Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1988, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1988, Blaðsíða 15
ur við Yngvari með mikilli sæmd. Yngvar lést árið 1041 að tali sögunnar og Þingeyra- annáls (sem sumir kalla Konungsannál), og er þá liðin meira en hálf öld frá því að Valdimar tók kristni. Nú telja sumir að kristnitaka Rússa hafi raunar gerst ári síðar, enda verður henni minnst í Bretlandi árið 1989 með því móti að þá koma út í enskri þýðingu þær Yngvars saga víðförla og Eymundar saga, en hún fjallar um norskan víking, Eymund Hringsson frá Hringaríki, sem fer austur í Garðaríki og gerist landvamarmaður Jarisleifs Valdi- marssonar konungs í Hólmgarði. Einsætt er að höfundur Eymundar sögu hefur ekki skóla, um fjölskyldustærð og bára saman svör þeirra og 2.776 kvenna, sem ekki höfðu iðkað slíkar íþróttir. Niðurstöðumar vora að sögn Albrights: Enginn munur. En vissulega geta íþróttaiðkanir haft neikvæð áhrif á frjósemi. Læknar leggja til, að íþróttakonur, sem gengur erfiðlega að verða bamshafandi, sleppi erfiðum æf- ingum um skeið. En hitt er umdeildara, hvort rétt sé að íþróttakonur, sem ekki era að reyna að verða þungaðar, en verða fyrir tíðartraflunum af völdum líkamsæfinga, hljóti læknismeðferð af þeim sökum. Sumir sérfræðingar mæla með kvenkynshormóna- gjöf til að koma tíðunum í eðlilegt horf á þeirri forsendu, að áframhaldandi óregla á þeim gæti valdið rýmun beina. Enginn tíða- hringur tákni ekkert estrogen, sem aftur tengist beingisnun. Aðrir sérfræðingar, og þ. á m. Harvard-hópurinn, segja, að íþrótta- iðkanir geri meira en að vega uþp á móti minnkun estrogens með aukningu efna í beinum. Ahrif íþróttaiðkana á fijósemi karla hafa ekki verið eins vel könnuð. Þær kannanir, sem gerðar hafa verið, benda þó ekki til neinna vandkvæða af þeim sökum að geta böm. Vísindamaður, sem unnið hafði að slíkum rannsóknum, kvaðst ekki hafa spurt viðmælendur sína um kynhvötina. „Mönnum er svo gjamt að ýkja um getu sína hvort sem er,“ sagði hann. Sérfræðingar eru nokkum veginn sam- mála um, að íþróttaiðkanir hafi slíka kosti, þegar til lengri tíma er litið, að þeir séu miklu þyngri á metunum en nokkrar tíma- bundnar hliðarverkanir. einungis hagnýtt sér Yngvars sögu víðförla heldur einnig Lífssögu Ólafs helga eftir Styrmi Kárason prest. Um þessa sögu hefur snillingurinn Robert Cook skrifað merkilega ritgerð, en áður höfðu Rússar gert sér mik- inn mat úr Eymundar sögu, og er þó ýmsu logið þar og öðram hlutum saman blandað. Þegar Oddur Snorrason stundar ritstörf sín í klaustrinu á Þingeyram er þar einnig annar maður sem bregður ljóma yfir hún- vetnskar menntir um þessar mundir. Hann hét Gunnlaugur Leifsson (d. 1219) og orti bækur á latínu eins og reglubróðir hans, og era þó framsamin verk hans einungis til í þýðingu: Jóns saga helga, Þorvalds þáttur víðföria og Ólafs saga Tryggvasonar (brot). Á hinn bóginn lét hann sig ekki muna um að snara Merlínusspá úr latínu; þýðing Gunnlaugs er undir fornyrðislagi og gerð af mikilli snilld. Gunnlaugur_ á það sam- merkt með Oddi að skrifa um Ólaf Tryggva- son, sem vann mikið afrek að hyggju Odds: „En þessi era heiti landa þeirra er hann kristnaði: Noregur, Hjaltland, Orkneyjar, Færeyjar, ísland, Grænland." En Gunnlaugur lét sé ekki nægja að fjalla um Ólaf konung heldur þótti honum- skylt að minnast þeirra manna sem fyrstir Húnvetninga þágu kristni, en það vora þeir Máni hinn kristni á Holti á Ásum og Þorvald- ur Koðránsson frá Giljá. Störf Gunnlaugs heima á íslandi era alkunn, enda á bráðlega að minnast þeirra eins og skylt er. En hitt mun hafa liðið úr minni flestra Húnvetninga að Þorvaldur frá Giljá átti nokkum hlut í því að gera Rússa að betri og kristnari mönnum en ella hefði orðið. í Kristnisögu segir svo frá ævilokum Þorvalds: Þeir Þorvaldur Koðránsson og