Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1989, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1989, Blaðsíða 10
Eftir þessa athugasemd bjóst ég við rosa- legri gusu. En það var mjög rólegur og yfirvegaður Steingrímur, sem svaraði þessu svofelldum orðum: „Þessir litir standa í sambandi við nýjan kapítula í lífí mínu. Ég er að leita að mýkt og birtu; það er svo mikið af sorta í tilver- unni. En fyrir 9 árum tók ég upp nýja lífsstefnu og hef verið að rækta þann garð síðan; rækta sjálfan mig. Ég er alkóhólisti og er ekki feiminn að viðurkenna það. Sá ferill hófst á Akureyri þegar ég var á þrítugsaldri, en það var Olafur Tryggvason, huglæknir, sem sneri mér til betri vegar. Þess bata naut ég í heil 18 ár. Þá var ég í Roðgúl á Stokkseyri, einn með þijú börn. Og vamimar bmstu. Við tóku sjö erfið ár, unz ég tók upp þá stefnu, sem ég hef hald- ið síðan með guðs hjálp og góðra manna og byggir ekki sízt á því, að styrkja líkam- ann. Það er ekki hægt að vera andlega frjór og vanrækja á sér skrokkinn og lifa á rusl- fæði. Ég losaði mig líka alveg við tóbak, en það var erfitt og stríddi lengi á mig. Þetta var orðinn svo ríkur vani að vera púandi vindil við ritvélina eða málaratrön- umar. Og það var vemlegur andlegur sig- ur, þegar ég fann að ég hafði vald yfir þessu. Nú geri ég æfingar daglega og teygi mig eins og kötturinn eða hleyp i fjörunum úti á Seltjarnarnesi.Á Stokkseyri þykir mér gott að vaða út í sjó og taka svo Múllersæf- ingar á undan og eftir. Allt hefur þetta orðið til þess, að ég sé heiminn í nýju ljósi, — hamingjusamur varð ég fyrst eftir sextugt, hef nú fjóra um sex- tugt og er í alla staði betur á mig kominn en fyrir tíu ámm. En þessi líkamlega rækt- un er ekki ein um þá hitu. Ég er kaþólikki og trúin hefur skipt mig geysilega miklu máli, kannski bjargað mér. Kaþólsku kirkj- unni gekk ég á hönd á Máríumessu hinni fyrri, 1959. Þá varð ég að velja mér nöfn til viðbótar við mitt eigið, svo sem venja er til. Ég fór í „Book of Saints“, dýrlinga- skrá kirlqunnar í samráði við skriftaföður minn og valdi nöfnin Tómas og Stefán, það' er eftir Tómasi Aquinas og Heilögum Stef- áni. Þetta er dálítið merkilegt í ljósi þess, að faðir minn taldi sig heiðinn og lét ekki ferma okkur systkinin. Ég var ekki skírður fyrr en ég var orðinn 6 ára. Löngu síðar, 11. júní 1959, var ég „biskupaður", þ.e. fermd- ur. Ég komst í kynni við katólskuna úti í Nottingham í Englandi, þar sem ég var við bókmenntanám og fann að þar var eitthvað sem höfðaði til mín. Ég er skorpumaður í kirkjusókn eins og öðru; eitt og annað kem- ur í veg fyrir að hægt sé að sælq'a kirkju reglulega. En það er til marks um ögun og breytingu í þá átt að verða skárri mann- eskja, að ég var beðinn að flytja bæn við komu páfa á Landakotstúninu. Fyrir nokkr- um árum hefði ég gert það, en nú færðist ég undan; kaus þá auðmýkt að geta verið þarna sem hver annar óbreyttur. Mér þótti koma páfa áhrifaríkur við- burður og á eftir málaði ég nálega abstrakt mynd, sem verður á sýningunni og er um þennan viðburð. Þarna er íslenzkt stuðla- berg, eða form sem gefa hugmynd um það og braut til himins. Þetta er táknræn mynd og merkingin er sú, að koma páfa hafi ver- ið himnasending og að íslenzkt umhverfi hafi verið töfrum slegið við komu hans. Það er ekki alveg nýtt hjá mér að mála abstrakt. En í raun og veru skiptir það engu máli hvort list er það sem kallað er „fígúratíf" eða „non-fígúratíf“. Aðalatriðið er að listamaðurinn sé sannur og að hann upplifi eitthvað. í verkum hans þarf að koma fram andleg reynsla; í myndunum verður að vera andlegt inntak. Og það getur að sönnu verið andlegt inntak i landslagsmynd, til dæmis sjávarmynd. Ég held mikið uppá sjóinn; hann er aldrei leiðinlegur, hvernig sem hann lætur. Fjaran og brimið er það sem ég sakna mest frá Stokkseyri. Ég segi: Andlegt inntak umfram allt og kæri mig kollóttan um hátíðlega frasa og það dóma- dagskjaftæði listsögufræðinga, sem stund- um er í blöðunum. Listalífi á Islandi stafar mest hætta af klíkum, sem samanstanda af