Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1989, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1989, Blaðsíða 6
Táknmál og tilgáta Rosetta-steinninn Ekki þurfa menn að kynna sér lengi sögu tungu- málarannsókna til að komast að þeirri niður- stöðu, að í rauninni hafi Tilgátan verið helzta vopnið í baráttunni allt frá upphafi. Sir William Jones er oft talinn frumkvöðull orðsifjafræða; síðari hluti Allir málfræðingar skildu strax, að það sem Champollion var að rannsaka var til — þeim var það kunnugt, að helgiletrið egypzka var óráðið og að Champollion var að glíma við örðugt verkefni. Hið stórskrýtna við stöðuna hérlendis var það, að fæstir íslenzkufræðingar höfðu hugmynd um, að táknmál íslenzkra fornsagna væri staðreynd og að brjótast þyrfti í gegnum múr merkinga til að komast að því. Eftir EINAR PÁLSSON sá góði maður hélt frægt erindi árið 1786 og spáði því þar fyrir, að framtíðarrannsókn- ir mundu leiða í ljós sannanir fyrir sameigin- legum uppruna Sanskrítar og helztu tungu- mála Evrópu. Er sagt, að áheyrendur hafi orði furðu lostnir við að heyra svo ótrúlega spá setta fram. Tíminn hefur hins vegar sýnt svart á hvítu, að Sir William Jones hafði rétt fyrir sér; eigi er aðeins, að ijöldi sannana hafi fundizt fyrir þessu, heldur er nú bert, að gera má ráð fyrir einu frum- tungumáli, indó-evrópsku, sem flest Evrópu- mál þróuðust af og talað var um 2000 fyr- ir Krists burð. Hér er ekki meginatriði, hvort ártalið er rétt, heldur hitt, að enginn rannsakandi tungumála, sem eitthvað kann til verka, mun nú efa hinn sameiginlega uppruna, sem Sir Williams Jones greindi á sínum tíma. Eins og sjá má rís nútíma verk- lag þama í öllum sínum einfaldleik; það er TILGÁTA sem Sir William Jones beitir aust- ur í Bengal. Það merkir, að fyrst er að geta sér til um lausn; eftir er það að prófa gögn er að málinu lúta. Þetta hefur óspart verið gert síðan í orðsiíjafræðum. Það er m.ö.o. Tilgátan sem opnaði leið fyrir frum- heija orðsiijafræða á 19. öld, Franz Bopp, Rasmus Kristian Rask og Jakob Grimm. Þetta er athyglisvert meðal annars vegna þess, að ekki er nú talið, að það fólk er talaði indó-evrópsku sé iengur til sem þjóð. Blóð þess hefur blandazt í flest kyn Evr- ópubúa. Samt hafa tungumáiagarpar geað gert sér nokkuð glögga mynd af þessu fólki og lífsháttum þess. Það má gera með það að bera saman þau orð er erfzt hafa til vor úr tungu þeirra. Tíðni þeirra og eðli gefur margt til kynna, sem áður var talið glatað og með öllu ófinnanlegt. EðliTungumáls Það sem gerir verk rannsakanda í elztu tungumálum áhugavert er um leið það sem gerir verk hans örðugt: mál lifa, þróast og umbreytast, orð skipta um merkingar eða falla úr notkun, síðan koma önnur orð, aðr- ar merkingar og fleiri orðasambönd; einatt gjörbreytast þeir lifnaðarhættir, sem orð og hugtök voru á reist. Á þetta ekki sízt við um íslenzku, sem gerð er að miklu leyti af orðtökum, er vart eiga sér lifandi hliðstæð- ur í reynslu nútímamanna. Það sem gerir íslenzku hvað mikilvægasta í fræðunum er, hversu mikið af heimildum hefur varðveitzt um hana allt frá elztu tíð. Þetta gerir það meðal annars að verkum, að unnt er að taka-til gaumgæfilegrar athugunar margs- konar tákn úr fornu máli. Eins er um þann sem þetta ritar og aðra: Það sem gerði hans rannsókn á táknmáli örðuga var jafnframt það er gerði hana áhugaverða. Ástæðan til að íslenzkufræð- ingar áttu svo bágt með