Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1989, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1989, Blaðsíða 15
Á ferð um Lúxemborg fyrir skömmu var spurt: „Ertu búin að fara á Cockpit-krána? Þang- að verða allir íslenskir ferða- menn að koma!“ Og ég fór og skoðaði eina merkustu ferða- þjónustu af hálfú Islendings á erlendri grund. Hvergi á íslenskt flugsafii betur heima en í Lúxemborg. Ævintýraleg saga greinir frá samvinnu tveggja smáþjóða um tengiflug íslands út í hinn stóra heim. I Lúxemborg þekkja allir Flug- leiðir, flugfélagið með besta og ódýrasta Ameríkuflugið. íslenska flugstjórnarklefa-krá- in eða „Cockpit ipn“ er í miðbæ Lúxemborgar. Hún er auðkennd af flugvélarstéli, sem stendur út úr vegg við inngang í 200 ára gamalt hús. Ég geng inn í líflegt og fjörlegt safn um íslenska flug- sögu frá upphafi til þessa dags. Ótrúlegustu flugvélahlutar skreyta borð og veggi. Gamalli, íslenskri mynt er þéttraðað undir plasti á barborði. Barþjónar klæddir sem flugáhöfn. Og á veggjum er myndasafn af kata- línu-flugbátum að setjast eða hefla sig til flugs við erfið náttúru- skilyrði. Há snævi þakin fjöll. Öldurót. Andlit flugmannanna eru kunnugleg. Frumkvöðlar íslenskr- ar flugsögu brosa til mín. Aldrei hef ég gert mér betur grein fyrir erfiðleikum flugs á Íslandi, fyrir mikilvægi starfs þessara manna. Kráin er full út úr dyrum á föstudagskvöldi. Lúxemborgíska, þýska, ítalska, enska og íslenska blandast saman. Kráin er greini- lega jafnvinsæl af heimafólki sem og erlendum ferðamönnum. Og kráin er fyrsti staður, ef þú leitar að íslenskum ferðamönnum í Lúx- emborg. Úr öðru hvoru horni hljómar kunnuglegt tal. „Hvað segirðu vinur? Hvaðan kemurðu? Hvert ertu að fara?“ En ég leita að Valgeiri, manninum á bak við þessa skemmtilegu íslandskynn- ingu. — Hvar fæddist hugmyndinað- „Flugstjórnarklefanum" Val- geir? Hún varð til í næturflugi í DC 6 íscargo-vél á leið til Reykjavík- ur. Sérstakt andrúmsloft ríkti um borð. Birtan kom aðeins frá lýs- andi mælaborðum í næturskininu. Og allt í einu sá ég fyrir mér veitingahús, sem aðeins væri lýst Barborðið. Takið eftir mælaborðinu og einkennishúfum flugmann- anna. inn“. meira en barþjónustu hjá þér? Vissulega. Ég er líka með 7 gistiherbergi og veitingahús, sem Brynjar Konráðsson kokkur rek- ur. Hingað koma gífurlega marg- ir íslendingar. Og ég hef oft lent í að aðstoða íslenska ferðamenn í ógöngum. Sumir eru búnir með gjaldeyrinn. Aðrir hafa misst af flugi. Bíl var stolið, sem fannst síðar úti í sveit. Og svona mætti lengi telja. Lögreglan hefur líka leitað til mín, ef þarf að ná til íslendinga á ferðalagi. Ég er allt- af með eitthvað af íslensku starfs- fólki og hef aldrei talið eftir mér. að veita landanum þjónustu. — Hefur kráin ekki líka þróast upp í upplýsingamiðstöð um ís- land? Vissulega skapar íslandskynn- ingin mikinn áhuga á landi og þjóð. Vegna fyrirspurna hefur safnast hjá mér stór upplýsinga- banki um ísland. Og ég veit um ráðstefnuhald á íslandi vegna tengsla fyrirtækja við mig. Síðast var ég beðinn um að útvega nótur af þjóðsöngnum. Lúðrasveit frá litlum bæ norður í landi átti að spila vegna handboltaleiks beggja landanna. Stundum verð ég sár Valgeir með verðlaunaskjalið fyrir besta brennivínið árið 1986. vegna áhugaleysis íslenskra ferðamálaaðila, sem skipta sér lítið af mér. Til dæmis gaf ég Flugleiðafarþegum 5.000 fría bjórmiða, þegar ég opnaði 1980. Landinn spyr líka mikið um íslendinga búsetta í Lúxemborg. En hérna búa um 90 íslenskar fjölskyldur, sem flestar starfa við Cargolux-flugið. Og 1978 útbjó ég íslenska símaskrá. Hún varð svo vinsæl og mikið notuð, að íslendingafélagið tók að sér ár- lega útgáfu á henni. — Þú hefur líka getið þér frægðar fyrir að framleiða íslenskt brennivín? Ég byijaði að framléiða íslenskt brennivín fyrir 14 árum, til að vera með íslenskt vín á boðstólum. Margir segja að ég „stæli“ íslenska brennivínið. En hvað er íslenska brennivínið annað en „stæling" á danska ákavítinu? Mín uppskrift af brennivíni er miklu betri en sú sem Áfengis- verslun ríkisins