Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1989, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1989, Blaðsíða 7
í raun um kristnitökuna í skilningi alda- hvarfa, heiðnu heimsaldrana sjö fram til hins áttunda friðaraldurs Krists með sam- hljómi í lokin, og að Hrafnkels saga mundi byggð yfir tímatalsbreytinguna um 965, þá er Þorsteinn surtur Þorskfirðingagoði skaut inn sinni frægu aukaviku til sjö ára. Ekkert af þessu lá ljóst fyrir áður en verkið hófst. ROSETTA-STEINNINN Þegar 64 tilgátur Baksviðs Njálu voru sýndar við háskólann í Toronto 1969 kom- ust nokkrir miðaldafræðingar svo að orði, þeirra á meðal Ph. Fr. Pocock kanslari mið- aldastofnunar páfastóls — að ef unnt reynd- ist að prófa tilgáturnar innan víðtækra sam- banda yrðu þær ekki minna virði fyrir ver- öld fræðanna en Rosetta-steinninn egypzki. Sá frægi steinn er frá árinu 196 fyrir Krists burð, þ.e. sú áletrun, sem þar er að finna. Er hún með þrem leturgerðum, grísku letri, svonefndu demótisku letri og helgirúnum þeim sem nefnast híeróglýfur. Er híeróglýfr- ið að miklu leyti myndmál. Með samanburði á leturtegundunum þrem tókst Frakkanum Jean Francois Champollion snemma á 19. öld að leysa helztu gátur helgirúnanna, þ.e. að skilja þá skrift sem nefnd er híeróglýf- ur. Eftir þá rannsókn reyndist unnt að lesa gífurlegan ijölda áður óskiljanlegra áletrana í Egyptalandi. Það verk sem við hér nefndum RIM er mjög ólíkt tímamótaverki Champollions og fer því að sjálfsögðu víðs fjarri, að ætlunin sé að jafna því tvennu saman. Hitt skildu miðaldafræðingarnir strax, að ef lesa mætti túlkanir af hinum íslenzka „Rosetta-steini" — þá ættu íslendingar alveg einstök tæki- færi í greiningu fornra menningarhátta. Samanburðurinn var því bæði örvandi og eggjandi. Það sem þeir nefndu „Rosetta- stein“ var það sem hér hefur verið nefnt Hjól Rangárhverfis. Því Hjóli var einmitt beitt við athuganirnar í Flórenz og Róm (og raunar víðar). Vegna aðstæðna — og í þeirri von, að biðja megi forláts á að svo frægt dæmi sé tekið — skulum við því athuga örstutt, hvernig skilja má athuganir RÍM í ljósi hins annálaða verks Champollions. Þar er þá fýrst til að taka, að Champollion þurfti að byija á því að skilgreina letur, að athuga, hvort híeróglýfrið væri raunverulegt starfróf, myndletur, samstöfuletur ellegar einhver áður óþekkt leturgerð. Þannig var það greining á táknum sem meginmáli skipti í verki_ hans. Andstætt þessu var viðfangs- efni RÍM ekki fólgið í því að skilgreina let- ur heldur merkingar orða, sem flestum fræðimönnum hafði áður þótt tiltölulega auðskilin. Viðfangsefnin eru með öðrum orðum svo gjörólík, að það eitt er lær- dómsríkt, út af fyrir sig. Allir málfræðingar skildu strax, að það sem Champollion var að rannsaka var til, þeim var það kunn- ugt, að helgiletrið egypzka var óráðið og að Champollion var að glíma við örðugt verkefni. Hið stórskýrtna við stöðuna hér- lendis var það, að fæstir íslenzkufræðingar höfðu hugmynd um, að táknmál íslenzkra fornsagna væri staðreynd, og að bijótast þyrfti í gegnum múr merkinga til að kom- ast að því. Skoðanaskipti Champollions En lærdómsrík er notkun Champollions á Tilgátunni sem tæki: Hann hugði í