Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1989, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1989, Blaðsíða 16
Saab 900i 16 Ibílaiðnaðinum gerist það æði oft, að tæknilegar breytingar og end- urbætur séu gerðar án þess að mikið beri á því. í fljótu bragði verður til dæmis ekki betur séð en að Saab 900i 16 sé ofur venju- legur Saab 900, sem landsmenn þekkja vel og hefur þá sérstöðu að falla ekki saman við fjöldann. Enda þótt grundvallarteikningin eigi nú áratug að baki, sjást fráleitt á henni nokkur öldruna- rmerki; enn er Saab 900 nútímalegur bíll í útliti og hefur algerlega sitt „andlit“ þótt hvergi hafi verið gripið til sérvizkulegra bragða til að ná því. Hitt er svo annað mál, að næstum alltaf er skipt um útlit eft- ir áratug, því þá fer markaðurinn að greina þreytumerki í sölunni. Samkvæmt nýjustu fregnum úr Svíaríki, sjá menn nú einhver slík merki og er nýtt útlit boðað 1992. Sá ásetningur er greinilega í fyrirrúmi hjá Saab, að þessi endist lengur en gengur og gerist um bíla, - og einnig hitt, að örygg- ið sé svo sem framast má verða, ef eitthvað alvarlegt ber útaf. Það hefur og gengið eft- ir, að samkvæmt niðurstöðum athugana frá Bandaríkjunum, sleppa menn best frá alvar- legum umferðarslysum, ef þeir aka á Saab. Ef ég þyrfti að fara eina eða tvær veltur utan vegar, mundi ég fyrir mitt leyti velja Saab 900 til þess. Hitt er svo annað mál, að enginn ætlar nokkru sinni að lenda í bílveltu. Þetta ásamt góðri endingu eru þó um- hugsunarverð atriði og það má segja, að menn séu að hluta til að kaupa sér raun- hæfa líftryggingu, þegar þessi bíll verður fyrir valinu, því hann er vissulega dýr mið- að við stærð og rými að innan: Saab 900i 16 kostar um 14oo þúsund. Menn verða vissulega að hafa þó nokkra trú á sænska stálinu, þegar viðlíka stór en miklu aflmeiri bíll eins og Mitshubishi Galant 2000 GTi- 16v kostar 1291 þús og Honda Accord, sem einnig er töluvert sprækari, kostar 1230 þúsund. Einnig er BMW 318 á þessu samá verði og ugglaust eru þar fleiri álitlegir kostir. Hér skal ekki lagður nokkur dómur á það í hveiju þessara tilfella maður fengi mest fyrir peningana; trúlega hefur hver til síns ágætis nokkuð. Tilefni þess að Saab 900 var tekinn til reynsluaksturs er þetta meinleysislega auð- kenni, 16, sem komið er aftan við nafnið. Það táknar, að vélin hefur nú fengið fjóra’ ventla á hvern'strokk. Áhrifín eru betri „öndun“, sem leiðir af sér aukinn kraft. Munurinn er sá, að hestaflatalan verður 133 í stað 100; viðbragðið frá 0-100 km hraða á klst. verður 11,5 sek í stað 14.0 og hám- arkshraðinn verður 180 í stað 165. Samt er bensíneyðslan ekki nema um 10 1 á hundr- aðið, þegar tekið er meðaltal af borgar- og þjóðvegaakstri. Saab 900 er vel teiknaður bíll að utan og ekki síður að innan, en rúmgóður getur hann naumast talizt, þótt lengdin sé 4.69 m og breiddin 169 sm. Þótt ekki muni nema 8 sm á breiddinni á Saab 9000, virðist sá munur vera mun meiri. En þótt Saab 900 sýnist mjór yfir um mælaborðið, er eitthvað þar sem platar augað; hann er alls ekki svo mjór - og á sama hátt platar það augað, hvað hann er langur. Það er til dæmis ótrú- legt, að hann er 7 sm lengri en Saab 9000 og aðeins 10 sm styttri en Volvo 740. Mælaborðið hefur alveg sinn eigin svip og sætin einnig. Þau eru ágætlega stór og nokkuð vel formuð, en spurning