Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1988, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1988, Side 13
síðustu umferð. En sú umferð var æsispenn- andi (pabbi Erans var rændur af vasaþjófi um 500 bandarískum dollurum í hita leiks- ins). Englendingarnir voru búnir að sitja klukkustundum saman yfir Darshan og undirbúa hann undir viðureignina við Liss deginum áður, því að þeir gerðu sér vonir um að ná 3. sætinu, ef Darshan ynni Liss. Englendingarnir gerðu ráð fyrir ákveðinni byijun (opnun) frá Eran. Pabbi Erans hafði lagt til við son sinn að breyta um byijunar- leik en stráksi var ekkert á því. Eran var í mjög góðu andlegu jafnvægi á mótinu. Að afstaðinni Heimsmeistarakeppninni í Puerto Rico í fyrra, þar sem Eran náði 2. sæti, sagði faðir Erans við ísraelska skák- sambandið: „Vilji skáksambandið, að Eran verði góður skákmaður á heimsmælikvarða og geti komið sómasamlega fram fyrir iandsins hönd og kynnt landið á verðugan hátt, þá verður skáksambandið að sjá drengnum fyrir þjáifaraSá þjálfari er ekki beztur, sem vill ana út í sem mesta keppni, heldur þarf hann að vera þægilegur maður að tala við og klár á skáksviðinu. Þessu fékk Liss framgengt. Eran fær einka- þjálfun aðra hveija viku, 2—3 tíma í einu. Eg held raunar að svo til allir í flokki Héð- ins hafi einkaþjálfara. Faðir Erans sagði mér einnig, að Skák- sambandið í ísrael hefði ætlað að senda annan mann með Eran en sig. Strákurinn vildi hafa pabba sinn, svo að Liss sagðist fara líka. Skáksambandið sá sig um hönd og kostaði för hans á þetta mót. Þess ber að geta, að Skáksamband ís- lands styrkti ekki undirritaða til fararinnar. Öðrum aðilum, sem greiddu götu okkar, kann ég beztu þakkir. Má þar nefna fyrir- tæki eins og Ingvar Helgason hf., Osta- og smjörsöluna hf., Fjárfestingarfélagið, Spari- sjóð Reykjavíkur og nágrennis (SPRON), Vörðuna hf., Búnaðarbanka íslands og fleiri. Lokaárangur í flokki drengja undir 14 ára reyndist eftirfarandi: 1. Eran Liss frá ísrael með 9 vinninga (af 11 mögulegum). 2. Gata Kamski frá Rússlandi með 8,5. 3. Andrei Istratescu frá Rúmeníu með 8,5. 4. Pawel Jaracz frá Póllandi með 7,5. 5. Narciso Marcos frá Spáni með 7,5. 6. Tomas Polak frá Tékkóslóvakíu með 7,0. 7. Boris Chatalbashev frá Rúmeníu með 7,0. 8. Sudarshan Kumaran frá Englandi með 7. 9. Héðinn Steingrímsson frá íslandi með 7. 10. Zsofía Polgar frá Ungveijalandi með 6.5. Lokaárangur í flokki stúlkna undir 16 ára reyndist eftirfarandi: 1. Alisa Gallianova frá Rússlandi með 10 vinninga (af 11). 2. Lumitnita Elena Radu frá Rúmeníu með 9,0. 3. Anna-Maria Botsari frá Grikklandi með 7.5. 4. Sofico Tereladze frá Rússlandi með 7,5. 5. Krystyna Dabrowska frá Póllandi með 6.5. 6. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir frá Islandi með 6,5. 7. Natasa Strizak, frá Júgóslavíu með 6,5 8. Alina Cretu frá Rúmeníu með 6,5. 9. Ruxandra Ioana Ignatescu frá Rúmeníu með 6. 10. Sandra Susana Villegas frá Argentínu með 6. Eran Liss var ekki fyrr búinn að tryggja sér heimsmeistaratitilinn en faðir Zsofíu Polgar stakk upp á skákeinvígi, sem haldið skyldi í ísrael nú í haust milli Erans og Zsofíu Polgar. Þeir Liss-feðgar höfðu engan áhuga á þessu tilboði og höfnuðu því af- dráttarlaust. Á meðan á mótinu stóð var flutt erindi á vegum FIDE um skákkennslu í skólum og áhrif skákar á mótun persónuleika skóla- barna. Koma þar fram, að góð skákkennsla undir handleiðslu reyndra manna mundi styðja að því að gera ungmennin að betri borgur- um. Að tefla vegna dálætis á skákinni væri í rauninni aðalatriðið. Vinningur, sem næðist í höfn á verðugan og sannfærandi hátt væri toppurinn — listin. Þo að fæstum sé gefið að verða skáksnill- ingar nær skák til allra, sem