hefur framleitt. Þeir eru núna að hefja framleiðslu fyrir mig eftir minni uppskrift. Mitt brennivín er þegar búið að vinna fern gullverðlaun í alþjóð- legri vínkeppnum. Núna síðast silfurverðlaun í Bretlandi. Þar voru engin gullverðlaun veitt, svo segja má að mitt brennivín hafi fengið fyrstu verðlaun. Um helgar og á eftirmiðdögum er ég oft með blindkeppni í vínsmökkun. í 90% tilfella hefur mitt brennivín komið best út. Ég hef keypt töluvert af Dillon-gini frá Áfengisversluninni, sem kem- ur ótrúlega vel út í slíkum keppn- um — eða einna best. íslenska ginið slær jafnvel út heimsfrægar tegundir! Það á örugglega eftir að gera garðinn frægan og slá í gegn. Heimilisfang: 43d. G. Patton. Sími 488635. Kráin og veitingahúsið „Cockpit upp með mælaborðum. Veitinga- hús, þar sem bjórinn flæddi úr bensíngjöfinni? Én sú hugmynd reyndist of dýr. Kannski get ég framkvæmt hana síðar. — Hvar náðirðu í allar þessar gömlu myndir? Sumir safna frímerkjum. Aðrir safna servíettum eða ótrúlegustu hlutum. En ég heillaðist af flug- vélum. Safnaði póstkortum og myndum af þeim, frá átta ára aldri. Og margar veggmyndir hérna eru eftirtökur af þessum gömlu póstkortum. En ég hef líka keypt margar myndir frá þekktum íslenskum ljósmyndurum. — Hvað er á bak við „Tony’s Briefing Room“ — nýju stækkun- ina? Ég er nýbúinn að kaupa 200 ára hús við hliðina og opna á milli. Nýja álman er skreytt með myndum úr flugsögu og ferli Þor- steins Jónssonar, til heiðurs hon- um. Hann var eini íslenski flug- maðurinn, sem tók þátt í seinni heimsstyijöldinni. Hann var líka fyrsti flugstjóri Cargolux. Þor- steinn eða Tony lét af störfum vegnaaldurs fyrir tveimur árum. — Islenskir ferðamenn fá Sérstakir ferðamannastaðir í „ílugstj órnarklefanum“ hjá Valgeiri í Lúxemborg Hótel Le Roi Dagobert í bænum göngu í sólarlandaferðir, heldur keyrir meira um á eigin vegum og skoðar. Margt er þetta fólk á miðjum aldri, sem er ekki vant að tala erlend tungumál. Það er til dæmis mjög algengt að fólk komi hingað til að halda upp á stórafmæli. — Við sækjum gesti okkar út á ílugvöll og skilum þeim þangað aftur, endurgjaldslaust, segir Grevenmacher í Lúxemborg. Inga. Einnig förum við með fólk í verslunarférðir til þýsku borgar- innar Trier, gegn vægu gjaldi. íslendingar eru hrifnir af að versla í Trier, sem er afar þægileg versl- unarborg — allt á einum stað. Verð á fatnaði er yfirleitt betra í Trier en í Lúxemborg. Verð á rafmagnsvörum er aftur á móti svipað. Það tekur 15 mínútur að aka á flugvöllinn og álíka langt Inga og Kristján Karl með dóttur sína fyrir framan hótelið. að aka héðan til Trier. Við erum mitt á milli. Það eru margir áhugaverðir staðir hér í grennd- inni. Og dvöl hjá fólki, sem ætlaði að gista í eina nótt, teygist oft upp í viku. — Ég bendi mörgum á að aka til norðurhluta Lúxemborgar. Og fólk er hrifið og undrandi á hvað Lúxemborg er skemmtilegt ferða- mannaland. íslendingar eiga yfir- leitt auðvelt með að. aka um meg- inlandið. Allt er svo vel merkt. — Hvers vegna ég fór út í hótelrekst- ur? Ég rak Edduhótel heima í átta ár og er vön þjónustu við ferðamenn. Maðurinn minn var flugstjóri hjá Cargolux. Var líka í mörg ár flugmaður hjá Flugfé- lagi Norðurlands. Svo hann hefur líka verið í ferðaþjónustu. Við kunnum bæði vel við okkur í Lúx- emborg og viljum reyna hvernig þetta gengur. Og okkur finnst báðum gaman að aðstoða landann á erlendri grund. Hótelið er líka svo fallegt. Húsið var byggt 1911 og hefur alltaf verið hótel, nema á stríðsárunum þegar nasistar lögðu það undir sig. Það var eyði- lagt í skriðdrekaárás og endur- byggt 1952. UPPLÝSINGAR: Tveggja manna herbergi með morgun- verði kostar 3.640 krónur. Ef dvalið er þtjár nætur eða lengur er 15% afsláttur. Þriggja rétta máltíð kostar um 1.200 krónur. Kvöldverður með víni fyrir lijón kostar á bilinu 2.000-2.800 krónur. Og Inga og Kristján eru bæði tilbúin til að aðstoða íslenska ferðamenn. Sfmi: 75717-18-19 O.Sv.B. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. ÁGÚST 1989 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.