Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1988, Side 2
s
EN GILS AXNESK
SUPAITUNNUM
Múkkinn er fyrsta
skáldsaga Eyvindar P.
Eiríkssonar og er
nýkomin út. Hann hefur
gefið út tvær ljóðabækur
og eina párbók, þar orðar
hann orð, tilfinningar og
hugsun. Eyvindur er
bæði leikinn við orð og
leikinn á orð. Hann
þekkir orðin, hefur
starfað með þeim í mörg
ár sem málfræðingur,
kennt þau uppá töflu,
sagt frá þeim í útvarpið,
gefið þeim frístundir
sínar sem höfundur. Nú
hefur hann snúið sér
alfarið að ritstörfum,
setur saman hugmyndir
og orð í stórar bækur.
Eyvindur P. Eiríksson rithöfnndur. - „Einhver vonminnsta útgerð sem til er.
Maður hefiir engan kvóta“.
etta er sjómannasaga, gerist á togara. Þetta
er ekki lýsing á togarasjómönnum sem slíkum
heldur á ákveðnum mönnum sem eru í þessu
umhverfi. í gamla daga var ég stundum á sjó
og gutla við það enn að sigla og fara á trillu.
Rætt við EYVIND P.
EIRÍKSSON í tilefni
nýrrar skáldsögu hans.
Eftir KRISTÍNU
ÓMARSDÓTTUR
Ég þekki_ lyktina af sjónum. Það er nefni-
lega stór spuming hvort maður getur skrif-
að _um þetta efni utan frá.
Ég nota efni sem ég hef geymt og nýtt
dálítið í smásögur. Mig Jangaði til að gera
eitthvað meira við það. Ég var að vísu ekki
nema u.þ.b. ár á togurum en ég var svo
heppinn að vera með alls konar mönnum
og samsettum mönnum, — alvörufólk er
samsett. Ég komst ekki burt frá þessu, efn-
ið elti mig. I fyrra tók ég svo þessi brot sem
ég átti og skrifaði út frá þeim.
Við eigum sjómannasögur. Skrifaðar með
fullri virðingu fyrir sjómönnum og af al-
vöru, og svo líka sögur um og eftir stráka
sem koma úr skóla, fara á sjó, þennan erf-
iða vinnustað, og verða þeim degi fegnastir
þegar þeir sleppa í land og hætta. Sjómenn
nú á tímum skrifa lítið sjálfir en við eigum
bækur eftir eldri sjómenn. Mig langaði til
að skrifa um þetta efni, heiðarlega.
Ég er alinn upp í sjómannaumhverfi vest-
ur á fjörðum svo að umhverfíð er mitt. En
þetta er framandi fyrir marga sem skrifa.
Þeir eru fæstir á sjó og hafa sjaldan eytt
löngum tíma á þeim slóðum. Að lýsa sjó-
mennsku án þess að hafa reynslu þaðan,
ég er ekki viss um að það sé hægt. Það er
þægilegra að lýsa brúarvinnu eða bygginga-
vinnu, auðvelt að sjá og ímynda sér hvernig
slík vinna fer fram. Maður eins og Halldór
Laxness, sem lítið hefur unnið við annað
en skriftir, hann hefur getað skrifað um
alls kyns störf, hann er skarpur áhorfandi.
En hann hefur aldrei lýst verkum sjómanns-
ins. Salka Valka er sjómaður og bókin ger-
ist í sjávarþorpi, þar sem allt er í físki og
úr físki, en sagan endar alltaf á bryggj-
unni, hún fer aldrei lengra.
Heimur sjómannsins er erfiður. Hann er
rammlokaður þegar komið er á haf út, já
strax og leyst er. Heimur togara — 30
manns kannski — þetta er kjörið viðfangs-
efni fyrir höfund og býður upp á margt;
heimur sem lifir í sjálfum sér allt að mánuði
í einu. Ég held að sá maður sem hefur ekki
kynnst þessum heimi geti ekki skrifað um
hann.