henni kynn- ast, vegna rökvísi sinnar, sköpunarmáttar og fjölbreytileika, sem hún býður upp á í ríkum mæli. Að mínu mati var för þessi lærdómsrík, þroskandi og mjög minnisstæð. Ég held, að einungis Rússamir hafi komið út með hærri meðaltölu í vinningum, en íslendingar, þeg- ar upp var staðið. Þótt ekki gengi allt að óskum í ferðinni tel ég, að hún hafi tvímælalaust verið íslensku skáklífi til sóma og því betur farið en heima setið. — Ákveðið er að halda næsta mót í Puerto Rico sumarið 1989. N Y I R L J O Ð A M E N N I II Að njóta ljóðsins og lífsins g held að sá sem nýtur ljóða sé hamingjusam- ari en sá sem gerir það ekki. Hann á eitt- hvert leyndarmál, skynjun á tilverunni sem gerir lífið auðugra segir Anna við mig. Og hún yrkir ljóð sem svo sannarlega auðga tilver- una, falleg ljóð og blátt áfram, full af hlýju og elskusemi. Það fer ekki hjá því að mað- ur spyiji sjálfan sig: Hvar hefur þetta skáld eiginlega falið sig? Því Anna S. Bjömsdóttir er ekki beinlínis ungskáld þótt hún hafi ekki látið í sér heyra fyrr en nú. Hún er að vísu á besta aldri, réttu megin við fertugt, en það er sjald- gæft að skáld bíði svo lengi í festum. Þvert á móti er sífellt yngra fólk að hasla sér völl á ljóðökrum. Ég heimsæki hana í Ásgarðinn þar sem hún býr, gift og móðir fjögurra barna, kenn- ari til margra ára, nú settur skólastjóri við lítinn skóla norður á Ströndum. Hún vísar mér til stofu um leið og hún segir: „Ég er svolítill prakkari í mér. Þú mátt ekki trúa öllu sem ég segi!“ Ég trúi henni ekki. „Ertu svangur" spyr hún um leið og hún reiðir fram te. Nei ég var ekki svangur. „Maður heldur alltaf að ungir menn séu svangir," segir hún. „Ég veit ekki af hverju." Við skoðum bókina sem hún gaf út sjálf. „Nei,“ segir hún „mér kom aldrei til hugar að tala við útgefendur. Ég vildi ekki leyfa neinum að hafna ljóðunum rnínurn." Það er athyglisvert að æ fleiri höfundar gerast eigin útgefendur. Og nýliðar virðast svo að segja hættir að tala við bókaforlögin. Bók Önnu er óvenju smekkleg og vönd- uð. Innbundin, prýdd vatnslitamyndum eftir Blöku Jónsdóttur. „Éyrst ég var að þessu á annað borð fannst mér sjálfsagt að gera það vel. Auk þess er ég mikill fagurkeri." Ég bið um ævisöguna í fáum dráttum. „Anna föðursystir mín segir að ég hafi verið yndislegt barn. Þegar ég stækkaði talaði ég of hátt og of mikið og þegar ég var átta ára var ég álitin svo leiðinleg og forvitin að fólkið í fjölskyldunni horfði á mig og stundi. Ég tók kennarapróf um tvítugt og hef síðan stundað kennslu ásamt ýmsu öðru tilfallandi einsog flestir kennarar hafa þurft að gera vegna lágra launa. Ég gifti mig ung og eignaðist tvo syni. Hjóna- bandið entist ekki lengi og upp ,úr skilnaðin- um fór ég vestur á Snæfellsnes og tók við skólastjórastarfi í litlum skóla þar. Ég tek það nú fram að ég réði litlu þar en það er nú önnur saga. Þar fór ég að fást við að yrkja í fyrsta sinn, 25—26 ára gömul, Kannski var það jökullinn sem hafði þessi áhrif? Það var eitthvað á seyði, svo mikið er víst, þó ég segi nú ekki að ég hafi orðið göldrótt." En þú byijar ekki að yrkja fyrr en 25 ára gömul? gríp ég fram í. „Nei það var ekki fyrr. Og svo hætti ég í tíu ár.“ Anna S. Bjömsdóttir. Hættir, spyr ég undrandi og reyni að átta mig á þessum skrykkjótta ferli. Af hveiju hættirðu? Hún hugsar sig vel um. „Ég gerði mér ekki grein fyrir tilfínningum mínum. Bjó við mikið innra óöryggi. Þeir sem voru í kring um mig hvöttu mig ekki, heldur álitu að þetta brölt væri lítils virði og meira þurfti ekki til. Ég var of háð dóm- um annarra og heltekin af því að þóknast öðrum, reyna að hafa aðra góða, auðvitað með misheppnuðum árangri. Ég kunni ekki að njóta ljóðsins og lífsins þá.