að skilja lausnirnar var að sjálfsögðu ekki illur vilji, heldur ann- ars vegar óvenjuleg framsetning á efninu af minni hálfu, og hins vegar torkennileg Sú tilgáta Champollions, sem rauf innsiglið, var byggð á nöfnunum Ptolimis og Kleopatra. Stafurinn T reyndist þó lengi ráðgáta. *4í"5vV títZZW Rosetta-steinninn niðurstaða um eðli táknmálsins: íslenzku- fræðingar voru og eru á kafi í sjálfri TUNG- UNNI, þ.e. í þeim hluta málsins, sem talað- ur er og að jafnaði ritaður. Mín niðurstaða um táknmál goðsagna var — gagnstætt þessu — sú, að það skildi maður ekki nema myndræn skynjun væri lögð til grundvallar. Kafa þyrfti m.ö.o. í gegnum ritað mál og talað niður í frummyndir, sem birtust mönn- um á skjá hugans. Ef menn athuga þróun ritmáls sjá þeir, að myndmál var einmitt fyrsta ritunin, myndir sem höfðuðu til auga og heila. En túlkun slíkra mynda er sjaldan auðsæ nútímamönnum. Taka má til dæmis mynd af ormi: venjulegur íslenzkufræðingur mundi segja nemendum sínum, að ormur væri ormur, og því hefðu þ eir orm fyrir augum, þegar þeir sæju mynd af ormi. Ýmsir túlkendur fornra tákna telja hins vegar að ormur merki „líf“ í fornum ristum. Er svo til dæmis um P.E. Cleator, sem ritað hefur um rannsóknir á frummálum (1). Til- tölulega skammt er síðan ég las túlkun Cle- ators, en mín niðurstaða um Orminn var svipuð; hann virtist merkja eitthvað í átt við „líf“ í fomu íslenzku táknmáli. Hins vegar opnaðist nýr möguleiki er þá túlkun varðar: eitt regintákn „lífs“ sýndist vera Þrír ormar, sem hver um sig hafa sérstakan lit, rauðan, gulan og grænan. Þessir „orm- ar“ báru jafnframt eðli höfuðskepnanna Elds-Vatns-Vinds og mynduðu sameigin- lega þá þijá þætti, sem líf er af ofið (2). Samkvæmt niðurstöðunni voru það m.ö.o. Þrír Ormar er mynduðu „líf“ í frumsögn hins íslenzka landnáms og stofnunar AI- þingis á Þingvöllum. Þetta mun hafa staðið í íslenzkufræðingum, en einmitt og ekki sízt vegna þess, að það var sett fram sem til- gáta. Þeir íslenzkufræðingar sem afneituðu Tilgátunni í því dæmi gerðu sér ekki ljóst, að þeir voru í raun að afneita hinu klassíska formi tungumálarannsókna. Prófanir á þess- ari tilgátu fyrir um fjórðungi aldar gáfu mjög eindregið til kynna, að hún væri rétt. Er athyglisvert að sjá, að nokkur skáld hafa notfært sér táknmyndir úr Baksviði Njálu til áð skapa skynhrif í ljóðum; meðal annars hefur Matthías Johannessen beitt fyrir sig Ormunum þrem. Þannig hvarflar vafalaust að einhveijum, að skynjun skálda kynni ef til vill að vera skarpara tól en greind málfræðinga. En augljóst virðist, að sú niðurstaða, að myndmál, litir, tölur, áttavísan, stjörnuhim- inn, sól, tungl og hvers konar tákn önnur væru grundvöllur íslenzkra goðsagna, hafi komið íslenzkufræðingum illa á óvart. Enn meiri undrun sýnist það þó hafa vakið, að unnt mundi að finna „málfræði" táknmáls með beitingu tilgátuformsins. En nú liggja niðurstöður þess efnis frammi til krufningar. Skilgreining Málsins Þegar tekið er að vinna að tilgátu í tungu- málum er mikil stoð í því að skilgreina skjótt hvað það í rauninni er, sem rannsaka þarf. Þetta hljómar vafalaust einkennilega í eyrum einhvers, nánast sem skop, en er þó rétt. Þekkjum við í raun og veru sjálft rannsóknarefnið — tunguna — og finnast á henni ritaðar heimildir? í okkar tilviki mætti þetta virðast augljóst: málið var vest-nor- rænt og miðaldabókmenntir á því varðveitt- ust á Islandi. Slík skilgreining er þó yfir- borðskennd. Mun fleira kemur til: táknmál er ekki „tunga“ í venjulegri merkingu þess orðs; tjáningin felst að mestu í myndum. Og þær myndir þurfa ekki að vera sér- norrænar. Sú varð einmitt niðurstaða mín, að táknmál íslendinga að fornu hefði EKKI verið „íslenzkt" í þröngum skiiningi, heldur nánast alþjóðlegt. Og nú hefur okkur tekizt að rekja þetta táknmál til fljótsdala suðurs, til Egyptalands og Súmer á fjórða og jafn- vel fimmta árþúsundinu fyrir Krists burð. Það var m.