Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1989, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1989, Blaðsíða 13
Tvö af innri borgarhliðum í Róthenborg. A ferð um Þýskaland einni vinsælustu ökuleið ferðamanna á meginlandinu „Hefiir þú ekið eftir „rómantíska veginum?" spurði bandarískur ferðamaður mig. „Fyrr hefur þú ekki séð Þýskaland." Þannig heyrði ég fyrst talað um vinsælustu ökuleið ferðamanna á megin- landinu. Það er ótrúlegt hvað hægt er að ganga inn í söguna í þessum bæjum, sem margir virðast hafa sofið Þyrnirósarsvefni í 1000 ár. Og rómantík miðaldanna er ekki án þyrna. Það sjáum við í miðalda- og réttarsögusafiiinu í Róthenborg! En það er ekki eftir neinu að bíða. Við skulum aka af stað, inn i jólaborgina, — inn í borg barnanna — og inn í borg „meistaradrykkjumannsins!" Ferðin hefst í Frankfurt. Bær- inn Wúrzborg markar upphaf „rómantíska vegarins“. 155 km leið eftir veg 8 út úr Frankfurt. Frá Wurzborg liggur síðan vegur- inn eftir þægilegum sveitavegum, frá ánni Main að rótum Alpa- íjalla. Fússen er síðasti (eða fyrsti) bærinn á leiðinni. Við erum komin inn í Bæjaraland, vínhéruð, þar sem frankónísku vínin koma til þín í flöskum merktum „Bocks- beutel“. Wurzborg er niðri í daln- um, sem áin Main fellur um. Hót- el Maritim er fyrsti gististaður okkar. Stórt og þægilegt hótel með góða þjónustu. Þaðan er að- eins 10 minútna gangur meðfram ánni niður í miðbæinn. Wiirzborg' minnir um margt á Salzborg Wúrzborg liggur á krossgötum Oddný Sv. Björgvins Þýska húsið í Dinkelsbiihl þykir eitt fallegasta bindingshús í Þýskalandi. hraðbrauta úr öllum áttum. Hér mættust líka verslunarleiðir um LESBOK M O R G U N B L A Ð S I N S 5. ÁGÚST 1989 FERÐ4BI4Ð Borgarsfjórinn í Róthenborg með þriggja og hálfs lítra könnuna! álfuna á miðöldum. Og hér eru skil Norður- og Suður-Þýska- lands. Yfir árdalnum og sístreym- andi fljótinu, rís kastali á hæðar- brún, eins og ljón fram á lappir sínar tilbúið til að stökkva, ef ein- hver áreitir borgina á árbökkun- um fyrir neðan. Allt umhverfis fijósamar vínekrur. Borgin er ein líflegasta verslunarborg við „róm- antíska veginn". Freistandi göngugötur, með litlum verslun- um ganga inn frá aðalgötum. Gömul barokkhús með fallega skreyttum framhliðum standa við hlið nýrri húsa. Margir gosbrunn- ar setja svip sinn á miðbæinn eins og vera ber í rómverskum bæ! I Við kirkju- eða markaðstorgið er fjörlegur útimarkaður. Fjölmargir freistandi útiveitingastaðir — eða óskabær fyrir ferðamenn. í Wúrzborg væri gaman að dvelja lengur en einn dag. Fágæt listasöfn í kastala og höll. Dóm- kirkja og minni kapellur geyma óviðjafnanleg listaverk. Meðal annars frægustu tréskurðai’verk Þýskalands eftir Tilman Riemenschneider, sem var uppi um 1500. Meitluð dýrlingaandlitin eru bæði lifandi og angui’vær og bera vitni um sterk trúaráhrif. Meistari barokktímans, Balthasar Neumann arkitekt setur líka svip sinn á Wúrzborg með undrafög- rum byggingum. Allir ferðamenn skoða 18. aldar barokkhöllína eða Ekið eftir „róm- antíska veginum“ Séð yfir til kastalans í Wurzborg.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.