hvort hliðar- stuðningur mætti vera betri. Utfærslan inn- an á framhurðunum er það eina sem varla verður sagt um, að sé vel hannað, en allt er það að sjálfsögðu smekksatriði. Eins og áður heldur Saab í þá venju, að kveikjulás- inn er í stokknum á milli framsætanna. Allt annað er með hefðbundnu sniði. Eins og nærri má geta er hægt að búa til sam- fellt rými aftan við framsætin og ótvíræður kostur er það, að hlerinn á afturendanum opnast alveg niður að gólfinu, sem þannig myndast. Það er bæði til þæginda fyrir skíðamann eða golfara, sem geta tyllt sér þarna á meðan þeir fara í skóna, en einnig og ekki síður þegar þarf að lyfta einhveiju þungu uppí bílinn að aftan. Með samlíkingu við hesta má segja, að Saab 900i 16 sé góður brúkunarhestur eins og sagt var á tímaskeiði hestaverkfæranna. Það mætti einnig og ekki síður líkja honum við duglegan smalahest. Þesskonar gripum var hvergi hlíft, og maður hefur heldur ekki á tilfinningunni, að nauðsynlegt sé að hlífa Saabinum. Hann er alls ekki mjúkur í holum - svona áiíka þýður og smalahestarn- ir voru - en það hvarflar aldrei að manni, að hann þoli ekki hnjaskið, hvað þá að maður fari að vorkenna honum alvarlega líkt og þegar sumum japönskum smábílum er beitt á holóttum vegi. Nú fæst Saab 900 sem blæjubíll - í þeirri útfærslu hefiir hann átt nýju fylgi að fagna erlendis. Stýri og mælaborð. I flestum atriðum er Saab 900 mjög vel hannaður bíll. Þess hefur nokkuð gætt, að ökumenn fyllist oftrú á framdrifna bila og telji að þeir muni seint eða ekki missa fótanna, þótt ógætilega sé ekið. Málið er ekki svona einfalt og það fer greinilega ekki eftir þessu, hvernig bílar haga sér á malarvegum til dæmis. Venjulega er Saab 900 ágætur malarvegabíll, en það sem úrslitum ræður, eru dekkin. Nú er í vaxandi tízku að sæmi- lega kraftmiklir bílar séu búnir „low prof- i!e“ dekkjum, sem hafa mjög gott „bit“ þegar malbik eða steinsteypa er annarsveg- ar. í lausamöl ofan á hörðu undirlagi verður þetta „bit“ að engu og vegna þess að dekk- in eru nokkuð breið og hörð, hættir bílnum til að skrika illilega og sé ógætilega farið, verða þessi dekk beinlínis hættuleg og ber að vara við þeim. Þurfi að aka þessum bíl eitthvað að ráði á malarvegum er sjálfsagt að fá undir hann belgmeiri dekk og mýkri. Það er hinsvegar í langakstri á malbikuð- um vegum, að kostir Saab 900i 16 koma bezt í Ijós. Þá fer hann vel með farþega og ökumann. Fyrir bíl i þessum verðflokki er vélin að vísu full hávær og hljóðið í henni er heldur í grófari kantinum. Þetta snar- breytist, þegar komið er í 5. gír; þá murrar vélin aðeins þægilega og á 2500-3000 snún- ingum í 5. gír verður aksturinn bæði þægi- legur og ánægjulegur. Sá sem hér var reynd- ur, fær væntanlega sérstakt hlutverk sem lögreglubíll. Saab býr til ýmislegt aukreytis í bíla af því tagi og lögreglumönnum hefur líkað þessi farkostur vel við dagleg eftirlits- störf. Þar nýtast kostir hans vel og ekki er það sízt vegna styrkleika og góðrar end- ingar, að Saab þykir henta vel fyrir svo mikið álag. Gísh Sigurðsson Nokkrar stad- reyndir Lengd: 4,69m Breidd: l,69m Hæð: 142 sm Vél: 4ra strokka, 133 ha. 1985 rúmsm. Hemlar: Diskar að framan og aftan. Fjöðrun: Gormar að framan og aftan. Þyngd: 1125 kg. Verð kr.: Um 1400 þús. Umboð á Islandi: Globus h/f. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.