Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1988, Side 9
ég komst í slagtog með trukkabflstjórum,
sem eru í einskonar langfart milli stranda
í Bandaríkjunum. Þetta er yfírleitt sérstök
manngerð; ekkert framúrskarandi fínleg,
en góðir kallar og tóku að sér að passa
þessa furðuveru frá íslandi, sem þeir nefndu
„Icelady“ og var nánast helg í þeirra augum.
Þegar vestur kom til Arizona, gerði ég
mér far um að kynnast myndlistinni, sem
olli mér nokkrum vonbrigðum, því ekki var
hún að mínum smekk og æði ólík því sem
ég hafði kynnst á námstímanum í Boston.
Þama vesturfrá er alþýðulist hátt metin og
mér þótti öll listsköpun í Suður-Arizona
bera mikinn keim af mexíkanskri list, svo
og alþýðulist. Þama em mjög skrautlegir
staðir, sem hafa orðið tízkufyrirbæri og
dregið til sín listamenn víða að; Santa Fe
í Nýju Mexíkó til dæmis. Þótt ég sé opin
fyrir áhrifum, þá hafði myndlist Villta Vest-
ursins engin áhrif á minn eigin stíl. Það var
annað þama sem heillaði mig meira, eftir
að ég fór að leita fyrir mér að fomum
menningarleifum í gljúfrum og klettalands-
lagi Arizona. Þar rakst ég á svokolluð „pe-
troglyf," sem er meira en þúsund ára gömul
Indíána- og Aztekalist. Þessi merka menn-
ingarþjóð úr Suður-Ameríku var víst einnig
norður í Arizona. Einmitt í þessari fomu
list fann ég eitthvað, sem höfðaði til mín;
auk þess er landslagið mjög myndrænt
þama, - grýtt eins og á íslandi. Ég held
uppá gijót og er núna með heila myndröð,
raunar abstrakt, en litimir eru beint úr gijót-
inu; ísland er svona á litinn.
Mér leið eins og ég svifí á skýjum á
meðan ég var á þessum slóðum, hæfílega
fjærri menningunni og skissaði þessi fomu
verk á klettaveggjum. Stundum bjó ég í
bflnum, en stundum fékk ég mér ígripa-
Þessar myndir málað Eva eftir hinum
fomu petroglyfum / Arizona.
vinnu, til dæmis við að þrífa búgarð ,vegna
þess að húsmóðirin þar var hálfblind. Þetta
var í miðju Villta Vestrinu og vissulega eim-
ir eftir af því, sem sést í kvikmyndum, en
ósviknir „kowboys" eru fátíðir. Mér fannst
mannlífíð allt og „mentalitetið" á lágu plani
og eins gott að þegja og hafa ekki skoðan-
ir. Einmitt það hefur alltaf verið erfítt fyrir
mig; ég hef skoðanir á öllu, lít á mig sem
sjálfstæða konu, en það hentaði ekki þama.
A þessum slóðum var ótrúlega mikið af
fólki, sem virtist hafa flosnað upp annars-
staðar. Það er gersamlega áhugalaust um
alla menningu. Indíánar eru þama einnig,
slitnir frá sínu náttúrulega lífi og heldur
aumkunnarverðir. í sinni uppmnalegu mynd
sjást þeir helzt í málverkum. Já, það er
merkilegt; þeir eru vinsælt myndefni, en
öðmvísi vill fólk helzt ekki þurfa að hafa
þá fyrir augunum.