miðlungsmönnum og framapoturum. Klíkurnar koma í veg fyrir þessa eðlilegu og einlægu listsköpun, sem mér fínnst aðal- atriði. Það sem gerir listina forvitnilega er, að það tekur alltaf eitthvað nýtt við í henni. Það er eins og að loka á eftir sér dyrum — þá taka við aðrar dyr; listin er endalaus. Aðalatriðið er að halda áfram að beijast. Og að finna sér hvatningu, eldsneyti. Að ferðast er mér hvatning. Það er svipað og að verða ástfanginn. Ég missi aldrei þennan ferðahug; eftirvæntingu eins og þegar stefnumót bíður manns. Það er sorglegt, þefar fólk missir þennan hæfileika, maður á að halda í þessa gleði, þessa eftirvæntingu. 0g ekki sízt forvitnina." gs: Samstaða í Póllandi - síðari hluti „Við höfuin beðið skaða á líkama og sál“ Lech Walesa, sem er án efa orðinn að þjóðhetju í Póllandi, hafði tekið forystuna í verkfallinu 14. ágúst því verkamenn þurftu augljóslega á verkalýðsleiðtoga að halda. Hann greip í taum- ana þegar upplausn virtist gæta meðal verk- Samstaða starfaði sem neðanjarðarhreyfing frá því hún var bönnuð 1981 og viðurkenndi Walesa sem óumdeilanlegan leiðtoga sinn, og efnahagur landsins hélt áfram að versna sakir gagnslausra aðgerða ríkisstjórnarinnar, á sama tíma og mannréttindi voru fótum troðin. Eftir GUÐMUND ÞORSTEIN SSON fallsmanna eins og hann hefði verið eini maðurinn sem þorði að standa fast á kröfum sínum, en í raun var markmið hans og fleiri verkfallsmanna að koma í veg fyrir sömu mistökin og voru gerð í desember 1970. Hann var ekki kosinn til starfsins, heldur kom hann upp sem leiðtogi í gegnum að- gerðir sem verkamenn gripu til og aðstæð- urnar skipuðu honum í leiðtogastöðuna. Hann er hvorki hernaðarsérfræðingur né stjórnmálamaður og hann hefur ekki litið á sjálfan sig sem hugmyndafræðing eða and- legan leiðtoga. Samt hefur mælska hans og hæfileiki til að semja við stjómvöld gef- ið Samstöðu stjómmálalega stefnu: „Walesa tekst með ferðalögum sínum og látlausum ræðuhöldum að þjappa fólkinu saman, eða það sem mikilvægara er, að gera flokks- forustunni skiljanlegt að andstaðan gegn henni hefur magnast...“' Fjöldi héraðasambanda og starfsmanna- félaga tilheyra nú Samstöðu og styrkur hennar gagnvart stjórnvöldum sést m.a. best á því að henni hefur tekist að kalla til verkfalls með 4 klst. fyriryara. Hinir hörmu- legu atburðir síðustu fjögurra áratuga í sögu Póllands rista enn djúpt í meðvitund almennings og eitthvað meira virðist hafa búið á bak við kröfuna um fijálsa verkalýðs- hreyfingu, því skoðanakannanir um haustið 1981 leiddu í ljós að aðeins 7% pólskra verkamanna voru hliðhollir kommúnista- flokknum en .90% þeirra fylgdu Samstöðu. Fijálsum verkalýðsfélögum var komið á fót um allt land og Samstaða er samtök þeirra og hún telur um 10 milljón manns, og meðlimirnir koma alls staðar að úr þjóðlífinu, einnig andstæðar fylkingar. Þeir sem mynda Samstöðu eru KOR, félags- hyggjumenn sem hafa svipaðar hugmyndir og jafnaðarmenn V-Evrópu, fulltrúar kaþ- ólsku kirkjunnar, róttæklingar sem nefna sig Samtök um sjálfstætt Pólland (KPN) og ein milljón af þrem milljónum meðlima pólska kommúnistaflokksins. Meðlimir Sam- stöðu koma víða að úr þjóðfélaginu og úr mörgum starfstéttum, jafnvel einstaklingar sem gerast meðlimir eingöngu til að sýna verkamönnum stuðning sinn, en allir eiga þeir það sameiginlegt að vilja lifa og starfa eftir lýðræðislegri hugmyndafræði. Og eins og árið 1976 stóðu verkamenn og mennta- menn saman um myndun Samstöðu (KOR hafði frá árinu 1976 reynt að efla samvinnu þeirra), t.d. voru stjómvöldum send undir- skriftalistar hundruða prófessora, rithöf- unda og annarra menntamanna þar sem þeir hvöttu til samningaviðræðna við verk- fallsmenn.2 Seinna valdi Walesa ráðgjafa Sigurganga. Myndin er tekin að kosningunum afstöðnum og Walesa er að vonum hýr á svipinn. Það út af tyrir sig að þessar kosningar skyldi eiga sér stað er kraftaverk og getur haft mikil áhrif í Austantjaldslöndunum. sína úr þeirra hópi og sem.málfærslu- menn þekkja séifræðingarnir þær gildrur, sem hættulegastar eru á þessu byijunarstigi