Stefnir Þorgilsson fundust eftir hvarf Olafs kon- ungs (Tryggvasonar). Þeir fóra báðir saman víða um heiminn og allt út í Jór- salaheim og þaðan til Miklagarðs og svo til Kænugarðs hið eystra eftir Dnjepr. Þorvaldur andaðist í Rússía skammt frá Palteskju (þ.e. Polotsk), þar er hann graf- inn í fjalli einu að kirkju Johannis bapt- istæ og kalla þeir hann helgan. Svo segir Brandur hinn víðfðrli: hef g þar komið er Þorvaldi Koðránssyni Kristur hvíldar lér. Þar er heilagur grafínn í háfjalli upp í Drafni að Jóanskirkju. Gröf Þorvalds er löngu týnd, og Palt- eskjubúar muna nú ekki lengur, hvar moldir hins helga manns era geymdar. Um Brand hinn víðförla er fátt vitað nema það sem ráðið verður af vísutetri hans: maðurinn hefur komið til Rússlands og vitjað grafar ferðmanns frá Giljá; hitt er einnig augljóst að Brandur hefur verið eitthvert lélegasta skáld þjóðarinnar fyrir 1200, þótt honum tækist að koma býsna miklum fróðleik fyrir í fáum vísuorðum. Þorvaldur viðförli, Brandur víðförli, Yngvar víðförli, Eiríkur víðförli (sem Eiríks saga er af) og ekki má gleyma Oddi víðförla og Herkúlesi víðförla í fom- um sögum. Brandur getur þess ekki hinn víðförli hverja leið hann fór til Rússlands. Fór hann fyrst tii Miklagarðs og síðan fyrir Svartahaf og upp eftir ánni Dnjepr eins og Þorvaldur gerði? Eða valdi hann sér sömu leið og ýmsir Svíar tóku: þvert yfír Eystrasalt og síðan eftir vatnaleiðum Rússlands eð skipaburði milli fljóta? Ella fór hann þá leið, sem vikið er að í fom- skrá einni: Af Jótlandi er fæti farið um Saxland og Frakkland, um Langbarðaland til Rómaborgar. Af Saxlandi er farið fæti til Ungaralands, og þaðan hvort er vill í Garða austur eða út í Grikkland til Miklagarðs borga og svo til Jórsala. Ekki virðast Noregsmenn hafa lagt jafn dijúgan skerf til rússneskrar kristni og ís- lendingar, enda er ástæðulaust að trúa Oddi Snorrasyni um trúboð Ólafs Tryggva- sonar þar eystra. Þó hafa Norðmenn unnið afrek, sem ekki skal úr minni líða. í langri harmsögu af flóttamönnum austan að, skipa Normenn sérstakan heiðurssess, því að þeir vora fyrstir allra þjóða á Vesturlöndum að líkna slíku fólki. Hér skal vitna í Hákonar sögu gamla eftir Sturlu Þórðarson í skrá jifír velgerðir konungs: Til hans komu margir Bjarmar er flýið höfðu austan fyrir ófriði Tattara, og kristnaði hann þá og gaf þeim þann fjörð er Malangur heitir. Sturla getur þess ekki berum orðum hve- nær Bjarmar flýðu fyrir Tötturam, en þó er hægt að geta sér til um slíkt. Sumarið 1251 fóru sendimenn Hákonar austur til Garðaríkis á fund Alexanders konungs af Hólmgarði. „í þann tíma var ófriður mikill í Hólmgarði. Gengu Tattarar á ríki Hólm- garðskonungs." Skömmu síðar flýr Andrés konungur af Súrdölum (þ.e. Suzdal) vestur undan Tötturam og lendir þá í Svíþjóð. Vel má vera að hér sé um sama ófrið að ræða og þann sem olli flótta Bjarma til Noregs, þótt að vísu sé dijúgur spölur frá Hólm- garði norður til Bjarmalands ella frá Súrdöl- um útnorður þangað. En hvað sem missera- tali líður, þá má það heita merkilegt smáat- riði í sögu hins hijáða heims, að Hákon gamli skyldi ekki einungis veita flóttafólki frá Bjarmalandi dvalarleyfí í köldum Mal- angursfirði norður í Finnmörk, heldur einn- ig kristna þá um leið. Þó þykir sumum mið- ur að Bjarmar þessir töpuðu þá Jómala, hinu göfuga goði sem Þórir hundur rændi forðum eins og frægt er af Ólafs sögu hins helga. Höfundur er prófessor við Edinborgarháskóla Meiriháttar moldviðri Sandur frá vesturströnd Afríku sópast í stórum stíl yfir Atlantshaf til Suður-Ameríku Eins og kunnugt er eiga velflestar þjóðir Afríku við hin margvísle- gustu, torleyst vanda- mál að stríða, en þó tekur fyrst steininn úr að því er varðar Máret- aníu — allstórt land á vesturströnd Afríku: Þar er svo komið, að landið sjálft er að takast á loft og er á