ö.o. alls ekki ljóst frá upphafi HVAÐ rannsaka skyldi ellegar HVERNIG. Og þá kemur næsta spurning, sem sé, hvort nægilegur efniviður liggi fyrir til rann- sóknar. Svarið við því er aftur á móti JÁ, furðu mikið af táknmáli fornaldar er að finna í fræðum íslendinga. Og, það sem mestu varðar, mun meiri efniviður er til erlendis — og gífurlega stór hluti hans enn óráðinn. Þannig er svo að sjá sem hinar íslenzku lausnir séu nánast þær einu sem birzt hafa í viðamiklum samböndum forn- fræða. Sýnist ástæðan annars vegar sú, að íslendingar rituðu fræði sín tiltölulega seint, þannig að þau eru aðgengileg nútíma Islend- ingum, og hins vegar sú; að nánast enginn maður í heiminum utan Islands virðist setj- ast niður til að leysa þær gátur menningar- sögunnar sem hér um ræðir. HVERS KONAR RlTUN? Hin klassisku vandamál rannsókna á let- urgerðum eru umhugsunarefni í þessu sam- bandi. Segja má, að Tilgátan sé nær einráð í broti á innsiglum fomra texta: sérhver ráðandi verður að þreifa sig áfram skref fyrir skref með tilgátu og prófun. Hversu mörg eru tákn letursins? Er um að ræða bókstafaletur, samstöfuletur eða myndletur? Gengur ritunin frá vinstri til hægri eða frá hægri til vinstri, ellegar kannski uxagang á víxl? Hefst málið kannski efst og gengur niður eftir leturborði, ellegar gengur það í hring eða gorm eins og á Fæstos-diskinum fræga frá Krít? Stundum er ekkert af þessu vitað áður en vísindamenn taka að prófa sig áfram. Ástæðan til, að þessu er hér velt upp er ekki sízt sú, að fá af hinum þekktu hjálpar- tækjum tungumálarannsókna stóðu þeim sem þetta ritar í raun til boða, þegar hann byijaði að stafa sig fram úr fornu íslenzku táknmáli. Þannig þurfti til dæmis ekki að spyija þeirrar spurningar hvort eitthvað gengi frá hægri til vinstri ellegar upp og niður, enn síður hvers konar rittákn voru notuð. Við þekkjum vel sjálft hið latneska starfróf. Spurningin var einfaldlega, hvað í ósköpunum hið óskiljanlega táknmál hafði að varðveita, og hví það lá að baki miðalda- texta. Þegar þetta er ritað vitum við meira um það, hvað hafa má til hliðsjónar við ráðningu; þegar athugun hófst virtist enginn maður sjá glóru í dæminu. Enn í dag eru til íslenzkufræðingar sem gera sér enga grein fyrir því, að sjálfur vandi táknmálsins sé til, að hanp sé yfirleitt fyrir hendi í mið- aldafræðum Islendinga. Svo mikið getum við þó sagt nú, að tákn- máli Hrafnkels sögu Freysgoða og Njáls sögu gengur frá upphafi til endis. Einföld ályktun, eftir á, en alls ekki gefin fyrirfram. Eftir að við skildum, hvað táknmálið hafði í sér fólgið, var unnt að koma auga á „gang“ söguþráðarins. Eftirleikurinn varð mun auðveldari, einkum þar sem unnt hefur reynzt að skorða grind táknmálsins við stjarnhimni og kennileitum á jörðu niðri. En það þurfti flókinn samanburð til að geta sett fram þá tilgátu, að Njáls saga fjallaði |

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.