Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1989, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1989, Blaðsíða 3
TFgPáTg M lO R i 'u N B V A O S_' l_ N JL Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoö- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan er þáttur í kynningu Lesbókar á íslenzkum grafík- iistamönnum. Myndin er eftir Valgerði Hauks- dóttur grafíklistakonu og deildarstjóra við grafík- deild Myndlista- og handíðaskóla íslands. Myndin heitir „Eyðimerkur/ást“ og er trérista ásamt ein- þrykki ogpastellit, 70x100 sm., 1989. Sjánánar um Valgerðioglisthennarábls 11. Byltingin í Frakklandi fyrir 200 árum er enn til umfjöllunar og nú skrifar Siglaugur Brynleifsson um þann þátt í framvindunni, þegar leitað var til páfans og hann tók mjög harða afstöðu gegn byltingunni, en í París var kóngurinn fangi og reyndi að flýja. En þegar hann þekktist og náðist, voru örlög hans ráðin. Ferðablaðið Ekið er eftir „rémantíska veginum" í Þýzkalandi sem er vinsælasta ökuleið ferðamanna á meginl- andinu. Arkitektúr á Islandi hefur auðgast að nokkrum vel teiknuðum húsum uppá síðkastið og eitt þeirra hefur verið sérhannað utanum bílaumboð og stendur á falleg- um stað svo allir sjá það af brúnum yfír Elliðaárn- ar. Það eru arkitektarnir Egill Guðmundsson og Þórarinn Þórarinsson, sem heiðurinn eiga af þessu húsi. SIGURÐUR PÁLSSON Sumar- dagurinn fyrsti Sumardaginn fyrsta kemur sólin upp um flegið hálsmál austurfjallahringsins Farfuglarnir sönggalnir í geislum hennar Upp spretta uppsprettur og glitrandi þykkir laxar í glæru stinnu vatni á fullri ferð í trylltri leit að uppsprettunni Á bakkanum hestar á þögulum ofsahraða Mannlausir hestar Upp spretta uppsprettur sumardaginn fyrsta og kýrnar svífa ChagalIIegar um blámann Sigurður Pálsson er rithöfundur i Reykjavík. B B Unglingavinna Fyrir nokkrum árum átti ég erindi að gegna í Veð- deild Landsbankans hér í Reykjavík og rölti þang- að einn fagran hásumar,- dag. Deildin var á þeim árum ekki fræg fyrir fyr- ir skjóta afgreiðslu, enda biðu allmargir og þokaðist röðin hægt. Og þokaðist þó; svo var fyrir að þakka hægferðugri konu, sem stóð ein í af- greiðslu og reyndist verkadrýgri en fas hennar bar með sér. Gjaldkerar sátu í stúk- um sínum og önnuðu verkum greiðlega greiðlega. Víðs vegar um vinnusvæðið stóðu ábúðarmikil skrifborð með ýmsum búnaði, og sat fólk við fáein þeirra, sjálf- sagt að gera gagn hvert með sínum hætti, þótt lítt yrði ráðið í störf þeirra tilsýndar; og einhver var svo mikilvægur að þil hafði verið reist umhverfis skrifborðið hans. Svo voru það strákarnir. Þrír ungling- ar, stórir, kannski nær tvítugu, sem héldu hópinn, glaðir og gustmiklir, og áttu ýmist erindi inn í vinnusalinn eða út úr honum, stundum með einhveija pappíra í höndum sem komu frá þeim mikilvæga bak við þilið. Þóttist ég vita, að piltarnir þeir arna hefðu verið ráðnir í sumarvinnu í bankanu- um. Ekki skorti þá orkuna eða fjörið, töluðu og hlógu hver upp í annan og steðj- uðu áfram í þvögu eins og kálfar. Pappíra- burður þeirra hefur sjálfsagt verið ein- hvers konar. vinna. Það gat þó engum dulist, að býsna lítið brot af allri þessari orku og öllum þessum gauragangi var virkjað í vinnunar þágu, heldur voru pilt- arnir fyrst og fremst að skemtma sér hver við annars félagsskap. í sveitinni heyrði ég oft talað um, að vandi væri aðnota unglinga í vinnu marga saman og væri farsælla að hafa þá í verki með