Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1988, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1988, Page 6
Hannes Pétursson — Sjá Klukkukvæði á bls. 7. John Speight. Ljósmyndir: Guðmundur Kr. Jóhannesson. Einar Hákonarson — Sjá málverk um Klukkukvæði á forsíðu. M u R N M A M U M M 1 S L E N S K U H L J M o M S V E 1 T A R 1 N N A R 1 TÓNLISTIN BREYTIST MEÐ TÍÐARANDANUM g reyni að skynja formið sem felst í ljóðinu, formið er veigamikill þáttur. 0g tilfinningarn- ar. Ég gaf ljóðinu eins mikinn tíma og ég gat. Það er með ljóð líkt og málverk, og reynd- ar svo margt annað. Það þarf tíma. Tón- Rætt við JOHN SPEIGHT söngvara og tónskáld, sem samið hefur tónverk við Klukkukvæði Hannesar Péturssonar og flutt verður á tónleik um íslensku hlj óms veitarinnar sunnudaginn 18. des. kl 16.00 í menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Eftir ELÍSABETU J ÖKULSDÓTTUR verkið er 30 mínútna langt og þriðja verkið í tónleikaröðinni Námur, se_m íslenska hljómsveitin hefur staðið fyrir. Ég fékk ljóð- ið frá Hannesi Péturssyni, svo og myndlist- armaðurinn, sem að þessu sinni er, Einar Hákonarson. Ljóðið er þannig uppspretta alls. Þetta er stærsta tónverk sem ég hef samið fyrir Ijóð. Ég er hrifinn af ljóðinu og það er sterk dramatík í því. Við Hannes búum báðir úti á Álftanesi. Hann kom eld- snemma einn morgun, afhenti mér ljóðið og spurði hvort ég gæti notað þetta. Svo var hann rokinn." John Speight er enskur að ætt og uppruna. Frá Wakefíeld, bæ í Norður-Englandi. Kom til íslands árið 1972 og ætlaði að vera hér í tvö ár, en flentist, giftist íslenskri konu og saman eiga þau fyö böm. John kennir við Tónskóla Sigursveins, er einnig söngvari og tónskáld. John talar góða íslensku, hefur leiftrandi áhuga á því sem hann talar um. Hann hefur rannsak- andi augnaráð og spurulan svip. „Ég starfa eiginlega jafnmikið sem sál- fræðingur og söngkennari. Söngkennsla er þess eðlis. Söngur snertir allt í manneskj- unni. Við erum svo berskjölduð þegar við syngjum. Þá er ekkert á milli okkar og heimsins. Ekkert hljóðfæri. Ekkert. Það er ekkert hægt að fela og í söng ertu í alger- um tengslum við sjálfan þig.“ — En viltu segja mér meira frá tónverk- inu þínu? Ég valdi að semja fyrir klarinettufagott, trompet, básúnu, slagverk, fiðlu og celló. íslenska hljómsveitin er nokkurskonar kammersveit og vandræði að geta ekki haft fleiri strengjahljóðfæri. Leikari og söngvari skipta á milli sín flutningi ljóðsins. Það byijar á óibundnu máli, sem leikari flytur, síðan eru sjö erindi í bundnu máli fyrir söngvara og leikarinn tekur svo aftur við með óbundið mál. Söngkonan kemur utan úr sal, fer syngjandi í gegnum salinn og upp á svið. Hún stendur fyrst hjá fíðlu og celló, síðan klarinettufagott og slagverki, þá hjá trompet og básúnu og síðast slag- verki. Síðan hljóma allir saman. Ljóðið, sem heitir Klukkukvæði, er um kirkjuklukku sem talar. Þetta er kirkjuklukka, sem er frá 12. öld að öllum líkindum. Á henni er svohljóð- andi áletrun á latínu: Pax mea est Bamba: Possum depellere Satan. Það útleggst á íslensku: Rödd mín er Bamba: Farðu burt Satan. í þessum latnesku frösum nota ég bæði leikara og söngvara. Söngkonan fer svo í lokin aftur út úr sal syngjandi. Ég reyni að dramatísera sviðsetningu, mér fínnst ljóðið bjóða upp á það. Jóhanna Þór- hallsdóttir syngur, mezzósópran. — En kemur ekki til greina að semja tónlist við málverk, Iíkt og Ijóð? Það gæti verið spennandi. Reyndar hefur Hafliði Hallgrímsson t.d. gert það. Samdi verk fyrir gítar, við málverk eftir Chagall. En ég hef oft hugsað hvað gömlu tónskáld- in áttu gott. Um þessar mundir syng ég í Ævintýrum Hoffmanns, litla