skipulagningarinnar".3 Þeir vita hvernig á að gera samninga, korna á viðræðum ein- stakra fulltrúa, kom á samskiptum við verkalýðshreyfingar erlendis og útvega töl- fræðilegar upplýsingar um efnahag lands- ins. En Walesa hefur reynt að gæta þess að innan Samstöðu sé enginn yfir annan hafinn eða að meðlimir skiptist í stéttaand- stæður, að ekki slái í brýnu milli hinna hægfara sinnuðu og ungu róttæklinganna sem vilja sigur eins fljótt og auðið er, því að innan samtakaima gildir lýðræðisleg starfsemi.4 Nágrannar Hafa áhrif Nágrannaríki Póllands í Varsjárbandalag- inu gagnrýndu þróun mála í landinu og vör- uðu pólsk stjómvöld við vaxandi „gagnbylt-' ingaröflum". Orðrómur kviknaði um hernað- arlega íhlutun Sovétríkjanna í pólsk málefni og sameiginlegar heræfíngar Sovétríkjanna, A-Þýskalands og Tékkóslóvakíu á pólsku landi í mars 1981 olli mikilli spennu meðal almennings og á Vesturlöndum. En öruggt má telja, að önnur aðildarríki Varsjárbanda- lagsins hefðu viljað hindra útbreiðslu verk- fallanna út fyrir pólsk landamæri hvað sem það kostaði. Þó var pólsku ríkisstjóminni ein- ungis settir úrslitakostir; að hún yrði sjálf að „koma á röð og reglu" í samfélagjnu.6 í augum almennings eru það kröfur þess sem þarf að koma í röð og reglu án þess að það ijúfi friðinn við bandalagsríki Póllands, en svo var málum háttað í byijun árs 1981, að óeiningar var farið að gæta innan Sam- stöðu. Sumir meðlimir vildu fara hægt í kröfum sínum en aðrir vildu grípa til róttæk- ari ráða. Walesa var sakaður um að gefa oi mikið eftir og vera hallur undir ríkisstjómina, og menn fóru í verkfall út af öllum möguleg- um ástæðum, oft í hefndarhug gagnvart yfir- mönnum. Walesa reyndi að gera allt í sínu valdi til að styðja stjórvöld í viðleitni sinni til að halda friðinn og forðast íhlutun Sovétríkj- anna. Það var merki um víðsýni „ ... að bægja frá hættunni af nýrri félagslegri ólgu. Nú er um að gera, . . . að varðveita það sem áunnist hefur og ekki að fara út fyrir mörk þess sem er pólitískt mögulegt."6 LÍFSKJÖR VERSNUÐU Wojciech Jarazelski varð forsætisráðherra í febrúar 1981 (hafði verið varnarmálaráð- herra síðan 1968) og meðlimir Samstöðu vora jákvæðir gagnvart honum þar sem hann átti þátt í að fá stjórnvöld til að undirrita Gdansk- samkomulagið. Hinn nýi forsætisráðherra fór fram á 3 mánaða frest við Samstöðu, án verkfalla, til að leysa efnahagsvanda ríkisins og um 50 héraðsdeildir Samstöðu frestuðu verkföllum. En efnahagurinn versnaði og al- menningur gat ekki útvegað sér hinar brýn- ustu nauðsynjavörar til viðurværis eins og smjör, osta, mjólk og hveiti. Fátækt og reiði meðal almennings olli óeirðum einstakra Sam- stöðuhópa við lögreglu í mars og apríl 1981 og í hvert sinn sem slíkt kom fyrir reyndi Samstaða að stilla til friðar, og kommúnista- flokkurinn var orðinn ráðþrota gagnvart upp- reisnarmönnum. í fyrsta skipti frá stofnun Samstöðu beitti óeirðalögreglan ofbeldi gegn vamarlausum lýðnum í Bydgoszcz og Walesa krafðist þess að hinir seku yrðu dæmdir. Jarazelski hafði lofað honum því að ofbeldi yrði ekki beitt, en það er augljóst að í mið- stýrðu stjórnkerfi Póllands er ekki ætíð hægt að hafa stjórn á gerðum einstakra deilda þess. Milljónir verkamanna fóra í verkfall í lok mars og stjórnvöld féllust loks á að þeir sem báru ábyrgð á ofbeldisverkum lögregl- unnar yrðu dæmdir og að samtök bænda (Græn samstaða) yrðu viðurkennd, einnig ætluðu stjórnvöld að endurskoða afstöðu sína til pólitískra fanga. Á landsfundi Samstöðu í september 1981 kröfðust verkamenn aukinn- ar sjálfsstjórnar og jafnréttis, fijálsar kosn- ingar til pólska þingsins og hvöttu verkamenn í öðrum ríkjum A-Evrópu til að stofna fijáls verkalýðsfélög. En Walesa hótaði að segja af sér formennsku ef Samstaða ákvað að ganga svo langt í kröfum sínum, því stað- reyndirnar voru þessar: Efnahagur Póllands var á svo slæmu stigi að hann gæti ekki þolað fleiri verkföll, pólsk stjórnvöld voru beitt þrýstingi af hálfu Sovétríkjanna um að 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.