góðri leið með að þyrlast á haf út, þar sem það dreifist vitt og breitt um botn Atlantshafs og jafnvel vestur í Karíbahaf og um austurströnd Suður-Ameríku. Máretanía Á Hverfanda Hveli Á undanfömum fjórum áram hafa gífurlegir sandstormar heijað þetta land og stendur sand- og moldarstormurinn yfír að jafnaði 80 daga ár hvert. Mynd- ir, sem teknar hafa verið með gervihnött- um af landinu, leiða í ljós, að hundruð milljóna tonna af jarðvegi þyrlast út í veður og vind árlega frá Máretaníu, og fær þar enginn við neitt ráðið. Öflugir stormar þyrla sand- og moldarrykinu hátt í loft upp og bera það út yfir Atl- antshaf, jafnvel alla leið vestur í Karibíska haf og til Suður-Ameríku. Orsakir þessa válega vandamáls era því miður líka allt of augljósar, ef litið er á landabréfíð. Máretanía er hluti af svokölluðu SaAe/-belti, rétt sunnan við Sahara, og hafa langvarandi þurrkar heijað landið mjög á síðustu áram; samtímis gerist það, að eyðimerkursvæð- in í Sahara taka að teygja sig stöðugt lengra suður á bóginn. Það reynist hins vegar mun erfiðara að finna einhveija viðhlítandi lausn á þeim mikla vanda, sem þetta hraðvirka örfok veldur. Það eru þó fleiri Afríku- og Asíulönd, sem eiga við gífurlegan uppblástur og gróðureyðingu að stríða, og hefur sumum þeirra eins og t.d. hinni olíuauðugu Sádi-Arabíu tekizt einstak- lega vel að hefta uppblástur og stöðva framrás og útbreiðslu eyðimerkursvæða. í Máretaníu horfa málin þó öðravísi við, því að gróðurlendi landsins hafði um skeið verið á hröðu undanhaldi, áður en þurrkaárin og sandstormaplágan skall á með fullum þunga. Máretönum hefur fjölgað mikið á undanförnum áratugum, en fólksíjölgunin hefur svo aftur leitt til þess, að landsmenn hafa stundað rán- yrkju og stórlega ofboðið jarðveginum á hefðbundnum akuryrkjusvæðum lands- ins. Þegar olíuverð tók að hækka upp úr öllu valdi í byijun síðasta áratugar, kom verðhækkunin hvað þyngst niður á fátækum löndum og vanþróuðum eins og Máretaníu. Til þess að afla sér eldivið- ar, réðst landslýður skipulagslaust og hömlulítið á skóga og kjarrlendi og skildi þessi svæði eftir nakin og vamarlaus fyrir uppblæstri. Vindar og viðvarandi þurrkar hafa síðan verið ráðandi afl í þessum landshlutum og jarðvegurinn bókstaflega skóflast burt. HungursneyðOg ÚRRÆÐALEYSI Eftir því sem gróðurfari í Sahel-belt- inu í norður- og austurhluta Máretaníu hnignar og jarðvegurinn þyrlast upp í háloftin, hafa æ fleiri sauðfjárbændur og nautgriparæktendur á þessum slóðum orðið að hætta búskap, hafa flosnað upp og flutt með skylduliði sínu til borga og bæja landsins í von um einhveija viðun- andi afkomu í þéttbýlinu. Þessi öfug- þróun hefur enn stórlega aukið þann vanda, sem við er að glíma í Máretaníu. í höfuðborg landsins, Nouakchott, voru bæjarbúar árið 1960 einungis um 20.000; núna er borgin með um það bil 350.000 íbúa. Önnur afleiðing sand- stormanna og jarðvegseyðingarinnar er ört vaxandi vannæring meðal lands- manna, og er álitið að þriðja hvert máret- anskt bam þjáist af vannæringu og hörg- ulsjúkdómum. Sand- og moldarstorm- amir era svo öflugir og mettaðir ryki, að þeir era nánast einsog mörghundrað metra háir veggir til að sjá. Moldarbylj- imir geta stöðvað alla umferð á jörðu niðri, komið í veg fyrir að unnt sé að fljúga milli staða og traflað fjarskipti. Þá óttast menn mjög, að hið gífurlega rykmagn sem stöðugt er í loftinu, eigi sinn þátt í þvi að viðhalda þurrkunum. Veðurfræðingar víða um heim era mjög teknir að velta því fyrir sér, hvort þurrkamir í Sahel-beltinu séu varanlegt ástand eða hvort vænta megi þess að aftur taki að rigna þama á þessum slóð- um og endi verði bundinn á ríkjandi hörmungarástand. Úr US News & World Report. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. SEPTEMBER 1988 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.