Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1989, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1989, Blaðsíða 5
Táknræn teikning af skipbroti forréttindastéttanna - og anda Rousseaus varpað með stækkunargleri á þjóðþingið. skreyttu sig þrílita borðanum og sem gengu svo langt að kvænast. Prestastéttin var tvíátta. Forustumenn ríkiskirkjunnar skrif- uðu páfa og báðu um samþykki hans. Ekk- ert svar barst. Það var ekki fyrr en misseri síðar, 10. marz 1791, að bréf páfa bárust. Þá hafði franska þjóðþingið samþykkt að prestar og biskupar skyldu sveija eið að kirkjulögum og stjórnarskrá. í nóvember 1790 hafði þingið samþykkt lögin um svar- daga klerkdómsins. Viðbrögðin voru allt önnur en þjóðþingið hafði vænst, sjö biskup- ar af 36 sóru og helmingur eða tæpur helm- ingur sóknarpresta. Þessir atburðir og páfa- bréfin á útmánuðum næsta árs ollu þátta- skilum, trúarskilum í Frakklandi. Viðbrögð páfa voru ótvíræð, þegar þau loksins voru gerð opinber. Hann fordæmdi byltinguna, mannréttindayfirlýsinguna og kirkjulögin og bannaði kaþólskum klerkum að sverja ríkisvaldinu eiða. Þessi bréf komu öllum á óvart, ekki síst konungi, sem hafði staðfest lögin og tekið sér eiðsvarinn skriftaföður. Hann tók sér nú andófsklerk sem skriftaföð- ur. Trúarlegar ástæður mótuðu skoðanir hans. Bréf Píusar páfa VI virtust opna augu mikils hluta þjóðarinnar fyrir því sem var að gerast innan kirkjunnar að frumkvæði byltingarstjórnarinnar og snerti þann streng í franskri þjóðarsál, sem var sterkari hlekkj- um alræðisstjórnarinnai1 í París þá, og er sterkari hlekkjum allra alræðisstjórna vítt um heim. Þeir sem tóku þjónustu af eið- svörnum klerkum áttu á hættu að falla í bann kirkjunnar. Páfi útlistaði í bréfum sínum þá hættu sem bjó í kenningum frönsku heimspeking- anna og hugmyndafræðinganna og sem sannarlega kom á daginn þegar á árinu 1792. Hann benti á þá hættu og lygi, sem birtist í hugmyndakerfum byltingamanna um hið fullkomna samvirka samfélag sem væri reist á óskhyggju og teldi manninn færan um að frelsa sjálfan sig úr viðjum mannlegs breyskleika. Páfi vitnaði í ritning- arnar, játningarit kirkjunnar og kirkjufeð- urna. Hann varaði við græðginni og hrokan- um og því villidýri sem blundar í bijóstum mannanna og kristin kenning ein getur hamið. Þessi viðkvæmi strengur var trúarkennd frönsku þjóðarinnar og það kom fljótlega í ljós hvað þetta þýddi, að andstaðan gegn byltingarstjórninni í París stóijókst og mik- ill hluti frönsku þjóðarinnar hélt tryggð við þá kirkju, sem hún var skírð til. Kirkjan klofnaði um „mannasetningar" stjórnarinn- ar í París. Óeirðir fóru í vöxt og „skynsemis- kristnir klerkar" voru hafðir að háði og spotti. Þeim manni sem mælti fyrir byltingunni af mestri orðsnilld og reyndi síðar að hemja þau öfl, sem hann og félagar hans höfðu vakið, mistókst að koma á því stjórnar- formi, sem hann taldi heppilegast. Þessi maður var Mirabeau, sem lést 2. apríl 1791. Þar með var konungur sviptur þeim ráð- gjafa sem var honum hollastur. KONUNGUR REYNIR FLÓTTA Konungur komst að því að nú voru ný öfl tekin að hasla sér völl á þingi og í París. Þann 18. apríl hugðist hann halda til St. Claud og dveljast þar yfir páskana. Múgurinn kom í veg fyrir brottför koriungs, þrátt fyrir tilraunir Lafayettes til að greiða för hans. Það var nú augljóst að konungur var fangi í höll sinni og því sá hann aðeins eitt ráð til að afla sér fornra valda. Það var Stéttirnar þrjár hamra sarnan stjórnarskrána. að stijúka til öruggra hersveita á landamær- um ríkisins. Strangt eftirlit var haft með konungi og hirðinni. Varðmenn stóðu vörð nótt og dag umhverfis höllina og þjónaliðið var að mestu leyti njósnarar stjórnarinnar. Orðrómurinn um flóttaáætlanir konungs fóru víða. Undirbúningur var hafinn undir flóttann. Sænskur greifi, Fersen að nafni, skipulagði tilraunina. Hann var fulltrúi Gústafs III Svíakonungs við frönsku hirðina. Fersen