í hálft annað ár var ég á flakki, en seldi
þá bflinn eða gaf hann næstum því; hann
var búinn að lifa sitt fegursta í sambúðinni
við mig og oft var ég búin að troðast á
honum gegnum kaktusabreiður á ótroðnum
slóðum. Ekki gat ég hugsað mér að setjast
þama að til langframa, en ég var líka lengst
af innanum fátækt og vanþróun uppi í fjöll-
um. í borgum eins og Tucson og Scotsdale
er hinsvegar mikið rikidæmi, enda vill forríkt
fólk gjarnan eyða ævikvöldinu þar og sumt
af því dvelst þar yfir veturinn, meðan kalt
er á austurströndinni. Þesskonar fólk er
kallað „snowbirds", snjófuglar. Við Hermína
systir mín vomm eitt sinn boðnar heim til
íslenzkrar konu, sem býr í marmarahöll í
Scotsdale. Það var nú meiri íburðurinn. En
hann höfðar ekki til mín; má ég þá heldur
biðja um óspillta náttúm.
Ævintýrið í Villta Vestrinu endaði með
líkamsárás. Maður sem ég hafði verið í slag-
togi með og ég vissi ekki að var haldinn
bijálsemi, réðist mjög harkalega á mig.
Ekki var það nauðgun, en ég var skilin eft-
ir meðal kaktusanna utan vegar í bágbomu
ástandi. Eftir það missti ég dálítið móðinn;
fannst að þetta gæti eins gerzt aftur. Ég
ákvað að vera ekkert að bíða eftir því. Svo
var þess að gæta, að þetta var á köflum
einmanalegt líf, - og þar að auki komið langt
framyfír leyfílegan dvalartíma. Ég skrapp
heim til íslands 1986, í og með til að leita
mér að húsnæði - og um haustið sama ár
kom ég alkomin eftir 11 ára útivist.
Hvemig var svo að koma heim í heiðardal-
inn? Því get ég svarað með einu orði: Kúlt-
úrsjokk. Ég hafði ekki kynnst því áður,
hvorki við komuna til New York né heldur
við komuna vestur í Arizona. En nú sann-
reyndi ég þetta fyrirbæri á sjálfri mér. Samt
átti ég að þekkja allt hér og ekki hafði
Reykjavík tekið neinum stakkaskiptum frá
1975; meira að segja sjónvarpið var komið
þá 8 árum áður. Eg hafði alltaf haft kjark
í ríkum mæli, en nú var líkt og dreginn úr
mér allur máttur. Ég hélt ég gæti gengið
að gömlu kunningjunum eins og áður, en
þeir virtust hafa nóg með sig, eða voru al-
veg týndir og mjög erfítt að ná sambandi,
jafnvel við þá sem ég taldi mig þekkja.
Kannski var þetta vegna þess að ég hafði
sjálf breyzt og ekki verið á kafi í þessari
efnishyggju og eignakapphlaupi, sem er al-
mennt viðfangsefni. Auralaus manneskja
er ekki vel stödd, hvorki hér né annarsstað-
ar, en það var þó fjórum sinnum ódýrara
að kaupa sér eitthvað að borða í Arizona
og þegar maður er blankur þá munar um
minna. En ég tel mig sérfræðing í að lifa
af litlu og aldrei flögraði að mér í alvöru
að gefast upp og snúa utan aftur.
Síðan heim kom hef ég lítillega getað
aflað mér tekna með myndasölu, en öðru
hveiju hlaupið í ígripavinnu, sem ég tel
ekki aftir mér og hef stundum gaman af.
Ég hef farið í fískvinnu norður í Hrísey,
unnið á sólbaðsstofu, kennt starfsmönnum
í bandaríska sendiráðinu íslenzku og verið
kokkur í öræfaferðum með þýzkum túrist-
um, sem hljóta að hafa fengið matarást á
mér, því sumt af þessu fólki hefur staðið í
bréfasambandi við mig síðan og verið ein-
staklega elskulegt.