fullorðnum. Og víst var það mín eig- in reynsla sem vinnandi unglings, bæði í sveit og hér fyrir sunnan. Yfirmenn pil- tanna í bankanum höfðu ekki séð tæki- færi til að setja þá í verk með fullorðnum, og ekki heldur skipt með þeim störfum. Með þeim sýnilegu afleiðingum að þrír til saman afköstuðu þeir hvergi nærri því sem hver einstakur þeirra hefði hæglega kom- ið í verk einn og ótruflaður. Hér vantaði e.t.v. skynsamlegri verkstjórn, og kannski var alls ekki klókt af bankanum að ráða meira en einn ungling að sömu deiidinni. Margir vinnustaðir geta ekki hjá því komist að ráða í sumarvinnu hópa af jafn- aldra unglingum, og verður þá að treysta á skynsamiega verkstjórn til að virkja þrótt og ijör ungdómsins. Að hafa ung’a fólkið í verki með fullorðnum er heillaráð, sem þó verður ekki alltaf við komið, og síst í sjálfri „unglingavinnu“ bæjarfélag- anna, þar sem skipulagið gefur ekki ann- ars völ en hafa krakkana eins sér í vinnu- hópum, oft undir stjórn verkstjóra sem ekki eru mörgum árum eldri. Fólk talar stundum illa um vinnubrögð- in í unglingavinnunni; hefur séð krakka- hópana á kjaftatörnum eða liggjandi í sólbaði; eða séð verkafólkið unga tvístíga við rakstur, halda rangt á hrífunni og þokast varla áfram; eða séð raðirnar af algölluðum unglingum potast áfram i regnvotum blómabeðum með áhugaleysið lekandi af hverri hreyfingu. Þetta er misjafnt; oft sjást unglingahóp- ar vinna vel og ijörlega, hvort sem það er í vinnuskólum eða bæjarvinnu; og í sumum bæjarfélögum hefur unglingavinnan betra orð á sér en í öðrum, hvort sem það er með réttu eða röngu. Sem starfsmaður Kennaraháskólans hef ég, bæði í vor og í fyrra, tekið þátt í því að tala við umsækjendur um kennaranám, sem nú eru látnir eiga stutt viðtal við tvennt af starfsfólki skólans áður en um- sóknir þeirra eru afgreiddar. Nokkuð af þessu unga fólki liafði reynslu sem verk- stjórar í unglingavinnu, höfðu notið sín í því starfi og fundið sig ná tökum á því vandasama hlutverki að virkja til vinnu kraft og fjör heils hóps af stálpuðum krökkum. Sú reynsla ýtti undir þau að vilja gerast kennarar. Enda er að mörgu leyti ekki ósvipuðu saman að jafna. Ef það er vandi að eiga við vinnuflokkana í ungiingavinnunni, þá er það sami vandinn og óhjákvæmilega er við að glíma í skólanum. Skólinn er eins og unglingavinnan; vinnustaður barna og unglinga, þar sem þau hafa sinn fasta vinnutíma og sínar vinnuskyldur og eiga að temja sér viðhorf hins dugandi og áreið- anlega starfsmanns. Vinnustaður, þar sem ekki er hægt að koma því við að setja börnin eitt og eitt í verk með fullorðnum, heldur verður stafið að fara fram í jafn- aldrahópnum, með allri þeirri togstreitu um orku og athygli sem slíkum félagsskap fylgir. Það þarf engan að undra að mis- brestur geti orðið á dugnaði og einbeitingu hinna ungu starfsmanna, jafnt í skólanum sem í unglingavinnunni. Hinu er meiri ástæða til að gefa gaum, að þrátt fyrir allt er oft vel unnið í skólun- um. Sumir skólar hafa í því efni gott orð á sér, rétt eins og unglingavinnan i vissum bæjum, og góðir kennarar fínna hjá sjálf- um sér þá sömu verkstjórnargáfu og svo mikið veltur á í vinnuflokkum unglinganna á sumrin. Sagan af kátu piltunum þremur í Veðdeildinni má minna á það, hvað verk- stjórahæfíleikinn er snar þáttur kennara- listarinnar. HELGI SKÚLI KJARTANSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. ÁGÚST 1989 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.