Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1989, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1989, Blaðsíða 4
Franska stjórnarbyltingin — 4. hluti Páfínn skerst í leikinn — og konungur reynir að flýja Hingað til hefur saga mannkynsins líkst sögu villidýra, nú hefst saga mannsins.“ Svo mælti Mirabeau, og síðar bætti hann við: „Þegar byltingu er hrundið af stað, eru eng- in vandkvæði með framhald hennar, vand- kvæðin eru að hemja hana.“ Þegar þjóðþingið og konungur voru kom- in til Parísar hófst þjóðþingið handa um margvíslegar breytingar á franska stjórn- kerfinu. Deilt var um valdsvið konungs, neitunarréttinn eða frestandi neitunarvald. Konungur var nú ekki lengur konungur Frakklands af Guðs náð, hann varð konung- ur Frakka og vald hans var ákveðið með lögum, sem fulltrúar þjóðarinnar sömdu. Dómarar voru nú valdir af þjóðinni. Frakk- landi var skipt upp í 83 umboðsstjórnar- svæði eða sýslur, sem rninntu um margt á lítil sjálfstjórnarlýðveldi. í stað hinna gömlu lénsumdæma með ýmiskonar sérrétti var ríkinu skipt í samkynja umdæmi. Mál og vog voru samræmd um allt ríkið, metrakerf- ið og tugakerfið var tekið upp. Eignarréttur- inn og val fulltrúa á löggjafarsamkomuna voru hornsteinar hins nýja skipulags. Kon- ungssinnar höfðu látið töluvert að sér kveða, en eftir að þingið fluttist til Parísar, kvað minna að þeim. Stéttaþingið, þjóðþingið og löggjafarþingið lagði grunninn að frönsku stjórnkerfi fram á 19. og 20. öld. Leynimakk Við Mirabeau Mörgum þótti nóg um þær breytingar sem þingið samþykkti, töldu of langt gengið. Meðal þeirra var Mirabeau, sem taldi var- hugavert að takmarka svo vald konungs sem gert var. Því var það, að hann hóf sam- starf við konung með leynilegum tilþoðum um samstarf gegn róttækari hluta þingsins, sem krafðist þess í raun að konungur yrði einhverskonar fangi þingsins. Mirabeau varð ráðgjafi konungs og lagði á ráðin á hvern hátt konungur gæti haldið völdum og áhrifum. Konungur tortryggði Mirabeau, þótt hann færi að nokkru að ráðum hans um að afla sér stuðnings þingmanna með mútum. Konungur samþykkti aftur á móti ekki þá tillögu Mirabeaus að flýja París og taka forystu fyrir þeim hersveitum, sem enn virtust hliðhollar konungi utan Parísar og lýsa stjóm þjóðþingsins ómerka. Konungur taldi, að slíkar aðgerðir myndu leiða til borg- arastyijaldar, sem hann vildi fýrir alla muni komast hjá. Meðan Mirabeau linnti ekki sendingum hvatningar- og ráðgjafabréfa til konungs, hélt þingið áfram að ijalla um nýskipan fransks samfélags. Mótmælendum var veitt trúfrelsi, einnig gyðingum í vissum hlutum ríkisins, rætt var um afnám þræla- halds, en þrælaverslun var þó ekki bönnuð í nýlendum Frakka, en það var einhver ábótasamasta grein utanríkisverslunarinn- ar. Fjárhagur ríkisins var meira en lítið óhægur, ríkisskuldabréfin, sem gefin voru út snemma árs 1897 hríðféllu í verði og við blasti ríkisgjaldþrot þegar leið á árið. Sam- skipti ríkis og kirkju höfðu oft verið erfið í Frakklandi. Níu munkareglur höfðu verið afnumdar á stjórnarárum Lúðvíks XV og Calonne hafði bent á kirkjueignir sem ein- hverskonar varasjóð þjóðarinnar. Með af- námi tíundarinnar hafði verið stigið spor í þá átt að afnema fjárhagslegt sjálfstæði kirkjunnar og síðla árs 1789 þegar allt var komið í óefni, var bent á að borga ríkisskuld- irnar með upptöku kirkjueigna. Annan nóv- ember 1789 samþykkti þingið tillögu Tall- ayrands biskups í Autun, áður fram komna, um að gera kirkjueignir upptækar, jarðeign- ir kirkjunnar yrðu þjóðareign. Þingið ákvað því í marzmánuði 1790 að selja kirkjueign- irnar. Jafnframt voru gefnar út ávísanir til greiðslu ríkisskulcja, tryggðar með kirkju- eignum. Trúin á ávísanirnar rýrnaði þegar á leið og fólk hélt í myntina. Seðlaútgáfan var aukin og ávísanirnar féllu í verði, dýr- tíðin jókst. Þar sem