfðingja sem heldur í Austurveg og er þó enn lítt af bamsaldri; hann sækir heim Jar- isleif Valdimarsson konung og dvelst með honum þijá vetur að nema þær annarlegu tungur sem þá gengu um austurlönd. Nú kynnist Yngvar þrem fljótum sem féllu úr austurátt og var eitt þeirra mest. Honum leikur munur á að vita hvar miðáin kemur upp en engin getur frætt hann um það, svo að hann siglir upp ána óralanga leið að leita lausnar á þessu mikla vandamáli. Eftir mörg ævintýri kemst hann á leiðarenda og snýr þá við, en deyr áður en honum auðn- ast að komast heim aftur til Garðaríkis og Svíþjóðar. Þótt ungur væri að árum, þá lét Yngvar eftir sig einn son sem hét Sveinn, og tókst hann á hendur annan leiðangur í austurátt, kynnist þar vinkonu föður síns, Silkisif drottningu, og gengur að eiga hana, enda tekur hún kristni. Hún lætur reisa kirkju og fær biskup til að vígja hana. „í hvers nafni viltu, drottning, láta vígja'kirkj- una?“ Hún svarar: „Til dýrðar heilögum Yngvari konungi, þess er hér hvílir, skal þessa kirkju vígja." Biskup svarar: „Hví viltu svo drottning?" Eður hefur Yngvar jarteiknum skinið eftir dauða sinn? Því að þá eina köllum vér helga er þá skína jar- teiknum er líkamar þeirra eru í jörð grafn- ir.“ Hún svarar: „Af yðrum munni heyrða eg að meira væri verð fyrir guði staðfesti réttrar trúar og vani heilagrar ástar en dýrð jarteikna. En eg dæmi, sem eg reyndi, að Yngvar var staðfastur í heilagri ást við guð.“ Vitaskuld ber guðfræði Silkisifjar sig- ur af hólmi, og einhvers staðar langt í austri, sennilega fyrir austan Rússland, stóð Yngvarskirkja í allri sinni dýrð, vígð Yng- vari sjálfum og öllum helgum mönnum. Engin tilviljun mun.það vera að Oddur Snorrason skráði ftásagnir af Ólafi Tryggvasyni og Yngvari Eymundarsyni: báðir mega þeir teljast kappar Krists, yfír báðum bregður nokkrum helgiljóma, og báðir voru þeir býsna dijúgir ferðamenn; þeir áttu samskipti við Rússa; Eymundur faðir Yngvars var landvamarmaður Jari- sleifs, rétt eins og Ólafur varði ríki Valdi- mars föður hans á sínum tíma; það er því ekki undarlegt að Jarisleifur konungur tek- Áhríf erfiðra líkamsæfinga á frjósemi kvenna Strangar líkamsæfingar geta komið í veg fyrir þungun, en kannanir hafa leitt í ljós, að þær hafa ekki áhrif á fijósemina þegar til lengdar lætur. Líkamsþjálfun getur Iétt af manni dmnga, komið í veg fyrir mæði, þegar maður gengur upp stiga og það sem meira máli skiptir, dregið úr líkum á því, að maður fái hjartaáfall. En það sem nýlega hefur heyrzt um líkamsþjálfun er uggvænlegt. Nýjar rannsóknir benda til þess, að reglu- bundnar og erfiðar líkamsæfingar hafí áhrif á fíjósemi bæði kvenna og karla, sem þær iðka. Margar íþróttakonur fá óreglulegar tíðir og hjá sumum stöðvast eggmyndun með öllu. En þessar breytingar í sambandi við fíjó- semina virðast ekki vera svo kvíðvænlegar. Á ráðstefnu vísindamanna i Bandaríkjunum í febrúar sl. var það álit manna, að breyting- amar sýndu aðeins eðlilega aðlögun líkam- ans að ströngum æfingum, eins og íþrótta- fólk hefur grunað lengi. Þetta er skynsam- leg þróun — fíjósemi er ekki af hinu góða á tímum mikils álags á líkamann eða hung- ursneyðar. Það er einnig rökrétt þróun, að breytingamar hafa sinn gang, eru tíma- bundnar og það er ekki ástæða til að hafa áhyggjur af þeim, svo fremi sem ekki er um læknisfræðilegt vandamál að ræða. Dr. Tenley Albright, vísindamaður við Harvard- háskóla, sem vann gullverðlaun í listskauta- hlaupi á Ólympíuleikunum 1956, segir: „Mjög strangar líkamsæfíngar geta gert það að verkum, að konur geti ekki orðið þungað- ar, en kannanir okkar hafa leitt í ljós, að þetta hefur engin áhrif á fijósemina, þegar til lengdar lætur.“ Menn greinir mjög á um það, af hveiju slíkar breytingar eigi sér stað. Sumir vísindamenn telja þjálfunina valda þeim, en aðrir segja að það sé ekki þjálfunin, heldur megurðin, sem komi af tíðri áreynslu. En hver sem orsökin er, þá er það oft svo um stúlkur, sem stunda líkamsþjálfun af mikilli ákefð fyrir kynþroskaaldur, að þær byija seint að hafa á klæðum. Rose Frisch, líffræðingur við Harvard, komst að þeirri niðurstöðu eftir könnun sína á högum 38 sundkvenna og hlaupara við háskólann, að fyrir hvert ár, sem þær stunduðu þjálfun í íþróttum, hefði upphaf tíða tafizt um fimm mánuði. Könnunin leiddi einnig í ljós, að þjálfun ylli truflunum á tíðum kvenna, eftir að þær voru orðnar kynþroska — mörgum fannst, að það sem orðið var reglubundið hefði orðið óreglulegt og sumar hættu að hafa tíðir. Þar sem óttast var, að slíkar breytingar gætu haft slæm áhrif á fijósemi könnuðu þau Frisch, Albright og fleiri aðstæður hjá stærri hópi íþróttakvenna og tóku saman hve mörg böm þær hefðu eignazt. Þau spurðu 2.622 konur á aldrinum 21—80, sem flestar höfðu stundað keppnisíþróttir í há- ■-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.