fyrstu, að tákn helgiletursins væru gervingar hluta, ekki hljóða. Þessu lýsti hann yfír sem skoð- un sinni að vandlega athuguðu máli. En eftir að hann hafði prófað sig áfram í heilt ár sneri hann blaðinu algjörlega við; eigi aðeins lét hann fyrri „skoðun“ sina lönd og leið heldur lagði fram beinar ráðningar á hljóðtáknum við Academie des Inscriptions et Belles-lettres í París (hugsanlega undir áhrifum enska fræðimannsins Thomas Youngs). Á þeim bæ sýndi hann svart á hvítu, að hann væri fær um að ráða helgi- rúnir. Og þær reyndust ekki aðeins myndlet- ur er táknaði hluti eða hugmyndir, eins og hann hélt og hafði lýst yfir, heldur nánast bókstafaletur. Og enn átti hann eftir að breyta heildarniðurstöðu sinni þrisvar, því að „bókstafirnir" voru aðeins 24 tákn af um 700, tveir samhljóðar í einu tákni al- gengir, og öll stafagerðin flókið kerfi teikn- inga, tákna og hljóða, jafnvel í einum og sama textanum. Þetta sýnir okkur tvennt: annars vegar, að „skoðun“ er handónýtt verkfæri við rann- sóknir hvers konar og hins vegar, að ein- hvers konar stofnun þarf að vera til, sem beinlínis stuðlar að því, að nýjar hugmynd- ir séu reyndar og að nýju verídagi sé beitt. íslendingar hafa verið nánast blindir á þann einfalda sannleika undanfarna áratugi. Uppruni TÁKNMÁLSINS Champollion var heppinn að því leyti, að hann gat gengið út frá uppruna helgileturs- Faestos-diskurinn írá Krít. ins sem gefnum: uppruninn var augljóslega egypzkur. Hérlendis var ekki slíku að heilsa; mörg ár tók að komast að þeirri niður- stöðu, hvaðan mikill hluti táknmálsins var runninn. Og engan, beinlinis og bókstaflega engan, hef ég hitt, sem lét sér koma til hugar, að íslendingar hefðu varðveitt eg- ypzkt táknmál. En sú staðreynd liggur nú ljós fyrir. Aldur hugmyndanna var álíka óljós hér- lendis: Champollion gat gengið út frá tíma- setningu af slíkri nákvæmni, að vart skeik- aði ári. Hérlendis var um að ræða tákn- mál, hvers tími var með öllu óljós, og sem við nánari rannsóknir reyndist mörg þúsund ára gamalt. En heppin höfum við verið að einu leyti: rekja má hið islenzka táknmál til elztu þekktu tímasetningar á viðburði í sögu mannkyns, til upphafs hins sóþiska tímatals Egypta 4241 fyrir Krists burð (Hér er um að ræða goðsögn er tengist sólstöð- um. Talið er, að einungis skeiki tveim árum til eða frá). Slík niðurstaða var að sjálf- sögðu svo órafjarlæg í upphafi verks, að hún var ekki einu sinni hugleidd. Það er Tilgátan sem tæki, er gefur færi á svo óvæntum lausnum; ekkert „álit“ hefði kom- ið til greina við slíkan samanburð. Sjálf frumsögn Njálu, þ.e. goðsögn sú er varðar sólstöður, reynist yfir sex þúsund ára göm- ul, og nú hefur tekizt að rekja hana um Krít, Grikkland, Tróju, Róm og Bretlands: eyjar allt til íslands. Menn geta því rétt aðeins ímyndað sér, hversu langt fyrirfram Maðurinn sem alheimur í egypsku tákn- máli, skiptur samkvæmt hugmyndinni 16/18 viðtekin „skoðun“ hefði skilað okkur áleiðis í slíkri þekkingarleit. MUNUR í HNOTSKURN Annar reginmunur á verki Champollions og þess er hér bregður letri á skjá (auk frábærrar færni hins fyrrnefnda að sjálf- sögðu) var sá, að Champollion hafði heildar- sýn yfir viðfangsefni sítt