var mikill vinur konungs og drottningar. Hann sá nú um allar útveganir og skipulagningu flóttans, keypti glæsivagn, sem hann skráði á nafn vinkonu sinnar, Korff barónessu. Áætlunin var að halda til norðausturlanda- mæranna til liðsveitanna við Metz, þar sem de Bouillé markgreifi hafði aðalstöðvar sína og réð þar tryggum hersveitum. Þann 20. júní um kvöldið tókst konungi og ijölskyldu hans að komast óþekkt út úr höllinni, dul- klædd og síðan var haldið af stað. Liðsveit- ir de Bouillé markgreifa áttu að koma til móts við flóttafólkið á ákveðnum stað og fylgja því til Metz. Allt gekk vel í fyrstu, hinn stóri og þung- hlaðni vagn komst út úr París og síðan var ekið sem leið lá til Varennes. Reyndar gekk ferðin hægar en ætlað var og smáóhöpp töfðu ferðina. Liðsveitin, sem skyldi mæta á tilteknum stað, kom ekki i tíma og ferð- inni lauk með því að kennsl voru borin á konung í Varennes. Það var uppi fótur og fit í París, þegar vitnaðist um flótta konungsfjölskyldunnar. Lafayette gaf út tilskipun um að allir góðir borgarar skyldu bjarga konungi og fjöl- skyldu hans úr höndum þeirra sem hann áleit að rænt hefðu fjölskyidunni og flytja konung aftur til Parísar. Það var of stór biti fyrir Lafayette að kyngja, að konungur hefði flúið sjálfviljugur. Afstaða og stað- hæfing Lafayettes mótaðist einnig af því að vegna öryggis fjölskyldunnar yrði að kenna öðrum um flóttann. Sveitir voru sendar í allar áttir frá París og fljótlega vitnaðist hvar konungur var niðurkominn, þar sem hann var stöðvaður í Varennes. Þjóðvarðliðar tóku'þar við flóttafólkinu og haldið var aftur til Parísar. Ferðin til baka var ein martröð fyrir flóttafólkið. Enginn tók mark á staðhæfingu Lafayettes um rán fjölskyldunnar og þegar ekið var inn í París 25. júní stóð þegjandi manngrúinn meðfram öllum strætum sem konungsfylgdin fór um. Einstöku sinnum heyrðist hrópað „Lifi þjóð- in“. Auglýsingar frá byltingarstjórninni höfðu verið límdar upp hvarvetna. Á þeim stóð: „Þeir sem hylla konung verða húð- strýktir, þeir sem móðga hann verða hengd- ir.“ Lafayette tók á móti konungi á tröppum Tullerihallar og samkvæmt hefðinni innti hann eftir fyrirmælum. Konungur svaraði: „Yðar er að gefa fyrirskipanir, ekki mitt.“ Framhald síðar. Höfundur er rithöfundur. EL FORMAN Júlíana Sveinsdóttir listmálari Baldur Pálmason þýddi — dauðinn er listaverk háleitt, hinzt, hljóðnuð er aldan á miklum sævi; hólmi, sem gnæfði í hjarta innst hjúpaður auðngráum kyrrum blævi — — fuglar blaka skins og skugga vængjum skeiðfrár hestur hvílist rótt á grund — —• hún, dóttir íslands, drápu og sögu skráði daga vorra, á strigann festi eldskrift báls og brands oghafði litaskyn úr dulardraumi — — ogerhún vefjarvoðar strengi sló var það æviyndi listakonu Höfundurinn var dönsk skáldkona. Frá hendi dönsku skáldkonunnar El Form- an (1892-1970) komu fimm Ijóðabækur, hin fyrsta Tómleiki 1956 og hin síðasta Þrestir 1965. Sagt er að í Ijóðum sínum hafi hún oft og tíðum lýst þeim áhrifum, sem hún varð fyrir af listaverkum annarra. SIGRUN VALGEIRSDOTTIR: Nýrdagur Til vinkonu Niðurinn hverfur allt íeinu ertu stödd íkyrrðinni þögnin er skerandi það fer að rigna skýin hella úr sér með þrumum og eldingum allt himinhvolfið hefur gengið í lið á móti þér aleinn stendurðu og veist ekki í hvora áttina skal haldið. Loks leggurðu þó af stað eftir kjarrinu sem rífur og fæturnir vera blóðugir — Einstaka þarf að höggva dimman frumskóginn eiturslanga verður á veginum en með hyggindum tekst að bíta þær af sér lélegt verkfæri eins og tijágrein getur verið nothæft. Fyrir óralöngu stóðstu þarna í lundinum og beiðst þess að flokkur fólks kæmi til að vísa veginn nú stendurðu við fossinn og leggur drög að því hvernig þú eigir að komast framhjá. Höfundur er nemandi í sagnfræði og fjölmiðlun við HÍ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. ÁGÚST 1989 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.