rullu. Eg er inni í 27 mínútur í upphafi sýningar og kem ekki inn aftur fyrren í lokin. En er allan tímann á kaupi. Éf ég reyndi að semja svona verk í dag, yrði einfaldlega sagt við mig, þetta er of dýrt. Ég yrði að sætta mig við að strika það út. En ég er alltaf með eitt- hvað í gangi. Núna er ég að semja verk fyrir tvo slagverksleikara. — Hvernig fara tónskáld að við tónsmíð- ar? Er það kannski atvinnuleyndarmál? „Það er mjög mismunandi eftir einstakl- ingum. Sumir setjast alltaf við hljóðfærið og semja aldrei öðruvísi. Ég sem verkið fyrst í huganum og skrifa síðan niður. Þá get ég breytt í rólegheitunum. Það er yfir- leitt fátt sem kemur mér á óvart, ef ég heyri lag spilað eftir mig. Það kemur þó fyrir, að ég eða flytjandinn kemur mér á óvart og það er mjög gaman. Ég hef ekki samið tónlist við íslensk ljóð áður. íslensk nútímaljóð eru oft mjög erfíð. Mikið af ess- hljóðum. Stundum er tónlistin svo innbyggð í ijóðið að það er erfítt að bæta þar nokkru við. Þegar tónskáld semur lag við ljóð, er maður í raun að bæta einhveiju við. Ut frá eigin hjarta og eigin skynjun. En ef tónlist- in er mikil í ljóðinu, er það „banalt" að semja tónlist við þau. Það er t.a.m. mikil tónlist í ljóðum T.S. Eliot, enda er ekki mikið sam- ið af tónlist við ljóð hans. Ekki heldur við verk Shakespeares. Þó er hvort tveggja til og það hefur verið samin tónlist við bæði Hamlet og Macbeth, sem er mjög fræg. En svona tónlist verður að vera fíma vel gerð. Það er hérumbil útilokað að semja við hin stórkostlegu ljóð T.S. Eliots. Göthe söng víst alltaf þegar hann skrifaði, söng orðin og setningamar jafnóðum. Og þegar Schu- bert fór að semja tónlist við ljóð hans, á Göthe að hafa gagnrýnt hann fyrir að þetta væri alls ekki lagið, sem hann söng. En óperutextar, eða óperuliberetti, eru oft sára-ómerkilegur skáldskapur. Og enn þann dag í dag. Þeir eru kannski sambærilegir við dægurlagatexta nútímans. En það er tónlistin sem lyftir þessu upp í hæðir. Schu- bert notaði að vísu bæði Göthe og önnur fín skáld. Þannig er með lagið Die Schöne Mullerin eftir Muller, skáldskapur sem hefði sennilega gleymst, nema vegna Schuberts. Annað dæmi er ljóðið Frauen Liebe und Leben. En annars em óperutextar oft ótrú- lega væmnir. Tónskáldin sömdu yfirleitt ekki ljóðin eða textana, að vísu sumir eins og Wagner og Mahler. Stundum er það líka þannig, að plottið í tónlistinni er það flókið, að textinn má ekki vera of flókinn. — En hvernig gengur að sameina þessi hlutverk, söngvari, kennari og tónskáld? Það er oft erfítt að sameina þau. En stundum er það líka þannig, að þegar ég hef mikið að gera á öllum vígstöðvum, verð- ur til ákveðið flæði. Þá er ég í svo mikilli snertingu við tónlistina, að engu er líkara, en allar gáttir opnist. En auðvitað er vand- ræði að geta ekki unnið eingöngu sem tón- skáld. Kennslan tekur oft ansi mikið af mér, og maður þarf að leggja sig vel fram til að sinna hveijum einstaklingi. En þegar vel tekst til, er kennslan líka gefandi. — Hvað um önnur tónverk sem þú hefur samið? Ja, það er t.d. klarinettukonsert sem gef- inn var út á plötu. Hann heitir, „Melodius birds sing madrigals", þá hef ég skrifað sinfóníu, sem hefur verið flutt tvisvar, og var m.a. valin til flutnings á „Norrænum músíkdögum". Ég á engin uppáhaldshljóð- færi, en hef samið mikið yfir klarinettu. Ég hef ekki samið mikið af sönglögum, ef til vill vegna þess að ég er söngvari og er alltaf að meðhöndla þessi fínu lög. Ég hef kannski þess vegna minni þörf fyrir það. I En píanistar og þeir sem eiga mest við eitt- hvert eitt hljóðfæri freistast oft til þess að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.