“ Hvenær byijaðir þú svo aftur að yrkja ljóð? „Það eru svona þijú ár síðan. Ég gekk í gegnum reynslu sem var mjög erfið, en upp úr því ákvað ég að taka stjóm á eigin lífi, hætta að leyfa öðrum að ráðskast með mig. Ég ákvað að taka völdin, og gera það sem ég raunverulega vildi.“ Anna brosir. „Þá flæddi þetta allt fram — eins og stífla brysti. Eitthvað sem ég hafði birgt inni í mörg mörg ár. Það eru sögur og reynsla á bak við ljóðin mín — og ef ekki væru þessar sögur þá væru heldur engin ljóð. Það væm pottar og pönnur. En þar er ekki mikið um sköpun á heimili þar sem ekki má hagga neinu." Ég spyr um viðbrögð sem hún hafði feng- ið á bókina og ljóðin. „Tíminn frá því að bókin kom út hefur verið yndislegur" segir hún af sannfæringu. „Auðvitað er fólk óskaplega jákvætt og velviljað við mig. Ég tek öllu með ró. En ég hef átt svo skemmtilegar samræður við fólk um bókina og skáldskap almennt, náð svo góðu sambandi, sérstaklega við konur. Það skiptir mig rnáli." Það er ekki í tísku að yrkja tilfinningarík og rómantísk ljóð um þessar mundir og Anna segir mér að sumir glettist með þetta og fmnist hún svolítið galin að skrifa svona. „En er lífíð ekki svolítið galið?" spyr hún glaðlega og segir mér sögur af viðtökum fólks, því hún hefur verið nokkuð dugleg að selja bókina sjálf. Hún tók nokkur eintök með sér á kvennaþingið mikla í Osló og las raunar upp þar, fýrir ekki færri en þúsund konur frá mörgum löndum. Við víkjum talinu að öðru og ég spyr hvemig hún yrki ljóð. „Ljóðið er besti vinur minn“ segir Anna „og ég nýt einverunnar, þess að vera ein með ljóðinu. Kveikja að ljóði getur verið ein setning sem ég heyri, hughrif þegar ég horfí á fólk, kvikmyndir — svo margt. Ég forðast að lesa ljóð ann- arra þegar ég er sjálf að skrifa, vil ekki verða fyrir áhrifum. Það er oft eins konar helgiathöfn hjá mér þegar ég yrki. Ég kveiki á kertum og kemst í upphafið and- legt ástand, sem er eiginlega eins og ölvun. ; Það falla stundum nokkur tár og yfirleitt fæðast ljóðin fullburða eða því sem næst.“ Við spjöllum um framtíðina. „Ég lít ekki á sjálfa mig sem eitthvert stórskáld, en ég á margar sögur sem mig langar að segja. Það er mér ekkert kapps- mál í sjálfu sér að helga mig algerlega skriftum, en ég hef oft rúman tíma. Mig langar að skrifa leikrit og einhvem tímann ætla 4g að láta verða af því. Ég vil vera heiðarleg í þvi sem ég geri. Orðið heiðarleg- ur þýðir fyrir mér að viðurkenna hlutina eins og þeir em, hætta að leyna því sem sem er, birta eigin sannleika þótt hann henti ekki alltaf öðmm. Ef leyndin er orðin aðalat- riði í samskiptum fólks, missum við hvert af öðm. Em það ekki augnablikin þegar skilningur fæðist á milli fólks sem gera lífið einhvers virði.?“ Smá þögn og svo bætir Anna við. „Ég ætla að halda áfram að skrifa. Þetta hefur verið skemmtilegasti tími ævi minnar að undanfömu. Ég er ástfangin af lífinu, heilluð af því, og við því er engin lækning til, eins og uppáhalds Ijóðskáldið mitt segir, sem betur fer,“ segir Anna að lokum og brosir. ^ ' Höfundur er lausamaöur í blaðamennsku. Rætt við Önnu S. Björnsdóttur um nýja ljóðabók hennar og fleira í því sambandi. Eftir HRAFN JÖKULSSON ANNA S. BJÖRNSDÓTTIR Spor Og nóttin í sandi hló Kenndu mér að vera hljóðlát í svörtum sandinum þar sem sporin okkar verða aðeins greinanleg örskamma stund en verða þar þó áfram. Þar sem ég lærði að elska hljóðlát í svörtum sandinum. Það heyrðist hvellur og kampavínið freyddi yfir þau bæði. Rann í litlum lækjum niður mjúka líkama þeirra og glitraði í hári þeirra. Þau Iutu niður, svöluðu þorsta sinum. Og nóttin hló. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. DESEMBER 1988 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.