Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1989, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1989, Blaðsíða 11
koma málum sínum í lag og því urðu þau að varast of mikla eftirgjöf við verkalýðinn og tilgangslaust væri að fara í allsheijarverk- föll út af ágreiningsmálum án þess að ræða formlega við stjórnvöld. Walesa taldi betra að fara hægar í sakirnar (án þess að breyta kröfunum) og leysa málin án blóðsútheliinga, og til þess þyrfti að ríkja eining meðal félags- manna bæði í kommúnistaflokknum og í Sam- stöðu áður en gengið yrði til samninga.7 Umbætur í óþökk Sovét- STJÓRNAR Þegar á reyndi var meirihluti meðlima fylgjándi Walesa og samþykkti loks tillögur hans, en aðrir gagnrýndu hann fyrir að troða á lýðræði innan Samstöðu. Walesa sagði: .. Við verðum að beita öðrum aðferðum en verkföllum til að afnema misréttið ... Við erum á ystu nöf og megum því ekki taka áhættu. Margt er hægt að ávinna sér stig af stigi.“87 Óhætt er að fullyrða að fyrri hluta árs 1981 hafi stjórnvöld reynt að koma til móts við vilja þjóðarinnar og gefið eftir í mörgum málum. Þann 16. maí fékk Sam- staða leyfi til að hefja eigin útvarps- og sjón- varpssendingar gegnum ríkisfjölmiðlana, Stanislaw Kania talaði um aðgreiningu kommúnistaflokksins frá ríkisstjórninni og vinna þannig hylli almennings, mannabreyt- ingar áttu sér stað innan flokksins og nýju blóði var hleypt inn, ritskoðun var minnkuð, vinnuvika stytt og ríkisstjórnin lofaði aukn- ingu matarbirgða og tjáningarfrelsi í fjölmiðl- um var aukið. Kosningar voru innan Sam- stöðu um sumarið og hún virtist vera að móta sér stöðugt meiri þörf fyrir að láta að sér kveða í efnahagsstjórn landsins. Samstaða og ríkisstjórnin voru jafnvel sammála um að efla bæri fijálst framtak og sjálfstjóm fyrir- tækja þegar, í júní 1981, Sovétmenn gagn- rýndu pólsku ríkisstjórnina fyrir mistök þeirra að hafa ekki getað brotið gagnbyltingaröflin (Samstöðu) og áhrif heimsvaldasinna á bak aftur, eins og þeir orðuðu það.9 Pólsk stjórnvöld voru nú undir þrýstingi Sovétríkjanna og efnahagurinn fór stöðugt versnandi, spenna jókst milli yfirvaida og Samstöðu þegar verð á brauði var hækkað og matvælaskortur gerði vart við sig um haustið. Jaruzelski hershöfðingi tók völdin af Stanislaw Kania sem aðalritari kommún- istaflokksins um haustið 1981 og hafði hann einnig embætti forsætisráðherra og varnar- málaráðherra. Um leið tóku yfírvöld harðari afstöðu gagnvart öllum umbótakröfum og hvarvetna voru kröfugöngur leystar upp með valdi. Samstaða var nú búin að móta sína eigin stefnu í efnahagsmálum og lýst yfir möguleika á samvinnu við kommúnistaflokk- inn í stjórnmálum, en yfirvöld svöruðu því með nýjum lögum um verkföll, efnahagsum bætur, verkalýðsfélög og lýðræðisleg réttindi menntastofnana, lög sem Samstaða gat ekki sætt sig við. Víða kom til mótmæla vegna matvælaskorts og lögreglan hóf herferð gegn áróðursstarfsemi Samstöðu, þingið afnam verkfallsrétt verkamanna 31. október (þótt Walsea hafi þá verið andvígur verkföllum) en ríkisstjórnin bauð Samstöðu að taka þátt í ráðgefandi hópi þar sem útlit var fyrir mik- ið neyðarástand um veturinn. Á sumum stöð- um í landinu héldu verkföll áfram þrátt fyrir tilraunir Walesa og kirkjunnar til að fá verka- menn til að halda áfram vinnu og stjórnvöld brugðust hart við. Augljóst var að einhvers konar herstjórn var í uppsiglingu.10 