Ég nota gömlu togarana, síðutogara, ég
þekki þá helst. Þar voru menn óvarðir, ber-
skjaldaðir og háðir náttúruöflunum. Þeir eru
aðeins skýldari á skuttogurunum. Sterkur
þáttur í sögunni, og það sem myndar ramma
hennar um leið, er umhverfið, sjórinn, skip-
ið, veiðarfærin. Þetta sterka umhverfi sem
menn eru í, Norður-Atlantshafíð, sem er
ekkert grín. Sannkallað náttúruafl. Mér er
sagt að miklu verra sé að lenda í vitlausu
veðri á Atlantshafínu en á Kyrrahafmu,
aldan þar sé breiðari, hún brotnar fyrr á
Atlantshafínu. Það er þess vegna hafíð sem
er stór liður og svo þessi stóra tækni sem
menn eru með í höndunum. Einn fingur af,
það taldist varla til tíðinda á gömlu togurun-.
um.
Á íslandi er það gömul venja að sækja
mjög stíft. Sóknin hér er gífurlega hörð.
Menn eru oft úti í veðri sem enginn ætti
að vera úti f. Og það þýðir að menn eru oft
að vinna við ómanneskjulegar aðstæður.
Þetta eru snillingar, þess vegna lifa þeir
flestir af, og þó aðeins menn.
Þetta er bók um strákana, sjóinn, skipið
og fuglinn, fuglinn sem fylgir sjómönnunum,
bæði í þessari bók og í alvörunni.
Fyrsta skáldsaga mín — nýja bókin er
raunar önnur skáldsagan sem ég skrifa —
var saga með pólitískum boðskap, skrifuð
fyrir unglinga handa fullorðnum. Hún fékkst
ekki gefin út, rauðu pennamir sögðu mér
að boðskapurinn yfirgnæfði söguna. Það er
bull. Sagan sjálf er. boðskapur. Án hans
væri engin saga.
Hún fjallar um hættu smáþjóðar á að
verða gleypt, í heilu lagi, eða í pörtum. Ha?
Stórþjóðir eru alltaf að gleypa smáþjóðir
og íslendingar era ekki á sérstöku smáþjóð-
arleyfí frá Guði. Ekki mér vitanlega.
Stórveldi era hrikalegir valtarar, fara
yfir smáþjóðir, hvort sem þar búa tvö þús-
und eða tvö hundruð þúsund eða tvær millj-
ónir manna. Um leið eru tungumál og menn-
ing eyðilögð, og heimurinn verður einni
menningarheildinni og einu tungumáli fá-
tækari. Það er slæmt. Því menning hverrar
þjóðar er merkileg. Menning lítillar þjóðar
er jafn merkileg og stórrar, kannski merki-
legri, því að menning stórþjóðar, sem hefur
efni á að moka henni út um allan heim, hún
verður einhæf, hlýtur að fletjast út, þynnast.
Ég held fram þeirri kenningu, að fólk sé
heimskt í öfugu hlutfalli við stærð þjóðar
sinnar. Líklega era Færingar greindasta
þjóð S heimi, ásamt Grænlendingum og Söm-
um. Við erum líka ansi gáfuð, eins og við
vitum öll. Fólk af stórþjóðum komið talar
oftast bara eitt tungumál og trúir ekki að
aðrar tungur séu aivöru tungumál, S augum
þess er bara ein tunga í heiminum. Fyrir
okkur smáþjóðarmenn er vissulega eitt
tungumál merkilegast, okkar eigið, en við
neyðumst til að kunna önnur og við vitum
að hver tunga er bundin sérstakri hugsun
og við tökum þvi meira tillit til annarra.
Stórþjóðimar taka ekki tillit til tungumála
annarra. Danir, t.d., hafa þurft að taka til-
lit til stærri þjóða allt í kringum sig, tala
þýsku við Þjóðveija, ensku við Breta. Danir
eru heldur ekki áberandi heimskir, þótt þeir
hafí á stundum reynt að vera með stórveldis-
rembing.
Ég er ekki á móti því að við læram er-
lend mál, alls ekki, reyndar sjálfur með
háskólapróf S ensku, en ef það heldur á, að
bömin læri ensku í sjónvarpinu um leið og
þau læra móðurmálið, já og með popptext-
unum, þá verður ekki töluð Sslenska á þessu
landi eftir þijár kynslóðir, nema kannski á
sautjánda júni, í mesta lagi eftir hádegi á
sunnudögum.
Og svo er þetta erlenda sjónvarps- og'
kvikmyndaefni einhæfur óþverri, mestan
part. Ekki veit ég hvort það er gott eða
vont fyrir málið okkar. En við fáum bara
að hafa einn einasta glugga opinn út og
hann þröngan, og inn um hann fennir þessu
eilSfa froðusnakki með rusli. Það brandara-
kalla þeir frelsi. Auðvitað eigum við að opna
fleiri glugga. Ellefu ára krakki veit efalaust
meira um ameríska ást og ameríska afbrýði
og amerískan skepnuskap, bankarán og
iystisemdir á millasnekkjum en það, hvaða
þjóðir búi í Evrópu. Eru það eplin eða kart-
öflumar sem vaxa á tijánum? Aðalmálið er
það, að við þurfum tíma til að melta öll
áhnfin.
