Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1989, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1989, Blaðsíða 14
„höll hallanna". í „Residence" bjuggu Schönborn, erkibiskuparn- ir, sem ríktu hér á 18. öld. I hall- arforsal er vart þverfótað fyrir japönskum ferðamönnum með myndavélar. Allir að mynda eitt stærsta málverk heimsins, sem hylur loft forsalsins. 18x32 metr- ar að stærð! Heimsmyndin sýnir aðeins 4 heimsálfur. Var málað 1753, þegar Ástralía var ekki tal- in með. Wiirzborg er merk háskóla- borg. Þaðan kemur W.C.Röntgen, sem fann upp röntgengeislana. Nóbelsverðlaunahafi 1895. Við ána er vinsælt að sitja og njóta útsýnis yfir brúna og kastalann. Eða ganga upp á kastalahæð og horfa yfir bæinn. Feijur sigla héðan eftir Main, niður Dóná eða upp Rín, eins og Karlamagnús lét sig dreyma um. Dómkirkjan og Dómkirkjustrætið með gosbrunn- unum. Gamla brúin með dýrlinga- styttunum. Allt skoðunarvert. Borðið hádegismatinn í „Juliussp- ital“ eða Júlíusarspítala, sem Júl- íus biskup lét byggja 1576 fyrir sjúka og fátæka. Júlíusarspítalinn er með eigið vín frá bestu vínrækt- arhéruðum Frankóníu og vínsafn. Kvöldverðinn er gaman að borða í ráðhúskjallaranum, sem var áður kapella. Wurzborg breyttist í ijúkandi rúst á síðustu dögum stríðsins. Endurbygging hennar er talin kraftaverk. Ometanlegt að geta ennþá gengið um þennan mikla menningarauð í byggingum og listaverkum. Við kveðjum Wiirzborg með söknuði. Næsti áfangastaður er Róthenborg. 95 km akstur eftir vegi 19. Stefnan er fyrst á Bad Mergentheim. Landslagið er vissulega róm- antískt í Maindalnum. Og við flýt- um okkur hægt. Miðaldaperlan - Róthenborg Hafi Wurzborg heillað, gerir Róthenborg það ekki síður. Litli bærinn er eins og Walt Ðisney hafí tekið sig til og byggt mið- aldabæ, umkringdan rómverskum borgarmúr og turnum. En þessi bær stendur eins og hann gerði fyrir 1000 árum. Bandarískur hershöfðingi í stríðinu þekkti Róthenborg og hlífði „miðalda- perlunni". Upplýstir kastalagarð- ar eru rétt utan við múrana. Tjald- svæði og útivistarsvæði, með æv- intýralegan miðbærinn í göngu- færi. Róthenborg er þekkt um allan heim. Bandarískir og japanskir ferðamenn koma til Þýskalands aðeins til að skoða litla mið- aldabæinn. Úr íjarlægð sést að- eins hringlaga, rautt virki, sem einstaka turn teygir sig upp fyrir. Einkennileg tilfinning að sjá svona lokað virki. Virkisbærinn stendur á hásléttu, fyrir ofan ána Tauber, eins og nafnið ber með sér „Rothenburg ob der Tauber“. Leiðin inn í bæinn liggur um gálgaturn. Gamlir hellusteinar taka illa við hávaða frá bíldekkj- um — glymja og syngja! Þröngar miðaldagötur eru ekki byggðar fyrir bílaumferð. Og við erum tek- in fyrir 60 km hraða! 600 króna sekt! Hámarkshraði innan borgar- múra er 50 km. Hótelið „Gullni hjörturinn" er auðfundið. Bærinn er hálfgerður „dúkkubær og allt í göngufæri. Hann geymir samt 19 hótel, 35 krár og gistiheimili. Gisting og morgunverður víða í boði. Flestir hinna 12.500 íbúa vinna við ferðaþjónustu. Tilbúinn ævintýrabær eðajólaborg? Aftur og aftur kemur sú tilfinn- ing að maður sé staddur í tilbún- um ævintýrabæ. Allt miðast við ferðamanninn. Allt gert til að auka áhrif rómantíska tímans. Veitingahús í friðsælum innigörð- um, með gróðri og seitlandi gos- brunnum. Fallegt vöruúrval í litl- um verslunum. Hér er líka hægt að ganga inn í jólaævintýrið. Stærsta verslunin er eingöngu með jólaskreytingar og fallegar gjafavörur. Skrýtið að ganga inn Rómantíski vegurinn frá ánni Main til Alpanna í jólahughrif á miðju sumri. Risa- stór, upplýst jólatré í miðri verslun og ævintýraleiksvið fyrir börnin. í búðagluggum eru einstaklega ‘'allegar brúður. Enda er frægt brúðusafn í bænum. Líka má mæla með fallegum tréskurðar- munum, sem sjást óvíða. Margir kaupa til gamans litlar pylsur, innpakkaðar í vindlakassa, svo vel gerðar, að ýmsir reyna að kveikja í vindlingunum!