HerlögIGildi Jaruzelski skipaði nokkra hershöfðingja ráðuneyti sitt og sendi hermenn út á lands- byggðina til að endurskipuleggja héraðs- stjórnir og fyrirtæki. í lok nóvember gerði herinn árásir á bækistöðvar nokkurra hreyf- inga sem eru innan Samstöðu og leysti upp samkomur, og áður en Samstaða náði að lýsa yfir allsheijarverkfalli var herinn búinn að taka öll völd í landinu. Walesa sagði að ríkisstjórnin hafi með að- gerðum sínum eyðilagt alla möguleika á áframhaldandi viðræðum og þann 13. desem- ber 1981 ríkti hernaðarástand í Póllandi og herlög voni tekin í gildi. Verkalýðshreyfingar og önnur samtök voru leyst upp og gerð ólög- !eg, um 6.000 manns voru handteknir (einnig allir leiðtogar Samstöðu) með ofbeldi og grimmd, og tugir manna féllu og særðust í átökum við herinn. Öll uppbygging Samstöðu var brotin niður, eignir og skjöl gerð upptæk og hún var svipt öllum umbótum sem hún hafði áður fengið. Herforingjar tóku við öllum helstu lykilstöðum í landinu, samgöngur voru takmarkaðar, útgöngubann var í gildi og andstæðingar hinnar nýju herstjórnar áttu yfir höfði sér refsingu herdómstóla og jafnvel dauðarefsingu. Jaruzelski sagði sjálfur að hann hafi lýst yfir hernaðarástandi vegna þess að þróun mála hefðu tekið hættulega stefnu, að fámennur hópur innan Samstöðu ætlaði ser að breyta samtökunum í stjórmála- samtök og útrýma sósíalismanum í landinu Hershöfðinginn bað verkalýðinn að hafa trú Það sem kommnúnisminn í Póllandi gat aldrei lamið niður: Ung stúlka á fjölda- fundi heldur á loft tákni trúar sinnar, Kristi á krossinum. á sér en andstaðan gegn honum jókst með hve.ijum degi.11 Án nokkurs vafa hefur innrás Sovétmanna vofað yfir Póllandi í lok árs 1981 og reyndar var Pólland undir þrýstingi annarra Varsjár- bandalagsríkja sem töldu Samstöðu vera al- varlega ógn við kommúnismann í A-Evrópu, þannig að Jaruzelski sá sig tilneyddan ti! að grípa til aðgerða. A árinu 1982 hækkaði verð á flestum nauð- synjavörum, rafmagnsverð tvöfaldaðist, verð á eldsneyti, sykri, mjólk og kjötvörum þrefald- aðist og verð á osti fimmfaldaðist. Ríkisstjóm- in reyndi þó að gæta hófs í verðhækkunum af ótta við félagslega ólgu og tilraunir henn- ar til að ræða við hinn hófsamari arm Sam- stöðu, aðallega Walesa, fóru út um þúfur. Walesa (sem sat í gæsluvarðhaldi) neitaði að ræða við yfírvöld nema allir leiðtogar Sam- stöðu yrðu látnir lausir úr fangelsi. Um vorið gerði kaþólska kirkjan tilraun til að fá stjórn- völd til að sleppa meðlimum Samstöðu og endurskipuleggja hreyfinguna án stjómmála- legra markmiða og hinna róttæku ráðgjafa hennar. Ef til vill hefur beiðni kirkjunnar borið árangur því smátt og smátt slakaði herstjórnin á spennunni, en þar hafa mestu ráðið um mistök herstjómarinnar við að koma lagi á efnahagsvandamá! ríkisins og vonir Jamzelskis um að vestræn ríki myndu líta framhjá ástandinu í landinu og útvega Pól- veijum ný lán urðu að engu. En tilslökunin í byijun sumars hafði einungis í för með sér fleiri mótmæli og verkföll. Ríkisstjórnin úti- lokaði samningaviðræður við Samstöðu og bannaði samtökin í október 1982, en kirkjan fékk því þó framgengt að Walesa yrði sleppt úr varðhaldi, að herlögum var aflétt í nóvem- ber og ekki voru öllum föngum gefnar upp sakir fyrir andófið. Sýndarréttarhöld vom haldin yfir leiðtogum KOR (m.a. Jacek Kuron og Adam Michnik) og öðrum róttækum