Ég er að reyna að kaupa íbúð að Miklu-
braut 50 - með góðri aðstoð systkina minna
og föður - og er nú búin að breyta henni
og setja upp sérstaka lýsingu af fuilkomn-
ustu gerð, þvi þama er ætlunin að reka lítið
myndlistargallerí. Að sjálfsögðu heitir það
Gallerí Eva. Ég er að vígja það núna með
sýningu á eigin verkum; vatnslitamyndum
og myndum unnum með blandaðri tækni,
sem ég lærði í Boston; meðal annars bý ég
stundum til pappírinn sjálf. Ég vinn mestan-
part óhlutlægt, en áhrifin eru oft frá
íslenzkri náttúru, þar á meðal eru myndir
sem ég nefndi áður og líkjast á lit íslenzku
grjóti. Sjálf hef ég vinnustofu við hliðina;
að vísu er hún þrengri en æskilegt væri og
mig vantar með öllu aðstöðu til að fást við
skúlptúr. Það verður að bíða betri tíma.
Hingað er stutt að fara frá Kjarvalsstöð-
um; aðeins göngutúr þvert yfir Klambratú-
nið, sem heitir víst Miklatún núna. Ætlunin
er að gefa öðrum listamönnum kost á að
halda smásýningar hér og einnig að taka
allskonar myndlist í umboðssölu, eftir því
sem húsrýmið leyfir. Ég ætla sem sagt að
reyna að halda uppi menningarstarfsemi,
brynjuð bjartsýninni.“
Gfsli Sigurðsson
UOÐ I SJONVARPI 4. DESEMBER
Til AffródítU
(Saffó)
Þýðing Helga Hálfdanarsonar
Geislum krýnda eilífa Affródíta,
ó þú bam Seifs, fjölvísa gyðja, heyr þú
mína bæn: lát brennandi þjáning eigi
buga mitt hjarta.
heldur kom þú enn, svo sem einatt forðum,
er þú heyrðir rödd mína langt úr fjarska,
skildir allt, þinn iðbjarta föðurbústað
óðara kvaddir
og í gullnum blikandi vagni beindir
báðum þínum vængstyrku fríðu svönum
gegnum loftin ofanfrá himni háum
hingað í skuggann.
Brátt þú komst, ó, blessaða gyðja, þér
skein
bros í mildum augum, þú spurðir hóglát
hvað mig aftur angraði, svo ég hefði
enn á þig kaliað,
hvaða þrá í hjarta mér ólgu vekti:
„Hverrar ást skal færa þér enn að nýju?
hver mun sú, er sálarkvöl þinni veldur,
Saffó mín kæra?
Þótt hún forðist fylgd þína, skal hún leita
fundar þíns; ef hafnar hún þínum gjöfum,
skal hún gefa, elska þig eins á móti,
\ ástlaus þó sé hún.“
Kom þú fljótt! ó, frelsa mig nú sem áður
frá svo beiskri angist, og lát mig höndla
það sem sál mín þráir svo heitt! ó, styrk
mig,
þú, Affródíta!
Eftir
Sappho
Þýðing
Bjarna Thorarensen
Goða það líkast unun er
andspænis sitja á móti þér
ogstjörnu sjá, þá birtu ber,
á brúna himni tindra.
Hefi égþá ihuga mér
svo haría margt að segja þér,
en orð frá vörum ekkert fer,
því eitthvað málið hindrar.
Mjúksár um limu logi mér
Iæsir sig fast og dreifir sér,
þungt fyrir bijósti æ mér er,
en öndin blaktir á skari.
Sem blossa nálgast flugan fer,
migfæra vil égnærri þér,
brátt hitinn vex en böl eiþver,
ég brenn fyrr en mig varir.
Eptir
Sappho
II. kvæði
Þýðing Syein-
bjarnar Egilsonar
Sá gumi líkurguðum er,
gullfögur augun þín ersér,
og málið sætt afmunni þér
ogmilda hlát’rinn nemur;
því hjarta mitt á flótta fer,
felmtrað í brjósti lyptirsér,
þá eg þig lít, og málið mér
afmunni varla kemur.
Um hörund leikur loginn tær,
lömuð er ímér túngan mær,
grand ekki sjá mín augun skær,
fýrireyrum hljómur sýður;
um kroppinn svita köldum slær,
af kvíða-hrolli skinnið rær,
fölna ’g sem grasið, fjör og blær
affeigum nösum líður.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. DESEM8ER 1988 9