_ Margt er hér að sjá og skoða. í miðaldasafni er fyrrum fangaklefi. Ein geng ég niður í kjallarann, sem aðeins er upplýstur með logandi kyndlum. Skoða pyndingatól og píslarbekk. Hroll setur að mér og skyndilega get ég ekki verið nógu fljót út í sólskinið. Enginn má ganga fram- hjá miðalda- og réttarsögusafn- inu. Það fullkomnasta í Þýska- landi og þó víðar sé leitað. Gömlu, góðu tímarnir birtast í nýrri, ógn- vekjandi mynd! En um það er önnur grein. Bjargaði víndrykkja Róthenborg frá eyðingn? engan undrar! Skrautsýning um borgarstjórann og Tilly hershöfð- ingja er sviðsett á aðaltorginu um hvítasunnu, á sumar- og haust- hátíð. Dinkelsbiihl svaf Þyrni- rósarsvefhi í 1000 ár Það er erfitt að slíta sig frá Róthenburg. Til Dinkelsbuhl eru aðeins 50 km. Og við leitum uppi Hótel hvítu rósarinnar í Steina- götu 12. Nýtt gistiheimili í gam- alli hlöðu. Aftur inn um borgar- hlið. Og við erum komin til elsta og best varðveitta miðaldabæjar Þýskalands. í Róthenborg er allt gert til að gera miðaldirnar ævin- týralegar fyrir ferðamanninn. Stundum kannski um of. En í Dinkelsbuhl er reynt að halda öllu, eins og það var fyrir 1000 árum. Engir plaststólar mega sjást á útiveitingahúsum. Engar minja- gripabúðir. Allt á að vera í upp- runalegri mynd. Dinkelsbuhl er fallegur bær, með afar sterkan heildarsvip. Flest húsin eru bind- ingshús með háreistum gaflþök- um. Undir þökum voru áður kom- geymslur. Dráttarkrókar sjást víða enn. Borgarstjórinn er sagður hafa bjargað Róthenborg. En það vora börnin sem björguðu Dinkelsbuhl í 30 ára stríðinu 1632. í Dink- elsbuhl er „Kinderzeche" aðalvið- burður ársins. Undirbúningur er í fullum gangi. Krakkar að æfa skrúðgöngu og Dinkelsbuhl- drengjakórinn syngur á torginu. Um miðjan júlí er hinn sögulegi atburður sviðsettur. Herfylkingar, klæddar eins og sænskir hermenn ganga fylktu liði inn í bæinn. Þær mæta ráðamönnum á torginu, sem era ráðalitlir gegn ofureflinu. Samkvæmt venju á að hengja borgarstjórnina og leggja bæinn í rúst. Þá koma börnin, með 9 ára dreng í fararbroddi. Sænska hers- höfðinginn sér í honum son sinn, sem hann er nýbúinn að missa. Og fyrir atbeina barnanna hlífa Svíar Dinkelsbúhl. Dinkelsbúhl var mikilvægur kornskiptabær fyrir 30 ára stríðið. En síðan er eins og bærinn hafi sofið. Þangað til ferðamenn finna miðaldabæinn, sem líkja má við safn. Hér er til dæmis engin járn- brautarstöð. Mörgum húsum er búið að breyta í hótel. Og skemmtilegt farfuglaheimili er til húsa í gamalli kornhlöðu. Dink- elsbuhl er fyrir þá sem vilja njóta friðsældar í kyrrlátum sveitabæ. Skógivaxin engi og árniður við borgarmúrinn. Á hveiju kvöldi gengur næturvörðurinn um bæ- inn. Hann hefur upp raust sína fyrir utan veitingahús og hótel og spyr hvort allt sé í lagi. Alda- gömul hefð, sem tíðkaðist áður en borgarhliðunum var lokað á kvöldin. Fjórði bærinn sem við gistum við „rómantíska veginn“ er Nordl- ingen. Hótel Schuetzenhof stend- ur rétt utan við eitt borgarhliðið. Hvergi