Sam- stöðumönnum. En tilgangurinn var augljós- lega sá, að bæla niður alla íhlutun Samstöðu í stjórnmál.12 Kommúnisminn Styrkur í Sessi Herlögin vom ekki alveg afnumin fyrr en á þjóðhátíðardegi Pólveija 22. júlí 1983, þeg- ar Jarazelski tilkynnti þjóðinni að hann hefði leyst upp herstjómina að fullu. Aðeins hluti pólitískra fanga var látinn laus og pólska þingið setti á fót sérlög sem áttu að gilda til ársloka 1985 og þau mæltu svo fyrir, að hver sá sem tæki þátt í ólöglegum samtökum ættu yfir höfði sér þriggja ára fangelsi. Einn- ig var ritskoðun aukin og menningarstarfsemi takmörkuð. Fulltrúar kirkjunnar mótmæltu harðlega hinum nýju lögum og töldu hina pólsku kirkju standa á styrkum fótum eftir heimsókn páf- ans í júní, en yfir fjórðungur allra Pólvetja hlýddi á messur hans og ræður, jafnve! þótt honum hafði verið bannað að koma nálægt borginni Gdansk og hann lýsti yfir stuðningi sínum við Samstöðu og þá sem beijast fyrir auknu lýðræði í þjóðfélaginu. Walesa fékk aftur starf sem rafvirki við Lenin-skipasmíða- stöðina en hann hefur síðan verið undir stöð- ugu eftirliti yfirvalda og að hans mati vom hin nýju lög enn verri en herlögin. Samstaða starfaði sem neðanjarðarhreyfing frá því hún var bönnuð 1981 og viðurkenndi Walesa sem óumdeilanlegan leiðtoga sinn, og efnahagur landsins hélt áfram að versna sakir gagn- lausra aðgerða ríkissjómarinnar, á sama tíma og mannréttindi vora fótum troðin. Því var ekki laust við að verkamenn missu alla trú á kommúnismanum.13 Síðan Samstaða var bönnuð með lögum hefur miðað hægt áfram í viðræðum hennar WYBORY? ■ f- | Neðanjarðar útgáifa ýmisskonar hefur blómstrað og þar ber mikið á and-sovézk- um skoðunum. Bæklingarnir, sem hér er mynd af, eru frá Brésnev-tímanum. A forsíðunni til vinstri stendur: „haltu þig heima Brésnev og kjóstu sjálfan þig“, en hinn bæklingurinn heitir: „Keisaraynjan og spegillinn. “ og stjómvalda: stjórnvöld neita að ræða við hinn róttækari arm Samstöðu, einungis hinn hægfara arm með Lech Walesa og kirkjuna í fararbroddi. Því hafnaði Walesa og neitaði að ræða við stjórnvöld nema Samstaða yrði lögleidd, en því vísuðu stjórnvöld á bug. En aðalhindmnin fyrir því að viðræður um endur- bætur gætu hafist var sú að Samstaða hafði ekki hlotið opinberlega viðurkenningu og þjóðin trúði því ekki að ríkisstjórnin væri reiðubúin að bæta fyrir misgerðir sínar:„Þess vegna setjumst við ekki að samningaborðinu nema sem fijálsir menn, samþykkjum ekki hugmyndir stjórnarinnar án umræðu heldur áskiljum við okkur rétt til að breyta þeim, fá að taka þátt í mótun þeirra, ekki sam- kvæmt einhveiju skömmtunarkerfi, heldur samkvæmt því sem þjóðin úrskurðar.“H Stjórnkerfið Ér Úrelt Jaruzelski hershöfðingi hefur sjálfur sagt að gagnrýni Samstöðu á dugleysi ríkisstjórn- arinnar í umbótum og efnahagsmálum væri réttmæt, og sjálfir valdhafamir hafa viður- kennt hmn hins sósíalíska efnahagskerfis og að þeir hafi ekki lengur trúnað þjóðarinnar. Auk þess hlýtur ða vera alvarlegur brestur í stjórnkerfinu ef ekki má segja sína skoðun í ræðu eða riti, fara í verkfall eða stofna sjálf- stætt verkalýðsfélag. Alþýðan krefst rétt- arríkis og þótt hún búi við bág kjör, þá vill hún grundvallarbreytingar; svigrúm til at- hafna, afnema miðstjórnarvald og taka þátt í úrlausn vandamála. Það voru stjórnvöld sem komu ólgunni af stað með óvinsælum aðgerð- um sínum og með því