ríkisvaldið hafði staðfest trú- Hér segir frá nýskipan og trúarskilum í Frakklandi í kjölfar byltingarinnar. Kirkjan var orðin veraldleg stofnun og gerði uppreisn gegn páfavaldinu, en páfi fordæmdi byltinguna. Konungur var fangi í höll sinni og nú var vandlega undirbúinn flótti hans, sem lauk með því að menn báru kennsl áhann í Varennes. Eftir SIGLAUG BRYNLEIFSSON Konungur handtekinn í Varennes og þarmeð voru örlög hans ráðin. Pius páíi VI. Það kom til kasta hans að taka afstöðu og niðurstaðan varð sú, að hann fordæmdi byltinguna og allt sem hún stóð íyrir. frelsi, svipt kirkjuna tíundinni og eignum sínum og þar sem meginhluti þjóðarinnar var kaþólskrar trúar, þá hlaut ríkisvaldið að greiða laun presta og biskupa, þeir voru taldir embættismenn ríkisins. Kirkjan var endurskipulögð, prestar og biskupar skyldu kosnir eins og aðrir embættismenn. Þjóðin og kirkjan voru ein heild, þjónar kirkjunnar skyldu vera embættismenn siðgæðisins, ríkissiðgæðisins. UPPREISN Gegn PÁFAVALDINU Með samþykkt þingsins „um borgaralega stöðu klerkdómsins“ frá 12. júlí 1790 var brotið blað í sögu páfavaldsins og frönsku kirkjunnar. Kirlqan var orðin veraldleg stofnun og henni bar skylda til þess að efla frelsi og framfarir í samfélaginu, sem hún var hluti af. Þetta var uppreisn gegn páfa- valdinu og einnig hafði komið til beinnar uppreisnar þegna páfans í Avignon í júní- mánuði sama ár og íbúarnir höfðu krafist innlimunar Avignon í franska ríkið. Hlutverk kirkjunnar á Frakklandi eins og víðast hvar annarsstaðar var guðsdýrkun og einnig rak kirkjan spítala, margvíslega aðstoð við fátæklinga og skóla. Því var þeim kirkjulega stofnunum, sem sinntu þessum verkefnum leyft að starfa áfram en undir eftirliti ríkisvaldsins. Nú nálgaðist afmælisdagur falls Bastill- unnar 14. júlí. Á meðan hurfu önnur mái í skugga hátíðahaldanna, sem þá fóru fram vítt um land og sérstaklega í París. Hátíða- höldin sýndu sameiginlegan og almennan vilja þjóðarinnar fyrir afrekum byltingarinn- ar og vissu um að ný öld væri hafin. Mikill ijöldi fólks af öllum stéttum Parísar vann að því að gera stórkostlegt hringleikahús úr torfi, sem gat rúmað nokkur hundruð þúsund áhorfendur og þangað flykktust Parísarbúar til að minnast falls harðstjórn- arinnar og nýs tímabils í sögu mannkyns- ins. Frelsistrjám var plantað út í þorpum og bæjum Frakklands og byltingamenn streymdu til Parísar með tré sín, sem plant- að var um alla borgina til að minnast þessa eftirminnilega dags og sem tákns bjartrar og mennskrar framtíðar frelsis, jafnréttis og bræðralags frönsku þjóðarinnar og allra þjóða. Hugsjónaeldurinn logaði um allt Frakkland. Talleyrand söng messu með að- stoð 300 klerka á Marsvöllum með 1.200 manna hljómsveit. Biskup blesSaði gulleld- inn, hinn rauða ríkis- og gunnfána Frakka og þá 83 fána hinna 83ja sýslna Frakk- lands, sem bornir voru fram af fulltrúum sýslnanna. Síðan fóru fram svardagar full- trúa hers og flota og fulltrúa þjóðarinnar. Þjóðinni og ættjörðinni var svarin trú og hollusta ásamt löggjafarþingi og konungi. Konungur og drottr.ing sóru, og hrópin „Lifi konungurinn, lifi drottningin, lifi ríkis- arfinn" kváðu við. Dansinn dunaði í París næstu þijá sólarhringa. . Eftir þessi hátíðahöld töldu margir að byltingunni væri lokið og framtíðarsaga mannsins væri hafin. Lúðvík XVI heyrðist segja við hátíðahöldin: „Ég er ennþá kon- ungur Frakka." PÁFABRÉF OG TRÚARSKIL Konungur samþykkti lögin um „borgara- Iega stöðu klerkdómsins" eða hin nýju kirkjulög 22. júlí. En mikill hluti frönsku þjóðarinnar var þeim algjörlega andsnúinn. Hin forna staðhæfing kirkjunnar um að þar sem guðslög og mennsk lög greindi á, skyldu guðslög ráða, réð afstöðu mikils hluta hins þögla fjölda, einkum úti á landsbyggð- inni. Fólki leist ekki á þá klerka, sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.