allt frá upphafi. Hann gat talið tákn helgiletursins og flokk- að þau, þannig að hann vissi nákvæmlega hvað hann hafði milli handa — hvað það var sem hann þurfti að ráða og hvers til var ætlazt. Engu sliku var til að dreifa hér. Enginn hafði nokkru sinni reynt að skil- greina íslenzkt táknmál og enginn hafði hugmynd um í hveiju það kynni að felast. Þetta var kannski örðugast hjallinn í sókn- inni fram á við. Eitt var þó sameiginlegt með athugunum RÍM og Champollions: notkun Tilgátunnar. Ef Tilgátunni hefði ekki verið beitt sem tæki hefði hvorki Cham- pollion getað ráðið helgiletrið né undirritað- ur reynt til við torskildar merkingar hins íslenzka táknmáls. Eftir á að hyggja hefði ég getað gert mér rannsóknina auðveldari með því að glugga í efni, sem ég þá vissi ekki að til greina kæmi sem viðmiðun. En svo fjarri fór því, að við gætum skilgreint HVAÐ til rannsóknar væri, að við vissum ekki einu sinni, hvort táknmál fyrirfýndist í verkum eins og Njálu og Hrafnkötlu, enn síður hvað það þýddi. Það eina sem augljóst var, má telja, aðjiví fór fjarri, að hefðbundnar skýr- ingar á Islendingasögum fullnægðu kröfum efnisins. Og andstaðan GEGN nýju sjónar- horni og breyttum rannsóknaraðferðum kom mér gjörsamlega á óvart. Meginatriði í athugunum RÍM var þannig að finna hvað bera mætti saman. Sú hlið málsins var ljós frá byijun hjá Champollion. En þegar maður beitir tilgátum til athugana verður maður að sjálfsögðu að mynda sér skynsamlegan grundvöll sem reisa má til- gátumar á. Og sú varð meginbaráttan hér: að greina sundur eftir beztu getu hvernig menn hugsuðu að fornu og hvað leggja mætti til grundvallar túlkun. Ut á það ganga öll átta bindi ritsafnsins Rætur íslenzkrar menningar (RÍM). Hvað Olli? Champollion vissi, þegar hann hóf verk sitt, hvað þvi olli, að Rosetta-steinninn var ristur. Það var gefið i griskunni: krýning Ptolemaiosar V Epifanesar. Þannig gat hann getið sér til um titla, helgiávörp og annað þess háttar af þekktum hliðstæðum. Um hið íslenzka táknmál Njálu og Hrafn- kels sögu er það skemmst að segja, að — mér vitanlega — þekkjast engar beinar hlið- stæður. Vafalaust eru einhvers konar hlið- stæður til, og ekki efa ég, að eftir það sem á undan er gengið munu þær finnast, en tilgangurinn með ritun þessara tveggja meistaraverka var beinlínis það sem þurfti að uppgötva — ekki það sem unnt var að nota sem forsendur túlkunar. Á hitt er að líta, hvað nú sýnist óyggj- andi: að Njála sé íslenzk sögn af Skapker- inu helga (hinum helga Graal) og að tákn- mál hennar muni eiga sér hliðstæðu í fjölda fornra goðsagna. En þetta voru allt upp- götvanir sem nútímamenn þurftu að gera sjálfir, ekkert af því var gefið fyrirfram. Einhveija sönnustu setningu sem ég hef séð um verk Champollions er að finna hjá P.E. Cleator: „Addmittedly, the method is essentially one of trial and error and suc- cess in its application requires a certain amount of luck.