að reyna ða kljúfa verkamenn gegn hver öðmm, þá tókst þeim aðeins að efla óvinsældir sínar og urðu loks að gefa eftir þegar meirihluti pólskra verka- manna beitti þau þrýstingi. Pólsk stjórnvöld telja mikilvægt að þau fái skuldbreytingu á lánum frá Vesturlöndum, en erlendu ríkin vilja fyrst af öllu sjá árangur efnahagsumbótanna og hvort mannréttindi verði virt að vettugi (það var ekki nóg að veita öllum pólitískum föngum frelsi í septem- ber 1986). Og hvort sem yfirvöldin munu lúta að vilja þjóðarinnar eður ei, þá verður þeirri staðreynd ekki breytt, að nú á hinum síðari hluta níunda áratugarins er risin upp ný kynslóð verkamanna í Póllandi, kynslóð sem er enn harðari í afstöðu sinni gagnvart kommúnistastjórninni en sú kynslóð sem stóð fyrir verkföllum um sumarið 1980. Markmið hinna yngri meðlima Samstöðu er að upp- ræta kommúnismann fyrir fullt og allt og gerbreyta markaðskerfi landsins: „Ungir Pól- veijar era meðvitað eða ómeðvitað að losa sig við þau bönd sem binda þá við hefðir og neyða þá til að umbera þjáningar af sögu- legri reynslu. Atburðirnir 1980-1981 hafa vakið upp hjá þeim tilhneigingu til mótmæla og hreina þjóðernismeðvitund."15 En kommúnisminn var orðinn rótgróinn í Póllandi þegar Samstöðumenn tóku að viðra stjórnmálaskoðanir sínar, og þeir töldu nauð- synlegt að breyta stjórnkerfinu en hjá yngri kynslóðinni er baráttan nánast orðin að sjálf- stæðisbaráttu og menn beijast hart fyrir kröf- um sínum, jafnvel þótt þeir mæti óeirðalög- reglunni eða verði fangelsaðir án dóms og laga. Ef þeir vilja vera sjálfstæðir á einhvern hátt, þá geta þeir ekki orðið það nema bijót- ast fyrst undan oki Sovétríkjanna; „Sú stað- reynd, að vð höfum lent undir þessum yfirráð- um, hefur haft í för með sér að við höfum beðið skaða á líkama og sál. Pólsk menning verður ekki endurreist fyrr en við verðum aftur herrar í eigin húsi og komumst í eðli- legt, lífrænt samband við meginstrauma þeirrar menningar sem við emm hluti af.“16 Heimilda og tilvísanaskrá 1. Gatter-Klenk, Júlía: Samstaða nú. Reykjavík 1981, bls. 157. 2. Halecki, Oscar: A History of Poland. London 1983, bls 401. 3. Gatter-Klenk, Júlía: Samstaða nú, bls 147. 4. Hallécki, Oscar: A History of Poland, bls. 401. 5. Asch?rson, Neal: The Polish August. Pengu- in 1982, Bls. 206-216 og 225-228. Gatter-Klenk, Júlía: Samstaða nú, bls. 60-61 og 162-163. 6. Gatter-Klenk, Júlía: Samstaða nú, bls. 163. 7. Ascherson, Neal: The Polish August, bls. 262-265. Kroch, Torben: Polen 1945-1983. Borgen 1984, bls. 49-53. 8. Dobbs, Michael: Poland: Solidarity: Walesa. Pergamon 1981, bls. 123. 9. Ascherson, Neal: The Polish August, bls. 265-271. Macshane, Denis: Solidarity, bls. 124-126. 10. Ascherson, Neal: The Polish August, bls. 279-281. 11. Ascherson, Neal: The Polish August, Bls. 278-279. Poland Under Jaruzelski. Survey Magazine, a journal of east and west studies, vol. I. New York 1983, bls. 7. . 12. Haleeki, Oscar: A Iþstory of Poland, bls. 415-421. Poland under Jamzelski, bls. 21-23. 13. Kroch, Torben: Polen 1945-1983, bls. 68-69. 14. Morgunblaðið 23. 12. 1988, bls. 13. 15. Dobbs, Michael: Poland Solidarity: Walesa, bls. 10. 16. Morgunblaðið 23. 12. 1988, bls. 13. Höfundur er sagnfræðinemi. að nú á hinuin síðari hluta LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. ÁGÚST 1989 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.