hafa borgarmúrarnir varð- veist eins vel. Þriggja km göngu- leið, undir þaki liggur eftir endi- löngum veggnum. Lítil íbúðarhús standa við borgarmúrinn. Varð- mannahús fyrri tíma. Núna vinsæl íbúðarhús fyrir eldra fólk, sem þarf ekki mikið húsiými. Leið- sögumaður með grænan ijaðra- hatt, í rauðu vesti og brúnum hnébuxum tekur á móti okkur. Hann leikur hlutverk sitt út í ystu æsar. Bæði hleypur og dansar um strætin og vekur mikla athygli vegfarenda. Óhuggulegt að virða fyrir sér dauðaskildina á kirkju- veggjum. Einn fyrir allar nornim- ar, sem vora brenndar á báli. Og yfir öllu trónar mynd af kardín- ála, sem virðist friðsemdin sjálf uppmáluð. Hvem hefði granað að hann hafi verið helsti nomaveiðar- inn? Margir svartir skuggar hvfla yfir miðöldunum. Við endum í Augsborg, lífleg- um bæ með svipaðan íbúaíjölda og Reykjavík. En um hann er önnur grein. „Rómantíski vegur- inn“ er afar áhugaverður fýrir þá sem hafa góðan tíma. Fyrir þá sem vilja njóta hvfldar og láta stjana við sig í mat og drykk. Fyrir þá sem unna fögram listum í byggingum eða hafa áhuga á miðaldasögu. Ekkki fyrir þá sem sækjast eftir fjörugu næturlífi. Fjarlægðir era litlar og þægilegur akstur frá Wúrtsborg. En nokkuð stíf keyrsla frá Frankfurt til Wúrtsborgar. UPPLÝSINGAR: í Þýska- landi era margar pakkaferðir í boði eftir „rómantíska vegin- um“. 7 daga rútuferð (allt inni- falið) kostar um 22.000 krónur. 7 daga sælkeraferð um 33.000 krónur. 4 daga hjólreiðaferð um 7.000 krónur. Líka hægt að fá 7 daga pakkaferðir með gistingu og morgunverð fyrir um 8.0Ö0 krónur. Tveggja manna her- bergi eru frá 1.500 krónum. Bflaleigubíll í viku frá 10.000 krónum. Réttur dagsins frá 360 krónum. Bjórglas frá 60 krón- um. Eins lítra bjórglas 150 krón- ur. Glas af víni frá 75 krónum — ódýrara í vínræktarhéraðum. O.Sv.B. íslensk ferðaþjónusta erlendis: íslendingar eru ánægðir að gista á íslensku hóteli, Ævintýri, sannleikur eða þjóð- saga? Sagan er svo skemmtileg að það skiptir ekki máli. Á aðal- torginu er skrautlegur klukkut- urn. Við klukkusláttinn birtast tveir kyndugir náungar. Borgar- stjóri með risavaxna vínkollu og Tiliy hershöfðingi úr 30 ára stríðinu. Sagan segir, að Tilly hafi hótað að hengja alla borgar- stjórnina og eyða borginni, þegar honum tókst loks, eftir mikið mannfall að komast inn fyrir borgarmúrinn. En samningalipur borgarstjóri kom af stað veðmáli. Ef borgarstjórinn gæti drukkið í einum teig, þijá og hálfan lítra af sterkasta frankóníu-víninu, þá myndi Tilly hershöfðingi hlífa Rothenburg! Og víndrykkjan bjargaði Rothenburg! Sagan segir að borgarstjórinn hafi sofið sam- fleytt í 3 sólarhringa á eftir — - segir Inga Sigurðardóttir, hóteleigandi í Luxemborg Á hótel LE ROI DAGOBERT í bænum Grevenmacher í Lux- emborg, er 80-90% gesta íslenskir ferðamenn. Hvernig skyldi standa á því? Jú, íslensku hjónin, Inga Sigurðardóttir og Kristján Karl Guðjónsson, reka hótelið og starfsliðið er að mestu skipað Islendingum. Ferðablaðið ræddi við Ingu og spurði hana hvers vegna svona margir landar gista hjá henni. — íslendingar era oft mjög fegnir að koma inn til okkar. Að geta talað íslensku og lesið íslenskan matseðil. Margir íslenskir ferðamenn eiga í tungu- málaerfiðleikum. Það hafur orðið mikil breyting á ferðalögum ís- lendinga. Núna fer fólk ekki ein- Úr borðsal hótelsins. Kristján Karl situr þar með gestum sínum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.