“ (3) Sá sem berst gegn tilgátu-forminu á þeirri forsendu, að rann- sakandinn sé alltaf að geta í eyður, botnar ekkert í vísindarannsóknum. Þegar reynt er að skilja eitthvað í stað tilgátu, sem reynd er og sannprófuð. Skoðanir manna eru svo fallvaltlar, og yfirleitt byggðar á svo ótraust- um grunni, að segja má að þær mestu verð- lausar. Enginn sem vill ná árangri kemst hjá því að prófa sig áfram, að gera skekkj- ur og að leiðrétta þær — og að fá guð al- máttugan í lið með sér til sæmilegrar giftu. ÞEKKTMÁL? Eins og við sáum vissi Champollion nokk- urn veginn hvaða mál hann hygðist finna í helgiletrinu; það skondna við okkar aðstæð- ur var, að málið gat ekki talizt þekkt. Eigin- lega má segja, að það hafi verið með öllu óþekkt. Notkun tákna í Hrafnkötlu er raun- ar svo fjarri öllu sem menn hugðu rétt áð- ur, að vart má greina snertiflöt þar á. En nú höfum við sett fram tilgátu um mál það er býr að baki þeirri sögu, táknmál Tar- occhi. Og svo mikið er enn til af heimildum á því táknmáli, að nægja ætti íslendingum langar stundir. Við ráðningu á óráðnum texta er óhjá- kvæmilegt að flýta sér hægt, að ætla til- teknum táknum hugsanlega merkingu við hvert fótmál og að endurbæta þá merkingu, auk við hana og skýra eftir því sem verkinu miðar áleiðis. Og einatt þarf að leiðrétta áður ranga ályktun. En mikil furða er, hvesu skjótt merkingar birtast, þegar fundnar eru meginviðmiðanir. Þannig má segja, að bæði táknmál Njálu og táknmál Hrafnkötlu hafi hlaðið utan á sig líkt og snjóbolti. Það sem kannski sýnir bezt, hversu mikil þörf er á að húmanistar vinni hver með öðrum — er að handritum ber ekki ávallt saman og að frumhandrit eru nánast aldrei til. Þannig >arf rannsakandinn oft að geta í eyður eft- ir sennileika táknmáls, sem aðrir hafa aldr- ei rannsakað. Má nærri geta, hvílíkt sálar- ástand skapast hjá islenzkufræðingum sem allt í'einu fregna, að Kári sé Tíminn og Skarphéðinn Dauðinn — ef báðir skipuðu áður heiðurssess í vitundinni sem íslenzkir sveitamenn. Með Egyptum höfðu ekki aðrir en prestar þekkingu á helgirúnum (4). Aðeins inn- vígðum leyfðist að skilja táknin. Svipað hygg ég að þessu hafi verið farið á íslandi: Örfáir menn, bundnir þagnareiði — senni- lega goðar — hafa kunnað hið forna tákn- mál, og það hefur mikið til varðveitzt í hin- um svonefndum „gildum“, er tóku við af launhelgunum fornu, hugsanlega að Reykja- hólum, Hvammi í Dölum og á Þingeyrum. Þannig er að sjálfsögðu ekki erfitt að skilja, hvers vegna þekking á fornum visindum íslendinga glataðist, enn síður hví þá þekk- ingu þurfti að grafa upp aftur. En tækið til þess var — Tilgátan. Tilvitnanir: 1. P.E. Cleator, Lost Languages, New American Library, New York, 1962, s. 19. 2. sjá t.d. E.P. Baksvið Njálu, 1969, tilgátur 5, 11, 18, 22. 3. P.E. Cleator trs 26. 4. sama rit s. 30. Fangi hlutveru- leikans ÞÓRARINN TORFASON Endurspeglun dauðra hluta í vitundinni greipist fast utanum líf þitt Jafnvel minningin um fyrstu ástina verður köld eins og frostaveturinn mikli Tilfinningin gleymd grafin djúpt í hugskoti hlutanna og ekki gerð tilraun til að moka hana upp Grátur vonsvikins barns að nóttu hljómar hjákátlega í eyrum megnar ekki að grafa upp djúpt sokknar tilfinningar Sæla dauðra hlutanna það eina sem minnir á lifandi veru Höfundur er ungur Patreksfirðingur búsettur á Akureyri. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. ÁGÚST 1989 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.