Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1989, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1989, Blaðsíða 9
)ur rúmgóður pallur og af honum sést vel úr gleri, heldur er þar yfir pýramídi úr Að halda áfram að berjast Rætt við Steingrím St. Th.Sigurðsson Steingrímur St. Th Sjálfsmynd, máluð á Roðgúlsárum Steingríms, 1972-74. Páfínn kemdr til íslands I, 1989. Sigurðsson hlýtur að eiga margfalt íslandsmet í sýningarhaldi og nú um verzlunarmannahelgina er hann enn á ferðinni með málverkasýningu númer 67, og þáá eftirlætis sýningarstað sínum, Eden í Hveragerði. teingrímur St. Th. Sigurðs- son hefur ekki verið að þvæl- ast fyrir lesendum á síðum Lesbókar til þessa, en er landskunnur engu að síður 'og hefur um árabil verið einn þeirra fáu, sem næstum tekst að lifa af myndlist. Það hefur ekki verið tekið út með sældinni, en Steingrímur hefur gengið að þessu verki með ástríðufullu kappi þó aðstaðan hafi ekki alltaf verið sem bezt. Á 23 árum hefur hann haldið 66 sýningar og nú stendur yfir í Eden í Hveragerði sú 67. Kannski dugar það ekki í heimsmetabók Guinness, en ís- landsmet er það án nokkurs vafa. Þó hann hafi áður sýnt í viðurkenndum sýningarsöl- um höfuðborgarinnar, 1966 og 69 í Boga- salnum, og á Kjarvalsstöðum 1975 og 78 ásamt Casa Nova 1968 og 73, hefur hann síðasta áratuginn fjarlægst þá leið til móts við sýningargesti og sjálfviljugur valið sér hlutskipti utangarðsmanns í myndlist, sem ekki vill vera háður mati þeirra sem ráða fyrir hinum virðulegu sýningarsölum. Þegar þessi ótrúlegi sýningafjöldi er at- hugaður ögn betur, kemur í ljós, að þetta eru um 3 sýningar á ári að jafnaði. „Ég verð að lifa“, segir Stéingrímur. Hann er ekki einn af þeim, sem mála fyrir kollega og þaðan af síður fyrir gagnrýnendur; hefur raunar mestu skömm á menningarvitum, en þeim mun meiri mætur á hinum venju- lega manni, sem kemur á sýningu áf for- vitni, vopnaður brjóstvitinu, og hefur sínar skoðanir og veit hvað honum líkar. Steingrímur væri þó ekki sannur íslend- ingur, ef hann hefði ekki svo sem eina aukabúgrein. Frá því hann ritstýrði Lífi og list á sjötta tugnum og af blaðamennsku síðar, hafa menn vitað að hann er vel rit- fær. Nú hefur hann efnt sér í tölvu og aukabúgreinin er tvær bækur, sem nú eru í takinu. Um aðra þeirra segir hann svo: „Það fer ekki hjá því að ég nota ýmislegt úr minni lífsbaráttu. Ég tel mig hafa lifað sterkt og: lent í ýmsu, en ég er ekkert að sýta það, ef ég get notað það. Maður er ekki að skrifa til þess að hefja sig á stall, en hinsvegar er ég í samkeppni við sjálfan mig. Ég verð að ná því fram, sem mér ligg- ur á hjarta og til þess þarf miklar geð- sveiflur." Steingrímur skrifar sig „Að Hæðar- dragi“, en það er annað heiti á Stífluseli 1 í Breiðholtinu, þar sem hann á íbúð. Þar málar hann stundum, ýmist úti á svölum eða inni og eins og nærri má geta er íbúðin undirlögð; allsstaðar eru myndir, hvar sem þeim verður fyrir komið. Þar var röð mynda, sem verða á sýningunni í Eden; sumar hverj- ar með áþekkum blæbrigðum, ljósar með fínlegu og mildu litaívafi, nokkrar þeirra sjávarmyndir; aðrar abstrakt og fantasíur. Ég hafði orð á því við Steingrím, að hann væri spar á liti; tilveran virtist vera orðin hrímgrá. „Ég hef alltaf litið á þig sem litrík- an persónuleika, hrifnæman ástríðumann með ólgandi kviku. Ég verð að játa, að ég sé ekki örla fyrir einkennum höfundarins í þessum myndum; er ekki eitthvert ósam- ræmi þarna á ferðinni?" LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. ÁGÚST 1989 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.