Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1988, Qupperneq 17

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1988, Qupperneq 17
Moskva Husseins í Amman Séð yfir baðstrandarbæ- inn Aqaba. Jórdanía í vetraríríi Hvað býður Jórdanía ferðamannínum? Yfir eldin- um í tjaldi Bcdúínans. Séð yfir Jerash, hringtorgið og leikhúsið. á Norðurlandabúar, sérstak- lega Finnar líta í vaxandi mæli til Jórdaníu sem áfangastaðar að vetrarlagi. Jórdania er áiangastaður, sem er lítt þekkt- qr hjá íslenskum ferðamönn- um. Margir tengja landið eflaust við ólguna, sem ríkir í nágrannalöndunum - aðrir sjá fyrir sér tilbreytingarlausa eyðimörk, en Jórdanía kemur ferðamanninum skemmtilega á óvart - hvað öryggi snertir - hvað gróðursæld er víða mikil - hvað margt er að sjá og skoða í þessu ævafoma biblíulandi, sem sagt er að hafi gengið í gegnum 12 menningarstig - og sólin er næstum ömgg. Góður flugvélakostur Ríkisflugfélag Jórdaníu - Royal Jordanian Airlines - flýgur frá Kaupmannahöfn í nokkurra mán- aða gömlum, glæsilegum „Air- bus“-breiðþotum. Frakkar hanna innri búnað „Airbus" og Þjóðveij- ar sjá um tæknibúnað, en þotan er evrópsk og byggð til að keppa við hina amerísku „Boeing“-þotu. Jórdanir áætla að vera komnir með 30 slíkar vélar í kringum 1990. Flugvélinni er skipt í þtjú farrými: Almennt-; viðskipta- og fyrsta farrými - öll með breið og þægileg sæti. Þjónustan er frá- bær, enda - eins og talsmaður flugfélagsins sagði: „Samkeppnin á milli flugfélaga er komin út í það, hver er með besta matinn og bestu þjónustuna"! Nýja flugstöðin ber nafii Alíu drottningar Millilent er í Frankfurt, þar sem vélin fyllist af sólþyrstum S- Evrópubúum á leið í frí. Flugleið- in er sýnd á tjaldi og skuggi vélar- innar sést hreyfast eftir landa- korti, en eitthvað eru hlutföllin brengluð, þar sem litla. eyjan í Norðrinu nær allt að helmingi Evrópu að stærð! Sveigt er úr leið til að fljúga ekki yfir lofthelgi ísraels og lent mjúklega á Alía- flugvelli í Amman, höfuðborg Jórdaníu, en ný flugstöð ber nafn Alíu, fyrrum drottningar Jórd- aníu, sem fórst í flugslysi fyrir 10 árum. Áður en gengið er í gegnum tollskoðun, þurfa allir að fá vegabréfsáritun, sem gengur fremur fljótt fyrir sig og kostar smápening.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.