Á örskömmum tíma hefur orðið kúvend-
ing í sjónvarpsmálum þjóðarinnar og við
höfum tekið útlensk útvarpsbyigjufyrirbæri
og gert að okkar. Ný tækni, nýjar nýjung-
ar, nýjustu nýjungarnar á hveijum degi.
Við ráðum alveg við þetta, en ekki allt í
einu lagi. Við gleypum ekki súpuna sem
heilan pott $ einu. Við tökum hana inn í
skeiðum. Engilsaxneskt sjónvarpsefni kem-
ur til okkar í tunnum, og alltaf sama súp-
an, og alltaf sama kryddið. Ég-vil ekki að
bömin mín drakkni í amerísku súpugutli.
Við þurfum góðan tíma til að melta þetta,
til að leyfa tungunni að laga sig að öllu
þessu nýja. Það höfum við gert fram að
þessu með ágætum árangri, lifandi máli og
sífersku. Við verðum að halda því áfram.
Það sem drepur smáþjóðir, það er þegar
erlend menning og ný tækni dembist yfir
þær og þær fá ekki tíma til að aðlaga sig.
Mannlegt mál, já móðurmálið, er stórkost-
legt fyrirbæri og á mjög djúpar rætur í
okkur, er í öllum athöfnum okkar, hugsun-
um, draumum, alls staðar er það, málið
okkar. Og tungumálið túlkar alltaf þann
raunveraleika sem það þarf að túlka. Það
er misskilningur, að einhver mannleg tunga
sé svo stirð og „framstæð að hana vanti
hæfnina til að túlka nýja tækni og nýja
hugsun. Sérhver tunga lagar sig að nýjum
lífsháttum og breytingum. Ef hún fær tíma.
Mér finnst ég vinna prósa af meiri alvöra
en ljóðin. Mér hættir til að vera að skemmta
sjálfum mér með ljóðunum, orð og stök
kalla ég þær afurðir mínar oftast, reyndar.
Ég byijaði að fást við þetta ungur. í mennta-
skóla reyndi ég að skrifa texta en ég gat
það bara ekki. Ég var svo að krota ljóð
meðan ég var að bíða eftir því að geta skrif-
að prósa. Það era ekki nema svona tíu til
fímmtán ár síðan mér fannst ég hafa þroska
til að skrifa stærri verk, — eða geðheilsu.
En ég hef ekki getað skrifað mikið síðan
því að ég hef verið að vinna þann tíma.
Hálft annað ár hef ég einbeitt mér að skrift-
um og nú vil ég helst ekki gera annað en
skrifa, og geri það meðan ég get.
Ég fór að nema íslensku 1970, langaði
alltaf í hana en taldi mig ekki hafa efni á,
þegar ég kom úr menntaskóla, námið var
svo langt, 7—8 ár. Svo ég tók fyrst BA í
ensku og dönsku. Á þessum tíma treysti
ég mér enn ekki til að skrifa, íslenskunám-
ið varð fyrir valinu og ég sé ekki eftir því.
Ég tók cand. mag.-próf og var að vinna
fram til 1987. Þá var ég búinn að kenna
við háskólann og menntaskóla og vera sjö
ár íslenskur lektor í Helsinki og Kaup-
mannahöfn. Áður en ég kom heim undirbjó
ég eftir föngum fjárhagslega að leggja út
í skriftir. Það er einhver vonminnsta útgerð
sem til er. Maður hefur engan kvóta. Maður
kaupir skip og veiðarfæri, gerir allt klárt,
leggur í hann... eftir kannski árs vinnu
að verki er svo enginn kvóti. Engin útgáfa,
engir peningar. Ég hef verið að semja við
fyrirvinnuna og vona að þeir samningar
haldi.
Núna, sem sé, það sem er framundan,
a.m.k. næstu ár, er vinna við skriftir. Ég á
efni f mörg verk. Svo er að sjá hvað maður
getur haldið útgerðinni lengi á floti.
Höfundur er í bókmenntanámi við Háskóla is-
lands.
I